Morgunblaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Tvennt litaralla umræðuá heimsvísu
og er óþægilega
samofið, afleiðingar
kórónuveiru og hat-
rammar kosningar
í Bandaríkjunum. Kannanir
sýna enn að demókratar hafi
sigurlíkurnar með sér, þrátt
fyrir að þora ekki að sýna fram-
bjóðanda sinn, nema sem
Konna, sem her Baldra talar
fyrir. Repúblikanar hafa sinn
umdeilda forseta í endurkjöri
en hann er hvergi falinn.
Trump hafði vindinn í bakið í
byrjun kosningaárs, einkum
vegna góðs árangurs í efna-
hagsmálum. Andstæðingunum
tókst að koma veirunni á hina
vogarskálina og eðlisþyngd
hennar jókst í takt við hækk-
andi smit- og dánartölur. Í
Bandaríkjunum, sem í Evrópu,
voru menn óviðbúnir fárinu.
Lítil geta var til að mæla smit
veirunnar hratt í byrjun. Enda
hefði þurft að gera það í tug-
milljónatilvikum á fáum vikum.
Eftir að bætt var úr með miklu
átaki birtist árangurinn m.a. í
stórum stökkum smittalna. Til-
finningin, sem ýtt var undir, var
að faraldurinn væri stjórnlaus
sem þessu nam!
Í kosningafári þar sem fjöl-
miðlar ráða sér ekki fyrir
brennandi þörf á að snúa við
stöðunni frá 2016 sem þeir við-
urkenndu aldrei, gengur illa að
halda gæðum í fréttamennsku.
Á skrítna fjölmiðlinum á Íslandi
og í hornum Alþingis flokkast
það sem „kynþáttahatur“ að
nefna upphátt hvaðan kór-
ónuveiran kom og hvernig
Vesturlönd voru (ekki) vöruð
við hvers mætti vænta. Það
skiptir augljóslega miklu fyrir
framtíðina að fara rækilega yfir
það hvers vegna dróst að
hringja aðvörunarbjöllum.
Samkomulag Kína og Banda-
ríkjanna hefur goldið þessa, og
óleystra átaka um viðskipta-
hætti. Andstæðingar Trump
forseta í kosningabaráttunni
fullyrða að hann hafi stigið fast
á bandarískar bremsur gagn-
vart Kínastjórn vegna ótta síns
um hrakfarir í kosningunum.
Því hafi hann ýtt undir átök við
öflugan og dularfullan andstæð-
ing og fylgi þar aldagömlum
hernaðarbrögðum um að
þjóðarleiðtogi sem stendur höll-
um fæti eigi fá bjargráð væn-
legri en að kalla fram ógnandi
óvin og setja í aðalhlutverk á
heimasviðinu. Ekkert þjappi
fólki betur um leiðtoga sinn en
það. Þess vegna séu átök um
meintar tækninjósnir Kína sem
Bandaríkin hafi blásið upp langt
umfram efni.
Staðreyndin er hins vegar sú
að hinn vestræni heimur hafði
fram að því brugðist við málinu
eins og nytsamir sakleysingjar
og látið risafyrirtæki sín,
stjórnlaus af
græðgi, ráða för.
Því er fróðlegt að
lesa nýja aðalgrein
í Spiegel sem lengi
hefur legið við an-
keri á vinstri kanti
Þýskra stjórnmála. Þar kemur
að Michael Roth, mikill áhrifa-
maður þýska krataflokksins í
ríkisstjórn Merkel, og fer þar
með Evrópumál og birtir
stefnumið vegna 6 mánaða for-
setatíðar lands síns í ESB.
Hann telur nauðsynlegt að
spyrja spurningar um hvernig
ESB eigi að að halda sínum hlut
gegn hinu mikla og ágenga
Kína. Svar Roth er að Evrópa
verði að sýna öfluga samstöðu
og nota víðfeðmt markaðssvæði
sem aðaltól í þeim slag. Varð-
andi „5G“, sem er táknrænt um
kjarna átakanna, verði Evrópa
að byggja á innlendum fram-
leiðendum varðandi vöru sem er
viðkvæm af öryggisástæðum.
Roth segir að Bandaríkin hafi
dregið sig inn í skel heltekin af
einkahagsmunum sínum. Á
sama tíma herðist Kína í sinni
framgöngu. Því sé Evrópu
nauðugur sá kostur að sýna
aukna festu. Auðvitað séu sam-
skiptin við Kína flókin. Kína sé
og hljóti að vera mikilvægt sam-
starfsland en um leið efnahags-
legur keppinautur.
Um flest vegni Kína og ESB
best í nánu samstarfi. Nefna
megi pestir og heimsfaraldra,
heimshlýnun og lausn svæðis-
bundinna deilna. Viðurkenna
skuli að forysta einsflokksríkis
geri allt sem hún má til að reka
fleyg á milli og veikja samstöðu
ESB-landa. Atburðirnir í Hong
Kong sýni hve Kína fari sínu
fram hvað sem afstöðu um-
heimsins líður og nefna megi út-
þenslu á Suður-Kínahafi og at-
burði í Xinjiang-héraði í því
sambandi.
Roth bendir á að kórónufárið
sýni hversu háð Evrópa sé orðin
einstökum svæðum í heiminum,
eins og lyf og annar búnaður,
framleiddur í Kína, dragi fram.
Kínverska stjórnin hafi ekki
hikað við að nýta sér þau vand-
ræði til pólitísks ávinning. Þá
víkur Roth að „fullveldis-
málum“, og eru áherslurnar
sérlega athyglisverðar. „Aukið
evrópskt fullveldi er því mál
málanna nú!“ segir hann. Og
svo: „Evrópa þarf að verða enn
sjálfstæðari varðandi flutninga-
mál, orku- og náttúruauðlindir
svo fátt eitt sé nefnt.“
Roth sagði hins vegar ótækt
að hverfa jafnlangt frá Kína
eins og Bandaríkin ætli sér. Því
þótt kórónuvírusinn og helstu
valdaríki hafi breyttt miklu um
alþjóðavæðinguna þá hafi þau
ekki afnumið hana.
Roth hefur aldrei heyrt um
fullveldi ESB (EES) ríkja, svo
séð verði. Ekki frekar en flestir
flokkar á Íslandi!
Stundum æpir það
sem ósagt er látið
en hitt er aðallega
skrítið}
Óvænt merkjasending
F
orsætisráðherra rakti í nýlegu við-
tali aðdraganda að myndun ríkis-
stjórnarinnar og forsendur fyrir
samstarfinu. Annars vegar ákall
þjóðarinnar um stöðugleika og
hins vegar að ráðherrum kæmi vel saman. Slík
hreinskilni er lofsverð og engin ástæða til þess
að bera brigður á að einmitt þetta hafi sam-
einað flokkana. Þegar stefnumálin skipta engu
er auðvelt að mynda ríkisstjórn, því að býsna
margir þingmenn eru þægilegir í viðkynningu.
Stjórnarflokkarnir sameinuðust um að stöðnun
væri samheiti við stöðugleika. Í stöðnun nýtur
hinn svifaseini sín.
Fyrir rúmum áratug bar misheppnuð
gamanmynd sama heiti og þessi pistill. Gagn-
rýnandi sagði: „Að upplagi hefur myndin alla
burði til þess að verða skondin og lífleg. Leik-
arar eru góðir, sagan sniðug og sögusviðið sjarmerandi,
en hún nær sér aldrei alveg upp úr þeim stirða fasa sem
loðir við.“ Betur er varla hægt að lýsa ríkisstjórninni.
Illu heilli hefur kórónuveiran aftur stungið sér niður á
Íslandi. Flestir eru sammála um að vel hafi tekist til í vor
um viðbrögð. Vísindin réðu ferðinni, en þekking á þessum
vágesti var auðvitað takmörkuð þá. Margir töldu sig vita
betur en sérfræðingarnir. Þessir sjálfskipuðu spekingar
fengu heitið kóvitar í almennri umræðu.
Af fyrri glímu við veiruna illskeyttu mátti læra að skjót
og fumlaus viðbrögð skipta öllu. Aðgerða- og ákvarð-
anafælni eru afdrifarík.
Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Mið-
stöð í lýðheilsuvísindum við HÍ, er í hópi
þeirra sem hafa fylgst best með þróun farald-
ursins. Andstætt kóvitunum talar hún af þekk-
ingu og reynslu. Hún skrifaði á FB í liðinni
viku (samantekt af nokkrum færslum):
„Voðalega þarf þessi ríkisstjórn marga
fundi til að ræða einfaldan hlut. Það eru meira
en tveir sólarhringar síðan ríkisstjórninni var
ljóst að það er samfélagssmit (ekki hópsmit) í
gangi og þau funda enn. Þetta getur þýtt, ef
við erum óheppin, aukavikur í takmörkunum.
deCODE raðgreindi sýnin og ríkisstjórnin
vissi fyrir mörgum dögum að um samfélags-
smit væri að ræða. Við nýttum okkur ekki for-
skotið í þeim upplýsingum strax heldur kom-
um okkur á þennan stað. Einn dagur getur
breytt öllu.“
Jóhanna bendir líka á að heilsugæslan í
Reykjavík tók í sumar bara sýni þrjá daga í viku og vísaði
sýktu fólki frá. Hún skrifar: „Heilsugæslan þarf að skilja
að sýnataka er ekki gerð fyrir einstaklinginn. Það skiptir
hann voðalega litlu máli hvort hann greinist degi síðar en
það skiptir almannaheill miklu máli hvenær smitrakning
fer í gang.“
Þegar loksins var farið gang var sett upp sýning með
þremur ráðherrum, sem greinilega vildu ná í hluta af
þeirri virðingu sem þríeykið hefur notið. En vandinn snýst
ekki um hégóma heldur skjót viðbrögð. Það bað nefnilega
enginn um hik og aðgerðaleysi.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Hlauptu hlunkur, hlauptu
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Efnahagskreppan hefur einnig
valdið alvarlegum vandamálum í
heilbrigðiskerfi landsins. Skortur er
á nauðsynlegum búnaði og lyfjum,
og kórónuveiran hefur aðeins gert
illt verra. Tæplega 500 smit voru
greind á laugardaginn; í heildina
hafa meira en 3.600 manns greinst
með veiruna. Ungbarnadauði hefur
aukist nýverið, en á einni nóttu í síð-
ustu viku fæddust sjö börn andvana
á einum spítala í Harare.
Mótmæli bönnuð í borginni
Kórónuveirufaraldurinn hefur
einnig afhjúpað spillingu sem hefur
þrifist meðal æðstu ráðamanna rík-
isins. Heilbrigðisráðherra var fjar-
lægður úr embætti vegna vafasamra
ríkissamninga við fyrirtæki sem
seldi ríkinu sóttvarnagrímur á upp-
sprengdu verði.
Stjórnarandstæðingurinn
Jacob Ngarivhume kallaði til mót-
mælanna, en hann er formaður
stjórnmálaflokksins Transform Zim-
babwe. Í aðdragandanum voru mót-
mælin bönnuð og hernum og lög-
gæsluliðum var beitt gegn þeim sem
gerðu tilraun til að mótmæla í borg-
inni. Margir voru handteknir, þar á
meðal rithöfundurinn Tsitsi Dang-
arembga, sem tilnefnd er til Booker-
verðlaunanna í ár.
Mannréttindasamtökin Am-
nesty International hafa fordæmt
aðgerðir stjórnvalda og saka þau um
kúgun á friðsamlegum mótmæl-
endum.
Blaðamaður handtekinn
Forsetinn hefur tekið harkalega
á stjórnarandstæðingum, mótmæl-
endum og blaðamönnum á síðustu
vikum.
Í síðustu viku var rannsókn-
arblaðamaðurinn Hopewell Chi-
n‘ono, sem hefur fjallað ítarlega um
spillingu í ríkisstjórninni, handtek-
inn til að hvetja fólk til að mótmæla
stjórnvöldum á Facebook. Chin‘ono
hefur verið hávær gagnrýnandi
Mnangagwa, en handtaka hans olli
miklu fjaðrafoki meðal stjórnarand-
stæðinga.
Þá hefur Mnangagwa og rík-
isstjórn hans kennt erlendum áhrif-
um um vandamálin í landinu. Tals-
maður Zanu-PF, stjórnmálaflokks
forsetans, kallaði sendiherra Banda-
ríkjanna í landinu „þrjót“ og sakaði
hann um að kynda undir uppreisn-
arhreyfingum í landinu. Þá var
sendiherranum hótað brottvísun úr
landinu.
Í kjölfar handtöku Chin‘ono
hafa stjórnvöld hert aðför sína gegn
stjórnarandstæðingum. Í ávarpi á
þriðjudaginn hótaði forsetinn að
hart yrði tekið á þeim sem reyna að
sundra þjóðinni og veikja stjórnkerfi
landsins.
Mótmælendur teknir
höndum í Simbabve
AFP
Simbabve Emmerson Mnangagwa tók við embætti forseta í kjölfar
valdaráns sem endaði með afsögn Roberts Mugabe, sem var forseti í 37 ár.
FRÉTTASKÝRING
Pétur Magnússon
petur@mbl.is
Götur miðborgar Harare,höfuðborgar Simbabve,voru nær tómar á föstu-daginn síðasta. Slík sjón
hefur orðið algeng í borgum víða um
heim, þar sem útgöngubönn vegna
kórónuveirufaraldursins hafa verið
sett, en í Harare var ástæðan önnur.
Hundruð hermanna og lög-
gæsluliða höfðu verið kallaðir til
vegna mótmæla sem áttu að fara
fram í borginni á föstudaginn. Vega-
tálmar sem voru reistir á meðan út-
göngubanni stóð yfir voru notaðir til
að stýra umferð inn í borgina til að
koma í veg fyrir mótmælin, sem
beindust gegn forsetanum, Emmer-
son Mnangagwa, og ríkisstjórn hans,
sem hefur verið uppvís að spillingu
og óstjórn, ekki síst í kjölfar, og
vegna, heimsfaraldursins.
Kyndilberi nýrra tíma
Þegar 37 ára valdatíð harðstjór-
ans Roberts Mugabe lauk í kjölfar
valdaráns árið 2017 vonuðust margir
eftir nýjum tímum í Simbabve. Fyrr-
verandi varaforseti Mugabe, Emm-
erson Mnangagwa, tók við embætti
forseta og hét því að minnka spill-
ingu, rétta af efnahag landsins, og
starfa í þágu allra landsmanna.
Við honum blöstu hindranir.
Eftir um fjögurra áratuga óstjórn
var Simbabve í slæmu ásigkomulagi.
Nýi forsetinn málaði sig engu að síð-
ur sem kyndilbera nýrra tíma í rík-
inu.
Nú, þremur árum síðar, er efna-
hagur Simbabve í molum. Verðbólga
hefur náð rúmlega 700 prósentum og
matarskortur er útbreiddur. Í vik-
unni varaði Matvælaáætlun Samein-
uðu þjóðanna (WFP) við því að
fæðuöryggi um 60% Simbabvem-
anna væri í hættu.
Efnahagsleg áhrif kórónuveiru-
faraldursins hafa verið mikil í Sim-
babve, en margir íbúar landsins
segja að efnahagurinn sé verr settur
nú en hann var í valdatíð Mugabe.
Á mánudaginn opnaði kauphöll
Simbabve eftir að hafa verið lokuð í
einn mánuð, en henni var lokað til að
vernda gjaldmiðil ríkisins í lok júní.
Á sama tíma takmörkuðu stjórnvöld
heimildir til símgreiðslna, sem voru
sagðar notaðar í ólöglega starfsemi.