Morgunblaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
©2019 Disney/Pixar
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
S P LÚNKUNÝ OG STÓRSKEMMT I L EG
RÓMANT Í SK GAMANMYND.
KAT I E HOLMES JOSH LUCAS
Sýnd með
íslensku tali
HEIMSFRUMSÝNING!
Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe in aðalhlutverki.
Grímuklæddur gestur gengur hér hjá verki Andys War-
hols af Maó, formanni kínverska kommúnistaflokksins,
frá árinu 1972, á sýningu á verkum bandaríska lista-
mannsins vinsæla sem hefur verið opnuð í Tate Modern-
safninu í London. Tate-söfnin í Bretlandi voru opnuð að
nýju fyrir helgi, eftir að hafa verið lokuð síðan í mars.
Aðgangur er háður takmörkunum, gestir þurfa að bóka
miða fyrir fram og er fáum hleypt inn í einu.
AFP
Tate-söfnin bresku opin að nýju
Nýjasta breiðskífa bandarísku tónlistarkonunnar
Taylor Swift, Folklore, sem kom út með litlum fyr-
irvara 24. júlí, fór beinustu leið í fyrsta sæti plötu-
sölulistans þar í landi. Um 846 þúsund eintök seldust
á einni viku sem þykir harla gott nú á tímum
tónlistarstreymis og minnkandi plötusölu víða um
lönd.
Dagblaðið New York Times telur að þennan árang-
ur megi að miklu leyti þakka umfangsmikilli og út-
hugsaðri markaðsherferð vikurnar fyrir útgáfu plöt-
unnar. Útgáfudagur var ekki kunngjörður fyrr en um
sólarhring áður og kann það líka að hafa vakið meiri
áhuga fyrir plötunni.
Svo merkilega vill til að aðeins tvær aðrar plötur
hafa selst betur fyrstu viku eftir útgáfu á síðustu
fjórum árum og eru það síðustu plötur Swift, Reputa-
tion og Lover. Reputation kom út 2017 og seldust 1,2
milljónir eintaka af henni fyrstu vikuna. Lover kom
út í fyrra og seldust 867 þúsund eintök af henni.
Hina miklu plötusölu nú má eflaust líka þakka til-
boðum á vefsíðu Swift því þar má fá ýmsan varning
tengdan henni sendan heim með plötunni og má þar
nefna snjallsímastanda og peysur merktar Swift.
Plata Swift beint í toppsætið
AFP
Söluhá Taylor Swift hefur gert það gott hin síðustu ár.
Bandaríski konsertpíanistinn Leon
Fleisher er látinn, 92 ára að aldri.
Fleisher varð á sjötta og sjöunda
áratugnum einn vinsælasti klassíski
píanóleikarinn í heimalandinu, auk
þess að leika víða um lönd, en hætti
þá að geta beitt hægri hendinni,
sökum áunninna álagsmeiðsla. Í
mörg ár kom hann því fram á tón-
leikum og lék, auk þess að hljóðrita,
efnisskrá fyrir einungis vinstri
höndina. Þótti hann ná frábærum
árangri á því sviði og frumflutti til
að mynda mörg verk er voru sér-
staklega samin fyrir hann. Tók
hann einnig að stjórna hljómsveit-
um og kenna og kenndi hann mast-
erklassa, nú síðast á netinu í liðinni
viku.
Fleisher reyndi árum saman að
nota hægri höndina að nýju, og með
aðstoð sérstakrar nuddtækni og
bótoxsprauta tók hann árið 1995 að
leika opinberlega að nýju með báð-
um höndum, og þótti rýnum sem og
aðdáendum hann gera það listavel.
Píanóleikarinn Leon Fleisher allur
Við flygilinn Leon Fleisher leikur hér á
tónleikasviði, með báðum höndum.
Rappsveitin Afkvæmi guðanna hef-
ur gefið út lag eftir 18 ára hlé og
ber það titilinn „DramaLama“.
Í tilkynningu frá sveitinni segir
að lagið fjalli um tilvistarkreppur,
hortugheit og rokk og ról og má
hlusta á það bæði á YouTube og
Spotify með því að slá Dramalama í
leitarglugga. Afkvæmi guðanna
skipa Elvar Gunnarsson og Kristján
Þór Matthíasson en Páll „Guli drek-
inn“ Þorsteinsson féll frá á síðasta
ári. Sveitin gaf síðast út breiðskíf-
una Ævisögur árið 2002 og var hún
tilnefnd til Íslensku tónlistarverð-
launanna árið 2003.
Afkvæmi guðanna rjúfa 18 ára þögn
Hissa Stilla úr myndbandi við lagið
„DramaLama“ sem finna má á YouTube.
Enski laga- og söngleikjasmiðurinn
Andrew Lloyd Webber er einkar
ósáttur við kvikmyndina sem leik-
stjórinn Tom Hooper gerði eftir
hinum vinsæla söngleik hans Cats,
eða Kettir. Myndin var frumsýnd í
fyrra og hlaut afar neikvæða gagn-
rýni hvarvetna.
Í viðtali við The Sunday Times
segir Webber að gallinn við nálgun
Hoopers hafi verið sá að hann vildi
fara alveg nýja leið og vildi ekki
ráðfæra sig við neinn sem kom að
hinni upphaflegu uppfærslu söng-
leikjarins. Webber segir myndina í
heild sinni fáránlega en hann
byggði söngleikinn á ljóðabók eftir
TS Eliot, Old Possum’s Book of
Practical Cats, og hefur hann notið
mikilla vinsælda allt frá frumsýn-
ingu árið 1981.
Webber telur Ketti Hoopers fáránlega
AFP
Ósáttur Webber bætist í hóp þeirra sem
telja kvikmyndina Cats hörmulega.