Morgunblaðið - 06.08.2020, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 6. Á G Ú S T 2 0 2 0
Stofnað 1913 183. tölublað 108. árgangur
ÍSLANDSMÓTIÐ
Í GOLFI
HEFST Í DAG TÍSKA Í ANDLITSGRÍMUM
HVALREKI FYRIR
VALSMENN Í
KÖRFUBOLTANUM
ÓVÍST UM NOTAGILDIÐ 2 JÓN ARNÓR Á HLÍÐARENDA 4624 SÍÐNA SÉRBLAÐ
Lambafram-
hryggjasneiða
1.979
ÁÐUR: 3.298 KR
FRÁBÆR HELGI BYRJAR Í NETTÓ!
Grísakótilettur
Grill
1.329KR/KG
ÁÐUR: 1.899 KR/KG
Kindainnralæri
Kryddað
1.979KR/KG
ÁÐUR: 3.299 KR/KG
-40% -30%
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 6.– 9. ágúst
r
K
/KG
R/KG
-40%
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verktakafyrirtækið ÞG Verk leitar
nú starfskrafta í ýmis verkefni. Það
er þvert á þróunina hjá mörgum
fyrirtækjum á Íslandi þessi dægrin.
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri
ÞG Verks, segir áformað að ráða um
20 starfsmenn. Til samanburðar
starfi nú um 200 manns hjá félaginu.
„Við erum að leita að mönnum og
þurfum aðallega smiði en einnig
reynda tæknimenn við verkefna-
stjórnun. Ástæðan er ágæt verk-
efnastaða. Það er svo mikið í gangi.
Við erum með stór verkefni, bæði út-
boðsverk og eigin verk,“ segir Þor-
valdur og nefnir uppbyggingu nýrra
höfuðstöðva Landsbankans og upp-
byggingu hótels á Landssíma-
reitnum. Þá megi nefna stór íbúða-
verkefni í Vogabyggð í Reykjavík og
Urriðaholti í Garðabæ. Þessi verk-
efni séu mannfrek og gangi vel.
Að sögn Þorvaldar er nú um helm-
ingur verkefna félagsins í verktöku
en hinn helmingurinn eigin verk.
Veiran hafi haft lítil áhrif á félagið.
Auglýsa eftir fólki
vegna annríkis
ÞG Verk leitar m.a. húsasmiða
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Við Hörpu Nýjar höfuðstöðvar LÍ.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Ragnhildur Þrastardóttir
Andleg vanlíðan birtist oft nokkrum
mánuðum eftir áföll, að sögn fram-
kvæmdastjóra fjargeðheilbrigðis-
þjónustunnar Minnar líðanar, sem
hefur fundið fyrir verulegri aukinni
eftirspurn eftir að kórónuveirufarald-
urinn fór að gera vart við sig hérlend-
is í marsmánuði.
Framkvæmdastjórinn, Tanja Dögg
Björnsdóttir, býst því við auknu álagi
þegar líða tekur á haustið.
Tanja nefnir fjármálahrunið 2008
sem dæmi um að vanlíðan birtist
gjarnan nokkrum mánuðum eftir
áföll. Þá fundu fleiri fyrir vanlíðan eft-
ir hrunið en meðan á því stóð.
Mín líðan er fyrsta fjargeðheil-
brigðisþjónustan sem hefur fengið
starfsleyfi frá embætti landlæknis.
Fjargeðheilbrigðisþjónustan hefur
verið starfandi í nokkur ár. Eftir að
kórónuveiran fór að breiðast út fóru
fleiri að nýta sér þjónustuna sem felst
meðal annars í fjarviðtölum.
Fleiri sjá kosti þjónustunnar
Fólk var feimið við að nýta slíka
þjónustu til að byrja með, að sögn
Tönju, en nú eru fleiri orðnir vanir því
og sjá kostina sem fjargeðheilbrigð-
isþjónustu fylgja.
Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sál-
fræðiþjónustu hjá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins, sagði á upp-
lýsingafundi almannavarna í gær að
eðlilegt væri að hafa áhyggjur og
finna til kvíða við aðstæðurnar sem
við búum við í samfélaginu í dag
vegna kórónuveirunnar.
„Það er engin skömm að því að
finna til kvíða eða depurðar,“ sagði
Agnes.
„Þetta eru í raun eðlilegar tilfinn-
ingar við óeðlilegar aðstæður. Við
höfum áhyggjur af eigin heilsu og við
höfum áhyggjur af heilsu okkar nán-
ustu. Við getum fundið fyrir depurð
og einsemd vegna takmarkana á nán-
um samskiptum, eins og bæði við ást-
vini og annað fólk,“ bætti hún við og
nefndi að erfiðleikar á borð við at-
vinnumissi, tekjutap og óöryggi í hús-
næðismálum geti einnig haft áhrif á
geðheilsu fólks. »6
Aukin aðsókn í geðheil-
brigðisþjónustu í haust
Vanlíðan fólks birtist oft nokkrum mánuðum eftir áföll
Náttúruöflin mættu líflegum danssporum
tveggja stúlkna í Námaskarði nýverið þegar
stúlkurnar stigu dans í litaauðugu landslaginu
sem geymir bæði brennisteins- og leirhveri.
Námaskarð er að finna norðan í Námafjalli sem
þjóðvegur eitt í Mývatnssveit liggur um.
Morgunblaðið/Eggert
Dansinn dunaði
í Námaskarði
Dótturfélög Samherja í Namibíu töp-
uðu nærri einum milljarði króna á
umsvifum sínum á árunum 2012-
2018. Þetta sýna samantekin reikn-
ingsskil sem nú liggja fyrir og
Morgunblaðið hefur fengið aðgang
að. Rekstrartekjur dótturfélaga
Samherja í Namibíu námu 41,1 millj-
arði króna og rekstrarkostnaður 38,9
milljörðum. Að teknu tilliti til af-
skrifta, fjármagnsgjalda, tekjuskatts
o.fl. var afkoma félaganna því nei-
kvæð á tímabilinu.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Samherja, segir þessar tölur stað-
festa að fullyrðingar sem komið hafa
fram á undanförnum mánuðum þess
efnis að fyrirtækið hafi „arðrænt“
samfélagið í Namibíu séu ekki á rök-
um reistar. Umsvifin hafi skilað mikl-
um fjármunum inn í samfélagið þar í
landi.
„Uppgjörið sýnir að ekki er fótur
fyrir þeim alvarlegu ásökunum.
Ásökun um arðrán í Namibíu var
mjög þungbær fyrir stjórnendur
Samherja. Tölurnar sýna hins vegar
að greiðslur til namibískra aðila á
tímabilinu námu rúmlega 21 milljarði
króna á gengi dagsins í dag.“ »24
Hafna
ásökunum
um arðrán