Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020
BROTINN
SKJÁR?
Við gerum v
allar tegun
síma, spjaldtö
og t
ið
dir
lva
ölva
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Lítil heimasmíðuð flugvél skemmd-
ist þegar flugmaður lenti henni á
ísilögðu Þingvallavatni í mars sl.
Flugmaðurinn reyndi ásamt öðrum
að laga vélina og taka á loft á ný en
vélinni hlekktist aftur á. Engan
sakaði.
Þetta kemur fram í bókun, sem
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
hefur birt um atvikið. Flugmaður-
inn fór ásamt farþega frá fisflug-
vellinum á Hólmsheiði í Land-
mannalaugar og var önnur flugvél í
samfloti. Á bakaleiðinni ákvað flug-
maðurinn
að lenda á Þingvallavatni, sem
var ísi lagt. Krapi var á yfirborði
íssins og skemmdist nefhjólið í
lendingunni. Flugmaður hinnar vél-
arinnar hélt áfram leið sinni til
Reykjavíkurflugvallar eftir að hafa
fullvissað sig um í gegnum fjar-
skipti að í lagi væri með þá sem
voru í vélinni sem lenti. Hann
hringdi í annan mann eftir aðstoð
og kom sá á vettvang á vélsleða um
þremur stundum síðar. Reyndu
þeir að laga nefhjólslegginn og taka
á loft af ísnum en leggurinn lagðist
saman aftur og þá skemmdist
skrúfan.
Næst reyndu þeir að flytja vélina
á brott með vélsleðanum en gáfust
upp við það. Sjónarvottur, sem
fylgdist með þessum aðgerðum
gegnum sjónauka, lét þá lögreglu
vita og kom hún á vettvang síðar
um kvöldið. Ísinn var ekki talinn
nógu öruggur til að senda björg-
unarsveitir til að ná í flugvélina og
var hún sótt með aðstoð þyrlu
þremur dögum síðar.
Rannsóknarnefndin segir í bók-
uninni að það sé hennar mat að að-
stæður á Þingvallavatni hafi ekki
verið ákjósanlegar til lendingar.
Beinir nefndin m.a. þeim tilmælum
til flugmanna að huga að tilkynn-
ingaskyldu sinni til rannsóknar-
nefndarinnar í tilfelli alvarlegra
flugatvika og flugslysa.
Hlekktist á tvisvar á
ísilögðu Þingvallavatni
Sjónarvottur hafði samband við lögreglu en engan sakaði
„Tískugrímur“ skjóta nú uppi koll-
inum í verslunum hér á landi, sem
og erlendis. Þó er ekki alls kostar
ljóst hvort í þeim felist næg vernd
frá smiti, þar sem heilbrigðisyfir-
völd gera ríkar kröfur um hönnun
og gerð grímna, séu þær notaðar til
að verjast smiti. Alma D. Möller
landlæknir segir að grímurnar
verði að hafa þrjú efnislög.
„Miðlagið þarf að draga í sig
raka og síðan er ekki sama hvaða
efni eru notuð,“ segir Alma.
Spurð hvort hún mæli gegn notk-
un tískugrímna segir Alma að hún
myndi sannfæra sig um að hönnun
grímnanna sé samkvæmt öryggis-
stöðlum, sem settir hafa verið fram
af heilbrigðisyfirvöldum.
„Það er ekkert gagn í því að taka
bara eitthvert efni og sauma grímu
í stíl við kjólinn,“ segir Alma.
Margar verslanir hafa hafið sölu
á grímum, þar á meðal netversl-
unarrisinn Asos, sem nýtur nokk-
urra vinsælda hér á landi. Við
grímur sem þar eru til sölu er sett-
ur fyrirvari fyrir neytendur sem
hljóðar svo:
„Þessi vara er ekki heilbrigðis-
vara eða sóttvarnavara til einka-
nota og kemur ekki í stað þess að
fylgja samkomutakmörkunum[...].“
Þá nefndi Alma á almannavarna-
fundi í gær að nauðsynlegt væri að
þrífa fjölnota grímur og gæta þess
að þær uppfylli öryggisstaðla.
veronika@mbl.is
Líta vel út en ekki alltaf öruggar
„Tískugrímur“ þurfa að uppfylla
staðla til að veita vörn gegn veiru
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tíska Þessar stúlkur mátuðu grímur í versluninni Spútnik í gær. Ekki er víst að tískugrímur veiti nægar varnir.
Fljótandi kútar njóta aukinna vinsælda á
meðal sjósundfólks og veita þeir aukið ör-
yggi, að sögn Hinriks Ólafssonar leikara
og sjósundkappa. Í kútnum er hægt að
hafa orkubita, drykki og síma en hann
flýtur með þeim sem festir hann á sig og
getur sá hinn sami gripið í kútinn og hald-
ið sér þannig á floti ef eitthvað kemur upp
á.
Hinrik notar kútinn sjálfur þegar hann
kemst í núvitundarástand í sjónum. „Þegar
maður kemst einhvers staðar út í voginn
þá gríp ég um kútinn og læt mig fljóta og
sofna í svona 3 mínútur.“ Hinrik segir að
stefnt sé að því að kútar sem þessir verði
staðalbúnaður fyrir þau sem í sjónum
synda. „Þetta er eins og með allar aðrar
íþróttir, við verðum að nýta öll tæki til
þess að gæta fyllsta öryggis og þetta er
liður í því.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fljótandi kútar veita sjósundfólki aukið öryggi