Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 16

Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 10 Verð 339.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Magnús Þór Ásmundsson tók í gær við starfi hafnarstjóra Faxaflóa- hafna af Gísla Gíslasyni sem gegndi starfinu frá í nóvember 2005. Magnús Þór er rafmagnsverk- fræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaragráðu í faginu frá DTU í Danmörku árið 1990. Magn- ús starfaði frá árinu 1990 til 2009 hjá Marel, en þar var hann fram- kvæmdastjóri framleiðslu, fyrst á Íslandi og síðar með ábyrgð á fram- leiðslueiningum Marel í Evrópu. Árið 2009 hóf Magnús Þór störf hjá Fjarðaráli, fyrst sem framkvæmda- stjóri framleiðsluþróunar, en síðar sem forstjóri. Gísli Gíslason sagði starfi hafnar- stjóra lausu í febrúar sl. og var starfið auglýst til umsóknar í kjöl- farið. 26 sóttu um. Tekur við starfi hafnarstjóra Tekur við Magnús Þór Ásmundsson og Gísli Gíslason á skrifstofu Faxaflóahafna. ónuveirusmita kunni að raungerast hér á landi. Slíkt myndi raska skólastarfi verulega og gæti jafn- framt orðið til þess að fjarnám yrði niðurstaðan. Spurður hvernig skól- inn hafi búið sig undir það segir Ari að m.a. hafi verið ráðist í fjár- festingar. „Við höfum verið að kaupa tæki og tól sem auðvelda okkur að kenna á stafrænan hátt. Þar erum við til dæmis að tala um myndavélar, skrifskjái og hug- búnað. Með því viljum við gera fjarkennsluna líkari staðnámi,“ segir Ari. Þá segir hann að allt bendi til þess að einhver hluti námsins verði í formi fjarkennslu. Nú sé jafnframt unnið að útfærslu á því. „Eins og takmarkanir eru núna getum við ekki veitt fullt að- gengi að aðstöðu og húsnæði skól- ans. Við höfum verið að skipu- leggja hvernig við skiptum kennslunni upp þannig að hún nýt- ist sem best. Það er skynsamlegt að kenna utan kennslustofu í fjar- námi og annað verður kennt á staðnum,“ segir Ari. Mikilvægt hlutverk háskóla Fyrr í sumar fjallaði Morgun- blaðið um nýsköpunarverkefni HR þar sem ákveðnum nemendum var boðið að starfa tímabundið við ný- sköpun á vegum skólans. Að- spurður segir Ari að verkefnið hafi gengið gríðarlega vel. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og í raun von- um framar. Mörg verkefni eru að skila góðum árangri enda öflugur hópur starfsfólks og nemenda,“ segir Ari og bætir við að það sé á ábyrgð háskólanna að gera nýút- skrifuðum nemendum kleift að bjarga sér á vinnumarkaði. „Við viljum gera okkar til að gera nem- endur vel í stakk búna fyrir at- vinnulífið. Háskólar gegna líka mikilvægu hlutverki í því að skapa ný störf og við höfum reynt eftir fremsta megni að leggja okkar af mörkum á því sviði.“ Búast við staðnámi í bland við fjarkennslu í vetur  Hafa undirbúið allar mögulegar sviðsmyndir  Stafræn tækni nýtt í kennslu Morgunblaðið/Ernir HR Stjórnendur skólans hafa unnið hörðum höndum að því að skipuleggja önnina sem hefst 17. ágúst nk. Stafræn tækni verður nýtt í vetur. BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Búið er að skoða allar mögulegar sviðsmyndir skólastarfs hjá Há- skólanum í Reykjavík (HR). Ráð- gert er að kórónuveiran muni með einhverjum hætti setja mark sitt á kennslu í vetur, en skólahald hefst að öllu óbreyttu 17. ágúst nk. Þetta segir Ari Krist- inn Jónsson, rektor HR. „Við erum að undirbúa allar sviðsmyndir, allt frá eðlilegu skólastarfi til al- gjörrar lokunar. Við gerum ráð fyr- ir að það verði þarna á milli, þetta verður blandað nám,“ segir Ari sem tekur fram að farið verði eftir reglum sóttvarnalæknis. Þannig verði forsvarsmenn skólans við- búnir fari svo að takmörkunum og reglum verði breytt á næstu vikum. „Við viljum auðvitað veita eins góða þjónustu og hægt er. Í því felst meðal annars að veita nem- endum aðgengi að þjónustu og að- stöðu skólans. Samhliða því ætlum við að nýta tæknina eins vel og kostur er,“ segir Ari og bætir við að sérstaklega mikilvægt sé að halda utan um nýnema. „Í haust verður stór hluti nýnema við skól- ann og almennt er það kappsmál hjá okkur að halda vel utan um þá, reyndar eins og aðra nemendur. Við teljum að við gerum það best með því að veita þeim sem mestan aðgang að kennslu og þjónustu í skólanum.“ Hluti náms í formi fjarkennslu Líkt og áður hefur komið fram eru líkur á því að önnur bylgja kór- Ari Kristinn Jónsson Vinnustaðir Reykjavíkurborgar geta nú fengið regnbogavottun að lokinni fræðslu um hinsegin málefni og eftir að þjónustan hefur verið rýnd í ljósi hinseginleika. Þetta kem- ur fram í frétt á heimasíðu borg- arinnar. „Fræðslan byggist á ýmsum skemmtilegum verkefnum um hinseginleika en hún beinist einnig að því að skoða með hvaða hætti hver og einn vinnustaður geti verið hinseginvænni,“ segir þar. Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð samþykkti tillögu um regnbogavottunina í nóvember 2019. Hún er liður í því að framfylgja mannréttindastefnu borgarinnar og tryggja að farið sé m.a. að lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Regnbogavottun Reykjavíkur- borgar byggist á sambærilegum vottunarferlum hjá t.d. Human Rights Campaign, Stonewall UK og RFSL í Svíþjóð þar sem skilyrði eru sett um að stefnur fyrirtækja nefni hinsegin fólk og réttindi og jöfn staða hinsegin starfsfólks séu tryggð. „Til þess að bæta starfs- umhverfið sem og þjónustuna fyrir hinsegin fólk er fræðsla um hinsegin málefni og ríkjandi viðmið í sam- félaginu. Einnig er leitað leiða til að gera starfsemina hinseginvænni. Reykjavíkurborg uppfyllir ýmis skil- yrði sem slík vottunarferli gera kröfu um, t.d. með því að hafa að- gerðamiðaða mannréttindastefnu, og svo er lagaumhverfið á Íslandi þess eðlis að réttindi flestra hinsegin einstaklinga eru alla jafna tryggð.“ Eftir standi að auka þekkingu starfsfólks á mannréttinda- stefnunni, stöðu og réttindum hinseginfólks og því hvernig starfs- staðir og þjónusta borgarinnar geti verið hinseginvænni. Regnbogavott- unin sé liður í því að bæta þar úr. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Ráðhúsið Starfsmenn borgarinnar fá fræðslu um hinsegin málefni. Vinnustaðir verði hinseginvænni  Reykjavík veitir regnbogavottun Íslenska land- námshænan ehf. Dísukoti, Rangárþingi ytra, var tekin til gjaldþrotaskipta í lok apríl sl. og er skiptum lokið, að því er fram kemur í tilkynn- ingu í Lögbirtingablaðinu. Samtals var lýst kröfum að fjár- hæð kr. 4.750.649 auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðar- dag gjaldþrotaskipta en engum for- gangskröfum var lýst. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrota- skipta. Landnámshænan varð gjaldþrota Í bréfi sem sent var á nemendur HR í gær kemur fram að líkur séu á því að einhverjar takmarkanir verði í gildi þegar skólastarf hefst að nýju 17. ágúst. Slíkt mun þó koma betur í ljós þegar nær dregur upphafi skólaárs- ins. Að því er segir í bréfinu tók heimsfaraldur kórónuveiru verulega á fyr- ir nemendur og starfsfólk háskólans. „Yfirstandandi Covid-19-faraldur hefur haft mikil áhrif á skólastarf og samfélagið allt á Íslandi. Fyrirkomu- lag námsins í HR á seinni hluta síðustu vorannar var því óvenjulegt og tók verulega á, bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Almennt tókst þó ótrúlega vel að ljúka námi annarinnar, þrátt fyrir krefjandi aðstæður.“ Vorönnin var mjög erfið SKÓLAHALDI LAUK ÞRÁTT FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.