Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 ALVÖRU VERKFÆRI 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Tap af starfsemi Samherja í Nami- bíu á árunum 2012-2018 nam jafn- virði 950 milljóna króna. Þetta kem- ur fram í samanteknum reikningsskilum þeirra fyrirtækja sem Samherji starfrækti í landinu á fyrrnefndu tíma- bili og Morgun- blaðið hefur feng- ið aðgang að. Í liðinni viku sendi fyrirtækið frá sér tilkynn- ingu um að rann- sókn norsku lög- mannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi Sam- herja í Namibíu væri lokið og að á næstunni yrði gerð frekari grein fyrir einstökum þáttum er tengjast þeim ásökunum sem bornar hafa verið á fyrirtækið, stjórnendur þess og starfsfólk á undanförnum mánuðum. Hófu rannsóknina í fyrra Rannsóknin hefur staðið yfir frá því forsvarsmenn Samherja fengu upplýsingar um að Jóhannes Stef- ánsson, fyrrverandi yfirmaður starf- seminnar í Namibíu hefði leitað til fjölmiðla og lagt fram alvarlegar ásakanir á hendur núverandi og fyrr- verandi stjórnendum fyrirtækisins. „Uppgjörið sýnir að ekki er fótur fyrir þeim alvarlegu ásökunum sem settar voru fram á hendur Samherja vegna starfseminnar í Namibíu. Ásökun um arðrán í Namibíu var mjög þungbær fyrir stjórnendur Samherja,“ segir Björgólfur Jó- hannsson, forstjóri fyrirtækisins. Hann bendir á að rekstrartekjur dótturfélaga Samherja í landinu á fyrrnefndu tímabili hafi numið 41,1 milljarði króna. Rekstrarkostnaður hafi hins vegar numið 38,9 milljörð- um króna. „Greiðslur til namibískra aðila á tímabilinu námu rúmlega 21 millj- arði króna á gengi dagsins í dag.“ Stærsti útgjaldaliður fyrirtækisins hafi verið vegna launa, greiðslna til namibískra samstarfsaðila og veiði- gjalda til namibíska ríkisins. Þannig hafi greiðslur til samstarfsfélaga (e. joint ventures) í eigu Namibíu- manna, namibíska ríkisins og ann- arra kvótahafa numið 29,3% af heildarveltunni eða jafnvirði 12 millj- arða króna. „Hlutfall veiðigjalda og launa á tímabilinu nam 51% af innlendum rekstrarkostnaði. Stærsti hluti rekstrarkostnaðar utan Namibíu hafi verið vegna launagreiðslna til skipverja, eldsneytis, leigu á skipum og viðhalds þeirra,“ segir Björgólfur í samtali við Morgunblaðið. Vonast eftir sanngjarnri um- fjöllun í kjölfar birtingarinnar „Við bindum vonir við að birting þessara upplýsinga um reksturinn í Namibíu leiði til þess að umfjöllun verði sanngjarnari og byggi á stað- reyndum,“ segir Björgólfur. Þótt samantekin fyrrnefnd reikningsskil sýni að tap af umsvifum Samherja í Namibíu nemi 950 milljónum króna má gera ráð fyrir að það geti aukist enn að sögn Björgólfs. Þannig hafi félög innan samstæðu Samherja þurft að lána dótturfélögum í Nami- bíu rekstrarfé og stór hluti þeirra hafi enn ekki fengist endurgreiddur. Fyrirséð sé að umtalsverður hluti þeirra muni ekki endurheimtast. „Öllum rekstri í Namibíu var hætt í árslok 2019 og er nú unnið að lokafrágangi. Og þá mun þetta skýr- ast betur,“ segir Björgólfur. Ekkert arðrán átt sér stað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Umsvif Samherji hætti allri starfsemi í Namibíu í lok árs í fyrra. Fyrirtækið er sem fyrr meðal umsvifamestu sjávarútvegsfyrirtækja Íslands.  Forstjóri Samherja segir að tap hafi orðið af starfsemi Samherja í Namibíu  Milljarðatugir hafi skilað sér inn í samfélagið þar í landi á árunum 2012-2018 Björgólfur Jóhannsson ● Orkuveita Reykjavíkur lauk í gær við stækkun skuldabréfaflokksins OR180255 GB. Nam stækkunin 2.500 milljónum króna að nafnverði og voru þau seld á ávöxtunarkröfunni 1,23%. Skuldabréfaflokkurinn var fyrst gef- inn út í febrúar á síðasta ári og telst hann til svokallaðra grænna skulda- bréfa. Hann er jafngreiðsluflokkur með greiðslum höfuðstóls og vaxta á sex mánaða fresti og er með loka- gjalddaga 18. febrúar 2055. Samkvæmt tilkynningu frá Orkuveit- unni, sem send var út þegar flokk- urinn var fyrst kynntur, er tilgangur útgáfunnar sá að fjármagna þau fjöl- mörgu grænu verkefni sem eru á döf- inni hjá Orkuveitunni og dótturfyrir- tækjum hennar, Veitum og Orku náttúrunnar. Orkuveitan stækkar skuldabréfaflokk 6. ágúst 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 135.86 Sterlingspund 177.22 Kanadadalur 101.46 Dönsk króna 21.49 Norsk króna 14.877 Sænsk króna 15.539 Svissn. franki 148.41 Japanskt jen 1.2812 SDR 191.29 Evra 160.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 191.9817 Hrávöruverð Gull 1972.25 ($/únsa) Ál 1679.5 ($/tonn) LME Hráolía 43.84 ($/fatið) Brent STUTT ● Útgjöld hins opinbera á Íslandi til menningarmála námu 2,5% af heildarútgjöldum þess á árinu 2018. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Til menningarmála heyra meðal ann- ars framlög ríkis og sveitarfélaga til safna, leikhúsa og tónlistarhúsa auk ýmissa útgjalda á sviði lista og menningar. Segir þar að hlutur menningar í heildarútgjöldum hins opinbera sé þriðji hæstur á Íslandi í Evrópu og að aðeins Ungverjaland og Lettland verji hærra hlutfalli til málaflokksins eða 2,7% og 2,8%. Á Íslandi hefur hlutdeildin haldist svipuð síðustu tíu ár en hún var lægst árið 2016 eða 2,2% og hæst árið 2013 eða 2,6%. Á verðlagi ársins 2018 námu útgjöldin 29 milljörðum árið 2018. Í samantekt Hagstofunnar kemur fram að hið opinbera hafi varið 0,5% af heildarútgjöldum sínum til fjölmiðla á árinu 2018 og er þar með í sjöunda sæti yfir þau ríki Evrópu sem verja mestu opinberu fé til fjölmiðlastarfsemi. Nær allt fjármagnið rann til rekstrar Ríkis- útvarpsins samkvæmt Hagstofunni. Miklu fjármagni varið til menningarmála og RÚV Menning Íslend- ingar verja miklu. Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.is ljósmyndastofa FERMINGAR MYNDIR Miðstjórn ASÍ fordæmdi meint arðrán Samherja í Namibíu með ályktun 20. nóvember 2019 í kjölfar þess að Ríkissjónvarpið og Stundin fjölluðu um starfsemi fyrirtækisins og ásakanir á hendur fyrirtækinu. Þá hafði Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri fullyrt í grein sem birt var á vefsvæði Stundarinnar þann 14. sama mánaðar að fyrirtækið hefði stundað „auðlindarán“ í Afríkuríkinu. Sama dag lét Smári McCarthy, þingmaður Pírata, þau ummæli falla í þingræðu að sannanir um „skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar“ lægju fyrir. Mun fleiri lögðu orð í belg, ekki síst á samfélagsmiðlum. Meðal dæma þar um var athugasemd Halldórs Guðmundssonar, rithöfundar og fyrr- verandi forstjóra Hörpunnar á Twitter. Þar sagði hann: „Það versta í þessu eru ekki múturnar, heldur hvernig markvisst er unnið að því að engin verðmæti verði eftir í landinu sem var þungamiðja þróunar- aðstoðar Íslendinga um tíma.“ Stór orð voru látin falla ÞINGMENN OG FLEIRI LÉTU TIL SÍN TAKA Í UMRÆÐUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.