Morgunblaðið - 06.08.2020, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020
Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík
Opnunartími
7.30-16.30
Mjög gottúrval af gæðakjöti
Komdu við eða sérpantaðu
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Líbanska höfuðborgin Beirút má
muna fífil sinn fegurri. Nær helm-
ingur borgarinnar var rjúkandi rúst
eftir sprengingarnar ægilegu sem
skóku borgina í fyrrakvöld. Að afli og
styrk áttu sprengjurnar sér engan
líka. Eru íbúar Mið-Austurlanda þó
ýmsu vanir. Fékk sprengikrafturinn
marga til að halda að kjarnorku-
sprengja hefði sprungið.
Líbanska þjóðin hefur undanfarna
mánuði horft hjálparvana á hrun hag-
kerfisins og þurfti því ekki á spreng-
ingunum miklu til viðbótar að halda.
Líbanski gjaldmiðillinn hefur verið
að hrynja gagnvart Bandaríkjadollar,
fyrirtækjum verið lokað í hrönnum
og fátækt aukist í takt við ört vaxandi
atvinnuleysi. Verðbólga mældist
109% frá september fram í maí.
Mikil spenna ríkir í landinu og
ástandið sagt ekki ólíkt því að nýtt
borgarastríð sé handan við hornið.
Upplausn af völdum efnahagslegrar
ólgu hefur verið áberandi en helm-
ingur landsmanna hefur átt erfitt
með að brauðfæða sig. Kreppan er sú
skaðvænlegasta í áratugi og Líbanar
margir orðið að leita til hjálp-
arsamtaka til að geta dregið fram líf-
ið. Almenningur hefur risið upp og
mótmælt en lífi miðstéttar landsins
hefur verið snúið upp á rönd.
Vegna sprenginganna í fyrrakvöld
áætla embættismenn að heimili um
300.000 manns hafi eyðilagst. Tjónið
mun nema þremur til fimm millj-
örðum dollara. Bætist þetta tjón
hinnar skuldsettu þjóðar við efna-
hagstjónið sem líbönsk stjórnvöld
hafa reynt að ráða bót á með því að
leita eftir fjárhagslegri hjálp utan frá.
Áður fyrr var blómlega fjármála-
starfsemi að finna í Beirút sem oftar
en ekki var rætt um sem „Mónakó
Mið-Austurlanda“. Borgarastríð
1975-90 gekk af þessari starfsemi
dauðri. Svo reis listalíf landsins hátt,
að rætt var um Beirút í því sambandi
sem „París Mið-Austurlanda“ vegna
þess hve andrúmsloftið þar var al-
þjóðlegt og frjálslegt.
Borgarastyrjöldin braust út í Líb-
anon árið 1975 og linnti ekki fyrr en
15 árum seinna, 1990. Talið er að hún
hafi kostað 120.000 manns lífið og ár-
ið 2012 bjuggu enn 76.000 manns við
uppflosnun. Loks mun um milljón
manns hafa hrakist úr landi.
Beirút er ævaforn borg, með þeim
elstu í heiminum. Elstu heimildir um
hana ná 5.000 ár aftur í tímann. Fyrst
er á hana minnst í heimildum frá 15.
öld fyrir Krist. Í borginni býr ein
milljón manna og upp í 2,2 milljónir
með stórborgarsvæðinu.
Vegna legu sinnar fyrir botni Mið-
jarðarhafsins hefur Beirút jafnan
verið mikilvæg vöru- og farskipahöfn
í þeim heimshluta. Höfn sem gegnir
lykilhutverki í líbanska hagkerfinu.
Þar varð gríðarleg eyðilegging í
sprengingunum miklu. Líbanar flytja
inn flest sín matvæli. Þau og allt korn
er geymt við höfnina. Nú mun þessi
matur vera ónýtur og aðeins innan
við eins mánaðar birgðir af korni til í
landinu.
Til allra smíða fluttu Líbanar inn
trjávið í stórum stíl og fór hann meira
og minna allur um höfnina í Beirút.
Um hana fór líka viður til grann-
landa. Borgarastríðið 1975-90 gerði
þeim tréiðnaði mikla skráveifu. Mun
t.d. húsgagnasmíði hafa liðið undir
lok í Líbanon og tilbúin húsgögn flutt
inn. Áætlað er að viður og viðarvörur
séu fluttar inn árlega fyrir 190 til 250
milljónir dollara. Sérfræðingar segja
hverfult ástand í greininni og mark-
aðurinn lítill í samanburði við árin
fyrir borgarastríðið. Stafi greininni
hætta af svæðisbundinni ólgu sem
hafi þegar leikið hana hart.
Kórónuveiran hefur ekki látið Líb-
ana afskiptalausa og hefur sam-
dráttur tekna vegna ráðstafana gegn
veirunni aukið enn á vandræði yfir-
valda sem almennings. Tekjur hverra
tveggja manna af þremur skruppu
saman, samkvæmt rannsókn sem
gerð var í júní og tveir af hverjum
fimm þeirra hefðu skuldsett sig til að
geta dregið fram lífið, borgað leigu og
keypt sér matvæli. Sýkingar hafa
verið á uppleið og sjúkrahús undir
miklu álagi af þeim sökum.
Mikill harmleikur
„Ég veit ekki hvað er hægt að
leggja á eina þjóð, hvað er hægt að
búa til mikinn harmleik,“ sagði Alma
Hannesdóttir í samtali við mbl.is í
gær, en hún hefur í tvígang búið í
Beirút og er eiginmaður hennar það-
an. Síðan sprengingin reið yfir hafa
þau verið í samskiptum við fjölda
vina og ættingja í Beirút og segir
Alma að þótt skemmdir séu hjá
mörgum virðist svo vera sem flestir
sem eru þeim nákomnir hafi sloppið
nokkuð vel. Þó hafi einn frændi eig-
inmannsins slasast nokkuð og erfitt
sé að fá nákvæmar upplýsingar um
líðan hans þar sem öll sjúkrahús séu
yfirfull í borginni.
Alma segir að erfitt sé að lýsa því
fyrir þeim sem ekki þekkja til hvern-
ig kerfið virki, eða virki ekki, í Líb-
anon. Þrátt fyrir að þjóðin standi
saman sem Líbanar, þá skiptist hún
upp eftir trúarbrögðum og pólitík og
hefur það áhrif á daglegt líf alls al-
mennings
AFP
Eyðilegging Loftmynd af hafnarsvæðinu í Beirút þar sem mikil sprenging varð á þriðjudag og olli miklum skemmdum. Víðtæk leit stóð enn yfir í gær að fólki sem saknað er eftir sprenginguna.
AFP
Í rústunum Alger ringulreið ríkti í Beirút eftir sprenginguna á þriðjudag.
Ævaforn Beirút með
elstu borgum heims
Djúp kreppa í Líbanon „Ég veit ekki hvað er hægt að
leggja á eina þjóð, hvað er hægt að búa til mikinn harmleik“