Morgunblaðið - 06.08.2020, Síða 30

Morgunblaðið - 06.08.2020, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Í rúm 50 ár hefur álverið í Straumsvík verið afar mikilvægt okkur Hafnfirð- ingum, atvinnulega og tekjulega fyrir fjölskyldur, fyrirtæki og Hafnarfjarðarbæ, á sama hátt hefur þjóðarbúið hagnast verulega af raf- magnssölu til álvers- ins og útflutningsverðmæti úr Straumsvík á þessu tímabili eru gríðarleg. Deilt um raforkuverð Samkeppnisstaða álvera hefur verið í umræðunni, lágt álverð og hátt raforkuverð eru helst nefnd sem aðalástæða fyrir slæmri stöðu áliðnaðarins á Ís- landi. Án þess að taka afstöðu til þess hvort raforkuverð til stór- iðju sé sanngjarnt eða ósann- gjarnt má nefna að 85% raf- orkusölu Landsvirkjunar er til stóriðju, að hagnaður Lands- virkjunar hefur verið gríðarlegur síðustu árin, skuldir hafa lækkað verulega og fyrirtækið áætlar að greiða tugi milljarða í arð til eig- anda síns næstu árin. Í þessu samhengi má nefna að forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir í október 2010 að færi fyrirtækið ekki í neinar framkvæmdir gæti það greitt niður allar skuldir sín- ar á næstu 10-12 árum. Í um- ræðunni hafa bæði ráðherra málaflokksins og forstjóri Landsvirkjunar lýst því yfir að ekki komi til greina að niður- greiða raforkuna eða setja sam- eiginlegar orkuauðlindir á út- sölu, þessu er ég sammála en spyr hvar liggja hagnaðarmörk Landsvirkjunar og hvað er að frétta af kortlagningu á sam- keppnisstöðu stóriðju með áherslu á orkuverð sem ferðamála-, iðn- aðar- og nýsköp- unarráðherra boðaði að skilað yrði á vor- mánuðum 2020? Blikur á lofti Fréttir um hugs- anlega lokun álvers- ins í Straumsvík ber að taka alvarlega. Hjá fyrirtækinu starfa um 500 manns auk fjölda starfa tengdra ál- verinu, ætla má að um helmingur starfsmanna álversins komi frá Hafnarfirði. Viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði voru um 2 milljarðir á síðasta ári og tekjur bæjarins vegna álversins voru um 500 milljónir, þá eru ekki taldar með útsvarstekjur starfsmanna álversins eða starfs- manna fyrirtækja tengdum ál- verinu. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif lokunar álversins á alla þá starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem reiða sig á öruggar tekjur frá álverinu, á öll þau fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu til álversins og á Hafnarfjarðarbæ sem yrði af verulegum tekju- missi. Ofan á þetta allt saman er- um við í „fordæmalausum“ að- stæðum vegna Covid-19. Ég geri þá kröfu að ráðherrar og Lands- virkjun finni ásættanlega lausn með eigendum ÍSAL, Rio Tinto, annað er ekki í boði. Mikilvægi álversins í Straumsvík Eftir Ólaf Inga Tómasson »Ég geri þá kröfu að ráðherrar og Lands- virkjun finni ásættan- lega lausn með eig- endum ÍSAL, Rio Tinto, annað er ekki í boði. Ólafur Ingi Tómasson Höfundur er bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði. Fleiri og fleiri velja bálför við and- lát, fyrir því geta verið nokkrar ástæð- ur en hár kostnaður hefur verið nefndur í því sambandi. Á vef- síðu Útfararstofu kirkjugarðanna má sjá dæmi um kostnað við útfarir. Ef valin er látlaus útför eða bálför er kostnaðurinn um 292 þúsund krónur, bálför án athafnar kostar um 181 þúsund krónur og að endingu er tekið til dæmi um hefðbundna útför og þá er kostn- aðurinn við hana metinn um 595 þúsund krónur. Margir kjósa einn- ig bálför vegna umhverfissjónar- miða og að fólk vilji athöfnina lát- lausa og bálför sé þá liður í þeirri nálgun. Nú eru um 40% sem kjósa bálfarir og hefur þeim fjölgað um- talsvert á liðnum árum sem það gera. Í umfjöllun Morgunblaðsins frá 19. janúar 2019 má sjá að árið 2018 voru bálfarir 813 eða um 37,5% af tölu látinna það sama ár og líkur leiddar að því að árið 2050 verði hlutfall bálfara orðið um 70%. Bálstofan í Fossvogi er eina bál- stofan í landinu, starf- semin í Fossvogi er rekin á undanþágu, bæði frá Vinnueftirlit- inu og Heilbrigðiseft- irlitinu. Sagt var frá því í fjölmiðlum seint á síðasta ári að hætta væri á því að brennsluofnarnir gætu fallið saman enda eru þeir rúmlega 70 ára og brýn þörf á að end- urnýja þá ef ekki á að fara illa. Bent hefur verið á að það stefni í algert óefni, viðvaranir hafa verið gefnar en enn þá hefur ekki verið brugðist við eða með öðrum orðum: reynt hefur verið að vekja athygli á alvarlegri stöðu án árangurs. Getur verið að end- irinn verði að aðstandendur verði að flytja látinn ástvin til útlanda til þess að uppfylla hinstu ósk við- komandi? Eins og staðan er núna stendur bálför ekki öllum landsmönnum til boða nema þá með ærnum flutn- ingskostnaði og þess vegna kemur það ekki á óvart að sjá í gögnum að talsverður munur er á því eftir búsetu hvort fólk velur hefð- bundna útför eða bálför, fleiri bú- settir á höfuðborgarsvæðinu kjósa bálför. Það skal þó sagt að íbúar landsbyggðar þurfa ekki að greiða fyrir bálförina sjálfa en það breyt- ir ekki því að eina bálstofa lands- ins er í Reykjavík og það liggur því töluverður aukakostnaður í því að flytja kistu þangað annars stað- ar frá af landinu. Það er í höndum aðstandenda að flytja kistuna eða fá annan aðila til þess. Ef kista fer í flug frá Akureyri til Reykjavíkur kostar það um 45 þúsund krónur og svo bætist við kostnaður við flutning frá flugvelli til líkhúss. Stjórnvöld verða að hlusta á að- varanir, setja verður upp við- unandi og löglega aðstöðu til bálf- ara á fleiri en einum stað á landinu. Það þarf ekki allt suður. Þarf allt suður? Eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur Anna Kolbrún Árnadóttir » Getur verið að end- irinn verði að að- standendur verði að flytja látinn ástvin til út- landa til þess að upp- fylla hinstu ósk viðkom- andi? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. annakolbrun@althingi.is VERTU NÁTTÚRULEGUR. VERTU ÞÚ SJÁLFUR. LÁTTU KRAFTA CADE VERNDA HÚÐ ÞÍNA Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Í COVID-19-faraldrinum urðu mörg hjúkrunarheimili landsins fyr- ir verulegu tekjutapi. Mikil óvissa ríkti í samfélaginu. Varúðarráðstaf- anir við inntöku nýrra íbúa töfðu inntökuferlið og margir þeir sem gátu fengið pláss á hjúkrunarheimili hinkruðu með að flytja inn vegna óvissuástandsins. Sum hjúkrunar- heimili tóku ekki inn nýja heimilismenn til að geta verið með til staðar sérstaka ein- ingu innan heimilisins kæmi til smits meðal heimilismanna og átti þetta sérstaklega við um þau heimili þar sem hver heimilismaður hefur ekki sína eigin snyrtingu og/eða um fjölbýli er að ræða á heimilinu. Þessar ráð- stafanir skiluðu árangri á heims- mælikvarða og ein- göngu eitt hjúkrunar- heimili af 42 hefur til þessa fengið smit á meðal heimilismanna. Framangreint eins og áður segir leiddi til tekjulækkunar vegna vannýtingar hjúkr- unarrýma. Í fjárlögum ársins hafði þó verið gert ráð fyrir nýtingu rýmanna og greiðslum frá Sjúkra- tryggingum Íslands (SÍ) vegna þeirra. Samtök fyrirtækja í velferð- arþjónustu (SFV) hafa síðan í mars sl. bent á þetta og farið þess á leit við ráðamenn landsins að hjúkrunar- heimilin fái greiddar þessar töpuðu tekjur og komið verði þannig til móts við rekstrarvanda heimilanna sem var til kominn vegna þessarar óvæntu veiru. Ekkert okkar sem rekum þessi heimili gerði ráð fyrir slíku tekjutapi af völdum veiru árið 2020. Lítil viðbrögð bárust við þessari beiðni okkar en SÍ sendu svo loksins tölvupóst hinn 15. júní sl. og báðu um upp- ýsingar um „meint tekjutap hjúkrunar- heimila af völdum CO- VID-19“, svona eins og við sem rekum þessi heimili værum að skálda þetta upp. Ekki viðeigandi. Heimilin voru beðin að senda upplýsingarnar fyrir 23. júní, eða innan viku, þannig að hægt væri að „vinna málið hratt“ eins og kemur fram í umræddum tölvupósti. Síðan þá hefur ekkert gerst í málinu. SÍ greiða ekki út þessar fjárhæðir þó að heimild liggi fyrir í fjárlögum þess efnis. Líklega þarf þó heilbrigðisráðherra að veita SÍ vilyrði fyrir slíkri út- greiðslu og kannski liggur vandinn í því. Í það minnsta blæða hjúkrunar- heimilin fyrir slóðaskapinn eða er það ef til vill ætlun yfirvalda að koma þessum heimilum í enn frekari fjárhagsleg vandræði en nú er og reyna þannig að koma þeim undir ríkisbáknið? Maður spyr sig? COVID-19 íþyngir hjúkrunarheimilum Eftir Gísla Pál Pálsson » Líklega þarf þó heil- brigðisráðherra að veita SÍ vil- yrði fyrir slíkri útgreiðslu og kannski liggur vandinn í því. Gísli Páll Pálsson Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. gisli@grund.is Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.