Morgunblaðið - 06.08.2020, Síða 32
Smekkleg
Hertogaynjan af
Cambridge skart-
aði huggulegri
grímu í vikunni.
Marta María
mm@mbl.is
Hertogaynjan af Cambridge hefur
verið á ferð og flugi upp á síðkastið
og þegar hún heimsótti góðgerðar-
samtökin Baby Basics í Sheffield í
vikunni var hún með skrautlega
grímu fyrir andlitinu. Gríman er frá
merkinu Amina Kids, sem er barna-
fatamerki. Þetta er í fyrsta skipti
sem hertogaynjan sést með grímu.
Þótt Amina Kids sérhæfi sig í barna-
fötum hefur merkið sett á markað
grímur fyrir fullorðna og komið
sterkt inn á veirutímum.
Hertogaynjan fær hrós í bresku
pressunni fyrir að hafa farðað sig
rétt enda hefði verið hræðilegt ef
hún hefði verið með bananaskygg-
ingu, stimplaðar kolsvartar auga-
brúnir og skærbleikan kinnalit við
þetta tækifæri. Í stað bananaskygg-
ingar var hún með léttan perlulit-
aðan augnskugga, hæfilega mótaðar
augabrúnir með örlitlum lit og með
maskara. Á andlitnu var svo léttur
farði sem tónaði vel við allt hitt.
Við grímuna var hún í ljósum að-
sniðnum kjól með stríðsáralegu sniði
sem náði niður á miðja kálfa. Kjóll-
inn er með svörtum tölum að framan
og frekar penu belti. Örlítið púff er á
ermum kjólsins sem eru í styttra
lagi. Við kjólinn var hún í látlausum
skóm með fíngerðum hæl.
Ef þú vilt vera eins og hertogaynj-
an geturðu fest kaup á grímu á eftir-
farandi slóð: https://www.amaia-
kids.co.uk/collections/masks-1
Katrín hertogaynja af Cambridge þykir ein best
klædda kona veraldar. Í miðjum heimsfaraldri þurfa
allir að taka upp breyttar venjur og þurfa áhrifa-
valdar nútímans, líkt og hertogaynjan, að vera
góðar fyrirmyndir. Ekki er hægt að kvarta yfir því
að hún hagi sér eins og vitleysingur.
AFP
Hertogaynjan
skartaði andlits-
grímu í fyrsta skipti
Rósóttur veruleiki Bleik
blómagríma frá Amina Kids
fer vel við hvítan kjól.
Engar skinkuaugabrúnir Hertogaynjan farðaði sig rétt fyrir þetta tilefni.
Hún er með hóflegan lit í augabrúnunum, ekki svartar stimplaðar auga-
brúnir eins og njóta vinsælda hjá ákveðnum hópum núna.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma533 1320
Við tökum vel á móti ykkur í Vegmúla 2
BókaðuLaser-lyftingu!
Lyftir kjálkalínunni, augnsvæðinu
og kinnunum.
Laserlyfting er byltingarkennd tækni í
meðferð á línum, hrukkum og slappri húð!
Laserlyfting