Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 ✝ Úlfar Daníels-son fæddist í Vestmannaeyjum 18. ágúst 1959. Hann lést 23. júlí 2020. Foreldrar: Hild- ur Jónsdóttir, f. 10. nóvember 1935 í Vestmannaeyjum, og Daníel Willard Fiske Traustason, f. 18. júní 1928 í Grímsey, d. 27. september 1981. Systkini Úlfars eru Jón Haukur, f. 18. desember 1957, og Íris, f. 19. júní 1962. Eig- inkona Jóns Hauks er Erna Lín- dal Kjartansdóttir, f. 21. janúar 1962. Börn þeirra eru Daníel, f. 22. apríl 1984, Hildur, f. 18. október 1988, og Hafdís, f. 23. ágúst 1991. Synir Írisar eru Arnór Willard, f. 11. júní 1990, og Andri Már, f. 22. janúar 1993. Fyrri eiginkona Úlfars var Hrönn Bergþórsdóttir, f. 6. júní 1961. Þau skildu 2001. Dætur þeirra eru Silja, f. 23. júní 1981, og Sara, f. 8. maí 1991. Sambýlismaður hennar er þjálfari yngri flokka í knatt- spyrnu hjá FH. Hann þjálfaði einnig um tíma meistaraflokk karla hjá Víkingi Ólafsvík og meistaraflokk kvenna hjá KR. Hann starfaði um nokkurra ára skeið sem framkvæmdastjóri á golfvelli Oddfellowa. Seinna söðlaði hann um, bætti við sig námi í kerfisfræði og starfaði eftir það við tölvu- kennslu og umsjón tölvukerfa í Áslandsskóla. Hann leiddi spjaldtölvuinnvæðingu skólans og var stór hluti af því verkefni hjá Hafnarfjarðarbæ. Úlfar var einn af stofnendum víkingafélagsins Rimmugýgjar árið 1997 og átti sá félags- skapur stóran þátt í lífi hans alla tíð síðan. Hann var mikill handverksmaður og stundaði silfursmíði. Hann unni útivist og veiðiskap hvers konar en fyrst og fremst var það fjölskyldan sem átti hug hans og hjarta. Útförin fer fram frá Víði- staðakirkju í dag, 6. ágúst 2020, klukkan 11. Vegna fjöldatak- markana verður gestalisti í kirkjuna. Boðið verður upp á streymi í Víðistaðaskóla, Bæj- arbíói, Samfylkingarsalnum, Strandgötu 43, Kaplakrika og Áslandsskóla. Streymt verður frá útförinni. Meira: netsamfelag.is. Þorkell Magn- ússon, f. 22. nóv- ember 1990. Synir Silju eru Sindri Dan Vign- isson, f. 7. maí 2009, og Snævar Dan Vignisson, f. 13. september 2011. Eftirlifandi eig- inkona Úlfars er Adda María Jó- hannsdóttir, f. 7. mars 1967. Börn Öddu Maríu af fyrra hjónabandi eru Melkorka Rán og Kormákur Ari Hafliðabörn, f. 9. maí 1997. Úlfar ólst upp í Vestmanna- eyjum og stundaði snemma sjó með föður sínum sem var skip- stjóri á Kópnum VE11. Hann fór til náms, fyrst til Reykjavík- ur og svo í Menntaskólann á Laugarvatni og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1979. Hann lauk einnig prófi frá Íþrótta- kennaraskólanum á Laug- arvatni árið 1982. Íþróttir voru stór hluti af hans lífi og starfaði hann um árabil sem íþróttakennari við Lækjarskóla í Hafnarfirði og Elsku hjartans ástin mín. Mér finnst svo ósanngjarnt að þú haf- ir verið rifinn frá mér og okkur öllum sem elskuðum þig svo mik- ið. Heimurinn hrundi og ég snýst um í tómarúmi. Í hjarta mínu er óendanleg sorg en um leið svo mikil ást og svo mikið þakklæti fyrir að hafa fengið að ferðast með þér. Ferðalagið okkar var bara allt of stutt. Við áttum eftir að gera svo margt og plönin voru endalaus. Betri ferðafélaga en þig er ekki hægt að hugsa sér. Við vorum svo góð saman og átt- um svo mikla ást. Traustur og góður vinur reyndist þú líka öllum sem þig þekktu. „Ekkert mál“ voru þín einkunnarorð og það var ein- hvern veginn aldrei neitt mál. Ávallt reiðubúinn að aðstoða hvern sem var með hvað sem var. Víkingurinn minn, mótorhjóla- töffarinn og veiðimaðurinn. Þú og náttúran og sagan og við. Í augnablikinu veit ég ekki hvernig veröldin á eftir að snúast án þín, en við, fallega fjölskyldan okkar, ætlum að hjálpast að og halda þinni fallegu minningu á lofti. Stelpurnar þínar yndislegu, afalingarnir okkar og tvíburarnir mínir sem þú tókst alltaf sem þínum og varst svo góður. Við elskum þig öll og það gera líka svo margir fleiri. Þú varst ríkur af góðu fólki og við vorum svo rík að eiga þig. Þess vegna er þetta svo óbærilegt. Það er svo margt sem mig langar að segja en um leið á ég engin orð. Þú studdir mig í öllu og hafðir endalausa trú á mér. Þú lyftir mér upp. Þú varst stóra ástin mín, kletturinn minn og besti vinur. Að eilífu ástin mín – þín Adda María. Elsku pabbi minn, ég trúi ekki að ég sitji hérna og skrifi minn- ingargrein um þig. Þú varst svo mikið meira en bara pabbi minn og svo mikið meira en bara afi strákanna. Ég tek sambandi okk- ar með miklu þakklæti, tíminn okkar var dýrmætur og mér fannst við nýta hann vel. Mörg- um sinnum á dag horfi ég á húsið þitt út um gluggann í von um að sjá þig, og tek upp símann því mig langar að hringja í þig. Ég er þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem ég á um okk- ar tíma og þakklát hvað við gerð- um mikið saman. Ég man þegar ég var sex ára úti í garði að reyna að búa til snjókarl og þú stökkst út og aðstoðaðir mig í bleikum pólóbol. Ég man enn aðdáunina þegar ég horfði á þig, hvað þú varst mikið heljarmenni að verða ekki einu sinni kalt. Í einni minningunni er ég í nýjum handboltabúningi inni í stofu þar sem við æfðum finturn- ar þangað til ég náði þeim. Þarna fann ég strax fyrir áhuga þínum á öllu sem ég tók mér fyrir hend- ur. Þegar ég byrja svo í frjálsum þá sátuð þið mamma alltaf í stúk- unni að hvetja mig og þú með myndavélina, svo settumst við niður og skoðuðum hlaupastílinn og hvað ég þyrfti að gera til að bæta mig og vinna. Fyrir keppn- ir ræddum við hárgreiðslur og naglalakk, þú fléttaðir mig fyrir stór mót og teiknaðir íslenska fánann eða FH-merkið á negl- urnar og oft á vinkonum mínum einnig. Eitt árið vildum við hafa hringi í nöglunum, þá varst þú klár með borvélina á lofti og græjaðir það. Sama hvað ég tók mér fyrir hendur þá fékk ég alla athygli þína og þú tókst alltaf þátt, hlustaðir á hugmyndirnar, tókst við þeim og hugsaðir útfærslur á þeim. Þú dróst aldrei úr mér, ég fann bara fyrir stuðningi þínum. Afi Daníel lést þegar ég var ung og þú sagðir mér að þú syrgðir að ég fengi ekki tíma með afa, þegar strákarnir mínir fæddust þá baðstu um afadag einu sinni í viku sem við gerðum í 11 ár, þú sagðist vera afi í fullu starfi og það sáu allir. Oft heyrði ég strákana kalla þig „pabba“ og brosið þitt sýndi mér hvað þér leið vel með það. Þetta áfall skil- ur eftir svo stórt skarð í lífi okk- ar. Elsku pabbi minn, við söknum þín mikið og munum gera alla tíð. Ég veit við verðum í lagi, við munum læra að lifa með þessu einn daginn. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minning- ar um frábæran pabba og afa sem við munum halda á lofti. Ég veit þú treystir mér í næstu verkefni og ég mun standa mig í þeim, fyrir okkur og fyrir þig. Ég er þakklát fyrir allar góðu minningarnar, að þú kysstir og knúsaðir okkur alltaf bless. Ég veit þú passar upp á okkur. Elskum þig svo mikið elsku pabbi minn Þín Silja Úlfarsdóttir. Elsku pabbi minn. Mér finnst ótrúlegt að vera að skrifa þessa minningagrein þar sem ég hélt að þetta myndi aldrei gerast. Því eins og í öllum bardögunum á víkingahátíðinni rísa allir upp í lokin. Elsku pabbi minn, ég er svo ótrúlega þakklát og stolt að vera dóttir þín og eiga allar þessar ævintýralegu minningar. Að fá að vera með þér sem víkingur á hverju ári síðan ég var barn er nokkuð sem við munum alltaf eiga saman og ég mun halda upp á 17. júní í víkingafötunum eins og við höfum alltaf gert. Það var svo margt sem við brösuðum saman eins og að smíða skart- gripi, síga eftir eggjum, klifra upp stiga og tína egg í klettun- um og svo bauðstu upp á harð- soðin egg sem þú sauðst í hver- unum á leiðinni heim. Eftirminnilegasta ferðin er þeg- ar við fórum að veiða lunda á lít- illi eyju og við Hafdís frænka vildum bara bjarga lundunum og klappa þeim en þið bræður vor- uð á öðru máli. Einnig er mér ofarlega í huga fluguveiði í Þing- vallavatni sem við vorum nýbúin að plana að við ætluðum að gera aftur í sumar. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og sýndir öllu sem ég gerði svo mikinn áhuga. Hvort sem það voru skrítnar hugmyndir um eitthvað sem mig langaði að smíða eða búa til, hvernig ég ætti að hlaupa hlaupin mín eða hvernig ég ætti að gefa upp í blakinu. Þú mættir á öll mót, alltaf, líka þegar 28 ára ég ákvað að keppa í blaki, þá varst þú mættur í stúkuna að hvetja. Það var alltaf hægt að hringja í þig og þú varst tilbúinn til að hjálpa, fullur af hugmyndum og góðum ráðum, tilbúinn í að hjálpa með öll verkefni eða til- efni og þú reddaðir því alltaf. Ég mun alltaf sakna þess að þú hringir í mig og spyrjir: „Áttu kaffi?“, „viltu koma að veiða?“ eða „heyrðu, ég var að pæla …“ og alls konar hugmyndir eða góðar minningar urðu til. Ég er svo innilega þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með þér og þær minningar sem við bjuggum til saman og ég mun hugsa til þín alltaf þegar ég bý til fleiri minningar. Takk fyrir allt pabbi minn. Elska þig. Alltaf þín, Sara Úlfarsdóttir. Elsku Úlfar okkar. Frá því við kynntumst þér fyrst hefur þú alltaf verið stór hluti af lífi okkar. Okkur hefur alltaf þótt vænt um þig og vitum hvað þú hefur alltaf verið stoltur af okkur. Þú hefur haft svo mikil áhrif á okkur í gegnum tíðina og svo margt sem þú hefur kennt okkur sem mun nýtast okkur gríðarlega, eins og þegar þú kenndir okkur að setja upp hillur, mála vegg, jafnvel setja upp pall, ásamt mörgu öðru. Minningarnar eru margar og góðar. Ferðalögin, veiðiferðirn- ar, víkingastússið og svo auðvitað íþróttirnar. Þú mættir alltaf á öll mót hjá okkur og röddin þín var oft sú eina sem við heyrðum af pöllunum og það hvatti okkur áfram. Þú reyndist okkur alltaf svo vel og tókst okkur eins og við værum þín. Við trúum því varla að þú sért ekki lengur hjá okkur. Okkur þykir það ósanngjarnt að fá ekki að eignast fleiri minningar með þér. Takk fyrir allt elsku Úlfar, við elskum þig og söknum þín mikið. Þín að eilífu, Melkorka Rán og Kormákur Ari. Það tekur á að setjast niður og skrifa minningargrein um mann sem gaf svo mikið og var svo mik- ilvægur í lífi okkar allra. Gjaf- mildari og lífsglaðari manni mun ég aldrei kynnast og söknuðurinn er rétt að byrja. Ég get ekki talið upp öll þau skipti sem ég bað þig að hjálpa mér og alltaf komstu. Manni fannst eins og það væri allt hægt, Úlfar kemur og hann græjar þetta með okkur. Hvað sem var, það skipti engu máli, draga bíl eða setja upp innrétt- ingar. Þú áttir alltaf svar eða ráð við hverju sem ég átti í vandræð- um með. Ég er svo þakklátur fyr- ir vinskapinn, fyrir að vera alltaf velkominn. Það að eiga hauk í horni eins og þig er það dýrmæt- asta sem nokkur getur átt og ég er svo þakklátur fyrir að hafa átt þig sem tengdapabba í öll þessi ár. Við áttum svo marga veiðitúra eftir, svo margar viðgerðir eftir, svo margt bras og bauk eftir. Ég átti eftir að læra svo margt, spyrja að svo mörgu. Þú áttir eft- ir að kynnast börnunum okkar, sýna þeim ást, umhyggju og aga. Kenna þeim að veiða, tálga og taka þau með í víking. Við áttum samt svo margar gleðistundir, við ár og vötn, á skotvellinum og uppi á heiði, á fótboltavellinum, á áramótunum með rauðvínsglas, á Ölduslóðinni og í Skógarhlíðinni. Ég á þér svo margt að þakka en ég tek það með mér inn í fram- tíðina og hugsa til þín í hvert skipti sem ég set skrúfu í vegg eða málningu í pensil og veit að mér liði betur með þig við hliðina á mér. Ég mun reyna að segja alltaf já þegar aðrir þurfa aðstoð vegna þess að það er það sem þú gerðir, við reddum þessu. Takk fyrir að taka mér opnum örmum þegar að ég var bara ung- lingur að byrja að hitta Söruna okkar. Ég gleymi því aldrei. Sambandið milli þín og Söru er svo fallegt og sterkt, hún er svo stolt af því að vera dóttir þín. Mér þykir svo vænt um okkar vinskap og samband. Ég fékk besta tengdapabba í heiminum. Ég verð alltaf að bíða eftir símtali frá þér sem var ekki lengra en „áttu kaffi?“. Ég á eftir að sakna þess mest að sitja með þér heima eða heima hjá ykkur Öddu, drekka kaffi og kjafta. Þinn kútur og félagi, Þorkell (Kalli). Elsku afi, við elskum þig mjög mikið! Við munum sakna að vera með þér. Okkur finnst gaman að smíða með þér og höfum smíðað svolítið síðustu daga í bílskúrn- um þínum (við kláruðum verk- efnin). Við elskuðum að vera víkingar Úlfar Daníelsson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, GUÐMUNDUR JÓNSSON skipstjóri, Skipalóni 26, Hafnarfirði, lést á líknardeildinni í Kópavogi miðvikudaginn 29. júlí. Ruth Árnadóttir Jón Örn Guðmundsson Bríet Jónsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Guðmundur Árni Guðrúnarson Daniel Guðmundur Nicholl Svanhildur Lísa Leifsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÁKON MAGNÚSSON skipstjóri og útgerðarmaður, lést á LHS sunnudaginn 2. ágúst. Útför verður auglýst síðar. Rósa Sigurðardóttir börn og fjölskyldur þeirra Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR, Didda á Tjörn, áður til heimilis í Æsufelli 2, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 8. mars. Útförin fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 10. ágúst klukkan 13 og er athöfnin einungis fyrir allra nánustu í ljósi breyttra aðstæðna. Margrét Haraldsdóttir Conny Larsson Ágúst Haraldsson Helga Sigurðardóttir Anna María Larsson Philip Åstmar Hannes Axel Larsson Aleksandra Obeso Duque María Sigríður Ágústsdóttir Margrét Lóa Ágústsdóttir Edda María Åstmar Elsku Baldur. Með mikilli sorg í hjarta kveð ég þig í dag, ég veit að þú ert kominn á góðan stað. Vaki, vaki auga guðs og gæti góða, veika, litla barnsins þá. Sofðu, sofðu! Sorgin græti, sonur ljúfi, aldrei þína brá. (Benedikt Þ. Gröndal) Þinn vinur Magnús Andri. Baldur Bjarnarson ✝ Baldur Bjarnarson fæddist 21. mars2003. Hann lést 26. júlí 2020. Baldur var jarðsunginn 5. ágúst 2020. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.