Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020
VIÐTAL
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Mikið vildi ég að við gætum verið
við opnun sýningarinnar okkar í
Reykjavík. Það er sorglegt að geta
það ekki. Við heimsóttum landið og
Listasafn Reykjavíkur í fyrra, til að
skoða aðstæður, og það var alveg
frábært,“ segir George.
„En staðan er erfið vegna far-
sóttarinnar því við erum báðir á
áttræðisaldri,“ bætir Gilbert við.
„Við erum því í svokölluðum áhættu-
hópi, til að mynda í flugvélum og þar
sem fólk kemur saman. Meira að
segja á gönguferðum er viss hætta,
er okkur sagt. Við förum samt dag-
lega í þrjár göngur utandyra og svo
þrjár hér innandyra – við göngum
hringinn í kringum borðin hérna,“
segir hann og bendir á löng borðin í
vinnustofunni.
Ég er kominn í heimsókn til Gil-
berts Proesch, sem er fæddur á
Norður-Ítalíu, og George Passmore
í húsið þeirra við Fournier-stræti á
East End í London, þar sem þeir
hafa búið og starfað í meira en hálfa
öld. Hús sem hefur með tímanum
orðið nánast goðsagnakennd mið-
stöð sköpunar listamannanna
tveggja sem slógu í gegn upp úr
1970 sem einn listamaður sem kallar
sig Gilbert & George og hafa þeir
lengi verið í hópi kunnustu og umtöl-
uðustu samtímalistamanna Bret-
lands. Þeir eru nú 76 og 78 ára.
Afar umfangsmikil sýning á mörg-
um af þekktustu verkum Gilberts &
George verður opin gestum í
Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur
frá og með deginum í dag, sett upp í
flestum sölum safnsins, og er á dag-
skrá Listahátíðar í Reykjavík. The
Great Exhibition er heiti sýningar-
innar og gefur mjög gott yfirlit yfir
myndheim og viðfangsefni tvímenn-
inganna síðustu fimm áratugi. Sýn-
ingin var fyrst sett upp í Arles í
Frakklandi fyrir tveimur árum og
hefur síðan haft viðkomu í Stokk-
hólmi og Ósló. Sýningarstjórarnir
eru víðkunnir, Hans Ulrich Obrist,
stjórnandi Serpentine Gallery í
London, og Daniel Birnbaum,
stjórnandi Acute Art. Samhliða opn-
un sýningarinnar hefur verið gefin
út afar vegleg sýningarskrá sem
þýdd hefur verið á íslensku, um 460
blaðsíður og hönnuð af listamönn-
unum sjálfum. Í henni er meðal ann-
ars að finna ítarlegt og skemmtilegt
samtal listamannanna og sýning-
arstjóranna um feril þeirra og verk,
auk mynda af sýningum á verkum
þeirra.
Breyttu lífi sínu í skúlptúr
Gilbert & George hafa verið áber-
andi í menningar- og mannlífi
Lundúnaborgar síðustu hálfa öld.
Þeir kynntust í St. Martin’s-
listaskólanum í London árið 1967 og
byrjuðu fljótlega að búa og starfa
saman. Báðir lögðu stund á skúlp-
túr í skóla en á frægri sýningu
þeirra um það leyti er námi lauk
birtust þeir sem „lifandi skúlptúr“ á
sviði í vel sniðnum borgaralegum
jakkafötum. Þeir fylgdu því eftir
með fleiri „lifandi skúlptúrum“,
meðal annars þar sem þeir sungu
sama lagið klukkustundum saman,
svo minnir á úthaldsgjörninga ým-
issa yngri listamanna, og kalla þeir
slík verk „syngjandi skúlptúra“.
Þeir hafa í raun gert líf sitt að ein-
um samfelldum gjörningi, þar sem
þeir ganga snyrtilegir og kurteisir
gegnum lífið, yfirlýstir íhaldsmenn
og konungssinnar. Auk skúlptúr-
anna, eða gjörninganna, þróuðust
verk þeirra frá því að vera nokkrar
ljósmyndir settar upp saman sem
sýndu gjörninga þeirra, til að
mynda hvar þeir sitja að drykkju,
yfir í samsett verk í mörgum sam-
felldum römmum sem byggð eru að
mestu á ljósmyndasamklippum, þar
sem myndir af þeim Gilbert &
George sjálfum í ýmiss konar að-
stæðum og stellingum eru áberandi,
auk fólks, hluta og staða sem þeir
mynda í hverfinu sínu á East End í
London. Og viðfangsefnin eru ein-
föld en mikilvæg, eins og líf, dauði,
trúarbrögð, kynlíf, stjórnmál.
Textar eru áberandi í mörgum
verkanna, til að mynda sóttir í aug-
lýsingaplaköt götublaða, og þá hafa
vísanir þeirra í kynlíf samkyn-
hneigðra og birting líkamsvessa í
verkum á stundum ögrað og vakið
umtal.
Þetta er heimurinn okkar
Þeir Gilbert og George fagna
gestinum sem er með grímu fyrir
vitum eins og þeir, og þeir leiða mig
síðan gegnum húsið sitt gamla frá
18. öld, þar sem þeir byrjuðu á að
leigja sér herbergi að búa og vinna í í
upphafi ferilsins en gátu keypt
nokkrum árum seinna þegar verk
þeirra fóru að seljast fyrir háar upp-
hæðir. Við förum gegnum húsið og
inn í eina vinnustofuna fyrir aftan en
þá skála gátu þeir keypt nokkrum
árum eftir að þeir eignuðust íbúðar-
húsið. Í einum skálanum er ljós-
myndastúdíó og raðir af prenturum
og tölvum, en við setjumst niður við
langt borð í öðrum skála, þeir and-
spænis mér og á milli okkar er mód-
elið sem þeir gerðu af sýningarsöl-
unum í Hafnarhúsinu þegar þeir
voru að ákveða hvaða verk ættu að
fara þar upp. Þeir félagar taka niður
grímurnar en ég hef mína áfram
fyrir vitum. Þeir tala áfram um að
þeir harmi að ná ekki að vera við
opnun sýningarinnar í dag.
George: „Við njótum þess alltaf að
vera við opnanirnar okkar. Við dáum
að hitta fólkið.“
Gilbert: „Því við höldum upp á al-
menning!“
George: „Við erum vonsviknir yfir
því að geta ekki mætt, ekki síst
vegna þess að Ísland er sú eyja sem
er í næstmestu uppáhaldi hjá okk-
ur.“ Þeir hlæja og bæta við að þeir
setji hana á listann næst Bretlandi.
Gilbert: „Við gerðum þetta módel
af sýningunni í Reykjavík fyrir all-
nokkru síðan og erum mjög ánægðir
með uppröðun verkanna. Þessi sýn-
ing hefur komið mjög vel út í öllum
söfnunum.“
– Viðtalið við ykkur í þessari
miklu sýningarskrá, segi ég og fletti
bókinni, er einstaklega upplýsandi.
„Ætli það megi ekki kalla þessa
skrá eins konar legstein yfir okkur,“
svarar Gilbert og glottir. „Hún er
mjög myndarleg, við hönnuðum hana
frá grunni. Það var gott að koma að
mörgum myndum frá ólíkum sýning-
arstöðum, þá má sjá hvernig verkin
taka sig út í ólíkum rýmum. Það er
mjög mikilvægt fyrir þetta sjónræna
tungumál okkar að verkin fari inn í
ýmis söfn, þar sem þau hafa lagt
undir sig salina með heimi Gilberts &
George. Þetta er heimurinn okkar.“
Fyrstir með verk um veiruna
Kórónuveirufaraldurinn hefur
vitaskuld haft mikil áhrif á líf tví-
menninganna, eins og annarra.
George: „Þetta eru miklar breyt-
ingar, og hræðilegar. Allan þann
tíma sem við höfum starfað saman
höfum við bara borðað á veit-
ingastöðum, við höfum aldrei nokk-
urn tíma borðað hér í húsinu. En
núna erum við bara í fjandans hús-
inu.“
Áhugafólk um myndlist gat á dög-
unum fylgst með röð stuttra mynd-
banda sem voru birt á Instagram-
síðu gallerís þeirra, White Cube, og
sýndu tvímenningana borða, ganga
og dunda sér innan dyra hússins, við
þessar furðuaðstæður. Þeir segjast
sakna mikið veitingastaðarins sem
þeir hafa nú borðað á undanfarinn
aldarfjórðung.
Gilbert: „Og við söknum þjónanna
mest!“
George: Við hittum þá oftar en
nokkurn annan - sjö daga vikunnar.“
Gilbert: „Við erum með einn að-
stoðarmann sem býr ekki langt héð-
an og hann kemur nú á morgnana
með dagblöðin og mat, sem hann set-
ur í þennan litla ísskáp þarna, eina
ísskápinn í húsinu. Hann kemur með
ost, skinku, salami…“
George: „Við keyptum ísskápinn
fyrir nokkrum árum, bara til að kæla
kampavín sem var alltaf verið að
gefa okkur. Við vorum aldrei með
mat áður í húsinu en nú urðum við að
taka kampavínið út, vín sem við ann-
ars drekkum aldrei, og koma matn-
um þar fyrir.“
Gilbert: „En ástandið hefur ekki
breytt því hvernig við vinnum, við
höfum haft mikið að gera, höfum
skapað 85 ný verk,“ segir hann
spenntur.
George: „Við höfðum lokið við að
hanna þau þegar veiran skall á.“
Gilbert: „Við gáfum myndröðinni
heiti strax í janúar og köllum …“
George: „…The New Normal Pict-
ures. Og þremur vikum síðar fengu
verkin, og heitið, alveg nýja merk-
ingu með veirunni.“
Gilbert: „Við tölum um farald-
urinn sem „hið nýja norm“.“
George: „Við vorum fyrstir með
þetta! Myndirnar eru allar um veir-
una en urðu til á undan veirunni.“
Gilbert: „Titillinn kom til af því að
við vildum þýða hugmyndina að baki
franska orðinu existensíalismi. Við
ákváðum að það þýddi eitthvað
normal. Og hver mynd í röðinni er
kölluð hið nýja normal ástand. Við
erum mjög spenntir fyrir þessum
myndum en vandamálið er að við vit-
um ekkert hvenær galleríin geta
sýnt þær.“
George: „Kannski verður það ekki
fyrr en eftir að við erum allir.“
Gilbert: „En við höfðum þegar
hannað verkin þegar faraldurinn
brast á. Við hönnum verkin alltaf í
hlutfallinu einum tíunda af endan-
legri stærð. Þá tekur við að stækka
verkin upp og nú erum við, eins og
þú sérð á veggnum bak við þig, að
prufa hina ýmsu þætti verkanna.
Þegar við erum orðnir ánægðir með
samsetninguna þá ljúkum við við
verkin og prentum þau út.
Þessi nýju verk eru einstaklega
fjölbreytileg og við höfum unnið af
kappi að þeim í þessari innilokun,
alla daga.“
Dauði, von, líf, kynlíf…
– Hvað munu gestir sem koma á
sýninguna í Reykjavík upplifa?
Morgunblaðið/Einar Falur
Listamennirnir „Fyrir okkur er allt það besta í lífinu skipulagt eða mótað af íhaldssömu viðmóti,“ segja Gilbert og
George. Listamennirnir kunnu eru hér við heimili sitt og vinnustað síðustu hálfa öldina, á East End í London.
Life Hluti gríðarstórs þrískipts verks sem er í allt meira en 19 metra breitt,
Death Hope Fear Life (1984), er birt á forsíðu veglegrar sýningarskrár.
Urðum að verkunum og erum þau enn
The Great Exhibition, umfangsmikil sýning á verkum Gilberts & George verður opin í Listasafni
Reykjavíkur frá deginum í dag Harma að komast ekki á sýninguna og borða í fyrsta skipti heima