Morgunblaðið - 12.08.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 12.08.2020, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 2. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  188. tölublað  108. árgangur  HÆKKUN GULL- VERÐS FARIN AÐ BIRTAST SÆÞOTUR VINSÆLAR Á́HRIFARÍK OG GRÍPANDI SAGA COETZEE ALDREI JAFN MIKIÐ AÐ GERA 10 NÓBELSHÖFUNDUR 28VIÐSKIPTAMOGGINN  Vefverslunin Heimkaup.is átti fullt í fangi með að anna eftirspurn þegar samkomubann tók gildi í far- aldrinum í mars. Salan jókst aftur þegar veiran fór af stað á ný. Heimkaup hafa jafnt og þétt aukið framboðið af matvöru. Nú síðast með sölu á tilbúnum réttum frá PreppUp.is. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMogg- ann að afhendingarstöðum verði fjölgað í haust í sam- starfi við Orkuna og Póstinn. Það skapi Heimkaupum sérstöðu að geta viðhaft strangari sóttvarnir en hefð- bundnar búðir. Heimkaup sækja fram í matvörunni Guðmundur Magnason  Fulltrúar verkefnisins Stafrænt Ísland áætla að inn- leiðing stafrænnar tækni við þinglýsingar muni spara 1,2-1,7 milljarða á hverju ári. Við það bætist sparnaður vegna minni vaxtamunar, ferðalaga og fleiri þátta. Fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku að það væri að jafnaði þriggja vikna bið eftir þinglýsingu lána hjá sýslumanni. Getur endurfjármögnun tekið allt að 8 vik- ur. Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Stafrænu Íslandi, segir í samtali við ViðskiptaMoggann áformað að hægt verði að þinglýsa nýjum íbúðalánum stafrænt fyrir árslok. Stafræn þinglýsing sparar milljarða Andri Heiðar Kristinsson Íbúar á Suður- og Vesturlandi hafa upplifað mikla vætutíð í upphafi ágústmánaðar og hafa sólskinsstundir í Reykjavík fyrstu tíu daga ágústmánaðar ekki verið færri í 104 ár. Sólskins- stundirnar voru aðeins 12,1 talsins í borginni þetta árið. Þær hafa einungis einu sinni verið færri fyrstu tíu daga ágústmánaðar en það var árið 1916. Spár gera ráð fyrir að borgarbúar verði áfram að sætta sig við rigninguna. » 12 Morgunblaðið/Eggert Sólskinsstundir hafa ekki verið færri síðan 1916 Það hugnast Þórólfi Guðnasyni sótt- varnalækni best að allir sem hingað til lands komi fari í skimun á landa- mærunum, 4-6 daga sóttkví og síðar aðra skimun. Hann telur að ekki sé ástæða til að herða á sóttvarna- aðgerðum innanlands eins og er. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þórólfur sagði þó að það væri dýrt að láta alla fara í tvær sýnatökur en Íslendingar sem koma frá áhættu- svæðum hafa þurft að fara í tvær sýnatökur og 4-6 daga sóttkví þeirra á milli síðan í síðasta mánuði. Þórólfur skilaði minnisblaði til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigð- isráðherra í gær þar sem hann lagði fram nokkrar tillögur um það hvern- ig sóttvarnareglum geti verið háttað næstu vikur og mánuði. Þær reglur sem nú eru í gildi renna út á morg- un, 13. ágúst. »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Veira Þórólfur vill fleiri skimanir. Ástæðulaust að herða  25 fjölmiðlaveitur sóttu um sér- stakan rekstrarstuðning vegna kórónuveirufaraldursins til fjöl- miðlanefndar en umsóknarfrestur rann út sl. föstudag. 400 milljónir verða til úthlutunar en á þessari stundu er ekki hægt að gefa upp- lýsingar um þær upphæðir sem sótt er um, að sögn Elfu Ýrar Gylfadótt- ur, framkvæmdastjóra fjölmiðla- nefndar, sem segir að nefndin sé nú að fara yfir umsóknirnar. »10 25 miðlar vilja styrki Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Icelandair Group hefur undirritað samninga við alla kröfuhafa sína og um leið náð samkomulagi við banda- ríska flugvélaframleiðandann Boeing um bætur vegna langvarandi kyrr- setningar Boeing 737-MAX-véla fé- lagsins. Þetta tilkynnti félagið í gegnum Kauphöll Íslands á ellefta tímanum í gærkvöldi. Sleitulaus vinna starfsfólks félagsins hefur því fært félagið nær hlutafjárútboði sem ætlunin er að ráðast í á næstu dög- um. Það mun ráða örlögum félagsins sem mun þurfa að afla um 30 millj- arða króna í formi nýs hlutafjár. Stærstu kröfuhafar Icelandair eru íslensku viðskiptabankarnir Lands- bankinn og Íslandsbanki ásamt CIT- bankanum bandaríska. Samkvæmt tilkynningu Icelandair mun sam- komulagið við kröfuhafana fela í sér skilmálabreytingar sem taki mið af breyttum forsendum varðandi af- borganir lána og væntu sjóðstreymi frá rekstri. Samkomulagið við Boeing mun fela í sér að flugvélaframleiðandinn greiði Icelandair frekari bætur fyrir „stóran hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetning- ar MAX-vélanna“ eins og það er orð- að. Tilgreint er að þær verði greiddar út að mestu fyrir lok júnímánaðar á næsta ári. Ekki er gefið upp hver bótafjárhæðin er en að teknu tilliti til þeirra bóta sem Boeing hafði þá þeg- ar fallist á að greiða félaginu mat fé- lagið tjón sitt að minnsta kosti 135 milljónir dollara í september í fyrra, jafnvirði 18,5 milljarða króna á nú- verandi gengi. Auk bótagreiðslunnar losnar Icelandair undan skyldu til að kaupa fjórar af þeim sextán MAX- vélum sem samið var um kaup á fyrir sex árum. Þá er einnig gert ráð fyrir að þær sex vélar sem félagið á enn eftir að fá afhentar muni komast í hendur félagsins á öðrum fjórðungi næsta árs og fram á fyrsta ársfjórð- ung 2022. Í enskri tilkynningu Icelandair Group í tilefni samkomulagsins segir að MAX-vélarnar verði áfram mik- ilvægur hluti af flota Icelandair. Þess er ekki getið í íslensku tilkynning- unni en þar er hins vegar tilgreint að samkomulagið við Boeing styrki lausafjárstöðu Icelandair og auki sveigjanleika þess þegar kemur að skipulagi flotamála á næstu árum. Bogi Nils Bogason segir að starfsfólk Icelandair hafi unnið þrekvirki með þeim samningum sem nú hafi náðst og að „mikill áfangasigur hafi náðst“ og skili því að félagið sé nú á lokastigi endurskipulagningar sinnar. „Þessi vinna mun án efa styrkja það fjárfestingartækifæri sem við munum bjóða í komandi hlutafjárút- boði sem og rekstrargrundvöll fé- lagsins til framtíðar,“ segir Bogi Nils í tilkynningu til Kauphallarinnar. Samningar við kröfuhafa Ice- landair eru eftir sem áður bundnir skilyrði um að hlutafjárútboðið skili tilætluðum árangri. Þá mun Ice- landair ekki hefja útboðsferlið fyrr en búið verður að tryggja lánalínu frá ríkissjóði í samstarfi við Íslands- banka og Landsbankann. Segir fé- lagið að þær viðræður séu á lokastigi. Í ViðskiptaMogganum í dag er fjallað um þær viðræður en heimildir blaðsins herma að þreifingar séu uppi um að slík ríkisábyrgð muni ná til allt að 20 milljarða lánalínu til handa félaginu. Icelandair og Boeing semja  Flugfélagið nær samkomulagi við alla kröfuhafa sína  Færist nær hlutafjárútboði sem ýtt verður úr vör á næstu dögum  Losnar undan kaupum á fjórum MAX-vélum  Leitar eftir ríkisábyrgð á risaláni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.