Morgunblaðið - 12.08.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020
ÞÚ ÁTT SKILIÐ ÞAÐ BESTA
www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi
LauraStar Lift
Létt og meðfærilegt Straujar – gufar – hreinsar
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Auðvitað litast framhaldið af óvissu.
Við erum enn að bíða eftir upplýsing-
um um það hvernig kennslu og námi
verður háttað í vetur,“ segir Isabel
Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs
Háskóla Íslands.
Þótt mikil fjölgun umsókna hafi ver-
ið um nám í háskólum hér á landi bíða
margir í óvissu um það hvað veturinn
ber í skauti sér. Enn liggur ekki fyrir
hvort hægt verður að halda úti hefð-
bundinni kennslu eða hvort notast
þarf við rafrænar lausnir eins og gert
var í vor.
„Öll þessi óvissa er kvíðavaldandi
fyrir suma. Það voru margir í sumar
sem sáu ekki fyrir sér að fara aftur í
nám, til að mynda fjölskyldufólk. Nú
er fólk þreytt eftir sumarið og það get-
ur verið erfitt fyrir einhverja að kom-
ast aftur af stað í námi,“ segir Isabel.
Hún segir að þegar fyrirkomulag
kennslu liggi fyrir væri ráð að kanna
hug stúdenta. Það var gert í vor, bæði
hjá HÍ og eins meðal allra háskóla-
nema í samvinnu við Landssamtök ís-
lenskra stúdenta og mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið. „Núna vitum við
ekki stöðuna á fólki. Það eru að klárast
þessi sumarstörf sem buðust og eftir
það þarf að meta stöðuna upp á nýtt.
Við höfum verið að fá margar fyrir-
spurnir, til að mynda um Menntasjóð
námsmanna. Það eru ótrúlega margir
stúdentar sem vinna með námi og fólk
er mikið að spyrja og velta þessu fyrir
sér.“
Isabel situr í neyðarstjórn Háskóla
Íslands vegna kórónuveirufaraldurs-
ins og hún segir það verðmætt fyrir
stúdenta að hafa aðkomu að skipulagi
þeirra mála. „Stúdentar hafa verið
fremur sáttir við viðbrögð Háskólans í
gegnum allt þetta ástand, til að mynda
það að fresta skrásetningargjaldinu.“
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir,
framkvæmdastjóri Menntasjóðs
námsmanna, áður LÍN, segir að þessa
dagana sé tekið á móti umsóknum um
námslán fyrir haustönn. Umsóknar-
frestur rennur út um næstu mánaða-
mót. „Við erum því ekki komin með
endanlegar tölur um fjölda umsókna
en við búumst við fjölgun frá því í
fyrra. Bæði er það vegna fjölgunar í
háskólum en einnig vegna þess að
námsmenn hafa minna aðgengi að
vinnu með skóla nú en áður.“
Fyrirkomulag námslána er breytt
frá fyrri tíð og nú geta námsmenn
fengið lánin greidd út mánaðarlega í
stað þess að allt sé greitt í lok annar.
Fyrsta greiðsla verður 1. október og af
þeim sökum var umsóknarfresti flýtt.
Hrafnhildur segir að námsmenn hafi
tekið seinna við sér en búist hafi verið
við. „Það helst í hendur við ástandið og
óvissuna. Fólk er kannski ekki búið að
átta sig á þessu nýja fyrirkomulagi.
Við sjáum hvernig þetta gengur.“
Hún bendir á að mikil óvissa sé um
hvernig kennslu verði háttað og það
bætist ofan á álag sem hljóti að skap-
ast við þá gríðarlegu fjölgun umsókna
um skólavist í vetur. „Ég veit ekki
hvort háskólarnir hafa þurft að vísa
fólki frá eða hvernig þeir tóku á
þessu.“
Um 1.500 Íslendingar stunda að
jafnaði nám erlendis og ljóst er að ein-
hverjir munu heltast úr lestinni næsta
vetur vegna veirufaraldursins. „Við
greinum töluverða fækkun um náms-
lán vegna náms erlendis,“ segir
Hrafnhildur.
Óvissan leggst þungt á námsmenn
Óljóst hvernig kennslu í háskólum verður háttað Breytt fyrirkomulag námslána Færri út í nám
Hrafnhildur Ásta
Þorvaldsdóttir
Isabel Alejandra
Diaz
Karlmaður á sjötugsaldri sem setið
hefur í gæsluvarðhaldi vegna brun-
ans á Bræðraborgarstíg í júlí, þar
sem þrír létust, var í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær úrskurðaður í
áframhaldandi gæsluvarðhald til
fjögurra vikna eða til 8. september
næstkomandi.
Gæsluvarðhaldsins var óskað á
grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Varðhald vegna
bruna framlengt
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Bruni Fjöldi fólks missti heimili sín í brun-
anum á Bræðraborgarstíg í júlímánuði.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Útgerðarfélagið Samherji birti í
gærmorgun heimildarþátt um Seðla-
bankamálið svokallaða. Nær umrætt
mál til ásakana sem fram komu í
þætti Kastljóss á RÚV árið 2012.
Voru stjórnendur Samherja þar sak-
aðir um að hafa selt karfa á undir-
verði til eigin dótturfélags erlendis
og þannig brjóta þágildandi gjaldeyr-
islög. Málinu lauk í lok árs 2018 með
niðurfellingu 15 milljóna kr. sektar,
sem Seðlabankinn hafði áður lagt á.
Sagður hafa átt við gögn
Í þætti Samherja er farið ítarlega
ofan í saumana á málinu og er ljósi
varpað á þátttöku fjölmiðlamannsins
Helga Seljan í málinu. Í þættinum
kemur fram að rannsókn Seðlabank-
ans hafi verið framkvæmd eftir að
Helgi veitti bankanum aðgang að
skjölum frá Verðlagsstofu skipta-
verðs sem bentu til þess að ásakanir
á hendur Samherja væru réttar. Í
kjölfarið var framkvæmd húsleit hjá
Samherja. Í heimildarþættinum
kemur þó fram að framangreind
skýrsla hafi ekki verið gerð af Verð-
lagsstofu skiptaverðs auk þess sem
því er velt upp hvort Helgi hafi átt við
gögn.
Í þættinum er sömuleiðis birt
leynileg upptaka þar sem Helgi við-
urkennir að gögnin hafi verið þannig
að „hann væri búinn að þurfa að eiga
við skýrsluna“. Í svörum sem Sam-
herja hafa borist frá Verðlagsstofu
skiptaverðs kemur fram að stofnunin
hafi aldrei gert skýrslu af því tagi
sem Helgi er sagður vísa til.
„Það er allt sem bendir til þess að
Helgi hafi ekki haft nokkurn skap-
aðan hlut í höndunum þegar hann
hóf, má segja, málarekstur sinn
gagnvart Samherja 2012,“ er haft
eftir Jóni Óttari Ólafssyni, doktor í af-
brotafræði og fyrrverandi rannsókn-
arlögreglumanni, í þættinum.
Í kjölfar birtingar þáttarins birti
Jón Óttar grein þar sem hann út-
skýrði málið frekar. „Því miður bend-
ir margt til þess að fjölmiðlastjarna
Helga Seljan hafi risið á grunni óheið-
arlegra vinnubragða og jafnvel blekk-
inga. Það er nauðsynlegt að almenn-
ingur viti hvernig hann starfar.“
Í svipaðan streng tók Garðar Gísla-
son, hæstaréttarlögmaður og fyrrver-
andi varaskattrannsóknarstjóri, í
heimildarþættinum. Sagði hann að
aðferðir Helga kynnu að vera refsi-
verðar. „Ef það reynist rétt að Helgi
Seljan hafi átt við einhver gögn eða
einhverjar skýrslur er það auðvitað
grafalvarlegur hlutur. Ef hann er að
fara með slíkt skjal á fund stjórnvalds
sem hefur valdheimildir og er að bera
aðila sökum að hafa framið refsiverð-
an verknað, þá er hann sjálfur að
fremja refsiverðan verknað,“ sagði
Garðar.
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, sagði í gær að vel
kæmi til greina að kæra í málinu.
Hafna ásökunum Samherja
Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona
og Helgi Seljan sendu frá sér sameig-
inlega yfirlýsingu í gær. Þar stað-
hæfa þau að ekkert sé hæft í ásök-
unum Samherja. Þá sé fyrirtækið
með framferði sínu að „sverta mann-
orð öflugasta rannsóknarblaða-
manns landsins“. Þannig sé Samherji
jafnframt að reyna að bægja athygli
frá því að forstjóri Samherja sé með
stöðu grunaðs manns í sakamáli
tengdu starfsemi fyrirtækisins í
Namibíu.
Þá hafnar Helgi ásökunum um að
hafa átt við eða falsað gögn. Auk þess
hafi orð hans í leynilegri upptöku
verið tekin úr samhengi. „Sundur-
klippt ummæli um að átt hafi verið
við skjalið vísa eingöngu til þess að
áður en það var birt voru persónu-
greinanlegar upplýsingar, sem hefðu
getað vísað á heimildarmann, afmáð-
ar af því. Það að snúið sé út úr því
með þeim hætti sem gert er, segir
alla söguna um raunverulegan til-
gang þessarar myndbandagerðar
Þorsteins Más og félaga,“ segir í til-
kynningunni.
Ríkisútvarpið sendi sömuleiðis út
stuðningsyfirlýsingu við Helga í gær.
Var ásökunum Samherja þar hafnað.
„Kerfisbundin atlaga gegn frétta-
miðlum til að verjast gagnrýninni
umfjöllun er ekki ný af nálinni en sú
aðferð sem Samherji beitir nú geng-
ur mun lengra en þekkst hefur hér á
landi. Það er umhugsunarvert,“ er
meðal þess sem þar kom fram.
Gagnrýna umfjöllun Samherja
Yfirlýsing Félags fréttamanna var
á svipaða leið þar sem ásökunum
Samherja var einnig hafnað. Þar
sagði meðal annars: „Stjórn Félags
fréttamanna gagnrýnir harðlega að
stórfyrirtækið Samherji skuli veitast
að persónu Helga Seljan frétta-
manns með ómaklegum hætti.
Myndband fyrirtækisins, sem birt
var í dag, virðist hafa verið unnið til
þess eins að vekja efasemdir um rétt-
mæta umfjöllun fjölmiðla um málefni
fyrirtækisins. Það er áhyggjuefni að
forsvarsmenn stórfyrirtækja, sem
fjölmiðlar fjalla eðlilega um, skuli
velja að reyna að gera einstaka fjöl-
miðlamenn tortryggilega í stað þess
að svara efnislega þeim atriðum sem
fram hafa komið í umfjöllun fjölmiðla
um starfsemi fyrirtækisins.“
Þegar blaðamaður leitaði eftir
frekari viðbrögðum frá Helga sagð-
ist hann ekki vilja tjá sig.
Hann ræddi málið þó í kvöldfrétt-
um Stöðvar tvö í gær þar sem hann
ítrekaði að gögn hafi ekki verið föls-
uð heldur hafi verið átt við þau til að
afmá persónugreinanlegar upplýs-
ingar sem hefðu getað vísað á heim-
ildamenn hans.
Segja umfjöllun byggða á sandi
Helgi Seljan sakaður um að hafa birt umfjöllun án raunverulegra gagna Samherji skoðar hvort
kæra eigi Segja Helga hafa átt við gögn RÚV styður Helga Ásökunum fyrirtækisins hafnað
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Samherji Fyrirtækið ber Helga þungum sökum í nýjum heimildarþætti. Þar
er hann sakaður um að hafa birt umfjöllun án raunverulegra gagna.
Helgi
Seljan
Jón Óttar
Ólafsson