Morgunblaðið - 12.08.2020, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Forsetakosn-ingar fórufram í
Hvíta-Rússlandi á
sunnudaginn, en
þar hefur Aleks-
ander Lúkasjenkó
farið með völd frá árinu 1994
og stýrt landinu með harðri
hendi. Hefur Lúkasjenkó
raunar verið kallaður „síðasti
harðstjórinn í Evrópu“ fyrir
fantatök sín á Hvíta-Rúss-
landi, og það kom því fáum á
óvart, þegar opinberar tölur
kjörstjórnar í Hvíta-Rúss-
landi sögðu að hann hefði
hlotið um 80% gildra at-
kvæða, en helsti andstæð-
ingur hans, andófskonan Svi-
atlana Tsikhanouskaya,
einungis innan við 10%.
Lúkasjenkó er raunar van-
ur því að vinna stóra „kosn-
ingasigra“, því að hann hefur
aldrei fengið undir 75%
þeirra atkvæða sem talin
hafa verið. Þar hefur hjálpað
til að Lúkasjenkó sér alfarið
um að útvega þá sem telja at-
kvæðin, auk þess sem öllu
valdi ríkisins er beitt til þess
að tryggja að þeir sem yfir-
höfuð fari á kjörstað kjósi
„rétt“. Þá hefur yfirkjör-
stjórn landsins afþakkað allt
erlent eftirlit með kosningum
í landinu, enda þykir það
nánast vera tillitsleysi við
eftirlitsmennina að kalla þá
til þegar niðurstaðan liggur
ljós fyrir jafnvel áður en
kjörstaðir eru opnaðir.
Að þessu sinni virðist þó
sem Lúkasjenkó hafi gengið
fulllangt í þeirri viðleitni
sinni að halda völdum, þar
sem ekki leið langur tími frá
fyrstu tölum þar til óánægðir
kjósendur, sem töldu sig
greinilega hafa kosið eitthvað
annað, þustu út á götur
höfuðborgarinnar Minsk til
þess að mótmæla niðurstöð-
unni.
Mótmælendur byggja vita-
skuld á því að forsetinn hafi
alls ekki þann stuðning sem
yfirkjörstjórn segir. Því er
haldið fram að þar sem hægt
hafi verið að kanna raunveru-
leg úrslit út frá gögnum frá
um eitt hundrað kjörstöðum,
og að auki út frá útgöngu-
könnunum, hafi komið í ljós
að helsti keppinautur forset-
ans hafi fengið mun meira en
opinberar tölur gefi til kynna
og meira að segja haft betur
á fjölda kjörstaða.
Um þetta verður aldrei
hægt að fullyrða með neinni
vissu, en slíkar vísbendingar,
ásamt ýmsu öðru í fram-
göngu forsetans, til dæmis
þeirri staðreynd
að mótframbjóð-
endur hans lenda
gjarnan illa í því
og enda meðal
annars í fangelsi,
eru til þess falln-
ar að valda ólgu meðal al-
mennings og vekja efasemdir
jafnt innanlands sem utan.
Og sú staðreynd að helsti
mótframbjóðandinn að þessu
sinni hefur nú flúið land eftir
að hafa lesið upp hvatningu
til mótmælenda um að láta af
mótmælunum, sem náinn
samstarfsmaður hennar seg-
ir að hafi verið tekið upp und-
ir þrýstingi frá yfirvöldum,
er ekki til þess fallin að auka
traust á forsetanum.
Mótmælin sem nú standa
yfir eru kennd við inniskó,
þar sem andstæðingar Lúk-
asjenkós hafa gefið honum
viðurnefnið „kakkalakkinn“,
og hafa þau þegar verið borin
saman við „litabyltingar“
sem orðið hafa í öðrum fyrr-
verandi Sovétlýðveldum. Eru
það þó einkum vestrænir
stjórnmálaskýrendur sem
gera þann samanburð, en
óvíst er að Lúkasjenkó, sem
hefur sýnt að hann er ekki
feiminn við að láta hart mæta
hörðu neyðist hann til þess,
láti beygja sig með götumót-
mælum. Engu að síður þykj-
ast menn sjá, að í þetta sinn
gætu dagar Lúkasjenkós á
valdastóli verið taldir, slík er
ólgan.
Vandinn við þá framtíð-
arspá er hins vegar meðal
annars sá, að rússnesk
stjórnvöld hafa eðlilega mik-
inn áhuga á því hvernig mál-
um vindur fram í Hvíta-
Rússlandi. Á síðustu árum
hefur Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti ýtt mjög á nán-
ara samstarf ríkjanna, en þau
eiga í orði kveðnu nú þegar
að vera hluti af ríkja-
samsteypu. Lúkasjenkó hef-
ur hins vegar reynst bæði
fremur tregur í taumi og um
leið óútreiknanlegur fyrir
Rússa hin síðari árin.
Það eitt og sér gæti leitt til
þess að Pútín myndi setja
kíkinn fyrir blinda augað
meðan Lúkasjenkó yrði
steypt af stóli. Enginn skyldi
þó ímynda sér að Rússar
muni sitja hjá og leyfa öflum
sem þeir telja sér óvinveitt
að ná völdum í Hvíta-
Rússlandi, ekki frekar en í
Úkraínu. Allar vonir um að
mótmælin nú geti haft í för
með sér einhvers konar um-
bætur í lýðræðisátt eru því
líklega reistar á sandi.
Mótmæli síðustu
daga vekja vonir,
sem gætu brostið
auðveldlega}
Fall „síðasta harð-
stjórans í Evrópu“?
M
örgum er mikið niðri fyrir vegna
myndbands Samherja hf. þar
sem aðför Seðlabankans og
mögulega Ríkisútvarpsins er
sett í nýtt ljós. Þegar meintar
mútugreiðslur fyrirtækisins í Namibíu komust í
hámæli sagði ég að ég ætlaði ekki að fella dóma
fyrr en málið væri rannsakað, mögulega ákært
og dæmt í því. Sama ætla ég að gera varðandi
Ríkisútvarpið og þátt fréttamanns þess í aðför
Seðlabankans að fyrirtækinu sem bankinn varð
á endanum að athlægi fyrir. Ég ætla ekki að
dæma umræddan fréttamann fyrr en allt er
komið fram. Ég leyfi mér hins vegar að glotta
smá vegna kvörtunar hans yfir því að upptakan
með honum sé „sundurklippt“.
Góður vinur minn sem unnið hefur á fjöl-
miðlum lengi sagði eitt sinn að blaðamenn
(fréttamenn) ættu ekki að búa til fréttir heldur segja frétt-
ir. Nú hef ég ekki hugmynd um hvort starfsmaður Ríkis-
útvarpsins var að búa til frétt eða ekki, það mun koma í
ljós en það hefur vitanlega gerst að blaðamenn hafi búið til
fréttir. Þegar mótmælin stóðu sem hæst í hruninu bað
fréttamaður Ríkisútvarpsins mótmælendur að endurtaka
ákveðinn gjörning svo hann næðist í mynd. Blaðamaður
Fréttablaðsins skrifaði eitt sinn langa „frétt“ um Alþingi
sem reyndist svo allt saman „hennar tilfinning“. Fleira
mætti nefna.
Ekki erum við laus við kórónuveiruna og virðist mér
margir tala um að hún sé komin til að vera. Það þýðir
væntanlega að þar til bóluefni verður í boði má
búast við að veiran taki sig upp aftur og aftur.
Fyrir íslensk heimili og atvinnulíf er afar erfitt
að búa við þá óvissu sem fylgir veirunni, þ.e.
hvort boð og bönn verða hert þessa vikuna eða
losað um þau. Óljóst er því hvernig fyrirtækin
og heimilin eiga að haga sínum rekstri og
ómögulegt að gera áætlanir til framtíðar.
Ríkisstjórnin hefur ekki haft samráð við
stjórnarandstöðuna um viðbrögð eða leitað til-
lagna hjá henni um aðgerðir þrátt fyrir að t.d.
Miðflokkurinn hafi komið fram með fjölmarg-
ar tillögur. Boltinn er hjá stjórnmálamönnun-
um (ríkisstjórninni) segja sérfræðingarnir,
þann bolta verður ríkisstjórnin að taka í fangið
og spila honum rétt.
Nú þarf að skapa svigrúm og öryggi og til
þess þarf stórar aðgerðir líkt og Miðflokkurinn
benti á í upphafi og finna má á vefsíðu flokksins. Gera þarf
áætlun um að halda verðmætum atvinnulífs og heimila
óbreyttum a.m.k. fram á mitt næsta ár og nýta tímann til
að móta djarfa áætlun um framtíðina sem nær til helstu
atvinnugreina landsins og hún þarf að vera stærri og betri
en þær sem samkeppnislönd okkar koma fram með.
Tvinna þarf saman hagsmuni helstu atvinnugreina og
laða til landsins fjárfesta og ferðamenn og selja sem aldrei
fyrr íslenska hreinleikann, án upprunavottorða orku-
framleiðenda sem draga úr trúverðugleikanum.
gunnarbragi@althingi.is
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Samherji og Ríkisútvarpið –
Kórónuveiran og stjórnvöld
Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og
varaformaður Miðflokksins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
meðallag. Er þetta meiri úrkoma en
mældist allan ágústmánuð 2019. Þá
mældist úrkoma í Reykjavík 38,4
mm sem var 62% af meðalúrkomu
áranna 1961 til 1990. Ekki er annað
að sjá á veðurspám en að áfram rigni
í höfuðborginni allra næstu daga.
Á Akureyri mældist úrkoman
fyrstu 10 daga ágúst 27,2 millimetr-
ar, meir en tvöfalt meðallag. Allan
ágúst 2019 mældist úrkoman þar
67,9 mm sem var um helmingi meira
en að meðallagi í ágúst.
Há vatnsstaða í ám og lækjum
Mikið hefur rignt á Suður- og
Vesturlandi undanfarna daga og
sömuleiðis á hálendinu sunnanverðu.
Há vatnsstaða er í ám og lækjum og
hefur Veðurstofan hvatt ferðafólk til
að sýna sérstaka aðgát.
Meðalhiti í Reykjavík fyrstu tíu
daga ágústmánaðar er 10,9 stig, -0,7
stigum neðan meðaltals sömu daga
1991 til 2020 og einnig neðan með-
altals síðustu tíu ára og í 18. hlýjasta
sæti (af 20) á öldinni. Það sem af er
öldinni voru dagarnir tíu kaldastir
árið 2013, meðalhiti þá 10,4 stig, en
hlýjastir voru þeir árið 2003, meðal-
hiti 13,5 stig. En ágúst hefur oftast
verið hlýr á þessari öld, segir
Trausti. Á langa listanum er hitinn
nú í 84. sæti (af 146), á þeim lista eru
sömu dagar 2003 líka hlýjastir
(ásamt 1944), en kaldastir voru þeir
1912, meðalhiti aðeins 6,4 stig.
Á Akureyri er meðalhiti dag-
anna tíu 12,8 stig, +1,4 stigum ofan
meðallags áranna 1991 til 2020, en
+2,1 stigi ofan meðallags síðustu tíu
ára. Hann hefur þó mjög oft verið
hærri.
Hitanum hefur verið nokkuð
misskipt. Á Suðurlandi er hitinn nú í
17. hlýjasta sæti aldarinnar og 16.
hlýjasta við Faxaflóa. Aftur á móti
eru dagarnir tíu þeir fjórðu hlýjustu
á Austurlandi að Glettingi. Sé litið til
einstakra stöðva er jákvæða vikið
miðað við síðustu tíu ár mest á
Skjaldþingsstöðum, þar er hiti +3,6
stig ofan meðallags, en neikvæða
vikið er mest -1,7 stig á Garð-
skagavita.
Loftþrýstingur hefur verið sér-
lega lágur þessa tíu daga í ágúst,
segir Trausti. Hann hefur aðeins
einu sinni verið lægri síðustu 200 ár-
in. Það var 1842, hann var jafnlágur
1876 – og ómarktækt hærri en nú
1867 og 1950.
Sólskinsstundir ekki
verið færri í 104 ár
Morgunblaðið/Hari
Rigningardagur Þurft hefur að bregða regnhlífum á loft flesta daga í ágúst. Engin breyting verður næstu daga.
Loftþrýstingur yfir landinu hefur verið fádæma lágur
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fyrstu 10 daga ágústmán-aðar mældist aðeins 12,1sólarstund í Reykjavík.Þær hafa aðeins einu sinni
verið færri fyrstu tíu daga ágúst.
Það var árið 1916 eða fyrir meira en
einni öld. Þá hefur loftþrýstingur yf-
ir landinu verið fádæma lágur. Að-
eins einu sinni hefur hann mælst
lægri. Það var árið 1842, eða fyrir
178 árum.
Þetta kemur fram í yfirliti sem
Trausti Jónsson veðurfræðingur
hefur tekið saman og birt á bloggi
sínu Hungurdiskum.
Þetta er heldur betur breyting
frá árinu 2019. Ágúst var mjög sól-
ríkur suðvestanlands það ár. Sól-
skinsstundir í Reykjavík mældust
220,6 í mánuðinum, sem var 65,8
stundum yfir meðallagi áranna 1961
til 1990.
Fyrstu 10 dagar ágústmánaðar
nú hafa að sama skapi verið úrkomu-
samir. Úrkoma í Reykjavík hefur
mælst 39,2 millimetrar, nærri tvöfalt