Morgunblaðið - 13.08.2020, Side 1

Morgunblaðið - 13.08.2020, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 3. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  189. tölublað  108. árgangur  FJÓRTÁN ÁRA FÓTBOLTA- STRÁKUR Á SJÓ HLJÓMSVEITAR- STJÓRI GEFUR ÚT PLÖTU BAKARINN ELENORA SENDIR FRÁ SÉR BÓK ÁSAMT ÍTÖLUM 48 ÁHRIFAVALDUR 32Á SJÓNUM MEÐ AFA 14 Avocado í neti 700 gr 299KR/PK ÁÐUR: 598 KR/PK ALLT TIL ALLS Í NÆSTU NETTÓ! Fersk bláskel 750 gr 1.399KR/PK ÁÐUR: 1.999 KR/PK Grill Grísakótilettur Léttreyktar 1.264KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG -45% -30% Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 13.—16. ágúst -50% Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heildarskuldir ríkissjóðs jukust um vel á annan milljarð króna á dag frá lokum janúar og fram í lok júlí. Heildarskuld ríkissjóðs var tæp- lega 882 milljarðar króna í lok jan- úar en var tæplega 1.136 milljarðar í lok júlí. Það er aukning um 254 millj- arða króna á sex mánuðum. Þetta má lesa úr tölum Lánamála Seðlabanka Íslands. Skuldaaukningin er fyrst og fremst tilkomin vegna gífurlegra efnahagsáhrifa kórónuveirunnar. Til að mæta því bakslagi boðaði ríkis- stjórnin margvíslegar aðgerðir sem hafa kallað á útgjöld og lántökur. Hins vegar hefur hrein skuld ríkis- sjóðs enn ekki aukist jafn hratt og heildarskuldir, eða um 126 milljarða. Á við tvo meðferðarkjarna Sá kostnaður jafnast einn og sér á við tvo nýja meðferðarkjarna við Landspítalann á Hringbraut. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að lágir vextir bæði á Íslandi og á alþjóðlegum mörkuðum geri það að verkum að auknar skuldir feli í sér minni þunga fyrir ríkissjóð en áður hefur þekkst. Þá hafi ríkissjóð- ur greiðan aðgang að erlendum lánamörkuðum ólíkt því sem gerðist t.d. eftir kreppuna 2008 þegar er- lendir lánamarkaðir lokuðust Ís- landi. Aukið lausafé í umferð Loks hafi ríkissjóður náð að hag- nýta sér mikla lækkun stýrivaxta og Seðlabankinn aukið lausafé í umferð með útgáfu á víxlum. „Allt þetta verður til þess að vaxtabyrðin vegna kórónukrepp- unnar verður því miklu léttari en í kjölfar skuldasöfnunar eftir fyrri kreppur. Það ætti að auka svigrúmið til þess að beita ríkisfjármálastefnu til þess að örva efnahagsumsvif,“ segir Ásgeir Jónsson um stöðuna. Jukust um 254 milljarða  Heildarskuldir ríkissjóðs hækkuðu hratt eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst  Seðlabankastjóri segir lága vexti þýða léttari vaxtabyrði en eftir fyrri kreppur Skuldaaukning janúar til júlí 2020 254.169 126.646 Heildarskuld ríkissjóðs Hrein skuld ríkissjóðs Heimild: Seðla- banki Íslands Milljónir kr. MRíkisskuldir hafa aukist ... »20  Íþróttir með snertingu verða leyfð- ar frá og með morgundeginum og eins metra nándarregla verður tekin upp í framhalds- og háskólum. Þetta er meðal breytinga í sóttvarna- reglugerð sem tekur gildi á föstudag. Í minnisblaði sem sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra eru enn fremur settar fram níu mögu- legar útfærslur á aðgerðum á landa- mærum. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni gefa sér vikuna í að fara yfir tillögurnar. »4 Morgunblaðið/Eggert Tillögur Þórólfur lagði fram minnisblað. Nýjar reglur taka gildi á morgun Ýmist eru lendingar loftfara í þjóð- görðum og friðlýstum svæðum bannaðar eða háðar sérstöku leyfi hverju sinni. Bið eftir leyfinu er 1-3 dagar og reynist því þyrluþjónustum stundum erfitt að sinna eftirspurn eftir ferðum á umrædd svæði. Framkvæmdastjóri þyrluþjónust- unnar Helo og framkvæmdastjóri Reykjavík Helicopters segja að þeir forðist að mestu að bjóða upp á ferð- ir til ákveðinna svæða og hafi jafnvel hafnað fyrirspurnum. Þeir telja báð- ir að of langt sé gengið í umræddum bönnum. Þeir kalla eftir auknu sam- ráði og telja að þeir og aðrir hags- munaaðilar í fluginu hafi verið snið- gengnir við flestar ákvarðanir í þessu samhengi. »6 Morgunblaðið/RAX Friðun hálendisins Stór hluti há- lendis Íslands nýtur friðunar. Forðast ferðir vegna takmarkana Gróðurhús á Lækjartorgi hefur vakið athygli vegfarenda en þar er að finna ýmsar plöntuteg- undir sem gleðja augað. Í mörg horn er að líta í húsinu gróðursæla en starfsmenn Reykjavíkur- borgar sinntu því af natni undir sólargeislum gærmorgunsins. Þrátt fyrir sólríkt árdegi gær- dagsins er ekki útlit fyrir að til sólar sjáist í borginni í dag. Hún ætti þó að gleðja borgarbúa á nýjan leik á morgun. Morgunblaðið/Eggert Grænir fingur að störfum í miðbænum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.