Morgunblaðið - 13.08.2020, Page 16
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fimmtíu ár eru um þessar mundir
síðan Viðey á Kollafirði var opnuð al-
menningi til frjálsra ferða. Eyjan
var lengi lokað land, en er í dag úti-
vistarsvæði á
sögustað, þar
sem margt
skemmtilegt má
sjá og upplifa.
Hafsteinn Sveins-
son hóf skipu-
lagðar ferðir út í
Viðey í júlí 1970,
en upphafið má
rekja til ársins
1962. Vildi þá til
að Hafsteini var
boðið með góðum vinum í siglingu út
á Kollafjörð með viðkomu í eyjunni,
sem þá var í niðurníðslu og raunar
var landeigandinn á móti manna-
ferðum.
Hafsteinn, sem var byrjaður í sigl-
ingasporti þegar hér var komið
sögu, segir að eyjan hafi strax heill-
að sig. Með sér hafi vaknað sú hug-
mynd að hefja skipulagðar ferðir
þangað. Það var þó ekki fyrr en árið
1966 að Hafsteinn kannaði hvort
slíkt væri heimilt. Svar landeigand-
ans, Stephans Stephensen kaup-
manns í Reykjavík, var skýrt nei.
Þurfti leyfi forsætisráðherra
Sumt er skrifað í skýin og á að
verða, þótt hægt miði stundum. Vor-
ið 1970 eignaðist Hafsteinn nýjan 20
feta hraðbát sem hann sigldi á frá
Danmörku heim til Íslands. Moby
Dick hét báturinn og tók siglingin
tæpar þrjár vikur. „Oft var ég í
kröppum sjó, en heim komst ég heill
á húfi,“ segir Hafsteinn þegar hann
rifjar upp sögu sína.
Ítarlega var sagt frá sögulegri
siglingu hans í fjölmiðlum á sínum
tíma en með því skóp Hafsteinn sér
nafn. Það fór líka svo að þegar hann,
fáum dögum eftir heimkomuna,
gekk á fund Stephans Stephensen
og óskaði í annað sinn eftir að mega
hefja Viðeyjarsiglingar, þá var kom-
Siglingar til sólareyju í hálfa öld
Viðey heillaði Hafstein Stephan sagði já að lokum Leyfi til eyjarferða síðasta embættisverk
Bjarna Benediktssonar Var með ferðirnar í alls 23 ár Moby Dick, Skúlaskeið og Maríusúð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eyland Viðey er 1,7 km² að flatarmáli og rís hæst 32 metra yfir sjávarmáli.
ið annað hljóð í strokkinn. Stefán
veitti leyfi fyrir eitt orð og allt í
þessu fína.
Málum var hins vegar svo háttað
að Viðeyjarstofa, kirkjan í eynni og
landspilda þar í kring voru í eigu rík-
isins og á forræði forsætisráðuneyt-
isins. Hafsteinn leitaði því í stjórn-
arráðið eftir samþykki og sagðist
Guðmundur Benediktsson ráðuneyt-
isstjóri myndu bera málið undir for-
sætisráðherra.
„Nokkrum dögum síðar hringdi
Guðmundur í mig og sagðist hafa
góðar fréttir að færa, Bjarni Bene-
diktsson hefði samþykkt umsókn
mína og hefði í lok vinnudags skrifað
undir bréf sem heimilaði mér Við-
eyjarferðir. Þetta var síðdegis 9. júlí
1970. Nóttina eftir fórust svo Bjarni,
eiginkona hans og dóttursonur í
eldsvoða á Þingvöllum. Samþykki á
umsókn minni var því sennilega síð-
asta embættisverk Bjarna.“
Flutti hundruð
þúsunda farþega
Fyrstu siglingarnar með farþega
út í Viðey fór Hafsteinn 18. júlí 1970.
Í frásögn í Morgunblaðinu þann dag
segir frá „Sólareyju á sundunum“ og
lýst er skemmtilegum möguleikum
þar til útivistar, sögulegum minjum
og fleiru áhugaverðu. Þetta mæltist
líka vel fyrir; Viðeyjarferðir slógu í
gegn og á góðum degi sumarið 1972
flutti Hafsteinn alls 800 manns út í
eyju á Moby Dick sem þó tók mest
12 farþega í hverri ferð. Því bætti
hann við sig árið 1973 Skúlaskeiði,
bát sem tók 50 farþega. Maríusúð,
sem tók 70 manns í sæti, fékk Haf-
steinn árið 1986.
„Á mínum 23 Viðeyjarárum flutti
ég hundruð þúsunda farþega út í
eyjuna sem var mitt annað heimili.
Ég hætti árið 1993 en Viðey tók ból-
festu í huga mínum. Enn í dag
dreymir mig oft á nóttunni að ég sé á
rölti úti í eyju, að sigla um sundin
eða bjarga bátum í stormi, eins og
ég átti margar andvökunætur við.“
Ljósmynd/Úr einkasafni
Skúlaskeið Happafley Hafsteins.
Hafsteinn
Sveinsson
Ríkið gaf Reykjavíkurborg Viðey
árið 1986 í tilefni af 200 ára af-
mæli borgarinnar. Þá lá fyrir að
áhugi væri hjá borginni á að
gera upp húsin í eynni og gera
staðinn að útivistarsvæði. End-
urgerðar byggingar, það er Við-
eyjarstofa og kirkjan sem stend-
ur við hlið hennar, voru opnaðar
almenningi á afmælisdegi
Reykjavíkurborgar, 18. ágúst
1988.
Búseta hófst í Viðey fljótlega
eftir landnám og hélst um aldir.
Þar var lengi klaustur, prent-
smiðja og fleira merkilegt. Við-
eyjarstofa, sem var reist á ár-
unum 1752-1755, var bústaður
Skúla Magnússonar landfógeta.
Eftir daga Skúla í embætti tók
fólk af Stephensen-ættinni við
eynni, sat þar lengi og átti stað-
inn fram á 20. öld.
Á löngum tímum eru þó eyður
í sögu Viðeyjarsögu en minnast
má að 1907-1914 var Milljóna-
félagið svonefnda með útgerð og
Stephensenar og Bítlafrú
SÖGULEGUR STAÐUR MARGRA ALDA
ýmsa aðra starfsemi í eynni þar
sem gera átti umskipunarhöfn.
Myndaðist þá á austurhluta eyj-
unnar 100 manna þorp sem fór í
eyði árið 1943.
Lengi eftir það var Viðey eyði-
staður í niðurníðslu, sem mörg-
um rann til rifja. En svo fór að
eyjan var reist úr öskustó, eins
og að framan er lýst.
Fimmtán geislar
Á haustdögum ár hvert skín Frið-
arsúlan í Viðey skært og er leið-
arljós til friðar. Verkið er hugar-
fóstur Yoko Ono, ekkju Bítilsins
John Lennons. Úr óskabrunni
sem svo er nefndur koma fimm-
tán geislar sem sameinast í einu
sterku ljósi, sem fólk á höf-
uðborgarsvæðinu þekkir vel. Þá
er stundum efnt til þýðingarmik-
illa atburða í Viðey, sbr. að síð-
asta haust var þar haldinn árleg-
ur sumarfundur forsætisráðherra
Norðurlandanna og Angelu Mer-
kel, kanslara Þýskalands.
Morgunblaðið/Eggert
Forystukonur Angela Merkel og Katrín Jakobsdóttir í Viðey á síðastliðnu ári.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020
ALVÖRU
VERKFÆRI
145
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar
um breytingar á ýmsum lögum á sviði
sjávarútvegs, fiskeldis, lax- og sil-
ungsveiði vegna einföldunar reglu-
verks og stjórnsýslu var samþykkt á
Alþingi 29. júní færðist ákvarðana-
taka um skyndilokanir til Fiskistofu.
Þar með var fjögurra áratuga sögu
skyndilokana Hafrannsóknastofnun-
ar lokið og var það Ásgeir Gunnars-
son fiskifræðingur sem stóð síðustu
vaktina.
Tilgangur skyndilokana svæða er
að vernda smáfisk með það fyrir aug-
um að draga úr smáfiskadrápi og lík-
legu brottkasti, að því er segir á vef
Hafrannsóknastofnunar. Þar segir
jafnframt að núverandi kerfi skyndi-
lokana á Íslandsmiðum megi rekja
allt aftur til ársins 1976 og hafa fiski-
fræðingar á stofnunarinnar sett á
skyndilokanir á grundvelli mælinga
Fiskistofu og Landhelgisgæslu.
Fram kemur að frá upphafi hefur
Hafrannsóknastofnun sett á um 3.900
skyndilokanir, meirihlutann til
verndunar smáþorsks og flestar á
línuveiðar. En talsverðar sveiflur
hafa verið í fjölda lokana milli ára og
voru þær flestar árið 2012 þegar þær
voru 188 talsins. Þeim fækkaði mikið
á síðasta ári og það sem af er þessa
árs vegna breytinga á viðmiðunar-
mörkum sem gerð var 2019.
Endurskoðað
Á heimasíðu Hafrannsóknastofn-
unar segir, að þórr skyndilokanir hafi
verið veigamikill þáttur í stjórnkerfi
fiskveiða á Íslandsmiðum í áratugi, sé
fremur lítið um rannsóknir á áhrifum
þeirra aðgerða. Nýverið hafi þó kom-
ið út ritrýnd grein um áhrif skyndi-
lokanna við að hindra veiðar á smá-
fiski. Hesta niðurstaða greinarinnar
sé, að skyndilokanir séu gagnlegar til
verndar smáfiski þegar veiðihlutfall
er hátt. Hins vegar þegar veiðihlut-
fall er hóflegt hafa skyndilokanir tak-
markað gildi.
„Meðal annars í því ljósi lagði Haf-
rannsóknastofnun til hækkun á við-
miðunarmörkum árið 2017 í tillögu til
starfshóps um faglega heildarendur-
skoðun á regluverki varðandi notkun
veiðarfæra, veiðisvæði og verndunar-
svæði á Íslandsmiðum um breytingu
á viðmiðunarmörkum. Stofnunin tel-
ur hins vegar að skyndilokanir geti
verið nauðsynlegar í vissum tilfellum
og því ekki ráðlegt að fella öll mörk
niður og hverfa frá lokunum svæða ef
smár fiskur veiðist.“
Skyndilokanir nú á
herðum Fiskistofu
Hafa sett á 3.900 lokanir frá upphafi