Morgunblaðið - 13.08.2020, Side 24
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
SANGSIN gæðavara frá Kóreu
BREMSU
VÖRUR
í flestar gerðir bíla
2012
2019
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Faxaflóahafnir ætla á næstunni að
ráðast í dýpkunarframkvæmdir á
Viðeyjarsundi, utan Vatnagarða og
nýs Sundabakka. Skip Eimskips
leggjast að þessum bakka og þar sem
félagið er að taka í notkun ný og stór
flutningaskip er talið nauðsynlegt að
tryggja 10,7 metra dýpi á snúnings-
svæði fyrir skipin fyrir utan bakk-
ann.
Sem kunnugt er af fréttum er það
fyrra af tveimur stórum gámaskipum
Eimskips, Dettifoss, komið í þjón-
ustu félagsins. Seinna skipið, Brúar-
foss, er væntanlegt til landsins síðar
á árinu. Þetta eru stærstu skip ís-
lenska kaupskipaflotans, 180 metra
löng og 31 metri á breidd. Þau mæl-
ast 26.169 brúttótonn og rista full-
hlaðin rétt rúmlega 10 metra.
Þær upplýsingar fengust hjá
Faxaflóahöfnum að stefnt væri að því
að auglýsa útboð í september nk. og
verkið yrði svo unnið næsta vetur.
Fjarlægja laust efni
Skipulagsstofnun hefur tekið
ákvörðun um að fyrirhuguð dýpkun
skuli ekki háð mati á umhverfisáhrif-
um. Fram kemur að framkvæmdin
felist að langmestu leyti í því að fjar-
lægja laust efni en búast megi við
klöpp á afmörkuðu svæði í jaðri
dýpkunarsvæðisins. Að öllum lík-
indum verður notuð grafa á pramma
til dýpkunar en þó gæti verið að
dæluskip yrði notað sem losar efni í
einum klumpi eins og um pramma
væri að ræða, en það veldur minni
gruggmyndun en þegar efni er dælt
úr skipi. Klöppin verður fleyguð eða
sprengd.
Dýpkunarefnið verður losað í af-
lagða efnisnámu á hafsbotni suð-
austur af Engey en þar hefur verið
losað efni síðan árið 2005. Alls hafa
þegar verið haugsettir rúmlega
1.000.000 rúmmetrar af dýpkunar-
efni í þessa námu sem hætt var að
nýta til efnistöku fyrir meira en 20
árum.
Í framlögðum gögnum Faxaflóa-
hafna kemur fram að botn á fyr-
irhuguðu dýpkunarsvæði sé að
mestu leyti myndaður úr setlögum.
Áður hefur verið dýpkað á stærstum
hluta svæðisins og hefur botni því
þegar verið raskað. Árið 2016 voru
tekin sýni úr botni á svæðinu og
styrkur mengunarefna greindur í
samræmi við áætlun sem Umhverf-
isstofnun samþykkti. Teknir voru
borkjarnar og efni greint af mismun-
andi dýpi. Samkvæmt niðurstöðum
greininga á þungmálmum og PCB-
efnum úr efsta hluta setlaganna inn-
an fyrirhugaðs dýpkunarsvæðis eru
efnin á fyrirhuguðu dýpkunarsvæði í
flokkum I-III en efni í þeim flokkum
má almennt séð varpa í hafið sam-
kvæmt leiðbeinandi reglum um
dýpkunarefni sem Umhverfisstofnun
hefur gefið út. Ljóst sé að efnið sem
losað verður er lítið mengað og ekki
þörf á að meðhöndla það sérstaklega
áður en því er varpað í hafið. Ekki
verði dýpkað á svæðum þar sem
mengun kann að vera meiri.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar má
kæra til úrskurðarnefndar umhverf-
is- og auðlindamála og er kæru-
frestur til 7. september 2020.
Dýpka fyrir nýju gámaskipin
Snúningssvæði fyrir skipin á Viðeyjarsundi Dýpkunarefnið losað í efnisnámu austur af Engey
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Sundahöfn Dettifoss leggst að Sundabakka í fyrstu ferð sinni til landsins. Viðey sést í bakgrunni en dýpkað verður í sundinu sem kennt er við eyjuna.
Dýpkun Sundahafnar utan Sundabakka
Kortagrunnur:
atlas.lmi.is
Dýpkunarsvæði
Engeyjarsund
Viðeyjarsund
Efnislosunarsvæði
Eldri mörk svæðis
VIÐEY
REYKJAVÍK
ENGEY
Skarfa-
bakki
Sunda-
bakki
Afurðaverð á markaði
11. ágúst 2020, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 386,96
Þorskur, slægður 449,47
Ýsa, óslægð 359,01
Ýsa, slægð 303,02
Ufsi, óslægður 114,90
Ufsi, slægður 135,95
Gullkarfi 262,25
Langa, óslægð 218,75
Langa, slægð 162,72
Keila, óslægð 60,36
Keila, slægð 96,69
Steinbítur, óslægður 141,44
Steinbítur, slægður 298,98
Skötuselur, slægður 621,41
Grálúða, slægð 44,60
Skarkoli, slægður 434,01
Þykkvalúra, slægð 341,64
Langlúra, óslægð 212,01
Bleikja, flök 1.441,00
Gellur 1.075,91
Hlýri, óslægður 248,77
Hlýri, slægður 258,76
Kinnfiskur/þorskur 921,08
Lúða, slægð 791,00
Lýsa, óslægð 11,04
Undirmálsýsa, óslægð 66,12
Undirmálsþorskur, óslægður 184,00