Morgunblaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 26
Fjöldi daglegra kórónuveirusmita frá 1. mars til 11. ágúst
Ísland 364 þúsund íbúar
100
80
60
40
20
0
1.972 smit alls
10 dauðsföll alls
1.972 smit alls
10 dauðsföll alls
Svíþjóð 10,3 milljónir íbúa
2.800
2.240
1.680
1.120
560
0
M A R S A P R Í L M A Í J Ú N Í J Ú L Í ÁGÚST M A R S A P R Í L M A Í J Ú N Í J Ú L Í ÁGÚST
Heimild: Johns
Hopkins CSSE
83.455 smit alls
5.774 dauðsföll alls
BAKSVIÐ
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
liljahrund@mbl.is
Viðbrögð Svía við heimsfar-aldri kórónuveirunnar hafasætt mikilli gagnrýni víðaum heim. Dánartíðni í Sví-
þjóð er ein sú hæsta í Evrópu miðað
við höfðatölu, en yfir 5.500 hafa látist
af völdum veirunnar frá upphafi far-
aldursins.
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir
Svíþjóðar, hefur viðurkennt að of
margir hafi látist af völdum veir-
unnar í landinu, en segir þó, að ekk-
ert bendi til þess að útgöngubann
hefði skilað annarri útkomu. Aðgerðir
yfirvalda í Svíþjóð hafa að mestu leyti
miðað að því að hvetja íbúa til að
gæta að einstaklingsbundnum smit-
vörnum, ásamt því að samkomutak-
mörk hafa verið við 50 manns. Yfir-
völd í Svíþjóð hafa margsinnis talað
um baráttuna við veiruna sem mara-
þon en ekki spretthlaup og því hafi
verið gripið til aðgerða sem raunhæft
er að viðhalda til lengri tíma.
Segir faraldrinum lokið
Sænski læknirinn Sebastian
Rushworth ritaði nýverið pistil sem
birtist á vefsíðu breska miðilsins
Spectator. Þar greinir Rushworth frá
því að hann hafi ekki sinnt sjúklingi
með COVID-19-öndunarfæra-
sjúkdóminn í meira en mánuð og að
faraldrinum sé svo gott sem lokið í
Svíþjóð. „Fjölmiðlar hafa haldið því
fram að aðeins lítil prósenta þjóðar-
innar sé með mótefni og þar með sé
það ómögulegt að hjarðónæmi mynd-
ist. Ef hjarðónæmi hefur ekki mynd-
ast, hvar er allt veika fólkið? Af
hverju hefur tíðni smita lækkað
svona?“ spyr Rushworth.
90% næm fyrir veirunni
Már Kristjánsson, yfirlæknir á
smitsjúkdómadeild Landspítalans,
segir ummæli Rushworth „óvarleg og
gáleysisleg“. „Á Stokkhólmssvæðinu
til dæmis, þar sem aðgerðir hafa verið
frekar afslappaðar, hafa í mesta lagi
10% fengið veiruna, sem þýðir að um
90% eru enn næm fyrir veirunni.
Jafnvel þó að veiran hafi tímabundið
dottið niður í Stokkhólmi, þýðir það
ekki að íbúar þar séu sloppnir fyrir
horn. Á meðan þorri þjóðarinnar er
næmur fyrir veirunni, þá getur smit
breiðst út, nema þú gerir ráðstafanir í
samfélaginu eins og við höfum gert
hér á landi,“ segir Már.
Mikið hefur verið talað um það
hér á landi að samfélagið þurfi að
læra að lifa með veirunni. Spurður
hvort það geti þýtt svipaðar ráðstaf-
anir og gerðar voru í Svíþjóð segir
Már: „Það er ekki víst að þótt við
myndum grípa til sömu aðgerða og í
Svíþjóð væri atburðarásin sú sama.
Hún gæti verið það, hún gæti verið
verri eða hagfelldari. Ef þorri þjóðar-
innar er næmur og smitefni kemst
inn, þá er voðinn vís. Ég hugsa að það
sé viðbúið að það verði staðan þar til
tekst að þróa bóluefni. Við sem sam-
félag á Íslandi verðum bara að sam-
mælast um hvað hentar best til að
reyna að takmarka það,“ segir Már.
Skiptar skoðanir um
sænskar veiruvarnir
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
FlugfélagiðIcelandairGroup er
búið að fara í
gegnum miklar
hremmingar á
þessu ári, jafnvel
meiri hremmingar
en flest önnur fyrirtæki og er
þó enginn skortur á áföllum í
atvinnulífinu, hvorki hér-
lendis né erlendis. Flugfélög
hafa farið afar illa út úr hinni
skæðu kórónuveiru sem tók
sig upp í Kína seint á liðnu ári
og hefur síðan herjað á heims-
byggðina. Tekjufallið var um
tíma nær algert enda ekkert
flogið. Það ástand verður eft-
irminnilegt en fjarri því
ánægjulegt og á vonandi ekki
eftir að endurtaka sig.
Þessu tekjuhruni flugfélaga
um allan heim fylgdi skyndi-
legur og gríðarlegur fjárhags-
vandi þeirra sem kallað hefur
á umfangsmiklar aðgerðir. Í
Morgunblaðinu í fyrradag var
sagt frá hremmingum sænsk-
danska flugfélagsins SAS,
sem virðist um þessar mundir
vera að hnýta síðustu enda í
samkomulagi við lánardrottna
og sænska og danska ríkið,
sem eiga samanlagt 28% hlut í
félaginu. Ætlunin er að ríkis-
sjóðir þessara landa kaupi
nýtt hlutafé í SAS fyrir meira
en 30 milljarða króna og komi
með margfalda þá fjárhæð inn
í félagið í formi lána.
Önnur rótgróin meginflug-
félög í Evrópu hafa einnig
notið ríkulegs stuðnings og
má þar nefna Lufthansa, þar
sem þýska ríkið er að koma
inn með gríðarlegar fjárhæðir
og fær fimmtungs hlut í félag-
inu og Air France-KLM, sem
fær mikinn stuðning frá þeim
ríkjum sem teljast heimahafn-
ir þess í formi ríkisábyrgðar
og lánveitinga. Stærðargráða
þess ríkisstuðnings sem flug-
félög í Evrópu fá um þessar
mundir hleypur á tugum millj-
arða evra og hið sama má
segja um stöðuna handan Atl-
antsála þar sem stjórnvöld
hafa komið flugfélögum til að-
stoðar með stuðningi sem
hleypur á tugum milljarða
Bandaríkjadala.
Augljóst er að ríkisstjórnir
í þeim löndum sem við horfum
helst til líta á það sem skyldu
sína að tryggja með þessum
hætti samgöngur í lofti og
þarf það ekki að koma á óvart.
Fyrir eyríki er slík afstaða
enn skiljanlegri og þess vegna
var fagnaðarefni þegar ríkis-
stjórnin kynnti þá afstöðu
sína í lok apríl að hún væri
reiðubúin að koma að veitingu
lánalínu eða
ábyrgð á lánum til
félagsins. Þessari
þýðingarmiklu
yfirlýsingu fylgdi
að fullnægjandi
árangur þyrfti að
nást í endur-
skipulagningu félagsins og
hefur vinna við þá endur-
skipulagningu staðið yfir allt
frá þeim tíma, og raunar gott
betur.
Morgunblaðið greindi frá
því fyrir tæpum tveimur vik-
um að Icelandair væri nærri
því að klára samninga við
kröfuhafa sína og að útlit væri
fyrir að þeir yrðu undirritaðir
á næstunni. Í gær gat Morg-
unblaðið svo greint frá því að
Icelandair væri búið að undir-
rita samninga við alla kröfu-
hafa sína og ná um leið samn-
ingum við flugvélafram-
leiðandann Boeing um bætur
fyrir stóran hluta þess tjóns
sem félagið hefur orðið fyrir
vegna langvarandi kyrrsetn-
ingar MAX-vélanna og að fé-
lagið þyrfti ekki að taka við
öllum þeim vélum sem samið
hefði verið um, enda for-
sendur gjörbreyttar frá því að
samið var um kaupin, eins og
Bogi Nils Bogason, forstjóri
Icelandair, hefur bent á.
Nú er verið að ljúka út-
færslu á þeirri lánalínu eða
ríkisábyrgð sem rætt hefur
verið um að Icelandair fái og
er ætlunin að sú lánafyrir-
greiðsla verði í samvinnu við
Íslandsbanka og Landsbanka.
Rætt hefur verið um að þessi
aðstoð geti verið á bilinu tíu til
tuttugu milljarðar króna, sem
er eðlilegt miðað við umfang
málsins og þýðingu flug-
félagsins fyrir íslenskt þjóð-
félag.
Lokaskrefið í fjárhagslegri
endurskipulagningu er svo
hlutafjárútboð sem vonandi
verður farsælt og til þess fall-
ið að tryggja framtíð Ice-
landair á þessum erfiðu tím-
um.
Saga Icelandair með ís-
lensku þjóðinni er orðin býsna
löng, nær aftur meira en átta
tugi ára. Drýgstan hluta
þessa tímabils hefur Ice-
landair, og áður forverar þess,
tryggt flugsamgöngur til og
frá landinu. Leitun er að þeim
Íslendingi sem ekki hefur
flogið utan með félaginu og
eru rætur þess djúpar í ís-
lensku þjóðfélagi í samræmi
við þessa merku sögu. Með
farsælli fjárhagslegri endur-
skipulagningu tekst vonandi
að tryggja að framhald verði á
um langa framtíð.
Vonir standa til að
Icelandair takist vel
upp við að ljúka
fjárhagslegri endur-
skipulagningu}
Mikilvægt flugfélag
með merka sögu
Þ
að voru samþykkt lög frá Alþingi í
vor um að þeir sem urðu fyrir bú-
setuskerðingum í almannatrygg-
ingakerfinu fengju bara 90% af lág-
markslífeyri frá Tryggingastofnun
ríkisins. Bara 90% af lífeyri sem er undir fátækt-
armörkum og ef þeir fengju krónu meira annars
staðar frá þá yrði þeim refsað „krónu á móti
krónu“.
Já, það er verið að taka aftur upp hina fárán-
legustu af öllum skerðingum á Íslandi, krónu á
móti krónu skerðingu, sem er ekkert annað en
gróft fjárhagslegt ofbeldi.
En það kostar ríkið tugmilljónum króna
meira í útgjöldum að skerða um þessi 10%. Já,
ríkið myndi spara milljónir króna á því að borga
100% í stað 90% og spurningin er hvers vegna í
ósköpunum er verið að gera þetta svona? Hvað
er að hjá ríkisstjórn sem sparar eyrinn og hend-
ir krónunni og það til að festa fólki í sárri fátækt?
Ef eldri borgari á ekki fyrir húsnæði eða mat á lágmarks-
framfærslu í almannatryggingakerfinu í dag, hvernig í
ósköpunum á hann að fara að því að lifa á 90% af þeirri
framfærslu? Þessari spurningu verða þeir að svara sem
komu þessu mannvonskukerfi á.
Ríkisstjórnin talar nú í seinni bylgju af Covid-19 faraldr-
inum um að viðhalda núverandi stöðu og verja hana. Fjár-
málaráðherra talar um að verja kaupmáttinn og er ánægð-
ur með launaþróunina frá 2016-2020, þar sem launavísitalan
hækkaði um 24%, en vísitala neysluverðs hækkaði um 10%.
Þetta þýðir að þá sem reyna að lifa á lægstu lífeyris-
launum frá Tryggingastofnun ríkisins vantar
14% hækkun á sinn lífeyri fyrir sama tímabil og
hafa ekki fengið krónu í aukinn kaupmátt, held-
ur orðið að stórherða sultarólina.
Þegar þeir sem eru á lífeyrislaunum fá bara
ólöglega hækkun um hver áramót samkvæmt
vísitölu neysluverðs, en ekki samkvæmt launa-
vísitölu eins og lögbundið er, þá nær ríkið
stórum hluta af þeirri smánarhækkun aftur
með auknum skerðingum. Skerðingum í al-
mannatryggingakerfinu sem eru komnar yfir
60 milljarða króna á ári og fara hækkandi.
Þá verða þessir lífeyrislaunþegar, sem eru
verst setta fólk á Íslandi í dag, að herða sultar-
ólina enn frekar, þar sem verðlag matvæla hef-
ur stórhækkað vegna gengis íslensku krón-
unnar. Þá er ótalinn kostnaður vegna
grímukaupa og fleira, sem hefur hækkað upp úr
öllu valdi.
Nei, fyrir veikt fólk og þá eldri borgara sem verst hafa
það skal allt vera óbreytt næsta árið og þegar kosningar
verða næsta haust getur ríkisstjórnin stolt dregið fram
gömlu kosningaloforðin aftur og lofað þeim betri tíð með
blóm í haga.
En Flokkur fólksins mun halda áfram að berjast með öll-
um ráðum gegn öllum áformum ríkisstjórnarinnar á þingi
um að viðhalda sárri fátækt í íslensku þjóðfélagi, sem er
henni til háborinnar skammar, um það þarf enginn að efast.
Guðmundur
Ingi Krist-
insson
Pistill
Á að verja óbreytt ástand?
Þingflokksformaður Flokks fólksins.
Gudmundurk@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Þrátt fyrir að Svíar hafi gripið til
vægari sóttvarnaaðgerða en hin
norrænu ríkin, virðist það ekki
hafa skilað neinum eftirtekt-
arverðum árangri þegar kemur
að því að takmarka afleiðingar
faraldursins fyrir hagkerfi Sví-
þjóðar.
Aðgerðir í Svíþjóð miðuðu
ekki sérstaklega að því að tak-
marka efnahagslegt tjón en
yfirvöld hafa þó sagt að þær að-
gerðir sem gripið hefur verið til
væru til þess fallnar að stemma
stigu við atvinnuleysi og milda
áhrif faraldursins á rekstur fyr-
irtækja.
Að sögn breska ríkisútvarps-
ins BBC mun hagkerfi landsins
dragast saman um 5% vegna
faraldursins, sem er svipað og
gert er ráð fyrir annars staðar á
Norðurlöndunum, þrátt fyrir að
könnun skandinavíska bankans
SEB bendi til þess að Svíar hafi
eytt að meðaltali meira fé til al-
mennrar neyslu síðustu mánuði
en íbúar annarra Norðurlanda.
Þá er atvinnuleysi á Norð-
urlöndunum mest í Svíþjóð, um
9%.
Töluverður
samdráttur
EFNAHAGSLEGAR AFLEIÐ-
INGAR FARALDURSINS