Morgunblaðið - 13.08.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.08.2020, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020 Það er þung- bært að fara aft- ur að lifa við skert frelsi. Ekki bara þurfum við öll að aðlaga okk- ur nýjum veru- leika, veruleika sem ekkert okkar átti von á að þurfa að upplifa. Veruleika sem við lásum að hluta til um í sögubókum, heimsfaraldur. Við neyðumst til að útiloka okkur frá hlut- um sem gefa lífinu mikið gildi. Það að fara í heimsókn á hjúkrunarheimili, knús, hitta vini, fara út að borða, fara út í búð, fara á tónleika, fara í leikhús, fara í sund og ótal aðrir hlutir sem flest okkar gerðu og voru svo sjálfsagðir. Lífið í heimsfaraldri Við bregðumst öll við þess- um nýja veruleika á ólíkan hátt, öll erum við að reyna að gera okkar besta. Ég hef miklar áhyggjur af andlegri heilsu okkar Íslendinga og tel að við verðum að ráðast í að- gerðir sem miða að því að sem flestir geti leitað sér hjálpar. Áður en þetta ástand skapaðist voru margir sem áttu um sárt að binda, börn jafnt sem fullorðnir. Við er- um með við- kvæma hópa sem eiga ekki jafn auðvelt og mörg okkar með það að gera bara gott úr þessu. Af þessum hópum hef ég þungar áhyggjur. Við getum komist í gegnum þenn- an brimskafl með samhentu átaki þar sem við gefum andlegri heilsu þjóðarinnar sérstakan gaum. Eflum þjónustu utan stofnana Það er mikilvægt að efla þjónustu utan stofnana enda ekkert mikilvægara en að mæta fólki strax, grípa inn í og sinna vandanum áður en þörf verður á stofnanaúrræði. Þrátt fyrir að vel sé unnið að geðheilbrigðismálum hjá heilsugæslunni á höfuðborg- arsvæðinu eru þar biðlistar eftir þjónustu. Það er ól- íðandi sér í lagi núna á tímum heimsfaraldurs að bið sé eftir geðheilbrigðisþjónustu. Það þarf að grípa þá einstaklinga sem þurfa aðstoð strax. Ein- staklinga sem mögulega hafa misst vinnu, flosnað upp úr námi, einstaklinga sem þjást og hafa misst alla von vegna ástandsins. Þetta verðum við að gera í samstilltu átaki og gera það án þess að sjúk- dómavæða tilfinningalega erfiðleika fólks sem gengur í gegnum ótta og eðlilegar til- finningar. Við eigum sterka grasrót úrræða þar sem sýnt hefur verið fram á gríðarlega góðan árangur. Í heimsfar- aldri þurfum við því meira en nokkurn tíma áður að vinna öll saman og styrkja mun frekar og efla úrræði þar sem er opið aðgengi. Við verðum að styrkja þau úrræði þar sem fólk fær hjálp strax, úr- ræði þar sem fólk lendir ekki á biðlista. Þannig getum við komist yfir mikinn vanda og hjálpað gríðarlega mörgum að taka áfram þátt í lífinu. Því vil ég skora á alla ráða- menn þjóðarinnar að fara að huga virkilega að andlega þættinum í þessum heimsfar- aldri, meira en nú þegar hef- ur verið gert, enda er fátt mikilvægara en geðheilbrigði heillar þjóðar. Geðheilbrigði þjóðarinnar Eftir Valgerði Sigurðardóttur » Áður en þetta ástand skap- aðist voru margir sem áttu um sárt að binda, börn jafnt sem fullorðnir. Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins valgerdur.sigurdardott- ir@reykjavik.is Afkomendum Ketils Ketils- sonar, útvegs- bónda á Suð- urnesjum, sem ranglega var sagður hafa ban- að síðasta geir- fuglinum við Ís- land, sárnaði löngum að heyra ósannindi um for- föður sinn margtuggin; að hann væri valdur að dauða síðasta geirfugls jarðarinnar og hefði þar með rekið smiðs- höggið á útrýmingu fugla- stofns. Þetta þekki ég vel frá móður minni og móðursystur sem líkaði illa staðhæfingar og dylgjur um afa sinn í þessa veru. Þetta rakti ég í ítarlegri grein í Morgunblaðinu í jan- úar og vísaði ég í frumheim- ildir sem tóku af allan vafa um að hér hafi verið farið með rangt mál. Tilefni skrifa minna var ný- útkomin bók Andra Snæs Magnasonar rithöfundar, Um tímann og vatnið. Þar notaði höfundur þetta ranghermi sem eins konar dæmisögu og síðan stílbragð til að skjóta samtímanum skelk í bringu: Ef við gáðum ekki að okkur í umgengni við náttúruna gæti beðið okkar það hlutskipti að verða Ketill, sá sem bæri ábyrgð á óaf- sakanlegum umhverfis- glæp. Allt var þetta sett fram í eins konar trúnaðar- samtali höf- undar við les- endur sína þar sem afar hans og ömmur og allur frænd- garður kemur við sögu í mildilegu og ástríku sam- hengi. Það var einmitt það sem varð þess valdandi að ég taldi að Andri Snær myndi hafa skilning á viðkvæmni annarra þegar þeirra fjöl- skylda væri borin röngum og ósanngjörnum sökum. Þegar ensk þýðing bókar hans kom á markað fyrir fáeinum dög- um beið ég þess að sjá hvern- ig hann bætti fyrir það sem rangt hafði verið hermt af hans hálfu. Í stað þess að fullyrða að Ketill hefði banað síðasta geirfuglinum er hann nú sagður hafa iðulega verið sakaður um drápið og síðan er klykkt út með því að vara mannkynið við því hlutskipti að enda sem Ketill. Eins og fyrri daginn! Ég stóð í þeirri trú að jafn ritsnjöllum manni og Andra Snæ Magnasyni yrði ekki skotaskuld úr því að bæta fyrir mistök sín og þá jafnvel nýta þau til að sýna fram á mikilvægi þess að hafa það sem sannara reynist. Þannig hélt ég að þeir menn hugsuðu sem langaði til að verða marktækir í umræðu um framtíð jarðarinnar, vildu fljúga hátt í nafni sannleik- ans, ekki bara hér á landi heldur um heiminn allan eða hvað annað vakir fyrir mönn- um sem láta þýða orð sín á heimstungurnar svo boð- skapur þeirra geti borist sem víðast? Þetta reynist Andra Snæ ofviða. En nú hefur eitthvað gerst innra með mér. Það sem mér þótti einu sinni vera dapurlegt hlutskipti móður- fólks mín er það ekki lengur eftir að hið rétta hefur komið fram. Öðru máli gegnir með Andra Snæ. Nú þykir mér þetta fyrst og fremst vera hans niðurlag. Dapurlegt fyrir Andra Snæ Eftir Ólaf Bjarna Andrésson Ólafur Bjarni Andrésson » Þetta reynist Andra Snæ of- viða. En nú hefur eitthvað gerst innra með mér. Höfundur er afkomandi Ketils Ketilssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.