Morgunblaðið - 13.08.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 13.08.2020, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020 ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. WINSTONModel 3066 L 208 cm Áklæði ct. 70 Verð 349.000,- L 208 cm Leður ct. 15 Verð 499.000,- Bakaraneminn Elenora Rós Georgesdóttir er búin að hasla sér völl sem einn vinsælasti bakari landsins á sam- félagsmiðlum þar sem fylgjendafjöldi hennar eykst dag frá degi. Elenora hefur jafnframt verið vinsæll gestur í Ísland vaknar á K 100 þar sem hún heillar þjóðina enda þykir hún sérlega skemmtilegur og heillandi viðmælandi. Og nú ber til tíðinda því að von er á fyrstu bók bak- aradrottningarinnar í haust. Að sögn Elenoru fjallar bókin fyrst og fremst um súrdeig og súrdeigsbakstur en inn í það blandast bakstur á sætabrauði og öðrum dásemdum eins og henni einni er lagið. Elenora segir að markmiðið hafi verið að búa til bók sem innihéldi bæði nákvæma kennslu á súrdeigsbakstri sem vefst fyrir mörgum en er fremur einfaldur. Að auki sé allskonar sætabrauð í bókinni sem vonandi mælist vel fyr- ir. Elenora starfar á veitingastaðnum í Bláa lóninu en stutt er síðan Elenora var með pop-up á Deig þar sem löng röð myndaðist fyrir opnun og allt kláraðist á skammri stundu. Ljóst er því að bókin verður mikill hvalreki fyrir brauð- unnendur og heimabakara landsins enda verður bókin sneisafull að ómótstæðilegum uppskriftum ef marka má orð Elenoru. Elenora Rós sendir frá sér sína fyrstu bók Þær stórfréttir berast úr bakaraheiminum að einn vinsælasti bakaranemi og bakara-áhrifavaldur landsins sé að senda frá sér sína fyrstu bók í haust. Um er að ræða afar fjölbreytta bók sem ætti að nýtast öllum þeim sem langar að ná fullkomnu valdi á súrdeigsbakstri, prófa spennandi uppskriftir eða baka dýr- indissætabrauð eftir kúnstarinnar reglum. Vinsæl á samfélagsmiðlum Elenora er á Instagram sem #bakaranora þar sem hún er dugleg að deila góðum ráðum með fylgjendum sínum. Að sögn Örnu Maríu Hálfdán- ardóttur, sölu- og markaðsstjóra Örnu, er haustjógúrtin í þeirra huga skemmtilegt samstarfsverk- efni. „Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þetta hefur reynst vera kjörið tækifæri fyrir aðila í fjár- öflunarhugleiðingum, til dæmis fyrir íþróttafélög og þess háttar. Við auglýsum því eftir aðilum sem langar að vera með í þessu með okkur og við munum byrja að taka á móti berjum mánudag- inn 17. ágúst. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á síðustu mánuði þá gengur sumt bara sinn vanagang. Aðalbláberin í hlíðunum þroskast dag frá degi og það er útlit fyrir ansi góða berjasprettu þetta árið. Þau eiga þó nokkra daga í land (hér fyrir vestan að minnsta kosti) og það er því þolinmæðin sem gildir, í þessu eins og öðru, segir Arna og bætir við að ekki sé sjálf- gefið að landeigendur vilji berjat- ínslufólk á sínum landssvæðum og því sé gullna regla ætíð sú að biðja um leyfi ef leiðin liggur um land í einkaeigu. Tekið verður á móti berjum í húsnæði Örnu á Bolungarvík alla virka daga milli klukkan 12 og 14. „Við erum staðsett við Hafn- argötu 80, beint á móti hinni ein- stöku Bjarnabúð sem við mælum eindregið með fyrir ferðalanga. Fyrir nánari upplýsingar þá endi- lega sláið á þráðinn til okkar í síma 456-5600 eða sendið okkur línu á netfangið arna@arna.is. Haustjógúrtin mætt í verslanir Hin dásamlega Haustjógúrt frá Örnu er komin í verslanir en það þykir alltaf heyra til tíðinda enda ein vinsælasta jógúrt landsins - og örugg- lega sú bragðbesta ef marka má fjölmarga aðdáendur hennar. Eins og fyrri ár er jógúrtin eingöngu framleidd í takmörkuðu upplagi. Colgate hefur sett á markað nýtt tannkrem sem sagt er boða nýja tíma. Lögð var áhersla á gagnsæi og einfaldleika og því höfð eins fá inni- haldsefni í tannkreminu og kostur var. Að auki er innihaldslýsingin á umbúðunum sjálfum ásamt virkni og áhrifum einstakra innihaldsefna. Tannkremið er vottað af vegan samtökum og EcoCert sem vottar náttúrulegan uppruna innihalds- efnanna. Jafnframt eru umbúðirnar end- urvinnalegur og viðurkenndar af RecyClass. Að auki hyggst Colgate deila upplýsingum um framleiðslu- tæknina með öðrum tannkrems- framleiðendum til að tryggja að all- ar umbúðir í framtíðinni uppfylli kröfur um endurvinnslu. Lang- flestar túpur eru gerðar úr sam- anpressuðu plasti sem oftast er blanda af alls kyns plasttegundum utan um þunnt lag af áli. Erfitt sé að endurvinna túpurnar á hefðbundinn hátt en með því að nýta einnig HDPE-plast sé hægt að endurvinna túpurnar á hefðbundinn hátt. Túp- an hefur fengið allar tilskildar vott- anir en í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að árlega falli til um 20 millj- arðar tannkremstúpa um heim allan og sé markmiðið að miðla tækni til sem flestra með það að sjónarmiði að gjörbreyta einni útbreiddustu plastpakkningu heims sem hingað til hefur ekki verið hægt að end- urvinna. Byltingarkennt tannkrem á markað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.