Morgunblaðið - 13.08.2020, Síða 33
LJÓSI PUNKTURINN
Dóra Júlía
dorajulia@k100.is
Hin 8 ára gamla Paige Calendine er
kraftmikil ung afrekskona í fim-
leikum. Paige
fæddist án fót-
leggja og 18
mánaða gömul
sendu foreldrar
hennar hana í
fimleika til þess
að styrkja efri
búk sinn. Það var
erfitt fyrstu árin
en hægt og ró-
lega fór hún að
ná góðum tökum
og fimleikarnir
veita henni mikla
gleði. Hana
dreymir um að
verða fim-
leikakona og er
nú þegar orðin
mikill innblástur
fyrir aðra. Hún leggur mikla
áherslu á að allt sé hægt og lætur
ekkert stoppa sig.
Faðir Paige, maður að nafni Sean
Calendine, er virkilega stoltur af
dóttur sinni og segir magnað að
fylgjast með henni verða betri og
betri. Í byrjun árs keppti Paige í
fyrsta skipti í fimleikum á Arnold
Sports Festival og æfir hún af mikl-
um krafti hjá Xcel-liði Zanesville
Gymnastics. Liðið leggur áherslu á
að bjóða upp á fjölbreytt úrval æf-
inga, með frelsi og sköpunargleði að
leiðarljósi sem hvert og eitt barn
getur lagað sig að. Paige hefur vak-
ið mikla athygli og farið í viðtöl víða
þar sem hún deilir boðskap sínum
og krafti. Það verður spennandi að
fylgjast með þessari flottu stúlku
blómstra og án efa hvetja fleiri til
þess að elta draumana sína og trúa
á sig.
8 ára stúlka lætur
fótaleysið ekki á sig fá
Styrkur Átta ára stúlka lætur fótaleysið ekki á sig fá.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
9 líf Myndband við lagið Rómeó og Júlía var fyrsta tóndæmið í söngleik
Borgarleikhússins, 9 líf, sem fjallar um ævi Bubba.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
„Ég er að fara í rútu ásamt hópi af
fólki sem var að fara í eftirmeðferð
að Staðarfelli í Dölum. Það er myrk-
ur. Það er febrúar. Þetta er þegar
rútur eru enn þá frekar nöturleg
farartæki,“ sagði Bubbi Morthens í
samtali við Síðdegisþáttinn í vikunni
þar sem hann ræddi um tilurð eins
af hans þekktustu lögum, lagsins
Rómeó og Júlía. Kvaðst hann hafa
verið afar feiminn í rútuferðinni
enda orðinn þjóðþekktur á þessum
tíma, snemma árs 1985, og hafi því
ákveðið að setjast aftast í rútuna.
Var að verða óléttur að tónlist
Sagði hann að þegar komið var
við í Búðardal hafi hann fundið að
það var eitthvað að gerast innra
með honum þar sem hann fylgdist
með myrkrinu og snjónum.
„Ég er að verða óléttur að músík
og það er búið að vera dálítið í
hausnum á mér,“ sagði Bubbi.
Sagðist hann hafa hugsað mikið til
vinar síns, sem var sprautufíkill á
þessum tíma og til kærustu hans
sem Bubbi umgekkst mikið á sama
tíma.
„Ég er farinn að fá einhvers kon-
ar tilfinningu. Að það gæti mögu-
lega verið lag að koma. Þetta popp-
ar upp inni í mér, einhver orð og
einhverjar hugmyndir og svo er ég í
kvíðakasti yfir því að vera að fara í
meðferð,“ sagði hann. Kvaðst hann
muna vel eftir að hafa komið að
meðferðarheimilinu í svartabyl þar
sem „björt“ kona hafi tekið á móti
fólkinu í rútunni.
„Svo er ég búinn að vera þarna í
viku og þá er ég orðinn þannig að
ég bara veit að ég verð að fá gítar
og verð að fá að semja,“ sagði Bubbi
sem kvaðst hafa rekið augun í gítar
hjá starfsfólki meðferðarheimilisins
og farið í kjölfarið til eins meðferð-
arfulltrúans að nafni Sigurður og
beðið hann um aðgang að gítar þar
sem hann þyrfti að fá að semja lag.
„Hann segir bara: Heyrðu Bubbi
minn. Hvað er að þér? Þú ert hérna
í meðferð og þú ert ekki hérna til að
semja lög. Svo segir hann dálítið
þungur: Það eru tveir hlutir sem
eru algjörlega á hreinu, Bubbi
minn. Þú ert ekki að fara að sukka í
kvenfólki og þú ert ekki að fara að
spila á gítar!“
Hótaði að fara
fengi hann ekki gítar
Bubbi segir að við þetta hafi fokið
verulega í hann og hann þá hótað
Sigurði að hann ætlaði þá að yfir-
gefa staðinn: „Ég er bara farinn. Ég
fer bara á puttanum í bæinn.“
Þá sagði Bubbi að Sigurður hefði
komið til hans og boðið honum að fá
gítar að láni en einungis í tvo daga.
„Og ef þú nærð að semja eitthvað
þá verður þú að spila þetta fyrir
okkur á kvöldvökunni næsta mið-
vikudag.
Svo fæ ég gítarinn og þegar ég er
að labba með gítarinn, algjörlega
kampakátur, alveg geggjað, þá
heyri ég lag í útvarpinu. Það er á
dönsku og lagið er um Rómeó og
Júlíu. Bara orðin: Rómeó og Júlía.
Þarna var kominn kyndillinn á lag-
ið,“ sagði Bubbi. Sagði hann að
strax og hann hafði tekið upp blað
og penna inni í herberginu sem
hann dvaldi í á meðferðarheimilinu
hefðu orðin byrjað að streyma fram
og lagið farið að mótast.
„Þetta byrjaði bara: Uppi í risinu
sérðu lítið ljós. Heit hjörtu. Fölnuð
rós,“ rifjaði Bubbi upp en hann
kvaðst hafa klárað lagið sama dag
en einnig samdi hann lagið Systir
minna auðmýktu bræðra á þessum
tveimur dögum sem hann fékk að
hafa gítarinn. Hann stóð svo við lof-
orð sitt og frumflutti Rómeó og Júl-
íu á kvöldvöku á meðferðarheim-
ilinu.
„Gítarinn var svo bara settur á
sinn stað. Ég kláraði meðferðina
sem dugði nú ekki alveg. Ekki í
þessari tilraun,“ sagði Bubbi.
„Ég er kampakátur að hafa staðið
með sjálfum mér og hótað að fara ef
ég fengi ekki gítar,“ sagði hann.
„Ég segi í dag að SÁÁ eigi nú eitt-
hvað í þessu lagi.“
Viðtalið má hlusta á í heild sinni á
K100.is.
Barðist fyrir fæðingu lagsins í meðferð
Lagið Rómeó og Júlía er eitt þekktasta lag Bubba Morthens. Flestir Íslendingar þekkja lagið og geta raulað með því en fáir þekkja söguna um
tilurð þess. Bubbi ræddi um aðdragandann að því að þetta landsþekkta lag varð að veruleika í Síðdegisþættinum á K100 en litlu mátti muna að
Bubbi hefði ekki fengið gítar í tæka tíð til að „fæða“ lagið sem hann kveðst hafa orðið óléttur að fyrir 35 árum á leið í meðferð.
Morgunblaðið/Kristinn
Kóngur Bubbi Morthens við
heimili sitt í kvöldkyrrðinni með
Meðalfellsvatn og fjöllin í baksýn.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020
86
ÁRA
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Hótelrúmföt og handklæði
fyrir ferðaþjónustuna
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjórnandann
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is
Allt lín fyrir:
Hótelið • Gistiheimilið
Bændagistinguna • Airbnb
Veitingasalinn • Heilsulindina
Þvottahúsið • Sérverslunina