Morgunblaðið - 13.08.2020, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020
✝ GuðmundurJónsson fædd-
ist í Hafnarfirði
31. október 1945.
Hann lést á Líkn-
ardeildinni í Kópa-
vogi 29. júlí 2020.
Foreldrar hans
voru Jón
Guðmundur Arn-
órsson, f. 29. júlí
1919, á Ingjalds-
sandi við Önund-
arfjörð, d. 15. mars 2000, og
Guðrún Guðmundsdóttir, f. 28.
desember 1919, á Flateyri við
Önundarfjörð, d. 11. febrúar
1984. Systkini Guðmundar: 1)
Hallgrímur, f. 1941, d. 2013. 2)
Margrét Dóra, f. 1944, maki
Sveinn Friðfinnsson, f. 1937. 3)
Sigurður Jakob, f. 1949, maki
Dagný Guðjónsdóttir, f. 1950.
4) Gunnar, f. 1953, maki Karól-
er Bríet, f. 17. júní 2007. 3)
Guðrún, f. 5. janúar 1974, synir
hennar Daníel Guðmundur Nic-
holl, f. 2 mars 1996, og Guð-
mundur Árni, f. 14. júní 2007.
4) Árni Freyr, f. 29. apríl 1981,
d. 22. október 2010. Fóstur-
sonur Guðmundar, sonur Rut-
har, Árni Signar Þorvaldsson,
f. 1. janúar 1967, d. 21. ágúst
1972.
Guðmundur fór ungur til
sjós og var á ýmsum bátum,
fyrst sem háseti, síðar stýri-
maður. Guðmundur varð skip-
stjóri á Júní GK 345 1973-1977,
Maí GK 346 1977-1982, skip-
stjóri á Haferni GK 90 1982-
1984. Hann tók við Venusi HF
519 1984 og var þar skipstjóri
til ársins 2013.
Útförin fer fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju í dag, 13. ágúst
2020, klukkan 13. Í ljósi að-
stæðna verður athöfnin ein-
ungis fyrir allra nánustu. At-
höfninni verður streymt og
hægt verður að koma saman
og horfa á athöfnina í Sjón-
arhóli í Kaplakrika.
https://tinyurl.com/y2htfnk6
ína Kristín Jós-
efsdóttir, f. 1955.
Guðmundur
stundaði nám í Iðn-
skólanum í Hafn-
arfirði og Reykja-
vík í netagerð.
Hann lauk prófi
frá Stýrimanna-
skólanum í Reykja-
vík 1968.
Árið 1969 giftist
hann Ruth Árna-
dóttur, f. 1. september 1949,
foreldrar hennar Árni Bjarna-
son, fæddur í Hafnarfirði 13.
september 1927, d. 15. október
2005, og Áslaug Ólafsdóttur frá
Neskaupstað, f. 17.nóvember
1927, d. 2. mars 1987.
Börn Guðmundar og Ruthar:
1) Stúlka, f. 15. apríl 1970, d.
16. apríl 1970. 2) Jón Örn, f.
30. september 1970, dóttir hans
Elsku besti pabbi minn, Guð-
mundur Jónsson. Öðlingurinn,
hetjan mín, kletturinn minn
kvaddi okkur þann 29. júlí sl. eftir
erfiða en jafnframt hetjulega bar-
áttu við krabbamein síðustu 15
mánuði.
Hann var ávallt bestur fyrir
mér og mínum börnum, traustur,
stríðinn húmoristi og stórkostleg-
ur afi drengja minna.
Pabbi hugsaði alltaf vel um
sína, hann var iðinn, úrræðagóður
og vandvirkur í því sem hann tók
sér fyrir hendur og þekktur fyrir
sín vel unnu störf sem skipstjóri
til margra ára. Hann var heiðar-
legur og heill í samskiptum og
viska hans og gleði snerti marga.
Ég mun ávallt vera þakklát fyr-
ir okkar stundir saman og allt það
sem hann hefur kennt mér og
mínum börnum í gegnum lífið. Við
fjölskyldan munum halda hans
minningu lifandi um aldur og ævi.
Með ást þinni
kenndir þú mér að elska.
Með trausti þínu
kenndir þú mér að trúa.
Með örlæti þínu
kenndir þú mér að gefa
Ó, elsku pabbi hve sárt það er
að þurfa horfa á eftir þér.
Ó, hversu oft ég mun hugsa til þín.
Ég verð alltaf litla pabbastelpan þín.
Kær kveðja,
Guðrún.
Það er eitt skip sem gleymist í
umræðunni sem afi stýrði í mörg
ár. Skipið var lítið og áhöfnin fá-
menn en góðmenn. Það sem ein-
kenndi áhöfnina var samstaða og
kærleikur. Afi stýrði skipinu alla
tíð í rétta átt. Hann hjálpaði og
leiðbeindi áhöfninni alltaf eftir
bestu getu. Það var misgott í sjó-
inn og upp komu öldur og storm-
ar. Alltaf kom afi skipinu áfram í
rétta átt með hjálp áhafnarinnar.
Áhöfnin hefur misst meðlimi sem
féllu fyrir borð en eftir situr
áhöfn, sterkari en áður og sam-
heldnari en áður. Skipstjórinn er
nú fallinn frá en það sem áhöfnin
hefur lært af honum er að stýra
skipinu áfram í rétta átt. Við mun-
um nú taka við stýrinu og höldum
áfram að sigla eins og hann hefði
gert. Skipið heitir Fjölskyldan.
Daniel Guðmundur Nicholl
Elskulegur frændi minn hefur
kvatt þennan heim eftir stutta og
erfiða baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Hve mikið er hægt að leggja
á eina fjölskyldu sem hefur þurft
að ganga í gegnum jafn miklar
raunir?
Mínar minningar um Guðmund
frænda ná aftur til bernsku þar
sem við ólumst upp saman á Öldu-
götu 8 en þar bjuggu amma okkar
og foreldrar hans í sama húsi.
Húsið höfðu þau keypt saman er
amma okkar flutti frá Flateyri
með móður mína sem var yngst
sinna systkina. Foreldrar Guð-
mundar keyptu risið og amma og
Jóhann neðri hæðina. Þar bjugg-
um við öll þar til ég var 7 ára.
Ég var mikið á Öldugötunni
þar sem Dóra systir og Guðmund-
ur voru næst mér í aldri. Þau
systkinin voru mjög samrýnd og
dáðist ég mjög að því hvað þau
voru flink að tjútta saman sem var
aðalrokkið þá.
Guðmundur var með föður
mínum til sjós og varð seinna far-
sæll skipstjóri til margra ára. Ég
var stolt af því að frændi minn
hefði valið að gera sjómennskuna
að ævistarfi sínu og fetað þannig í
fótspor föður míns og annarra í
fjölskyldunni.
Á meðan foreldrar okkar
beggja lifðu var samgangur mikill
innan stórfjölskyldunnar og voru
alltaf haldin jólaboð og ég tala nú
ekki um öll jólaböllin þegar börn-
um okkar fjölgaði. Seinna meir
þegar hópurinn stækkaði enn
frekar var því miður minna um
hittinga. Á meðan mamma lifði
hittumst við alltaf á Þorláksmessu
sem er afmælisdagur mömmu og
þótti okkur öllum mjög vænt um
það.
Í seinni tíð þótti mér svo vænt
um að frændi heilsaði mér alltaf
með orðunum „sæl frænka“ þegar
við hittumst. Ég mun sakna þess-
arar kveðju.
Lífið getur stundum verið svo
óútreiknanlegt og ósanngjarnt en
minningarnar lifa um góðan
mann. Elsku frændi, ég óska þér
góðrar ferðar inn í sumarlandið
þar sem ég veit að þú færð góðar
móttökur frá þínum nánustu sem
hafa kvatt þennan heim. Vil ég
kveðja frænda með uppáhalds-
kvæðinu hans pabba míns, Sigl-
ing.
Hafið bláa, hafið hugann dregur.
Hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur
bíða mín þar æskudraumalönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér aldrei fyr.
Bruna þú nú, bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum.
Fyrir stafni haf og himinninn.
(Örn Arnarson)
Elsku Ruth, Jón Örn, Guðrún
og fjölskyldur. Mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur sendi ég ykkur, megi
góður Guð gefa ykkur styrk í
sorginni.
Valgerður (Vala) frænka.
Fléttur, flækjur og góður afli,
Stóra Glorían. Þannig hljóðaði
fyrirsögn vinar og samstarfs-
félaga um margra ára skeið, Guð-
mundar Jónssonar, skipstjóra á
frystitogaranum Venusi HF 519, í
Pokahorni Hampiðjunnar árið
1992. Tilefni greinarinnar var að
segja frá þróunar- og hönnunar-
vinnu við 2.048 metra Gloríu-flott-
rollið sem hann tók um borð í Ven-
us í maímánuði 1991.
Frumkvöðlar úthafskarfaveið-
anna voru Sjólastöðvarskipin
Haraldur Kristjánsson og Sjóli
sem byrjuðu veiðarnar í apríl
1989 með 1.152 metra Gloríu-
flottroll sem þróaðist út í það að
Guðmundur tók sams konar troll
um haustið sama ár. Venus var á
þeim tíma ekki með sömu af-
kastagetu og hin nýju og glæsi-
legu skip Sjólastöðvarinnar
þannig að frumkvöðullinn og
keppnismaðurinn Guðmundur
hóf að hugsa um það hvernig
hann gæti náð sama árangi með
léttara og stærra veiðarfæri og
haldið jafnframt fullum afköstum
í vinnslunni. Hann kom að máli
við undirritaðan í Hampiðjunni
og við ræddum fram og til baka
hugmyndir og útfærslur sem
enduðu í veiðarfæri þar sem við
þrefölduðum veiðiflöt 1.152
metra Gloríu-trollsins með því að
stækka stærstu möskva trollsins
úr 32 metrum í 64 metra lengd.
Úr varð flottroll án lóða sem átti
eftir að skipta sköpum í úthafs-
karfaveiðinni fyrir veiðiflotann.
Þetta gekk ekki þrautalaust fyrir
sig og við vorum í upphafi ekki
taldir með réttu ráði að láta okk-
ur detta þetta í hug. Guðmundur
fór þrisvar í land til að greiða
trollið og laga hjá Hampiðjunni
þar til það skilaði þeim árangri
sem til var ætlast. Þetta vakti
heimsathygli í fiskveiðiheiminum
því það þótti með eindæmum að
það væri hægt að veiða fisk í 64
metra risamöskva 2.048 metra
Gloríu-flottrollsins. Þetta gerði
það að verkum að eftirspurn eftir
þessu stóra og afkastamikla flott-
rolli jókst gríðarlega næstu árin.
Árinu seinna hönnuðum við
fimmfalt stærra troll sem varð
2.560 metra
Gloría með 128 metra möskv-
um. Guðmundur lærði netagerð í
Hafnarfirði áður en hann fór í
Stýrimannaskólann. Netagerðin
hjálpaði honum umfram aðra að
skilja og skynja betur hvernig
veiðarfærin virka í sjónum og
hann var óhræddur við að taka
áhættu og áskoranir í að breyta
og prufa sig áfram smátt og
smátt.
Guðmundur var ákaflega vel af
manni gerður og mikill persónu-
leiki sem var óhræddur við að
segja skoðun sína undanbragða-
laust. Hann var heilsuhraustur
maður og þótti bera sig ákaflega
vel hvar sem hann kom á vett-
vang. En það er ekki við allt ráðið
og fyrir 15 mánuðum veiktist
hann alvarlega. Það var alveg
einstakt að fylgjast með Guð-
mundi í glímunni við veikindin.
Hann sýndi mikla aðlögunar-
hæfni í veikindum sínum með
sterkan lífsvilja til að hann gæti
verið heima hjá sér í nokkrar vik-
ur fyrir andlátið.
Guð blessi minningu þessa frá-
bæra vinar og félaga sem var al-
veg einstakur afburðamaður á
sínu sviði. Fyrir hönd Hampiðj-
unnar vil ég þakka langt, gott og
gefandi samstarf sem var báðum
til heilla. Ég votta Ruth og fjöl-
skyldunni innilega samúð mína og
bið góðan guð að vernda þau og
blessa á þessari sorgarstundu.
Guðmundur Gunnarsson.
Fyrir rúmum þremur áratug-
um lágu leiðir okkar saman er
Guðmundur réð sig til Hvals h.f.
sem skipstjóri á ísfisktogarann
Júní frá Hafnarfirði er Hvalur h.f.
hafði keypt og breytt var í frysti-
togara og fékk nafnið Venus GK
519. Það var mikið lán fyrir okkur
að fá Guðmund til starfa fyrir fé-
lagið. Breytingin fór fram í Dan-
mörku og hafði Guðmundur eft-
irlit með verkinu.
Mikill eldur kom upp í Venusi í
Hafnarfjarðarhöfn árið 1994. Í
framhaldinu var ráðist í miklar
endurbætur á skipinu að tillögum
Guðmundar er reyndust vel.
Hafði hann eftirlit með verkinu
fyrir okkar hönd en það fór fram í
Póllandi og hér heima.
Guðmundur var ekki eingöngu
skipstjóralærður heldur hafði
hann lokið námi í veiðarfæra-
tækni áður en hann settist í Stýri-
mannaskólann. Þessi kunnátta
hans á veiðarfærum reyndist okk-
ur ómetanleg.
Venus stundaði mikið flottrolls-
veiðar. Guðmundur hafði alla tíð
mikið og gott samband og sam-
starf við starfsmenn Hampiðjunn-
ar og þá sérstaklega nafna sinn
Gunnarsson.
Á einum tímapunkti var
stærsta flottrollið sem flestir not-
uðu með fremsta möskvann 32
metra. Guðmundur kom að máli
við mig um hvort ekki væri ráð að
fá Hampiðjuna til að útbúa nýtt
flottroll með fremsta möskvanum
64 metra. Varð það úr.
Á ýmsu gekk við að koma þessu
stóra veiðarfæri í gagnið um borð
en Guðmundur gafst ekki upp og
allt gekk vel að lokum, en eins og
hann hafði sagt var þetta troll
miklu fisknara og olíueyðslan
reyndist minni.
Er verið var að framleiða troll-
ið töldu sumir að við værum eitt-
hvað skrítnir, þetta gengi aldrei,
stærðin væri slík.
Þarna kom netagerðarkunn-
átta Guðmundar sér einkar vel og
hans kunnátta í hegðun veiðar-
færa í sjó.
Guðmundur var farsæll skip-
stjóri en hann varð fyrst skip-
stjóri 27 ára gamall.
Segja má að uppistaðan í áhöfn
Venusar hafi verið meira og
minna sömu strákarnir frá fyrsta
degi útgerðar skipsins á vegum
Hvals h.f. sem segir allt um kar-
akter Guðmundar. Hann var
ákveðinn og menn vissu alveg til
hvers væri ætlast af þeim.
Guðmundur lagði mikið upp úr
snyrtimennsku enda var tekið eft-
ir því hve snyrtilega áhöfnin gekk
um skipið og áður en komið var í
land úr veiðiferðum hafði það
ávallt verið þrifið hátt og lágt.
Guðmundur lagði metnað sinn í
að setja sig vel inn í allt er laut að
vinnslu aflans og frágangi.
Eitt sinn fórum við ásamt Guð-
mundi Gunnarssyni til St. Johńs, í
Kanada í tank eins og það er kall-
að til að prófa líkön af trollum og
hlerum.
Ég man að Guðmundur skip-
stjóri sagði við mig að svona ferð í
tank væri ómetanleg því þarna
sæi hann eins vel og hægt væri
hvernig trollið hagaði sér í sjó við
mismunandi toghraða.
Eins og ég sagði í byrjun þessa
minningarkorns um Guðmund þá
var það mikið lán fyrir okkur hjá
Hval h.f. að hafa fengið hann sem
skipstjóra á Venus. Fyrir mig
persónulega voru kynni mín af
Guðmundi lærdómsrík og
ánægjuleg í alla staði enda fór þar
maður sem kunni sitt fag.
Fyrir mína hönd og fjölskyldu
minnar færi ég Ruth og fjölskyldu
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur vegna fráfalls þessa góða
drengs.
Kristján Loftsson.
Guðmundur
Jónsson
✝ EygerðurBjarnadóttir
fæddist í Hafnar-
firði 22. mars
1932. Hún lést á
Hrafnistu Hafnar-
firði 2. ágúst sl.
Foreldrar Ey-
gerðar voru Bjarni
Erlendsson húsa-
smíðameistari í
Hafnarfirði, f. 3.
des. 1898, d. 9. des.
1984 og Júlía Magnúsdóttir
húsmóðir, f. 9. ágúst 1903, d.
26. júní 1987. Systkini Eygerð-
ar eru Gunnar Erlendur, f. 11.
nóv. 1922, d. 14. ágúst 1990,
Magnús, f. 17. júlí 1928, d. 9.
janúar 2019, Gróa, f. 27. ágúst
1930, d. 9 ágúst 2009, Sigríður,
f. 22. mars 1932, Kristrún, f. 7.
apríl 1936, og Ásthildur, f. 14.
mars 1943. Fjölskyldan bjó að
Suðurgötu 49, Hafnarfirði.
Eiginmaður Eygerðar var
Geir Þorsteinsson húsasmíða-
meistari, f. 13. september 1931,
d. 21. mars 2014. Þau gengu í
hjónaband 15. júní 1957.
Börn Eygerðar Bjarnadóttur
og Geirs Þorsteinssonar eru:
1) Þorsteinn, f. 30. sept.
1956, kona hans er Ragnheiður
Gunnarsdóttir, f. 15. sept. 1956,
og eiga þau þrjú börn, Birna, f.
5. ágúst 1981, Berglind, f. 20.
júlí 1985, og Geir, f. 22. mars
1990, sambýliskona hans er
Kristjana, f. 10.
apríl 1995, þau
eiga eitt barn,
Baltasar Björn, f.
13. apríl 2019.
2) Örn, f. 6.11.
1959, kona hans
er Steinunn
Hreinsdóttir f. 20.
nóv. 1960 og eiga
þau sjö börn,
Birgitta, f. 5. júlí
1980, Erla Dís, f.
13. janúar 1982, d. 6. júlí 2020.
Lovísa, f. 29. desember 1985,
Egill Ólafur, f. 18. nóv. 1986,
Hafdís, f. 3. ágúst 1987, Örn
Geir, f. 9. október 1996, Ey-
gerður Sunna, f. 15. janúar
2001.
3) Kristín Sigríður, f. 5.
mars 1968, maður hennar er
Ársæll Þorleifsson, f. 26. des-
ember 1966, og eiga þau tvö
börn, Gunnar Óla, f. 20. apríl
1992, og Hilmar Þór, f. 13.
apríl 2000.
Eygerður var gagnfræðing-
ur frá Flensborgarskóla og á
yngri árum starfaði hún í
nokkur ár við heimilishjálp á
Mánastíg 6 og í Fornahvammi.
Síðar starfaði hún við ræsting-
ar, fyrst við Iðnskólann í
Hafnarfirði og síðar á Sól-
vangi í Hafnarfirði.
Eygerður var jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju í
kyrrþey.
Elsku mamma, það er erfitt
að hugsa til þess að þú sért far-
in frá okkur en við vitum að
pabbi tekur vel á móti þér í
sumarlandinu.
Mamma hefur alla tíð verið
heilsuhraust og aldrei kennt
sér meins en síðustu 2 ár hafa
veikindi hennar breytt lífsgæð-
um hennar verulega. Mamma
bjó að Hringbraut 2a en síð-
ustu 2 árin var hún á Hrafnistu
í Hafnarfirði við góða umönn-
un.
Mamma var ljúf og góð og
vildi allt fyrir alla gera eins og
sagt er: Sælla er að gefa en
þiggja.
Mamma var húsmóðir mikil
og vildi hafa allt hreint og fínt í
kringum sig bæði innan sem ut-
an dyra. Mamma bakaði marg-
ar góðar kökur og átti hún allt-
af gott með kaffinu en gesti bar
að og eru margar af kökunum í
uppáhaldi hjá okkur öllum.
Við minnumst okkar
skemmtilegu samverustunda í
sumarbústaðnum Efstabæ í
Vaðnesi þar sem þú unnir þér
vel bæði í heita pottinum og við
garðvinnuna í sveitinni. Páskar,
verslunarmannahelgi o.fl. góðar
stundir eru góðar minningar
okkar allra með mömmu og
pabba í Vaðnesi.
Áhugamál fjölskyldunnar
voru meðal annars útilegur og
veiðitúrar í Gíslholtsvatni, ekki
má gleyma ferðum okkar til
Ólafsvíkur á sumrin að heim-
sækja ömmu Kristínu og fjöl-
skyldu.
Einnig fórum við oft gang-
andi með mömmu á Suðurgötu
49 að heimsækja ömmu og afa.
Ferðin til Portúgals 2001 er
sérstaklega góð minning fyrir
okkur öll og oft talað um þá
ferð hjá okkur systkinunum,
mikið hefur verið horft á mynd-
bönd frá þeirri ferð með
mömmu og pabba í bústaðnum.
Við þökkum fyrir allt sem þú
kenndir okkur í lífinu elsku
mamma.
Hvíldu í friði,
Þorsteinn, Örn og Kristín.
Eygerður
Bjarnadóttir
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744