Morgunblaðið - 13.08.2020, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.08.2020, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020 ✝ Júlíus PetersenGuðjónsson fæddist í Keflavík 6. janúar 1934. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 11. mars 2020. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón M. Guð- jónsson rak- arameistari, f. 31. desember 1907, d. 24. júní 1956, og Katrín Hulda Júlíusdóttir Petersen húsmóðir, f. 22. ágúst 1911, d. 12. nóvember 1980. Seinni eiginmaður Katr- ínar Huldu var Norðmaðurinn Trygve Forberg, f. 1901, d. 1979, rafmagnsverkfræðingur. Systk- ini Júlíusar eru Þórhildur Guð- ríður Ingibjörg Guðjónsdóttir, f. 1935; Björg Hulda Guðjónsdóttir eru Júlíus, Nanna og Björn Ólaf- ur. Ragna, f. 1972, maður hennar er Ólafur Már Jóhannesson. Börn þeirra eru Óskar Þór, Júlía Hrönn, Snorri Þór, Ragnar Óli, Aldís Björg, Gunnar Elís, Aron Már, Birta Líf og Ívan Máni. Árið 2011 hóf Júlíus að búa á Hvolsvelli með Ásu Guðmunds- dóttur, f. 1934, d. 2016, frá Rangá í Djúpárhreppi. Júlíus ólst upp í Keflavík og Arlington, í Virginíuríki í Banda- ríkjunum. Hann gekk í barna- skóla í Keflavík, Skógaskóla og Washington Lee High School. Júlíus var í Bandaríkjaher frá janúar 1957 til desember 1958, fyrst í Fort Belwoir í Virginíu, en síðan á Keflavíkurflugvelli. Júlíus rak verslun og heildsölu um árabil. Hann var stofnfélagi í Lionsklúbbnum Nirði og tók virkan þátt í félagsstarfinu allt til dánardags. Júlíus verður jarð- sunginn frá Fella-og Hólakirkju í dag, 13. ágúst 2020, klukkan 15. Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin í kirkjunni aðeins fyrir boðsgesti. Matthews, f. 1937; og Gunnar Guð- jónsson, f. 1942, d. 2014. Júlíus kvæntist El- ísabetu Gunn- arsdóttur 5. apríl 1958. Elísabet fædd- ist 30. desember 1934 í Reykjavík. Hún lést 11. maí 2000. Foreldrar hennar voru Gunnar Ólafsson næturlæknabílstjóri og Ragnheiður Bogadóttir frá Búð- ardal. Börn Júlíusar og Elísabetar eru þrjú: Gunnar, f. 1958, kona hans er Sólrún Alda Sigurð- ardóttir. Börn þeirra eru Jón Óm- ar, Elísabet og Gunnar. Katrín Hulda, f. 1959, maður hennar er Árni Emil Bjarnason. Börn þeirra Það var ekki fyrir svo löngu síðan að við pabbi fórum í bíltúr austur. Á leið niður Kambana spurði ég hann hvernig mann- eskja afi Guðjón hefði verið, það kom glampi í augu hans og um andlitið lék bros og ekki stóð á svarinu. Hann lýsti pabba sínum sem hann missti rétt um tvítugt á svo hlýjan og fallegan hátt. Pabbi var alltaf í góðu skapi sagði hann, hann var mikill mannvinur, gat talað við alla og allir voru jafnir. Hann elskaði börn og var sérlega barngóður og þolinmóður. Hann var söngelskur og hrókur alls fagnaðar á mannamótum og á þessum nótum lýsti hann pabba sínum alla leið á Selfoss. Mér fannst ég þekkja þennan mann, þennan afa minn sem lést svo löngu áður en ég fæddist og í raun gerði ég það allt mitt líf því pabbi var að lýsa sjálfum sér, svo líkir hafa þeir feðgar verið. Pabbi var mjög félagslyndur og var einn af stofnendum Lions- klúbbsins Njarðar og var virkur í þeim félagsskap allt sitt líf. Hann sinnti ýmsum verkefnum fyrir klúbbinn og var stoltur félagi þessara mannúðarsamtaka og bar merki þeirra hvert sem hann fór. Eitt helsta áhuga mál pabba voru myndavélar og ljósmyndun og sást hann sjaldan án vélar. Hann myndaði allt sitt líf, bæði ljósmyndir og kvikmyndir. Fjár- sjóðurinn sem liggur í þessum myndum er ómetanlegur fyrir okkur sem eftir erum, minningar í þúsundavís. Hann eyddi miklum tíma þegar hann var hættur að vinna í að færa slides-myndir yfir á tölvutækt form sem hefði sjálf- sagt annars glatast því vinnan var gífurleg. Pabbi sat aldrei auðum hönd- um, hann var þekktur fyrir eitt, hvar sem hann kom gat hann tyllt sér niður og sofnað, orku- blundur sem hlóð batteríið á met- tíma og svo hélt hann áfram í sínu daglega stússi, blístrandi og glaður. Hann átti mörg áhugamál, á sumrin átti veiði hug hans allan og sjálfsagt ekki margar ár sem hann hefur ekki rennt fyrir lax í. Honum þótti samt alltaf jafn gaman að standa úti í ánni eins og honum þótti gaman að standa yfir kjötsúpupottinum í góðum félagsskap í veiðikofanum eða tjaldinu. Síðustu ár var pabbi virkur fé- lagsmaður eldri borgara, hann barðist fyrir rétti þeirra, keppti í pútti og boccia, spilaði og synti. Hann kunni ekki að láta sér leið- ast, hafði alltaf eitthvað fyrir stafni. Pabbi var yndislegur afi og tók virkan þátt í lífi barnabarna sinna, eftir að mamma dó var hann mikið hjá mér og bjuggum við saman í dágóðan tíma bæði í Danmörku og svo eftir að við fluttum heim. Hann skipar stór- an sess í lífi barna minna, miss- irinn er mikill en ríkidæmi minn- inganna endalaust. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Þín Ragna. Í dag kveð ég afa minn í hinsta sinn og þótt hann hafi notið þeirrar gæfu, sem ekki allir öðl- ast, að verða 86 ára, er alltaf sárt að kveðja þau sem hafa markað djúp spor í sálum okkar. Frá því ég man eftir mér hefur afi Bússi verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu og mikill áhrifavaldur. Á öllum stóru stundum lífsins var afi Bússi mættur með myndavél- ina á lofti að smala okkur, fólkinu sínu, saman í hópmynd. Afi var margbrotinn persónu- leiki, hann var ekki fullkominn frekar en annað fólk, en hann bjó yfir mörgum dýrmætum mann- kostum sem mig langar gjarnan að taka í arf. Afi minn megnaði ávallt að sjá lífið í jákvæðu ljósi, jafnt í meðbyr sem mótbyr. Afi hafði sjaldan áhyggjur af morg- undeginum þótt aðrir hefðu þær og hann kunni að lifa í núinu. Hann átti gott með að kynnast fólki og í gegnum áratugina tengdist hann mörgu samferða- fólki sínu sterkum vinaböndum. Hann var glaðlyndur og fram úr hófi gjafmildur. Fyrir mér var það þó ávallt glaðlyndi hans og væntumþykja sem skein í gegn. Hann tók alltaf vel á móti okkur barnabörnunum með útréttan faðminn. Ein dýr- mæt minning úr barnæsku er heimkoman 1990, en þá ferðaðist ég einsamall átta ára gamall til Íslands frá Bandaríkjunum. Afi tók á móti mér á flugstöðinni í bláum „Members only“-jakka og þegar ég nálgaðist beygði hann sig niður til mín og tók þéttings- fast utan um mig og sagði „vel- kominn heim elskulegur“. Það var alltaf leikur í afa. Ég á ótal minningar úr æsku af afa mínum að ærslast með okkur barnabörnunum í Kvistalandinu, stundum svo mikið að okkur héldu engin bönd og foreldrum okkar þótti nóg um. Afi lagði sig fram við að skemmta okkur barnabörnunum. Hann setti upp kvikmynda- og „slides-mynda“- sýningar í bílskúrnum, fór með okkur í veiðiferðir, kenndi okkur að taka ljósmyndir og bauð okkur að fylgja sér í hin ýmsu verkefni sem fylgdu vinnu hans og áhuga- málunum, ljósmyndun og stang- veiði. Það var alltaf rými fyrir okkur barnabörnin í lífi afa og honum var umhugað um að vera okkur góður afi. Sá vilji hans dvínaði aldrei og þegar ég fullorðnaðist var alltaf gaman að ræða við afa um pólitík, rauðu hættuna úr austri, frelsið og velferðina. Hann fylgdist allt- af vel með þjóðmálum og heims- málunum og þó að við í seinni tíð værum ekki alltaf sammála í þeim efnum var alltaf lærdóms- ríkt að spjalla um þau mál við afa. Afi átti líka gott með að segja sögur og miðla af lífsreynslu sinni á skemmtilegan hátt. Sög- urnar sem hann sagði af árunum sínum í Landbrotinu og í banda- ríska hernum voru þær allra skemmtilegustu fyrir ungan dreng. Þegar litið er til baka yfir ár og áratugi er mér þakklæti efst í huga. Afi minn var góður maður og hjartahlýr. Ég mun sakna hans. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Jón Ómar Gunnarsson. Ég hitti Júlíus í fyrsta sinn á Indlandi sumarið 1992. Hann var hluti af íslensku fylgdarsveitinni sem tók þátt í monsúnbrúðkaupi okkar Gunnars. Gunnar hafði sagt mér frá Júlíusi, en engin mannlýsing hefði nokkurn tím- ann náð að fanga persónu manns- ins sem ég kynntist. Júlíus gekk með opnum hug á framandi slóð- ir. Hann skildi fólk, sama hvaðan það kom og Indverjar voru engin undantekning. Júlíus hóf strax að segja mér sögur af ferðalögum sínum og tengdi þær þá þegar við upplifanir aðeins nokkurra klukkustunda á Indlandi. Júlíus varð hugfanginn af Indlandi. Hann hreifst af landslaginu, lit- unum, hefðunum, fatnaðinum og matnum, sem umkringdu hann hverja vökustund ferðarinnar. Júlíus var hvers manns hugljúfi og á þessum tveimur vikum heill- aði hann alla sem urðu á vegi hans með kærleika, forvitni og áhugasamri þátttöku í brúðkaupsathöfnunum. Júlíus hafði ástríðu fyrir ljósmyndun og myndirnar hans úr ferðinni til Indlands varðveittu hamingju- ríkar minningar sem rifjuðust upp þegar við hittumst síðar. Hjónabönd á Indlandi eru ekki aðeins á milli einstaklinga heldur einnig táknræn sameining fjöl- skyldna. Júlíus og hans ástkæra Beta skildu þennan sið úr hindú- atrú og buðu mig velkomna í sína fjölskyldu og á sitt heimili. Fyrstu kynni mín af Íslandi – menningu þess, mataræði og veð- urfari – voru betri en þau hefðu ella orðið, þökk sé þeirra skiln- ingsríku leiðsögn. Þau voru ást- rík í minn garð, örlát og hjartahlý og ég mun ævinlega vera þakklát þeim fyrir að vera börnum mín- um amma Beta og afi Bússi. Leiðir Betu, Gunnars og Júl- íusar liggja nú saman á ný í himnaríki. Ég veit að þar fagna þau lífinu, ástinni, öllum ævintýr- unum og minningunum sem þau sköpuðu. Hér á jörðu stend ég í þakkarskuld við þau, fyrir alla þeirra ást og fyrir að hafa skapað mér nýtt heimili á Íslandi. Þeirra verður ávallt saknað. Chandrika Gunnarsson. „Sæll Gunni minn! Ég þarf að biðja þig að gera mér greiða.“ Þannig hófust mörg símtöl okkar Júlíusar. Hann var sjálfur liðleg- ur og þar eftir ófeiminn að fara bónarveg að öðrum; átti til góðra að telja; föðurafi hans, Guðjón Júlíus Guðjónsson, var fyrsti lög- reglumaðurinn í Vestmanna- eyjum og starf hans næturvarsla. Kona Guðjóns var Guðbjörg Jónsdóttir; dó úr spönsku veik- inni 1918 og ólst Guðjón upp hjá föðurömmu sinni, Guðbjörgu Bjarnadóttur, sem Vestmanna- eyingar kölluðu Guddu í Sjólyst. Móðurafi Júlíusar var Júlíus Pet- ersen, sonur hjónanna Katrínar Illugadóttur, verslunarmanns í Reykjavík Einarssonar, og Pét- urs Jakobs Jóhannssonar Peter- sen, bókhaldara og verslunar- stjóra í Keflavík, gullsmiðs í Reykjavík Péturssonar; þau voru Reykvíkingar, bjuggu langa ævi í Petersenshúsi, er stóð við Hafn- argötu í Keflavík. Pétur Jakob kom ungur til Keflavíkur og gerðist verslunarþjónn við Siemsensverslun, brátt bókari, orðlagður fyrir nákvæmni, fálát- ur og ekki við alþýðuskap, alvar- legur, fínn í tauinu og stundvís. Löng sjúkdómsár dvaldist hann í sínu gamla húsi heima hjá Júl- íusi, syni sínum, og Guðfinnu Andrésdóttur, sem hjúkraði vel tengdaföður sínum, þótt ekki gengi heil til skógar sjálf. Katrín, eiginkona Péturs Jakobs, var alltaf kölluð Madame Petersen, lítil vexti, bar svip hefðarkonu; blandaði ekki geði fremur en maður hennar, en barngóð og bóngreið og reyndi löngum á þann eiginleika, því að hún átti í eigu sinni grip, sem flestar hús- mæður í Keflavík þurftu sárlega á að halda, en það var taurulla. Þegar þvotturinn á snúrum Kefl- víkinga var orðinn þurr, var hald- ið heim í Petersenshús að fá lán- aða rulluna. Júlíus Petersen var hestamaður og eftir gamalli ljós- mynd málaði Halldór Pétursson seinna af honum mynd; hann sit- ur þunnhærður öldungur með gleraugu og hvítt yfirvaraskegg á baki rauðum hesti, með breiða hvíta blesu. Á þorranum 1926 fæddist í Keflavík ósköp pastur- slítill drengur, sem snemma um vorið fékk einhvern afbrugðning af taugaveiki, lífshættulegri. Þor- grímur héraðslæknir ráðlagði kaplamjólk og vildi svo vel til, að hryssan Skjóna Júlíusar kastaði og fékk drengurinn mjólkina og lifði: Gunnar Eyjólfsson leikari. Það var eins og glampandi sólin brytist fram úr skýjaþykkni, þegar Júlíus P. Guðjónsson bast okkar sumpart fálátu fjölskyldu. Við höfðum löngum setið þungbúin í samkvæmum; svo kom þessi málgefni, brosmildi maður, blístrandi með myndavél um hálsinn og súkkulaði og tyggigúmmí í vösunum og gjör- breytti andrúmsloftinu til hins betra. Hann var ákaflega fé- lagslyndur, missti aldrei sam- bandið við neinn, mundi öll heim- ilisföng og símanúmer, var ólatur að líta til fólks. Þótt hann væri fé- sýslumaður að hófi var hann fæddur sölumaður; menn heilluð- ust óðara af þessum töluga, spur- ula og glaðbeitta manni, og keyptu orðalaust það, sem hann falbauð. Allt varð hljóðara við helfregn hans og veröld okkar er snauðari eftir. Láti Guð honum nú raun lofi betri. Hann blessi minningu drengsins góða, Júl- íusar P. Guðjónssonar. Gunnar Björnsson, pastor emeritus. Fyrir um 100 árum komu tveir ungir menn hvor í sínu lagi til Vestmannaeyja til að fara á ver- tíð. Sjómennskan átti hins vegar ekki fyrir þeim Páli og Guðjóni að liggja, því þeir þjáðust af sjó- veiki allan tímann í heilar tvær vertíðir. Þá gáfust þeir upp og fóru til Árna Böðvarssonar sem átti rakarastofu í Eyjum og lærðu til rakara. Eftir það skildi leiðir, Páll fór til Siglufjarðar en Guðjón til Keflavíkur. Ekki leið þó á löngu áður en uppgrip síldaráranna kölluðu Guðjón norður með fjöl- skylduna og vann hann þá hjá Páli á rakarastofu hans á Siglu- firði. Þannig hófst vinskapur okkar sona þeirra, minn og Júl- íusar sem alltaf var kallaður Bússi. Sú vinátta stóð í 83 ár, óslitið, því þótt fjölskylda Bússa flytti til Ameríku þá hélst sam- bandið og þegar ég fór í nám þangað síðar þá heimsóttum við hvor annan reglulega. Og á þessa ævilöngu vináttu féll aldrei skuggi. Eftir að mínu námi í New York lauk og þegar Bússi kom aftur til Íslands rákum við saman fyrir- tæki í nokkur ár með góðum ár- angri. Meðal annars seldum við bíla og ýmiss konar varning á Keflavíkurflugvöll og fórum við því ófáar ferðirnar þangað suður á æskuslóðir Bússa. Ég held reyndar að Bússi hafi aldrei kom- ist suður í einni lotu, hann varð alltaf að stoppa og sofna aðeins, stundum bara í eina mínútu. Hann gat sofnað hvar og hvenær sem var, og oft við mjög fyndnar aðstæður, til dæmis á veitinga- húsi meðan beðið var eftir þjóni eða reikningi. Við kölluðum hann stundum Von Schlafen. Þar kom að við ákváðum að slíta okkar fé- lagi af persónulegum ástæðum, en vinskapurinn stóð óhaggaður og ég minnist þess raunar ekki að okkur hafi nokkru sinni orðið sundurorða. Alla tíð lágu gagn- vegir á milli okkar. Svo mjög reyndar að báðir vorum við skornir hjartaskurði hvor sinn daginn og lágum að því loknu saman á stofu. Eftir því var tekið að svo til allir gestir sem komu á stofuna þekktu okkur báða. Vinátta okkar Bússa var líka á milli fjölskyldnanna sem fóru oft saman í frí og höfðu margvíslegt samneyti í áratugi. Bússi var allt- af einn tryggasti vinur allra í minni fjölskyldu, hjálpsamur og skemmtilegur, með sína ljúfu og léttu lund. Þegar Palli sonur minn fótbrotnaði á unglingsárum sendi Bússi, þá rekandi hljóm- plötuverslun, Gunna son sinn til hans með haug af hljómplötum til að stytta honum stundir og skemmta í einverunni heima. Bússi kom iðulega við hjá okkur í Álftamýrinni á helgarmorgnum, sat þá lengi við eldhúsborðið og spjallaði við alla fjölskyldumeð- limi sem smám saman tíndust niður í morgunkaffi, og söng þá alltaf lagið góða um te og kaffi með Sigga Val. Ég er reyndar ekki frá því að sumir strákanna hafi rifið sig fyrr upp þegar þeir heyrðu að Bússi var mættur. Að leiðarlokum þakka ég Bússa vini mínum fyrir hans tryggu, ævilöngu vináttu og öll fjölskylda mín sömuleiðis og við sendum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Valur Pálsson. Júlíus Petersen Guðjónsson Elskulegur upp- eldisbróðir og frændi kvaddi okk- ur um síðastliðna hvítasunnu. Róbert var alinn upp af móðursystur sinni Dóru sem gekk honum í móðurstað og ólst hann upp með okkur systkinunum sem bróðir. Hann var mörgum kostum búinn, ljúfur, þolinmóður og barngóð- ur. Hann hafði einstakt jafn- aðargeð, kvartaði aldrei og tal- aði aldrei illa um nokkurn mann. Hann brá sér oft í hlut- verk sáttasemjara þar sem hann var friðelskandi og mikill mannvinur. Hann hafði einnig góða kímnigáfu, hann gat verið stríðinn en þó aldrei rætinn. Það var alltaf létt og skemmti- legt andrúmsloft í kringum Ró- bert jafnvel þótt hann hafi ekki alltaf átt auðvelt líf. Hann missti bæði eiginkonu og son með stuttu millibili sem tók mikið á hann en þrátt fyrir þá erfiðu lífsreynslu sýndi hann Róbert Róbertsson ✝ Róbert Ró-bertsson fædd- ist 27. maí 1943. Hann lést 1. júní 2020. Útför Róberts fór fram í kyrrþey hinn 16. júní 2020. ávallt fjölskyldu sinni hlýju og um- hyggjusemi. Hann sýndi alltaf svo mikið þakklæti þegar honum voru færðar gjafir eða smáræði, alltaf tók hann upp símann og þakkaði aftur sérstaklega vel fyr- ir sig. Honum var umhugað um alla í stórfjölskyldunni í hvert sinn sem einhver var veikur eða var að glíma við hverskyns raunir þá var hann manna fyrstur til að vitja um viðkomandi. Hann hringdi alltaf reglulega í okkur systkinin og mömmu þar sem hann vildi fá fréttir af okkur öllum sem honum þótti svo vænt um og var það svo sann- arlega gagnkvæmt. Róbert bjó yfir miklum list- rænum hæfileikum, var góður teiknari og málari. Hann lærði til smiðs og húsgagnasmíði, allt lék í höndunum á honum. Þar eru mörg sköpunarverkin og völundarsmíðin sem hann skil- ur eftir sig og var hann okkur öllum oft innan handar ef ein- hver stóð í framkvæmdum. Við syskinin fengum að njóta þess að alast upp með Róbert. Hann var svo sannarlega góð fyrir- mynd og stóri bróðir fyrir okk- ur. Sérstaklega er okkur Lilju og Önnu, eldri systrunum minnisstætt þegar hann einu sinni sem oftar var að passa okkur og sagði okkur þá skemmtilegar sögur. Frásagn- argáfa hans og leikrænir til- burðir voru framúrskarandi og þessar stundir voru skemmti- legri en sjónvarp og bíó. Hann átti það líka til að setjast með okkur og teikna og hjálpaði okkur oft að skreyta minning- arbækur í barnaskóla, listaverk sem við varðveitum enn og eru okkur dýrmæt. Honum þótti mikið vænt um Dóru mömmu og liðu aldrei margir dagar án þess að þau töluðu saman í síma eða hittust í kaffi. Hann heimsótti mömmu oft í Miðleytið og áttum við þar margar ánægjulegar samveru- stundir stórfjölskyldan. Þrátt fyrir að heilsa hans hafi farið versnandi síðustu misseri, taldi hann það ekki eftir sér að heimsækja mömmu á hjúkrun- arheimilið sem gladdi hana allt- af mikið því þar var svo sann- arlega kært samband þeirra á milli. Við kveðjum elsku Róbert okkar með sárum söknuði en eigum ótal dýrmætar minning- ar sem munu ylja okkur um ókomin ár. Elsku Hulda María, Erna Bryndís og synir Sigurðar Arn- ars, megi Guð gefa ykkur og fjölskyldum ykkar styrk og ljós á þessum erfiðu tímum. Mamma Dóra og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.