Morgunblaðið - 13.08.2020, Qupperneq 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020
✝ Hildur fæddist27. júní 1961 á
Höfn í Hornafirði.
Hún lést 26. júlí
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Guðný Eg-
ilsdóttir, f. 27.12.
1936, og Sigurður
Einarsson, f. 23.6.
1925, d. 29.1. 2009.
Systur Hildar
eru: Oddný Þóra, f.
20.2. 1960, Eva Guðfinna, f. 8.6.
1962, Erna Guðrún, f. 8.6. 1962,
og Anna Signý, f. 13.9. 1963.
Hildur eignaðist tvö börn
með barnsföður sínum Brynjari
Einarssyni f. 9.2. 1965. Þau eru
Einar, f. 2.3. 1990,
og Guðný Hödd, f.
29.12. 1992, d.
31.5. 2014. Maki
Einars er Aldís
Gróa Sigurð-
ardóttir, f. 10.9.
1992. Börn þeirra
eru Guðný Líf, f.
14.2. 2016, Sig-
urður Leó, f. 24.4.
2020, og Telma
Lovísa, f. 24.4.
2020.
Útför hennar fer fram í dag,
13. ágúst 2020. Vegna að-
stæðna í samfélaginu er athöfn-
in einungis fyrir nánustu fjöl-
skyldu og vini.
Elsku systir, ég er svo þakklát
fyrir það að hafa átt þessi síðustu
ár með þér. Þrátt fyrir veikindin,
alla sorgina, allan erfiða bak-
grunninn þá var það ástin sem
tengdi okkur og gaf okkur færi á
því að kveðja þig í ást og samein-
ingu en ekki í sundrung.
Elsku Hildur mín, ég veit líka
að þú varst þakklát fyrir þennan
tíma með okkur. Að vera með
okkur öllum eins og allt leyfði
miðað við allt og allt.
Einar var stoltið þitt, hann var
þér allt og hann er okkur öllum
svo kær. Þú gafst honum eins og
þér var fært, þú gafst honum alla
þína ást, allt sem þú gast.
Það var Einar sem leiddi okkur
aftur saman, það var hans ást til
þín, hans von um betra líf.
Elsku systir, stundum er bara
svo ótrúlega erfitt að elska og
stundum verður lífið svo óbæri-
lega sárt. Það var svo sannarlega
ekkert alltaf auðvelt að elska
systur eins og þig en þessir ósýni-
legu þræðir sem tengja okkur
saman hverfa ekki svo auðveld-
lega, við vorum systur og vinkon-
ur. Ég gaf þér vinskap minn, aftur
og aftur og aftur þrátt fyrir allt.
Já Það er svo sannarlega ekki
alltaf auðvelt að elska. En þú
varst sko elskuð og ekki síst af
litlu yndislegu ömmustelpunni
þinni henni Guðnýju Líf. Þrátt
fyrir það að geta ekki verið
„venjuleg“ amma. Hún faðmaði
myndina af sér og þér svo falleg
og svo innilega að sér. Fallega,
hjartahlýja Guðný Líf. Myndin
sem við færðum henni eftir fráfall
þitt. Þið bestu vinkonur, svo bros-
andi sælar saman þegar þú varst
nýflutt í nýju íbúðina.
Þú varst svo glöð þegar þú
fluttir inn fyrir rúmu ári. Og ég er
svo þakklát fyrir að hafa verið í
þeim góða hópi af fólki sem færði
þér peningagjöf fyrir innbúi í
hana og sumir gáfu húsgögn og
nytjahluti. Að fá að upplifa
gleðina þína, undrunina og þakk-
lætið þitt til allra sem studdu þig
og ekki síst fyrir allar góðu hugs-
anirnar sem fylgdu með til þín frá
svo mörgum. Það var mikil gleði-
stund og ég hélt að nú væri bjart
fram undan hjá þér elsku systir
mín. Og það var bjart hjá þér
elsku Hildur, það birti svo sann-
arlega til.
Við fylgdumst öll svo spennt
með að fá tvíburana í heiminn,
Sigurð Leó og Telmu Lovísu,
yndislegu ömmubörnin. Það var
svo mikil gleði og hamingja og
yndislega fjölskyldan hans Einars
og Aldísar að stækka svo hratt.
Og þú varst svo ánægð og glöð
með fólkið þitt.
En á bak við alla gleðina, allar
góðu breytingarnar liggur draug-
ur fortíðarinnar, sorgin og geð-
veikin.
Á þessari stundu renni ég hug-
anum yfir árin sem hafa liðið og
mér verður hugsað til allra þeirra
fagaðilar sem að þér komu. Allra
vel menntuðu sérfræðingana,
heilbrigðis- og velferðarkerfisins
okkar. Og ég hugsa, skyldi eitt-
hvað hafa breyst?
Það var ekki auðveld frétt að fá
að þú værir dáin, svo skyndilega,
svo óvænt.
Elsku besta systir mín, lífið
hefur ekki verið þér auðvelt. Þú
varst hluti af mínu lífi og ég vildi
þér allt það besta, alltaf. Þú áttir
fjölskyldu sem vildi þér allt það
besta en þú varst kannski ekki
alltaf fær um að meðtaka það.
Fjölskylda þar sem ást, væntum-
þykja, góðmennska og samheldni
hefur ráðið ríkjum. Við höfum svo
sannarlega glaðst og fundið svo
óbærilega mikið til. Við áttum
okkar vonir og drauma.þannig er
lífið.
Elsku systir mín, svo væng-
brotin, svo brostið hjarta en þú
varst elskuð. Ég ætla að muna
það og brosið þitt í hjarta mér.
Takk fyrir allt, elsku Hildur mín,
við hittumst einhversstaðar ein-
hvern tímann aftur á ferðalaginu
okkar. Þín bíður betri staður þar
sem engin sorg né þjáning er.
Þín systir
Eva.
Kveðjustund, elsku systir mín
hún Hildur hefur kvatt þetta líf,
son sinn og barnabörn, okkur fjöl-
skylduna sína sem hún elskaði
heitt, fólkið sitt. Ég sit hljóð og
horfi á fallega ljósmynd af henni
og sonardótturinni Guðnýju Líf,
bestu vinkonur. Ég sit hljóð, í
þakklæti fyrir þann tíma sem við
áttum saman, fyrr og nú og þrátt
fyrir allt og allt. Ég óska þess og
bið af öllu hjarta að systir mín
megi öðlast frið.
Blik í auga, skínandi
bros, ljós
í myrkri, nýr dagur
líf. Ég sé
þig, systir mín
hjarta þitt
og mitt, okkar allra.
Sorg og þjáning, harmur,
kvöl, löng dimm nótt.
Falleg sál,
með hugrekki
til að lifa.
Ég sé gjöf
lífs, birtu þína.
Ég sé þig, systir mín
ást þína
og mína, okkar allra.
Gleði og kærleik, von
og trú. Þakklæti
fyrir lífið, ljósið þitt
og mitt, okkar allra
sem eitt.
Megir þú hvíla í friði,
öðlast líkn og
sálarró elsku fallega
systir mín.
Þín systir
Erna.
Elsku systir mín. Ég er svo
þakklát fyrir tímann sem við átt-
um saman. Það var svo gott að
koma til þín eða tala saman í síma,
spjalla um allt og ekkert. Þá
fannst mér eins og leiðir hefðu
aldrei skilið, það var þessi þráður
sem aldrei slitnaði og leiðir okkur
saman við enda göngustígsins.
Hugur minn var oft hjá þér,
hjarta mitt faðmaði þig en fætur
mínir vildu ekki taka sporin. Það
tók mig allt of langan tíma að
fylgja hjartanu. Þegar ég tók
sporin sá ég ekki eftir því, fá að
sjá fallega brosið þitt og heyra
hlátur þinn, finna hlýju þína. Það
rifjast upp margar góðar stundir
þegar við vorum litlar stelpur og
þú varst að lesa fyrir mig, kenna
mér svo margt, hlustaðir á mig
unglinginn og vinkonur mínar
líka, þú tókst okkur sem jafningj-
um. Góðar og fallegar minningar
þegar við vorum ungar konur og
mæður og áttum tíma saman með
börnunum okkar. Þú gafst mér
svo margt, ég sakna þín, þráður-
inn á milli okkar slitnar aldrei og
mun leiða okkur saman við enda
göngustígsins. Elsku systir
hvíldu í friði
Þín systir
Anna Signý.
Síðustu árin hafði þróast með
okkur Hildi djúp vinátta. Við hitt-
umst þegar tök voru á, en verandi
sín í hvorum landshlutanum varð
til þess að töluðum mikið saman í
síma og höfðum um margt að
spjalla. Hún var alltaf hlý í sam-
skiptum og góður vinur. Henni
var annt um mig og mér var annt
um hana.
Hún hafði mikinn harm að
bera. Erfiður andlegur sjúkdóm-
ur tók sig upp með hörmulegum
afleiðingum fyrir hennar líf og líf
allrar fjölskyldu hennar. Sárin
voru djúp. Í ljósi þess var um-
hyggja hennar, hlýja og bjartsýni
enn dýpri og merkilegri. Það var
einstaklega gefandi að vera í sam-
skiptum við hana. Hún var alltaf
einlæg og opin gagnvart erfiðleik-
um sínum og alltaf þakklát fyrir
það góða sem mætti henni.
Síðustu árin urðu, þrátt fyrir
allt, góð og það er gott til þess að
vita að sár voru grædd og góðar
minningar urðu til. Hún hélt fast í
það sem var gott í lífinu. Litla
Guðný Líf var mikið ljós í lífi
hennar og henni var einstaklega
annt um Einar og litlu fjölskyld-
una hans og mikill spenningur
þegar von var á tvíburunum.
Þetta var hennar ríkidæmi og
sárt að hún skuli hverfa frá þeim
allt of snemma.
Ég viss‘ ekki lengi hvern vin þú hafðir að
geyma.
Við misstum samband og fórum í ólíkar
áttir.
Svo steig ég það gæfuspor að tengjast
þér betur
og allt varð betra þá daga sem þekkti
ég þig.
Elsku Hildur mín, þín verður
sárt saknað. Ég bið þess að þú
hafir gengið inn í himininn, inn í
ljósið bjarta til Guðnýjar Haddar
þinnar. Megi Guð blessa og lyfta
upp góðu minningunum
Ég sendi Einari, Aldísi, Guð-
nýju Líf og litlu tvíburunum mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur og
sömuleiðis Guðnýju, Oddnýju,
Evu, Ernu og Önnu Signýju.
Megi góður Guð gefa ykkur styrk
á erfiðum tímum.
Katrín Ásgrímsdóttir.
Í dag er mín gamla vinkona
Hildur Árdís borin til grafar.
Hildur sem gat verið skemmtileg-
ust af öllum. Að vera í samskipt-
um við hana bauð upp á endalaus
ævintýri. Sjálfsagt stundum
glæfraleg en það fannst okkur
ekki krakkakjánum vart komnum
af unglingsaldri.
Listræna litríka Hildur í
heimasaumuðu fötunum sínum.
Hláturmild, hjálpsöm og ljómandi
af lífsgleði og krafti. Hún var ein-
faldlega flottust. Fáa hef ég þekkt
með jafn ríka réttlætiskennd,
með jafn mikinn hug á að aflétta
heimsins kúgun og böli okkar
mannanna. Stundum fannst mér
einum of um ákafann. En ég held
samt að Hildur hafi haft töluverð
áhrif á lífssýn mína og fyrir það er
ég henni þakklát. Sjálfsagt þættu
henni lífsviðhorf mín bitlaus þessa
dagana, meiri róttækni vanti í
leikinn. Yfir þessu get ég brosað.
Hildur mín hafði ekki góð spil á
hendi í lífinu, eiginlega spil sem
helst ætti að henda úr stokknum.
En því ráðum við því miður ekki.
Kæra vinkona, ég kveð þig með
þakklæti og sorg í hjarta. Dreymi
þig vært í sumarlandinu.
Megi allar góðar vættir vaka
yfir Einari syni þínum og ungu
fjölskyldunni hans.
Aðstandendum öllum votta ég
innilega samúð mína.
Þín Magga.
Margrét Ásmundsdóttir.
Hildur Árdís
Sigurðardóttir
Við kveðjum
elsku Olgeir afa sem
við kölluðum afa
Olla og rifjum upp
bjartar minningar
um hann. Elsku afi
Olli var ljúfur, góður og um-
hyggjusamur og hafði hann mik-
inn áhuga á að tala við og hlusta á
fólk. Hann spurði iðulega okkur
systkinin: „Hvernig gengur í
skólanum, hvernig gengur í
vinnunni, hvernig gengur með
nýja bílinn?“ Eða: „Hvernig líður
þér?“ Það lýsir vel umhyggju-
semi hans í garð okkar. Þegar við
spurðum afa hvernig hann hefði
það bar hann sig alltaf vel.
Afi Olli var fljótur að taka eftir
því ef maður var nýklipptur eða í
fínum fötum, hann hrósaði manni
fyrir það.
Þegar við vorum lítil fóru afi
og amma oft með okkur í sund og
á sundnámskeið. Eftir sundið var
Olgeir Möller
✝ Olgeir Möllerfæddist 15. júlí
1928. Hann lést 26.
júlí 2020.
Útför Olgeirs fór
fram 6. ágúst 2020.
farið í næstu
sjoppu og keypt
kók í gleri og
lakkrísrör, það
fannst okkur gam-
an.
Okkur er minn-
isstætt að afi skar
oft niður epli eða
greip handa okkur
og var greip hans
uppáhaldsávöxtur,
sem okkur fannst
beiskur á bragðið. Þess vegna
leyfði hann okkur að dýfa greip-
inu í hvítan sykur og borða.
Afi Olli hafði gaman af tónlist
og þegar hann kom í heimsókn
til okkar fannst honum notalegt
að fá píanóspil frá Fanneyju
Andreu og helst vildi hann heyra
lögin oftar en einu sinni.
Okkur þykir vænt um allar
þær góðu og dýrmætu minning-
ar sem við eigum af samveru-
stundum með afa Olla.
Hvíldu í friði elsku afi.
Þín barnabörn,
Sigríður Vala Helgadóttir
Möller, Fanney Andrea
Helgadóttir Möller og Jón
Baldvin Helgason Möller.
✝ Sverrir ÞórEinarsson
Skarpaas fædd-
ist 2. maí 1962.
Hann lést 26.
júlí 2020.
Útför Sverris
fór fram 10.
ágúst 2020.
Meira: mbl.is/andlat
Minningar á mbl.is
Sverrir Þór
Einarsson
Skarpaas
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma
INGVELDUR ANNA PÁLSDÓTTIR
hússtjórnarkennari,
lést fimmtudaginn 6. ágúst.
Útför mun fara fram frá Egilsstaðakirkju
fimmtudaginn 13. ágúst klukkan 14.
Vegna fjöldatakmarkana á samkomum mun útförinni verða
streymt í mynd fyrir aðra en nánustu fjölskyldu og boðsgesti.
Aðgang að streyminu verður hægt að fá hjá fjölskyldu.
Jón Þráinsson Íris Margrét Þráinsdóttir
Sigríður Sigmundsdóttir Þór Ragnarsson
Anna Birna Þráinsdóttir Sigurður Jakob Jónsson
Þórhalla Sigmundsóttir Þorgils Torfi Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
HÁKON MAGNÚSSON
skipstjóri og útgerðarmaður,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag,
fimmtudaginn 13. ágúst, klukkan 11.
Vegna samkomutakmarkana er athöfnin einungis fyrir nánustu
ættingja og vini. Útförinni verður streymt á www.sonik.is/hakon.
Rósa Sigurðardóttir
Margrét Hákonardóttir Gísli Svanbergsson
Guðbjörg Hákonardóttir Helgi S. Harryson
Hrafnhildur Hákonardóttir Gunnar Kvaran
Hákon Hákonarson Ingibjörg Kristófersdóttir
Kristín Rós Hákonardóttir
Hulda Rós Hákonardóttir Egill Reynisson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinsemd við
andlát og útför
GUÐRÚNAR HULDU
GUÐMUNDSDÓTTUR
Dúnnu.
Sérstakar þakkir til A3 á Grund fyrir alúð og
hlýju í hennar garð.
Sigurbjörg Lundholm Þórir Ólafsson
Ísidór Hermannsson Ingibjörg Júlíusdóttir
Steinn G. Lundholm Erla Elva Möller
og afkomendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HULDA VORDÍS AÐALSTEINSDÓTTIR,
Syðri-Bægisá,
Hörgárbyggð,
lést þriðjudaginn 11. ágúst á sjúkrahúsinu
á Akureyri. Útför auglýst síðar.
Katrín Steinsdóttir Jóhannes Sigfússon
Helgi Bjarni Steinsson Ragnheiður M. Þorsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
MAGNÚS GÍSLI ARNARSON
atvinnubílstjóri,
Frakkastíg 12a, Reykjavík,
er látinn.
Guðrún Þóra Magnúsdóttir Örn Ísleifsson
Ólafur Örn Arnarson
Okkar ástkæra dóttir, systir, mágkona
og frænka,
DAGNÝ HARÐARDÓTTIR,
Ægisgrund 19, Garðabæ,
lést á Landspítalanum mánudaginn
10. ágúst. Útförin fer fram frá
Vídalínskirkju fimmtudaginn 20. ágúst klukkan 13.
Gréta Guðmundsdóttir Hörður Arnþórsson
Arna Harðardóttir Njáll Hákon Guðmundsson
Ólafía Harðardóttir Hannes Viktor Birgisson
Gréta, Viktor, Atli Hrafn og Pétur Kári