Morgunblaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020 ✝ Hákon Magn-ússon, fyrrver- andi skipstjóri, út- gerðarmaður og síðar kaupmaður, lést úr krabba- meini á Landspít- alanum við Hring- braut sunnudaginn 2. ágúst. Hákon fæddist 18. febrúar 1933 á Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon og Guðbjörg Guð- mundsdóttir. Hákon lauk framhaldsskóla- prófi og svo síðar námi úr Stýrimannaskólanum árið 1955. Strax eftir nám tók hann við starfi stýrimanns og skömmu síðar tók hann við stöðu skip- stjóra og útgerðarmanns. Foreldrar hans brugðu búi á Kleifum og fluttu til Drangs- ness þegar hann var 12 ára þar Húnaröstinni og var til að mynda einu sinni krýndur síld- arkóngur og var mikill afla- maður. Árið 1998 urðu þátta- skil hjá Hákoni þegar hann fór í land. Þá hófst nýr kafli við verslunarrekstur með versl- anirnar Herragarðinn og Boss meðal annarra. Hann starfaði við þann rekstur til dauðadags ásamt Rósu og syni sínum og eiginkonu hans. Eftirlifandi eiginkona Há- konar er Rósa Sigurðardóttir. Börn Hákonar eru sex, barna- börnin sautján og barna- barnabörnin þrettán. Elstu tvær dætur Hákonar átti hann með fyrri konu sinni, Elínu Ír- isi, sem lést af slysförum árið 1962. Eftirlifandi eiginkona hans, Rósa, átti eina dóttur fyr- ir og saman eiga þau þrjú börn. Karl Helgason skráði sögu Hákonar árið 2016 og birtist hún í bókinni Úr sveit á sjó. Vegna aðstæðna í þjóðfélag- inu verða einungis nánustu ætt- ingjar og vinir viðstaddir jarð- arför sem fram fer í dag, 13. ágúst 2020. Hægt verður að fylgjast með útförinni á slóð- inni: www.sonik.is/hakon. sem hann fermdist. Sjómannstíð hans hófst strax eftir fermingu og stóð hún yfir í rúmlega 5 áratugi. Árið 1957 tók hann við stöðu skipstjóra á Húna frá Skagaströnd þar sem hann gerðist meðeigandi í útgerðarfélaginu Húnvetningi hf. ásamt Birni Pálssyni frá Löngumýri. Síðar gerðu þeir út Húna II. Sam- starfi þeirra Björns lauk árið 1969. Eftir það starfaði Hákon við útgerð Stefáns Péturssonar frá Húsavík. Árið 1972 hófst samstarf með honum og Björg- vini Jónssyni útgerðarmanni og konu hans Ólínu Þorleifsdóttur þegar Hákon og Rósa keyptu helming í skipinu Dalaröst og síðar í skipinu Húnaröst. Há- kon átti mörg farsæl ár á Pabbi var hreinlyndur, hann var einlægur, stundum jafnvel barnslegur í sinni ákefð. Pabbi hafði auðvitað sína bresti eins og við öll en styrkleikar hans vógu mun þyngra. Ég tel föður minn hafa verið lífsglaðan mann og hann gat hlegið innilega. Honum hefur eflaust einnig verið létt um tárin, þótt ég hafi ekki oft séð það seinni árin. Það er hollt að hlæja og að gráta. Pabbi sagði já við lífinu. Hann hlustaði oftast af athygli og gat séð sjónarhorn viðmælanda síns. Það var gaman að fara á sjó með honum. Ég minnist nokkurra daga sjóferðar frá Reykjavík til Akureyrar, við fórum vestur fyr- ir. Þetta var aldamótaárið, sum- arið 2000. Hann treysti mér til að standa úti, ein, og syngja þegar ég fann andann kalla. Unaðslegt var að sigla inn Eyjafjörðinn á fögrum sunnudagsmorgni og syngja hástöfum falleg sjó- mannalög. Hann dó á sunnudags- morgni í byrjun ágúst. Ég skrifaði honum bréf er hann varð sextugur og rakti þá lífsferil okkar saman. Ég held að pabba hafi þótt vænt um þá gjöf. Ég hef líklega gefið pabba meira af mínum andlegu gjöfum en þeim veraldlegu. Það ber að þakka fyrir það jákvæða sem erf- ist á milli kynslóða: Lífsgleði, un- un ferðalaga, ekki sízt siglinga (þegar sjóveikilyf eru tekin áð- ur!) Að eiga auðvelt með að sofna að kvöldi eða þegar þreyta og svefn sækja á. Hjartsláttartrufl- anir hafa einnig erfst og það er allt í lagi. Faðir minn naut tónlistar, sér- staklega léttrar tónlistar af ýmsu tagi. Hann hafði einnig gaman af að dansa. Síðustu daga hef ég oft dansað við hann í huga og anda er ég heyri danstónlist. Þau voru glæsileg, svo af bar, foreldrar mínir, Hákon og Elín Íris er þau hittust fyrst á Akra- nesi átján og tuttugu og tveggja ára. Frumburður þeirra, ég, mætti á svæðið rúmu ári seinna og þá rann út í sandinn draumur pabba um að gerast farmaður og sigla um öll heimsins höf. Hann var ábyrgur maður og þess vegna festu þau heit sitt, faðir minn og móðir vorið 1957. Þau fengu sjö ár saman. Hann starf- aði alla tíð við sjósókn á Íslands- miðum en sigldi þó með afla til Bretlands og meginlands Evrópu um tíma. Eftir að hann hætti störfum sem skipstjóri og út- gerðarmaður rættist gamli draumurinn á vissan hátt er hann gat ferðast um alla jarðarkringl- una ásamt eiginkonu sinni til fimmtíu og sex ára, henni Rósu stjúpmóður minni. Pabbi var ekkert of hrifinn af því að dóttir hans væri að binda trúss sitt við mann á sama aldri og hann sjálfur. Þeir tengdafeðg- ar áttu þó eftir að verða góðir fé- lagar og vinir, sérstaklega þegar þeir sigldu tveir saman yfir Atl- antshafið frá Noregi til Íslands með Hafrós, skemmtibát föður míns og stjúpmóður, vorið 1999. Gísli minn sagði um pabba í vor, eftir að hann veiktist, að hann væri einna hreinlyndasti maður sem hann hefði kynnst. Það eru ekki slæm ummæli. Það er falleg tilviljun að faðir minn, Hákon Gunnar Magnússon, hafi kvatt þetta jarðlíf á fjörutíu ára brúð- kaupsafmæli okkar Gísla. Æfum okkur í að gera upp jafnóðum á meðan við lifum. Leitumst við að hlusta, skilja og fyrirgefa hvert öðru, sleppa tök- um á gamla sársaukanum og skynja hamingjuna. Hamingjan bíður eftir okkur eins og Jesús bíður alltaf. En síðust er gangan er göngum við ein, þá gleymast og hverfa öll veraldar mein. Allar syndirnar vegnar og síðan burt þvegnar og sálin að lokum er saklaus og hrein. (Gísli Svanbergsson) Margrét Hákonardóttir. Það er komið kvöld og ég er að farast úr spenningi. Ég er búin að bíða allan daginn og loksins segir mamma að við séum að leggja af stað. Pabbi er nefnilega að koma í land og við erum að fara að sækja hann. Það er alltaf draumkennt yfirbragð yfir því að keyra niður að höfn og sjá skipið sigla inn með ljósin í myrkrinu. Mest spennandi er að fá að fara um borð þegar það er búið að leggja að, pabbi tekur á móti okkur og hjálpar um borð. Það er alltaf gaman að labba um skipið og sjá hvernig allt er. Svo kemur hann með öðruvísi nammi og kók í áldollum sem var ekki til á Íslandi. Það er alltaf erfitt að kveðja og þegar hugurinn fer á flakk þá koma ótal minningar upp í hug- ann. Pabbi var sjómaður og þetta er ein af mörgum barnaminning- um mínum um hann. Hann var úti á sjó stóran part af minni æsku og þegar hann kom í land þá varð allt mjög spennandi. Hann var heima í stuttan tíma og svo fór hann aftur. Hann kom í raun almennilega inn í líf mitt þegar ég var í kringum 16 eða 17 ára aldur en fram að því var hann þessi spennandi hetja sem kom færandi hendi á einhverra vikna fresti með allskyns nýj- ungar sem gerðu mig yfirleitt mjög vinsæla í skólanum. Síðar meir þegar ég komst á unglingsaldur og hann fór að koma meira í land þá fór ég að kynnast honum betur. Pabbi var fæddur og alinn upp í sveit og farinn að vinna snemma. Og það er eitt af því sem ég lærði fljótt af honum var að maður vinnur fyrir hlutunum, þannig er lífið. Þegar ég komst á aldur þá fann hann eitthvað fyrir mig og okkur systur að gera, vinna við fisk og skrapa hitt og þetta niðri á höfn eða mála innan í Húnaröst. Pabbi var einstaklega rétt- sýnn og heiðarlegur maður. Hann bar með sér einstaka ró og yfivegun, vildi öllum vel og sá alltaf það besta í öllum. Pabbi var tilfinningaríkur maður en hann bar það ekki utan á sér og ef mál- efnin voru mikilvæg og ég þurfti að fá góð ráð var sérlega gott að ræða við hann. Þau samtöl sem ég átti við hann í gegnum árin eru samtöl sem ég mun aldrei gleyma því hann vildi alltaf sjá allar hliðar á málunum og vanda valið vel á ráðunum sem hann gaf mér. Ég mun aldrei gleyma nær- veru hans og fallegu bláu augun- um þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt. Hún kom alltof senmma í heiminn og ástandið var tvísýnt um stund. Ég var brotin og meyr og það að horfa í augun á honum veitti mér gríð- arlegan styrk og pabbi stóð við hlið mér eins og klettur, eins og hans var von og vísa. Hann var mjög hraustur og var alltaf að, enda kunni hann ekki að hætta að vinna. Hann bar aldurinn ótrúlega vel og eitt sinn er ég kom í Vaðlasel fyrir nokkr- um árum blasti hann við mér, hangandi í kaðli utan á húsinu að mála. Rúmlega áttræður maður- inn. Það var einstaklega lýsandi fyrir hann. Hann var hafsjór af fróðleik og visku og hikaði ekki við að fræða barnabörnin og segja þeim sögur um gömlu dagana. Það er gott að ylja sé við góðar minningar þeg- ar maður stendur frammi fyrir því að kveðja einhvern náinn sem maður eiginlega getur ekki hugs- að sér lífið án. Það bara passar ekki inn í myndina að kveðja. Takk fyrir allt pabbi minn, ég sé þig fyrir mér siglandi á Haf- rósinni þinni á betri stað. Ekki hafa áhyggjur, við pössum mömmu fyrir þig. Elska þig alltaf. Ljúfan þín, Hulda. Merkur og góður maður er nú fallinn frá. Elsku Hákon tengda- faðir minn og vinur var tákngerv- ingur þeirrar kynslóðar sem byggði hið ágæta ból sem við nú búum á. Hann lifði tímana tvenna til sjós og lands og upplifði margt sem reyndi á. Sögustundanna mun ég sakna, þær voru ófáar og setti mann þá oft hljóðan. Góð- mennska, útgeislun og hreysti eru orð sem áttu sannarlega vel við Hákon. Hákon var svo lán- samur að eiga sér að lífsförunaut Rósu Sigurðardóttir, sem var stoð hans og stytta, allt til enda. Rósa vann verk sín í hljóði og krafðist ekki athygli, en þeim mun betur studdi hún mann sinn og gerði honum kleift að sinna þeim mörgu verkum sem honum voru falin, Hákon talaði oft um það. Hennar er missirinn mestur. Að leiðarlokum þakka ég þau forréttindi að hafa átt Hákon að sem tengdaföður, lærimeistara og frábæran afa barnanna minna. en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Hvíl í friði minn kæri, þú hefur skilað þínu og gott betur. Egill Reynisson. Í dag kveð ég yndislegan tengdaföður minn og traustan samstarfsmann. Það er alltaf sárt að horfa á eftir fólki sem maður virðir og þykir vænt um en minning þess lifir með okkur áfram og er gott að minnast og vera þakklát fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Það var yndislegt að fylgjast með Hákoni og föður mínum þeg- ar þeir mættu reglulega í Kringl- una eða á lagerinn með verkfær- in sín til að dytta að hinu og þessu. Þeir voru alltaf að og skelltu sér síðan saman á kaffi- hús eftir erfiði dagsins. Pabbi kveður nú einnig einn sinn besta vin og samstarfsmann. Elsku tengdó, hvíl þú í friði og megi minning þín vera ljós í lífi okkar sem eftir stöndum. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. (Höf. ók.) Ingibjörg (Didda). Hákon Magnússon ✝ IngveldurAnna Páls- dóttir var fædd á Hofi í Höfðahreppi 12. apríl 1935. Hún lést 6. ágúst 2020. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Guðnadóttur, f. 1900, d. 1964, hús- freyju frá Hvammi í Holtum og Páls Jónssonar, f. 1899, d.1979, frá Balaskarði í Lax- árdal, kennara og skólastjóra á Skagaströnd. Ingveldur var alin upp á Hofi og á Skagaströnd í stórum systkinahópi. Systkini hennar eru: Kristinn, kennari á Blönduósi, látinn, Guðný hús- móðir í Kópavogi, látin, Jón, kennari og skólastjóri á Skaga- maður, búsett í Fellabæ, f. 5. des 1961, gift Þór Ragnarssyni og eiga þau 3 syni og 4 barna- börn. Anna Birna, fædd 18. jan 1963, d. 23. feb. 1965. Anna Birna lögfræðingur, búsett undir Eyjafjöllum, f. 25. des 1967, gift Sigurði Jakob Jóns- syni, f. 30. ág. 1956, og eiga þau 2 börn. Þórhalla, kennari og matvælafræðingur, búsett í Fellum, f. 22. feb 1969, gift Þorgils Torfa Jónssyni og eiga þau samtals 6 börn og 2 barna- börn. Ingveldur Anna lauk prófi frá Héraðsskólanum á Reykj- um í Hrútafirði 1952 og frá Húsmæðrakennaraskóla Ís- lands 1956. Sama ár fluttist Ingveldur Anna austur á Fljótsdalshérað og réð sig til starfa sem kennari í Hússtjórn- arskólanum á Hallormsstað. Eftir giftingu bjuggu Ingv- eldur Anna og Þráinn í Gunn- hildargerði til 1963 en fluttu þá að Hallormsstað hvar Ingv- eldur réð sig til starfa á ný við Hússtjórnarskólann, sem kenn- ari og síðar skólastjóri. Árið 1968 fluttu Ingveldur Anna og Þráinn á Egilsstaði og stuttu síðar í Fellabæ hvar þau byggðu sér reisulegt hús að Lagarfelli 3 og bjuggu þar alla tíð síðan fyrir utan að Ingveld- ur flutti eftir andlát Þráins 2007 að Dalbrún 1 í Fellabæ og bjó þar þangað til hún flutti á Dyngju, dvalarheimili aldraðra á Egilsstöðum, 2018. Frá 1968 ráku Ingveldur Anna og Þráinn margvíslega ferðaþjónustu. Bílaleigu og veitingaþjónustu ráku þau í áratugi á Egilsstaðaflugvelli, meðfram þeim rekstri ráku þau einnig Ásbíó á Egils- stöðum í nokkur ár og síðar fyrsta grillskálann á Austur- landi í Vegaveitingum í Fella- bæ. Útför fer fram frá Egils- staðakirkju í dag, 13. ágúst 2020, kl. 14 og verður streymt í mynd fyrir aðra en nánustu fjölskyldu og boðsgesti. Að- gangur að myndstreymi fæst hjá fjölskyldunni. strönd og Húna- völlum, býr nú í Mosfellsbæ, Guð- finna, hjúkrunar- fræðingur á Blönduósi, látin, Ásdís, póststarfs- maður í Hafn- arfirði, býr nú á Selfossi, Edda, verslunarmaður á Skagaströnd, látin. 17. júní 1959 giftist hún Sigmundi Þráni Jónssyni, f. 5. okt 1930, d. 11. des 2007, þá bónda í Gunnhild- argerði í Hróarstungu. Þau eignuðust 5 börn: Jón vélvirki, búsettur á Seltjarnarnesi, f. 7. mars 1960, kvæntur Írisi Mar- gréti Þráinsdóttur og eiga þau 2 börn og 1 barnabarn. Sigríð- ur, matreiðslu- og framreiðslu- Það er margs að minnast eftir aldarfjórðungs samleið með tengdamóður minni Ingveldi Önnu Pálsdóttur. Hún var ró- lynd kona með einstakt jafnaðar- geð og mikla jafnréttiskennd. Hún lagði sig alla fram um að fylgja börnum sínum vel eftir til vegs og virðingar og lagði sig síð- ar einnig fram um að fylgjast vel með barnabörnum sínum og gladdist mjög við hvern þeirra áfanga. Ingveldur leyndi oft á sér og var allnokkuð pólitísk, þótt hún léti Þráni sínum það eftir út á við, en var honum stoð og stytta í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur. Hún hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum, en fór af- ar vel með þær skoðanir sínar. Það var oft þegar við komum til hennar, að hún nefndi eitthvað athyglivert um menn eða málefni í Mogganum, sem við lásum bæði daglega og vildi þá vita viðhorf mitt til þess. Oftar en ekki vorum við nú blessunarlega sammála, en ógleymanlegt verður mér samt alltaf góðlátlega brosið hennar, þegar henni þótti að hún hefði hreyft hressilega við mér hvort sem við vorum nú alveg sammála eða ekki í það og það skiptið. Ingveldur var mikil hand- verkskona og liggur eftir hana margt einstakt handverkið, sem hún m.a. gaf okkur í gegnum tíð- ina og er okkur ómetanlegt. Hún var líka mikill náttúruunnandi og lagði mikið upp úr því að njóta náttúrunnar og nýta landsins gögn og nauðsynjar. Hún hafði mikla ánægju af því að tína ber í guðsgrænni nátt- úrunni okkar góðu og gerði úr þeim margs konar góðgæti. Hrútaberjahlaupið hennar er mér ógleymanlegt og var mikið veislufang. Hún gaf mér svo margt og ekki er ég í nokkrum vafa um að ég er betri manneskja eftir að hafa átt þessa ánægjulegu sam- leið með henni, sem aldrei verð- ur fullþökkuð. Seinustu árin þegar þegar hún var flutt á Dyngju og átti ekki gott um mál hafði ég að uppi hálfgerða einræðu um fjöl- skylduhagina og það sem helst var í fréttum hverju sinni. Þá var gott að þekkja brosið hennar og látbragðið, sem sagði allt sem segja þurfti. Elsku Ingveldur, ég er þakk- látur fyrir allar góðu stundirnar með þér og minnist þín með hlýju og einlægri virðingu fyrir öllu því sem þú gafst mér og fjöl- skyldu minni. Ég óska þess að þú megir hvíla í friði í draumalandinu þínu og njóta þar samverunnar með Þráni þínum og Önnu Birnu litlu. Þorgils Torfi Jónsson. Ingveldur er látin eftir alvar- legan heilsubrest síðustu árin. Minning mín um hana nær langt aftur, þegar ég var ekki hár í lofti. Ég man góðviðrisdag að sumri, þau koma akandi í hlað, Þráinn, Ingveldur, Nonni og Sigga. Anna Birna og Þórhalla fæddar talsvert síðar. Það var sól á himni og bjart var yfir minningunni sem ég hygg að hafi verið mín fyrsta um þetta heið- ursfólk og fjölskylduvini. Það var bjart yfir öllum minningum sem síðar komu, Ingveldur var mér sem önnur móðir og ég tíður gestur á heimilinu þar sem við Nonni urðum æskuvinir. Ingv- eldur var einstök geðprýðis- manneskja sem ekki þurfti að hækka róminn til að hlustað væri og þau Þráinn einstaklega sam- rýnd hjón sem gerðu mannlífið miklu betra. Þau voru í ýmsum atvinnurekstri, til dæmis veit- ingarekstri á Egilsstaðaflug- velli, sem segja mætti að hafi ekki síður verið menningarmið- stöð þar sem dreif að alla flóru mannlífsins og málin voru rædd. Ingveldur var um tíma kennari og skólastjóri húsmæðraskólans á Hallormsstað og hef ég fyrir satt að henni hafi farist það starf vel úr hendi og undrast ekki. Ég hef hitt nemendur hennar sem nú eru vel við aldur og héldu sambandi við sinn gamla meist- ara alla tíð. Það verður fámennt við útförina vegna aðstæðna í landinu en þeir eru margir, líkt og ég, sem verða þar í huga og minnast Ingveldar með innilegu þakklæti og virðingu fyrir að hafa verið sú sem hún var. Ég sendi öllum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Stefán Þormar. Ingveldur Anna Pálsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.