Morgunblaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020 Meistaradeild Evrópu 8-liða úrslit: Atalanta – París Saint-Germain ............. 1:2  París SG í undanúrslit og mætir annað- hvort Atletico Madríd eða RB Leipzig. Slóvakía Sered – Senica.......................................... 4:0  Nói Snæhólm Ólafsson lék allan leikinn með Senica. Svíþjóð A-deild kvenna: Rosengård – Linköping .......................... 7:1  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. Kristianstad – Växjö ............................... 2:0  Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn með Kristianstad. Sif Atladóttir er með barni og lék ekki. Elísabet Gunnars- dóttir þjálfar liðið. Piteå – Djurgården ................................. 1:1  Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Djurgården. Guðbjörg Gunnarsdóttir er í barnsburðarleyfi. Örebro – Uppsala .................................... 2:1  Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leik- inn með Uppsala og lagði upp mark. Staðan: Gautaborg 10 8 2 0 25:4 26 Rosengård 10 8 1 1 34:6 25 Kristianstad 10 5 3 2 21:17 18 Linköping 10 5 1 4 13:18 16 Örebro 10 4 2 4 11:15 14 Umeå 10 3 3 4 13:17 12 Piteå 10 3 3 4 12:17 12 Eskilstuna 10 3 2 5 16:16 11 Uppsala 10 3 1 6 15:24 10 Djurgården 10 2 3 5 11:15 9 Växjö 10 2 2 6 5:19 8 Vittsjö 10 2 1 7 12:20 7 B-deild: Lidköping – Mallbacken ..........................0:3  Kristrún Rut Antonsdóttir lék fyrstu 62 mínúturnar hjá Mallbacken. B-deild: Brage – Norrby........................................ 1:1  Bjarni Mark Antonsson lék fyrstu 67 mínúturnar með Brage. Noregur Röa – Vålerenga ...................................... 1:2  Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga og skoraði sigurmarkið.  NBA-deildin Philadelphia – Phoenix .................... 117:130 Memphis – Boston ........................... 107:122 Dallas – Portland.............................. 131:134 Sacramento – New Orleans..............112:106 Washington – Milwaukee .................113:126   Knattspyrnumað- urinn Ólafur Karl Finsen er kominn til FH að láni frá Val. Gildir láns- samningurinn út tímabilið sam- kvæmt tilkynn- ingu frá FH í gær. Hafði Valur áður hafnað tilboði FH í leikmanninn, en félögin hafa gert með sér samkomulag um lánssamn- ing. Hefur Ólafur lítið sem ekkert fengið að spila með Val í sumar, en hann kom til félagsins fyrir þremur árum. Ólafur hefur leikið 132 leiki í efstu deild með Stjörnunni, Val og Selfossi og skorað í þeim 32 mörk. Þá á hann að baki tvo A-landsleiki. Lánaður frá Val til FH Ólafur Karl Finsen SVÍÞJÓÐ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Ég er nokkuð ánægður með frammistöðuna og spilamennskuna en maður vill alltaf gera betur. Ég er þannig karakter að ég vil alltaf gera betur,“ sagði ákveðinn Ísak Berg- mann Jóhannesson, 17 ára knatt- spyrnumaður frá Akranesi, í samtali við Morgunblaðið. Ísak hefur síð- ustu vikur og mánuði vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Norr- köping í Svíþjóð, en hann er fasta- maður í liðinu þrátt fyrir ungan ald- ur. Ísak kom til Norrköping árið 2018, en kom aðeins einu sinni inn á sem varamaður á síðustu leiktíð. Ísak hefur hins vegar spilað 13 af 14 leikjum Norrköping í sænsku úr- valsdeildinni á þessari leiktíð, 11 frá byrjun, og skorað í þeim tvö mörk. Ísak skoraði annað mark Norrköp- ing í 2:3-tap fyrir Helsingborg í síð- ustu umferð með glæsilegu skoti. Ísak og félagar byrjuðu vel á tímabilinu og voru í toppsætinu framan af. Liðið hefur hins vegar tapað tveimur í röð og ekki unnið í síðustu fjórum. Ísak er ánægður með að fá að spila mikið, en skilj- anlega minna kátur með gengi liðs- ins að undanförnu. „Ég setti mér það markmið að komast inn í liðið sem fyrst og það hefur gengið eftir, en því miður hefur okkur ekki geng- ið nægilega vel. Við viljum gera bet- ur og fara að vinna leiki á ný. Við höfum ekki verið nægilega góðir að loka leikjunum sem við erum að spila. Við erum með ungt lið og að mínu mati erum við með besta fót- boltaliðið í þessari deild, en þurfum að kunna að stjórna leikjum betur.“ Verður margra milljarða virði Ísak hefur vakið mikla athygli sænskra fjölmiðla. Robert Laul hjá Aftonbladet lýsti Ísaki m.a. sem leikmanni sem fólk mun segja barnabörnunum sínum frá og það væru forréttindi að fá að fylgjast með honum. „Það eru sennilega ekki komin mörg hár á bringuna á hon- um, en hann hefur nú þegar náð full- komnum tökum á því að koma bolt- anum í netið,“ skrifaði Laul um Ísak. „Hann verður margra milljarða virði og ég á ekki von á að hann verði lengi hjá Norrköping,“ skrifaði Laul enn fremur. Þá valdi Aftonbladet Ísak efnilegasta leikmann Svíþjóðar og var hann valinn leikmaður 6. um- ferðar sænsku úrvalsdeildarinnar hjá Studio Allsvenskan. Pælir lítið í umfjölluninni Leikmaðurinn ungi segist ekki velta sér mikið upp úr athyglinni ut- an frá. „Ég hef ekki tekið mikið eftir en þó eitthvað. Það er gaman þegar maður stendur sig vel, en ég pæli annars lítið í þessari umfjöllun. Þeg- ar það er umfjöllun í kringum mann verður maður að einbeita sér að sjálfum sér og að hjálpa liðinu eins mikið og maður getur. Ég læt um- fjöllunina ekki hafa áhrif á mig.“ Norrköping keypti Ísak af ÍA í desember 2018. Hann kom aðeins einu sinni inn á sem varamaður á fyrsta tímabili í Svíþjóð, en hefur látið mikið að sér kveða á þessari leiktíð, eins og áður hefur komið fram. Ísak segist ávallt hafa reiknað með því að hann þyrfti að aðlagast, áður en hann fengi stórt hlutverk í liðinu, enda ungur að árum. „Ég fékk einn leik á síðasta ári og það er skiljanlegt. Það hefði verið óeðlilegt að 16 ára strákur fengi að spila mik- ið. Það var planið að fá eitt ár til að aðlagast og það hefur gengið vel. Satt best að segja átti ég ekki von á svona miklum spiltíma, en hann kemur með góðri frammistöðu. Lið- inu gekk vel í byrjun tímabils og þótt gengið sé ekki eins gott núna, þá hefur mér gengið frekar vel á vell- inum.“ „Ísak lítur kannski út eins og barn, enda nýorðinn 17 ára, en hann spilar fótbolta eins og fullorðinn,“ skrifaði títtnefndur Robert Laul um íslenska leikmanninn. Þegar Ísak lék sinn fyrsta og eina deildarleik með ÍA gegn Þrótti Reykjavík 22. september 2018 var hann aðeins 15 ára gamall og leit jafnvel út fyrir að vera enn yngri. Ísak hefur lagt mikið á sig til að styrkja sig síðustu mán- uði með góðum árangri. „Ég hef lagt mikið á mig til að styrkja mig. Ég hef bætt á mig rúmum átta kílóum síðan ég fór út fyrir tæpum tveimur árum og ég hef unnið í því. Maður þarf að hafa styrk til að spila at- vinnufótbolta og ég vildi vera með það í lagi. Það hefur gengið vel að byggja upp líkamann minn, sem er enn þá að þróast.“ Ofboðslega þakklátur Ísak gerði nýjan samning við Norrköping á dögunum og er hann nú samningsbundinn félaginu til árs- ins 2023. „Ég samdi út 2023, það var gott bæði fyrir mig og félagið,“ sagði Ísak og viðurkennir að ein ástæða þess að hann samdi til þriggja ára væri sú að Norrköping fengi meiri pening, fari svo að sænska félagið selji hann á komandi árum. „Við vor- um akkúrat að pæla í því,“ sagði Skagamaðurinn. Hann er mjög ánægður með lífið og tilveruna hjá Norrköping, enda ekki sjálfgefið að vera lykilmaður í sænsku úrvals- deildinni aðeins 17 ára. Þá kann Ísak vel við sig í borginni, sem er 140.000 manna borg í Austur-Svíþjóð. „Ég er mjög ánægður í borginni og hjá liðinu. Ég er ótrúlega ánægður með allt í kringum liðið og allt sem félag- ið hefur gert fyrir mig. Ég er ofboðs- lega þakklátur fyrir það. Það eru ekki öll lið tilbúin til að taka við svona ungum leikmanni og gefa hon- um tækifæri eins og Norrköping hefur gefið mér.“ Ísak getur lítið kvartað yfir byrj- uninni á atvinnumannaferlinum og hann setur stefnuna hátt. „Ég tel mig geta náð eins langt og hægt er að ná. Auðvitað getur ýmislegt kom- ið upp á en ég stefni á að ná eins langt og fótboltamaður getur mögu- lega náð.“ Ekki eini Skagamaðurinn Ísak var ekki eini Skagamaðurinn sem Norrköping keypti því Oliver Stefánsson kom til félagsins á sama tíma. Fór Stefán Þórðarson, faðir Olivers, með strákunum út og starf- ar hann nú hjá félaginu. Stefán lék sjálfur með Norrköping fyrst frá 2005 til 2007 og svo aftur 2009. „Það var mjög gott að hafa þá til taks. Stefán er byrjaður að vinna með sjúkrateyminu, hann nuddar leik- menn og hjálpar þeim að jafna sig. Það er mjög fínt að hafa Stebba og svo er Oliver að vinna í sínum málum með meiðsli. Hann kemur sterkur inn þegar hann er búinn að jafna sig,“ sagði Ísak Bergmann. Ísak er sjálfur af miklum knatt- spyrnuættum. Er hann sonur Jó- hannesar Karls Guðjónssonar, fyrr- verandi landsliðs- og atvinnumanns og núverandi þjálfara ÍA. Afi hans er Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, og þá eru föður- bræður hans Þórður og Bjarni Guð- jónssynir einnig fyrrverandi at- vinnu- og landsliðsmenn. Stefni á að ná eins langt og hægt er að ná  Hinn 17 ára Ísak Bergmann orðinn lykilmaður hjá Norrköping í Svíþjóð Ljósmynd/Norrköping Skagamaður Ísak Bergmann Jóhannesson hefur leikið afar vel með Norrköping á tímabilinu. Franska stórliðið París Saint- Germain er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu og mætir þar annaðhvort Atletico Madríd eða RB Leipzig. Franska liðið vann Atalanta 2:1 í 8- liða úrslitunum í Lissabon í gær- kvöldi en tæpt var það því Mario Pasalic kom Atalanta 1:0 yfir. Mar- quinhos jafnaði á 90. mínútu og Er- ic Choupo-Moting skoraði sigur- mark Parísar í uppbótartíma. Er liðið í undanúrslitum keppninnar í fyrsta skipti síðan 1995 eða fyrir aldarfjórðungi. Stórliðið komst naumlega áfram AFP Vígalegur Marquinhos fagnar jöfn- unarmarkinu í Portúgal í gær. Rosengård er í 2. sæti sænsku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu. Lið- ið burstaði Linköping 7:1 í gær en Glódís Perla Viggósdóttir var á sín- um stað í vörninni. Mimmi Larsson skoraði fimm mörk í leiknum. Svava Rós Guðmundsdóttir lék með Kristianstad sem vann Växjö 2:0 en Elísabet Gunnarsdóttir þjálf- ar Kristianstad. Anna Rakel Pét- ursdóttir lagði upp mark Uppsala í 2:1 tapi gegn Örebro. Þá skildu Djurgården og Piteå jöfn, 1:1, í Piteå. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Djurgården. Anna Rakel lagði upp mark Morgunblaðið/Árni Sæberg Svíþjóð Anna Rakel Pétursdóttir lét að sér kveða en það dugði ekki til. Knattspyrnumaðurinn Michael Ked- man hefur fengið leikheimild með Fylki en hann er 23 ára vinstri bak- vörður sem spilaði síðast á Spáni. Kedman var á mála hjá Tres Cantos í spænsku D-deildinni árið 2018 en hefur verið án félags síðan. Hann var á mála hjá unglingaliðum West Ham og Chelsea á Englandi á yngri árum. Fylkismenn mæta ÍA á Akranesi í næsta leik á Íslandsmótinu á laugar- daginn, gangi það eftir að Íslands- mótið geti hafið göngu sína á ný á morgun. Árbæingar eru í 3. sæti úr- valsdeildarinnar eftir níu leiki og hafa komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni. Liðið er fjórum stigum frá efsta sæti. Bæta við sig bakverði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.