Morgunblaðið - 13.08.2020, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 13.08.2020, Qupperneq 47
FÓTBOLTI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir mun taka þátt á Íslandsmótinu í knattspyrnu næstu mánuði en hún er gengin í raðir Vals að láni frá Ut- ah Royals í Bandaríkjunum. Þetta verður í fyrsta sinn í átta ár sem miðjumaðurinn spilar hérlendis en hún lék alls 142 leiki og skoraði 38 mörk fyrir uppeldisfélagið sitt Stjörnuna árin 2003 til 2012 áð- ur en hún hélt út í atvinnumennsku. Gunnhildur var fyrstu árin í Noregi en flutti til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum og gekk til liðs við Utah sem leikur í atvinnumannadeildinni. Hún spilaði eitt tímabil að láni með Adelaide United í Ástralíu og var þar með landsliðssamherja sínum, Fanndísi Friðriksdóttur, sem er á mála hjá Val í dag en spilar þó ekkert næstu mánuði enda barns- hafandi. Gunnhildur er 31 árs og hefur getið sér gott orð- spor í Utah jafnframt því að vera lykilmaður í ís- lenska landsliðinu þar sem hún hefur spilað 71 A- landsleik og skorað tíu mörk. Þó hún hafi ekki ætl- að sér annað en að vera um kyrrt í Ameríku breyttust áformin í kjölfar kórónuveirufaraldurs- ins sem nú herjar á heimsbyggðina. Meðal annars var deildarkeppninni þar frestað. Verður að vera klár í landsleikina „Það er ekki auðvelt að vera í Bandaríkjunum núna og hugsanlega verður ekkert spilað á næstu mánuðum,“ sagði Gunnhildur þegar Morgunblaðið sló á þráðinn. Ísland mun að öllu óbreyttu spila mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumeist- aramótsins í haust og það skiptir hana miklu máli að vera í standi fyrir þau verkefni. „Ég verð að undirbúa mig undir landsleikina, í mínum huga verða þeir auðvitað spilaðir.“ Eins og staðan er núna mun Ísland taka á móti Lettlandi og Svíþjóð í september og heimsækja Svíþjóð í október. Það hefði reynst erfitt fyrir Gunnhildi að taka þátt í þessu leikjum samhliða því að búa áfram í Bandaríkjunum. „Það eru ekki mörg Evrópulönd að hleypa inn farþegum frá Bandaríkjunum. Það væri erfitt fyrir mig að þurfa alltaf að fljúga til Íslands í sóttkví og fara svo áfram. Þurfa svo aftur í sóttkví við heimkomuna til Bandaríkjanna. Þetta hefði ekki gengið upp fyrir mig sem knatt- spyrnukonu, að vera í sóttkví 70% af tímanum og jafnvel spila ekki neitt. Fyrir mér eru landsleik- irnir númer eitt, tvö og þrjú og mikilvægt að koma til Íslands og vera tilbúin.“ Gott tækifæri til að koma heim Hún segist hafa fengið tilboð frá öðrum liðum í Evrópu en að lokum kosið að snúa heim og eiga þess kost að vera með fjölskyldu og vinum. „Ég var með nokkur tilboð í Evrópu en þetta eru bara nokkrir mánuðir og mér fannst þetta gott tækifæri til að koma aðeins heim og vera með fjölskyldunni. Hér er ástandið líka hundrað prósent betra en í Bandaríkjunum.“ Lánssamningurinn gildir út október og ætti hún því að geta klárað mótið með Völsurum sem eru í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem á einnig leik til góða. Valur á eftir að spila tíu leiki og á deildin að klárast í október, nema það dragist enn á langinn vegna veirunnar. Gunnhildur segist dugleg að fylgjast með ís- lenska fótboltanum þó tímamismunurinn sé mikill. „Það er mikill tímamismunur og erfitt að fylgjast með en ég les alltaf um alla leiki. Ég hef ekki spilað á Íslandi síðan 2012 og þarf auðvitað aðeins að koma mér inn í málin en þetta er spennandi.“ Einhverjir orðrómar voru um að hún myndi spila með uppeldisfélaginu í Garðabæ en Gunn- hildur er ánægð að geta bæði æft og spilað með mörgum stöllum sínum úr landsliðinu hjá Íslands- meisturunum. „Ég er að æfa með leikmönnum sem ég þekki úr landsliðinu og það var mikilvægt fyrir mig, að geta liðið vel og auðvitað að taka þátt í Meistaradeildinni. Valur er með frábæran leik- mannahóp. Í augnablikinu er þetta ekki í okkar höndum í deildinni en við þurfum bara að gera okk- ar, mæta í alla leiki og klára þá,“ sagði Gunnhildur Yrsa við Morgunblaðið. Landsliðið er númer eitt, tvö og þrjú  Gunnhildur Yrsa spilar á Íslandi í fyrsta sinn síðan tímabilið 2012 Ljósmynd/A2 Peter Hartenfelser Landsliðskonur Hallbera Gísladóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru nú samherjar hjá Val. ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020 Fyrrverandi blaðamaður á íþróttadeildinni nefndi við mig í mötuneytinu í vikunni að kóm- ískt væri að sjá knatt- spyrnumenn í sjónvarpsútsend- ingum þessa dagana heilsast með olnbogunum í leikslok. Þegar leiknum er lokið þá virðast menn mjög meðvitaðir um sóttvarnir og þakka fyrir sig með þessum hætti. Íþrótta- blaðamaðurinn fyrrverandi benti mér hins vegar á að nokkrum mínútum áður eru þessir sömu menn haldandi hver utan um annan í vítateigunum þegar hornspyrnur eru framkvæmdar. Ýmislegt kómískt má finna í framkvæmd leikja erlendis við þær aðstæður sem nú eru. Hlut- verk plötusnúða er til að mynda áhugavert. Menn reyna að spila umhverfishljóð sem líkja eftir því ef leikvangurinn væri stút- fullur af áhorfendum. Um dag- inn heyrði ég hina ímynduðu stuðningsmenn syngja baráttu- söngva. Einnig hef ég heyrt stuðningsmenn sem ekki eru á staðnum baula vegna einhvers sem gerðist á vellinum. Líklega eru uppgrip fyrir plötusnúða víða í álfunni og kemur sér vafa- laust vel því diskótek pökkuð af fólki eru líkleg til vinsælda á tímum kórónuveirunnar. Víða hefur knattspyrnuhreyf- ingin sett þrýsting á yfirvöld í þeim tilgangi að geta spilað. Langflestir leikmenn hljóta að vera þakklátir, og ef til vill auð- mjúkir, að geta sinnt starfinu í ljósi aðstæðna. En skemmd epli hjálpa hins vegar ekki mál- staðnum. Leikmaður Glasgow Celtic skellti sér til Spánar án þess að láta nokkurn kjaft vita og mætti í næsta leik án þess að fara í sóttkví. Átta leikmenn Aberdeen fóru saman á pöbb- inn. Ef skoska deildin yrði stöðvuð geta menn sjálfum sér um kennt. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Vålerenga vann dramatískan 2:1- sigur á Røa í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Íslenska landsliðs- konan Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sigurmark Vålerenga í blá- lokin af stuttu færi eftir undirbún- ing Marie Dølvik Markussen. Ingibjörg var í byrjunarliði Våle- renga og lék allan leikinn. Hefur hún leikið alla sjö leiki Vålerenga á leiktíðinni frá upphafi til enda og skorað tvö mörk. Kom hún til fé- lagsins frá Djurgården í Svíþjóð fyrir leiktíðina. Vålerenga er í öðru sæti með 16 stig. sport@mbl.is Ingibjörg skoraði sigurmarkið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á skotskónum Ingibjörg Sigurð- ardóttir tryggði sigurinn. Damian Lillard jafnaði hæsta stiga- skor sitt á NBA-ferlinum þegar hann skoraði 61 stig í 134:131-sigri Portland Trail Blazers gegn Dallas Mavericks en hann skoraði einnig 61 stig í janúar. Lillard hefur þrí- vegis skorað 60 stig eða meira. Öll tilfellin eru á þessu keppnistímabili. Fjörutíu og einu sinni hefur leik- maður skorað 60 stig eða fleiri í leik í NBA en fáir hafa afrekað það oftar en einu sinni. Ásamt Lillard eru það Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, James Harden, Michael Jordan og Elgin Baylor. kris@mbl.is Tvívegis skorað 61 stig á árinu AFP Atkvæðamikill Damian Lillard á auðvelt með að skora. Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sig- þórsson verður loksins í leik- mannahópi AIK er liðið mætir Östersund í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Kolbeinn lék síðast með liðinu 2. júlí. Meiðsli og veikindi hafa sett strik í reikninginn hjá Kolbeini síðan hann kom til AIK frá Nantes í Frakklandi en framherjinn hefur mikið glímt við meiðsli síðustu ár. Hefur AIK aðeins fengið tvö stig úr síðustu sex leikjum og er í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, stigi fyrir ofan neðsta sæti, en AIK var í mikilli titilbaráttu á síðustu leiktíð. „Það er gott að geta fengið inn mann með þá reynslu og hæfileika sem hann hefur,“ sagði Bartosz Grzelak, knattspyrnustjóri AIK, um Kolbein á blaðamannafundi. Kolbeinn er að verða leikfær Leikfær? Kolbeinn Sigþórsson gæti leikið með AIK innan skamms. Samkvæmt nýrri auglýsingu heil- brigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar verða nálægðartakmörk í íþróttum rýmk- uð frá og með 14. ágúst. Því er ljóst að Íslandsmót meistaraflokka sem og keppni í 2. og 3. flokki karla og kvenna í knattspyrnu geti hafist á ný á morgun, föstudag. Eins og fram kom í blaðinu í gær voru allar líkur á að þetta yrði niður- staðan en hafði ekki formlega verið staðfest. Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest að keppni getur hafist á ný um helgina en sambandið bíður enn eftir upplýsingum frá yf- irvöldum um hvort áhorfendur verði leyfðir á leikjum eða ekki. Í efstu deild karla og kvenna held- ur KSÍ sig við þá dagskrá sem var fyrir hendi. Tveir karlaleikir sem vera áttu í kvöld eru reyndar færðir aftur til morgundagsins. Leikir sem frestað hefur verið að undanförnu fara fram síðar. Keppni hefst að nýju Morgunblaðið/Árni Sæberg Efstu lið Breiðablik er á toppnum hjá konunum en Valur í 2. sæti. Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.