Morgunblaðið - 13.08.2020, Page 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020
www.danco.is
Heildsöludreifing
Fyrirtæki og verslanir
Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is
Einnota
andlitsgrímur 3ja laga10 stk. pakkningar
50 stk. pakkningar
Type 2R EN 14683
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin Supersport! gaf á dög-
unum út Dog Run, fimm laga plötu á
vef Post-dreifingar, hins mikilvirka
listasamlags og útgáfufélags. Er það
fyrsta EP-plata sveitarinnar sem
skipuð er Bjarna Daníel Þorvalds-
syni sem syngur og leikur á gítar,
Degi Reykdal Halldórssyni sem
leikur á trommur og slagverk, Huga
Kjartanssyni sem leikur á hljóm-
borð, sólógítar og syngur og Þóru
Birgit Bernódusdóttur sem leikur á
rafbassa og syngur.
Við fyrstu hlustun sker sig strax
úr kunnugleg og nokkuð sæt söng-
rödd Bjarna og glúrnir textar en
Bjarni er einnig í hljómsveitinni
Bagdad Brothers sem notið hefur
allnokkurra vinsælda hin síðustu
misseri. Textarnir eru svo bæði
furðulegir og á köflum óvenjuheiðar-
legir, t.d. við lagið „Ég smánaði mig“
en hann er á þessa leið:
ég smánaði mig
í bænum um helgina
í leit að viðurkenningu
skammaðist mín,
grét smá í strætó
og sofnaði einn
ég elska ekki neinn
það elskar enginn mig
hvers virði er það að vera til?
og draga andann
í andlausum heimi
og berjast við að vera til
Nýtt verkefni
Blaðamaður sló á þráðinn til
Bjarna á dögunum en hann var þá
nýkominn úr stúdíói með Super-
sporti! Bjarni er í þremur hljóm-
sveitum og hefur því nóg að gera en
þriðja hljómsveitin er Skoffín og er
líka hjá Post-dreifingu.
Bjarni er beðinn um að segja frá
Supersporti!, hvernig sveitin varð til
og hvers vegna. „Við Þóra bassaleik-
ari vorum búin að vera að spila sam-
an í Bagdad Brothers og ákváðum
að stofna nýtt verkefni í kringum
okkar lagasmíðafélagsskap. Við vor-
um búin að vera að
semja lög og ákváðum
að taka nýja stefnu og
prófa eitthvað annað,“
segir Bjarni. Bættust þá
við Dagur og Hugi en
Bjarni og Dagur voru
saman í hljómsveit sem
unglingar.
Höfundur allra texta
–Um leið og ég byrjaði að hlusta á
lögin ykkar tengdi ég við Bagdad
Brothers út af söngstíl þínum og
sérstakri söngrödd. Er þetta þín
náttúrulega söngrödd?
„Hún er eiginlega bara orðin það,
ég hef ekki alltaf sungið svona en
þegar maður er farinn að venja sig á
að beita röddinni með ákveðnum
hætti festist það svolítið. Ég held að
hún komi svolítið til af því að ég
hlustaði mikið á The Smiths sem
unglingur,“ svarar Bjarni. Hann
segist hafa verið í
Drengjakór Reykjavík-
ur sem ungur drengur
og að það hafi verið dýr-
mæt reynsla og lær-
dómsrík.
–Textarnir eru bæði
óvenjulegir og mjög
skemmtilegir og þú
skrifar þá alla?
„Jú, ég skrifaði alla textana á
þessari plötu,“ svarar Bjarni og er í
framhaldi spurður að því hvernig
hann fái hugmyndirnar að þeim.
Hann segir það misjafnt en lög og
textar á Dog Run hafi komið að
mestu samhliða. „Þegar ég er að
setja saman einhvern hljómagang er
einhver tilfinning sem fylgir því og
svo á þetta líka til að koma upp úr
samtölum sem ég á við Þóru þegar
við erum að semja lögin. Til dæmis
lagið „Ég smánaði mig“, ég var kom-
inn með smáhugmynd að texta þar
en það var óljóst hvert hún var að
fara. Eftir gott spjall sem við áttum
um erfiða helgi kom textinn,“ segir
Bjarni kíminn.
Innblástur úr nærumhverfinu
–Maður veltir fyrir sér hvort text-
arnir byggi á sönnum atburðum,
hvort þeir séu sannsögulegir?
„Þeir eru allir einhvern veginn
sannsögulegir en þó ekki allir samd-
ir út frá mínu sjónarhorni. Í ein-
hverjum tilfellum set ég mig í spor
fólks í kringum mig því innblást-
urinn er alltaf úr nærumhverfinu og
úr mínu lífi.“
–Þú ert bæði opinn og heiðar-
legur?
„Ég reyni að vera það en ég held
samt að ekkert sé til sem heitir ein-
lægni í tónlist, þannig séð, maður
setur alltaf upp einhverja grímu,“
svarar Bjarni. Leitin sé þó stöðug að
einhvers konar heiðarleika og hrein-
leika. Bjarni segir lagið oftast koma
aðeins á undan textanum og segist
frekar líta á sig fyrst og fremst sem
lagasmið frekar en textasmið.
Maður að reykja pípu
Í laginu „Það er maður inní her-
berginu mínu“ syngur Bjarni um
mann sem er inni í herberginu hans
að reykja pípu. „Það er maður inní
herberginu mínu, ætli hann viti að
hann sé týndur og heima hjá mér?
Er hann kannski týndur inní hausn-
um á sér?“ syngur Bjarni. Hann er
spurður að því hvort þessi texti sé
byggður á raunverulegum atburði
og segist hann sposkur ekki vita
hversu mikið hann megi segja um
það. Þó megi segja að maður hafi
verið að reykja pípu í herberginu
hans.
En hvernig myndi hann lýsa tón-
listinni? „Er þetta ekki bara popp-
músík?“ spyr Bjarni á móti og blaða-
maður getur ekki mótmælt því.
Innblásturinn kemur þó víða að.
„Við sækjum innblástur héðan og
þaðan, höfum mikið verið að hlusta á
folk pop nýlega og djass. En svo eru
það líka poppstandardar eins og
Bítlarnir og líka bönd eins og
Mannakorn og Stuðmenn,“ segir
Bjarni.
Aðrar leiðir
Þeir sem vilja kynna sér hljóm-
sveitina geta gert það á slóðinni
post-dreifing.bandcamp.com/album/
dog-run-ep. Þar má einnig styrkja
hljómsveitina með því að kaupa ein-
tak af plötunni en einnig má hlusta á
hana án greiðslu. „Við leggjum mik-
ið upp úr því hjá Post-dreifingu að
hafa allt útgefið efni mjög aðgengi-
legt,“ segir Bjarni og blaðamaður
spyr hvort þessi leið sé að skila ein-
hverjum tekjum til þeirra. „Það er
bara misjafnt,“ svarar Bjarni, „en
það er ekki punkturinn, við erum að
þessu fyrir ástríðuna og menning-
una og til að sýna fólki að það eru til
aðrar leiðir til að nálgast tónlistar-
sköpun en þær sem fólk á að venjast
í ofurmarkaðsvæddu bransaum-
hverfi.“
Fyrir ástríðuna og menninguna
Supersport! gefur út sína fyrstu EP-plötu á vef Post-dreifingar Glúrnir og forvitnilegir laga-
textar við sætan söng Bítlarnir, Mannakorn og Stuðmenn meðal áhrifavalda hljómsveitarinnar
Ljósmynd/Thelma Stefánsdóttir
Supersport! Hljómsveitina skipa, f.v., Hugi, Þóra Birgit, Dagur og Bjarni Daníel sem er fremstur á myndinni.
Antonía Berg og Íris María Leifs-
dóttir opna myndlistarsýninguna
Augnablik í galleríinu Flæði að
Vesturgötu 17 í Reykjavík í dag kl.
16. Þær segja Augnablik skrásetn-
ingu umbreytinga í listaverkum
sem gerð hafi verið á tímum kór-
ónuveirunnar. Antonía er leirkera-
smiður og Íris listmálari og segja
þær að vinnuaðstöðu þeirra hafi
verið lokað vegna samkomu-
bannsins og þær því ekki getað
nálgast olíumálningu eða leirofn.
Þær hafi því þurft að leita leiða til
að halda áfram vinnu sinni með því
að líta í kringum sig og notast við
litina í kryddskúffunni og hráan
leir. „Með ljósmyndinni föngum við
brot af ferli sem breytast óðfluga í
streymi náttúrunnar. Nærmyndin
er að hún býr til nýtt landslag. Þá
er hægt að taka efnin úr samhengi,
velta þeim fyrir okkur og mynda
nýjar tengingar. Við sköpum verk í
sameiningu og fylgjumst með um-
breytingum í verkum okkar sem
gerast með tímanum,“ skrifa þær.
Samhliða sýningunni verður vef-
síða þeirra opnuð á slóðinni augna-
blik.myshopify.com/.
Tvíeyki Antonía Berg og Íris María.
Skrásetning umbreytinga á veirutímum
Eyþór Franzson
Wechner leikur á
áttundu tón-
leikum Orgel-
sumars í Hall-
grímskirkju í
dag kl. 12.30.
Eyþór er org-
anisti í Blönduós-
kirkju og mun
leika verk eftir
fjögur tónskáld:
Faustas Latenas, Robert Schu-
mann, Alfred Hollins og J.S. Bach.
Eyþór byrjaði að læra á píanó sjö
ára gamall en skipti 14 ára yfir í
orgel, í fyrstu undir leiðsögn Úlriks
Ólasonar en síðar hjá Birni Steinari
Sólbergssyni við Tónskóla þjóð-
kirkjunnar og Listaháskóla Íslands,
að því er fram kemur í tilkynningu.
„Eftir tvö ár í Listaháskólanum
hélt hann til Þýskalands. Við
Hochschule für Musik und Theater
Leipzig lauk Eyþór Bachelor of
Arts-gráðu í orgelleik árið 2012 og
Master of Arts-gráðu árið 2014 við
sama skóla. Helsti kennari hans í
Leipzig var Prof. Stefan Engels.
Eyþór er nú starfandi organisti
Blönduóskirkju og nærsveita, kenn-
ir við Tónlistarskóla A-Húnavatns-
sýslu og við Tónskóla þjóðkirkj-
unnar,“ segir þar.
Eyþór Franzson
Wechner
Eyþór leikur verk fjögurra tónskálda