Morgunblaðið - 18.08.2020, Page 11

Morgunblaðið - 18.08.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020 SMÁRALIND www.skornir.is Leður- strigaskór Einstakur jafnvægisstuðningur sem tryggir stöðugleika og öryggi við hvert skref. Mjúkt leður, styrking á tá. Stærðir: 24-32 Verð 11.995 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aldrei hafa aflaheimildir og afli strandveiðibáta verið meiri en í sum- ar. Þessi vertíð er nú að óbreyttu á síðustu metrunum, en afli í þorski nálgast útgefið aflahámark. Meta átti stöðuna á strandveiðunum að loknum löndunum gærdagsins og að nýju í kvöld samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Á fimmtudag í síðustu viku vakti Fiskistofa athygli á að lítið væri eftir af heimildum í þorski, 557 tonn, en Fiskistofa skal stöðva strandveiðar þegar sýnt er að leyfi- legum heildarafla verði náð. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það ánægjulegt hvað vel hafi gengið heilt yfir á strandveiðum í sumar og gæftir hafi yfirleitt verið góðar. Hann segir ástandið í þjóð- félaginu vegna kórónuveikinnar og bágt atvinnuástand í kjölfarið einkum skýra fjölgun báta á strandveiðum í ár. Í því ljósi hefði átt að finna leiðir til að leyfa strandveiðar út september, en í staðinn sé útlit fyrir að veiðar verði stöðvaðar í þessari viku. Strand- veiðar eru heimilar frá maíbyrjun til loka ágúst og má róa fjóra daga í viku frá mánudegi til og með fimmtudegi. Reglur eru um hámarksafla í róðri, úthaldstíma og fleira. Aukning um 720 tonn af þorski Í lok júlí stefndi í að sá afli sem ætl- aður var til strandveiða myndi klárast um mánaðamótin júlí-ágúst. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra ákvað því að auka aflaviðmiðun í þorski til strandveiða úr 10 þúsund tonnum í 10.720 tonn og eru heimild- irnar meiri en nokkru sinni frá upp- hafi strandveiða 2009. Með reglugerðinni um auknar heimildir var m.a. komið til móts við mikla fjölgun báta á strandveiðum á þessu ári. Sérstaklega var tekið fram í frétt ráðuneytisins að „ráðherra hefur að lögum engar frekari heimildir til að auka við aflaheimildir til strandveiða á þessu fiskveiðiári“. Þrátt fyrir þessi orð segist Örn enn gera sér vonir um að aukið verði við heimildir á strand- veiðum sumarsins. Hann segir að mikið hafi munað um þau 720 tonn sem bætt var við heimildirnar í sum- ar, en gera megi betur því strandveið- arnar skipti mörg byggðarlög miklu máli. Fjölgun báta á öllum svæðum Í ár hafa alls 668 strandveiðibátar landað afla, en þeir voru 619 í fyrra. Flestir voru strandveiðibátarnir 759 sumarið 2012. Flestir bátarnir hafa eins og áður róið á A-svæði sem nær frá Arnarstapa til Súðavíkur, alls 249, og þar höfðu á fimmtudag 4.700 tonn eða tæpur helmingur þorskaflans komið á land. Bátum hefur fjölgað á öllum svæðum og mest á A- og D- svæðum, en síðastnefnda svæðið nær frá Höfn í Borgarnes. Veruleg afla- aukning er á öllum svæðum, nema C- svæði frá Húsavík til Djúpavogs þar sem bátum fjölgaði lítillega, en afli dróst saman um 6%. Meðalafli á bát í sumar nemur tæp- lega 17 tonnum, sem er 2,2 tonnum meira en í fyrra. 480 bátar hafa fengið meira en 10 tonn. Hæstu bátar hafa komið með yfir 40 tonn að landi; Stein- unn ÁR, Jónas SH, Nökkvi ÁR og Kolga BA. Steinunn og Nökkvi róa á svæði D, Jónas og Kolga á svæði A. Aflahæstur á svæði B, sem nær frá Norðurfirði til Grenivíkur, er Sæbyr ST og Lundey ÞH er með mestan afla á svæði C. Yfirleitt gott verð Örn Pálsson segir að gott verð hafi yfirleitt fengist á fiskmörkuð- um fyrir strandveiðiaflann og áætl- ar að meðalverðið hafi verið um 300 krónur fyrir kíló af óslægðum þorski. Miðað við 40 tonn af þorski og 300 króna meðalverð hafa afla- hæstu bátar fengið um 12 milljónir fyrir afla sumarsins. Nú fyrri hluta ágústmánaðar sló meðalverð fyrir handfæraþorsk af strandveiðibát- um í um og yfir 400 krónur á kíló einstaka daga. Sem dæmi um mikilvægi strand- veiða nefnir Örn að þrjá daga í ágústmánuði hafi þorskur af strand- veiðibátum verið yfir 80% þess þorskafla sem seldur var á fisk- mörkuðum. Síðustu dagar strandveiðanna  Góður afli strandveiðibáta og aldrei meiri aflaheimildir  Erfitt atvinnuástand skýrir fjölgun báta  Vonast eftir meiri heimildum  Aflahæstu bátar með yfir 40 tonn og aflaverðmæti um 12 milljónir Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Strandveiðar Ellert Ólafsson við löndun úr Önnu ÓF 83 í blíðskaparveðri á Siglufirði síðdegis í gær. Greiðslur í ríkissjóð af um- framafla á strandveiðum ársins eru komnar yfir 30 milljónir króna. Í maí veiddu 315 bátar einhverja daga umfram leyfileg 650 þorskígildiskíló, alls 37 tonn, og þurftu útgerðir þeirra að greiða rúmlega 8,6 milljónir króna í ríkissjóð í mánuðinum. Greiðslur í ríkissjóð hækkuðu síðan í júní og aftur í júlí, sam- kvæmt upplýsingum Fiskistofu, en endanlegar tölur fyrir þá mán- uði liggja ekki fyrir. Þá er um- framafli ágústmánaðar ótalinn. Drjúgar tekj- ur í ríkissjóð UMFRAMAFLI Staða strandveiða að loknum 60 dögum 2019 og 2020 2019 2020 Breyting milli ára Útgefi n leyfi (með löndun) 629 (619) 676 (668) 47 7% Landanir 13.933 17.022 3.089 22% Heildarafl i 9.060 tonn 11.253 tonn 2.193 tonn 24% Meðalafl i á bát 14.637 kg 16.846 kg 2.209 kg 15% Með afl a yfi r 10 tonn 399 bátar 480 bátar 81 bátur 20% Heimild: Landssamband smábátaeigenda 10.224 tonn höfðu veiðst af þorski að loknum 60 dögum, 13. ágúst sl. Vegna mistaka við vinnslu Sunnu- dagsblaðsins birtist sama krossgáta tvær helgar í röð, 9.8 og 16.8. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Gömul krossgáta Búið er að eyðileggja ærslabelg sveitarfélagsins Hveragerðis, en belgurinn hafði verið vel sóttur af yngri íbúum bæjarins. Þetta kemur fram í Dagskránni, fréttablaði Suð- urlands, og á vef bæjarins. Hoppudýnan hefur borið heitið ærslabelgur frá því að hún var sett upp, en sambærilegar dýnur má finna í flestum stærri sveitar- félögum. Ekki er ljóst hvað olli því að ærslabelgurinn er nú ónýtur. Að því er segir á vef Hveragerðis virðist sem fjöldi einstaklinga hafi hjólað yfir dýnuna og er hún af þeim sökum mikið rifin. Þá eru för eftir vespu eða hlaupahjól á mörgum stöðum. Ekki verður hægt að endurnýja belginn fyrr en næsta vor. Þá er ljóst að fjárhagslegt tjón vegna skemmdarverksins er verulegt. Á vef bæjarins er því beint til íbúa að bera virðingu fyrir umhverfinu. „Það er göfugt að bera virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Það er dapurt að nokkrir aðilar stundi skemmdarverk sem hefur áhrif á okkur öll. Því þurfum við að minna hvert annað á að ganga vel um,“ seg- ir í tilkynningu frá Hveragerði. aronthordur@mbl.is Eyðilögðu hoppu- dýnu í Hveragerði  Fjárhagslegt tjón er talið verulegt Ljósmynd/Hveragerðisbær Ærslabelgur Búið er að eyðileggja hoppudýnuna í Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.