Morgunblaðið - 18.08.2020, Síða 12
Gengi fasteigna félaganna Eikar, Regins og Reita frá áramótum til 17. ágúst
janúar febrúar mars maí júlí ágústapríl júní
40
35
30
25
20
15
10
5
0
80
70
60
50
40
30
20
10
0
Eik & Regin Reitir
27. FEBRÚAR
Fyrsti blaðamannafundur „þríeykis-
ins“ haldinn. Degi síðar er greint frá
fyrsta staðfesta smitinu hér á landi.
22. MARS
Bann við samkomum þar
sem fl eiri en 20 koma saman
4. MAÍ
Tilkynnt um tilslakanir og fjölda-
takmörkun færð úr 20 í 50 manns.
Unnt að opna framhalds- og háskóla
og ýmis starfsemi hefst að nýju.
25. MAÍ
Fjöldatakmörkun rýmkuð úr 50 í
200 manns. Líkamsræktarstöðvar
fá að hafa opið undir ströngum
skilyrðum.
14. JÚLÍ
Fleiri lönd skilgreind þannig að
ferðamenn þaðan eru undan-
þegnir skimun og sóttkví.
30. JÚLÍ
Samkomubann hert og aftur miðað við
færri en 100. Ferðamenn sem koma frá
áhættusvæðum og dvelja lengur en 10
daga verða að fara í tvær skimanir.
14. ÁGÚST
Allir komufarþegar til landsins skikkaðir
í tvær skimanir og 5-6 daga sóttkví.
19. MARS
Öll lönd skilgreind sem áhættusvæði.
Allir íslenskir ríkisborgarar og fólk
með búsetu á landinu skikkað í 14
daga sóttkví eftir dvöl erlendis.
13. MARS
Samkomur takmarkaðar og ekki
mega fl eiri en 100 koma saman.
EIK
Eik Reginn Reitir
Heimild: Nasdaq OMX Nordic og www.covid.is
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Fasteignafélögin þrjú í Kauphöll Ís-
lands, Reitir, Reginn og Eik, hafa
ekki átt sjö dagana sæla það sem af
er ári. Staðan virtist kristallast í við-
skiptum gær-
dagsins þar sem
lækkun félaganna
varð talsvert
meiri en flestra
annarra félaga og
nam lækkun
þeirra á bilinu
2,9-3,5%.
Það sem af er
ári hefur mark-
aðsvirði félaganna
rýrnað verulega, samanlagt um
rúma 36 milljarða. Reitir, sem er
stærsta félagið, hefur lækkað um ríf-
lega 35% og rúma 17 milljarða
króna, Reginn um rúmt 31% og ríf-
lega 12 milljarða og Eik hefur lækk-
að um tæp 23,5% og rétt um 6,5
milljarða króna.
Samtals hefur markaðsvirði þeirra
rýrnað um ríflega 36 milljarða króna.
Lækkun Reita nemur rúmum 35%
Ekkert eitt virðist skýra lánleysi fé-
laganna þótt meðfylgjandi tafla sýni
að eftir því sem syrt hefur í álinn í
baráttunni við kórónuveiruna hefur
gengi félaganna daprast. Snorri Jak-
obsson, hjá Jakobsson Capital, segir
félögin mjög undirverðlögð og að
þótt fasteignafélögin þurfi nú að gera
grein fyrir talsverðum neikvæðum
virðisbreytingum á fjárfestingar-
eignum sínum þá sé einkennilegt að
upplausnarvirði þeirra (eigið fé) sé
milljarðatugum hærra en markaðs-
virðið.
„Áhrif þessara virðisbreytinga eru
mun takmarkaðri en margir virðast
halda. Þær hafa lítil sem engin áhrif
á sjóðstreymið. Vissulega getur fjár-
mögnun þessara fyrirtækja orðið
dýrari ef eiginfjár- og skuldahlutföll
versna en þessi þrjú félög standa vel
að vígi í þeim efnum.“ Sem dæmi má
nefna að eigið fé Regins var um mitt
þetta ár rúmir 45 milljarðar króna en
markaðsvirði félagsins var í lok dags
í gær 27 milljarðar eða 40% lægra en
eigið féð.
Vaxtalækkanir skila sér ekki
Snorri bendir einnig á að þótt
nú gefi á bátinn í íslensku við-
skiptalífi þá muni neikvæðra
áhrifa af því gæta hægar hjá fast-
eignafélögunum en mörgum öðr-
um enda leigusamningar yfirleitt
gerðir til nokkurra ára.
„Þessi félög ættu einnig að vera
næmari en önnur félög þegar kem-
ur að vaxtalækkunum. Miklar
lækkanir vaxta ættu að þrýsta
verðinu upp en það hefur alls ekki
gerst í þeirra tilviki,“ segir Snorri.
Hann segir að félögin hafi í raun
ekki notið þeirra vinsælda sem
ætla hefði mátt og stemningin í
kringum þau fremur lítil.
„Það kann að hafa áhrif að líf-
eyrissjóðirnir, sem eru mjög um-
svifamiklir á markaðnum, hafa
frekar lítið keypt í þessum fé-
lögum og lagt meiri áherslu á að
kaupa skuldabréfin sem þau gefa
út. Þá er ekki útilokað að einhver
skortsala hafi átt sér stað á árinu
en ég hef þó ekki upplýsingar um
það.“
Hafa skilað góðri afkomu
Segir hann í raun illskiljanlegt að
gengið hafi þokast svo hratt niður á
við þrátt fyrir ágætan rekstur
þeirra.
„Afkoman hefur auðvitað versnað
nokkuð. En það verður að hafa í
huga að leiguarðsemi þessara fyrir-
tækja hefur verið með því móti að
ef þau hefðu greitt allan hagnað út í
formi arðs þá hefði það samsvarað
5-6% verðtryggðum vöxtum. Nú er
þetta komið niður í 4-5% en það er
mjög góður fjárfestingarkostur í
núverandi ástandi.
Rýrnað um 36 milljarða í ár
Fasteignarisarnir í Kauphöllinni ganga kaupum og sölum langt undir eigin fé
Sérfræðingur segir félögin mjög vanmetin Lægri vextir ættu að hækka verð
Snorri Jakobsson
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
18. ágúst 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 136.46
Sterlingspund 178.74
Kanadadalur 103.12
Dönsk króna 21.634
Norsk króna 15.281
Sænsk króna 15.657
Svissn. franki 149.81
Japanskt jen 1.2787
SDR 192.34
Evra 161.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 190.9365
Hrávöruverð
Gull 1948.3 ($/únsa)
Ál 1730.0 ($/tonn) LME
Hráolía 45.29 ($/fatið) Brent
Fjárfestingarfélagið Fredensborg
Ice ehf., sem á mikinn meirihluta í
fasteignafélaginu Heimavöllum, hef-
ur ákveðið að aðrir hluthafar sæti
innlausn á hlutum sínum. Lögum
samkvæmt má hluthafi sem fer með
meira en 90% hlutafjár í félagi fara
fram á slíka innlausn að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Að teknu til-
liti til eigin hluta Heimavalla er
eignarhlutur Fredensborg Ice ríf-
lega 99,45%.
Aðkoma Fredensborg Ice, sem er
í eigu Fredensborg Bolig í Noregi,
hófst með kaupum á 810,1 milljón
hluta í Heimavöllum í janúar síðast-
liðnum. Jafngilti það ríflega 7% hlut
í fasteignafélaginu. Skömmu síðar
jók félagið enn við hlut sinn og í
marsmánuði tilkynnti félagið, sem
þá átti orðið 74% af hlutabréfunum í
Heimavöllum, að það hygðist gera
yfirtökutilboð í aðra hluti í félaginu.
Fáir eftir í hópnum
Yfirtökutilboðinu var vel tekið og
tóku hluthafar sem áttu 24,32%
hlutafjár þátt í því og voru þeir 242
talsins. Fól tilboðið í sér að gengi í
viðskiptunum var 1,5 krónur á
hvern hlut sem var umtalsvert yfir
skráðu gengi félagsins þegar til-
kynnt var um yfirvofandi yfirtöku-
tilboð. Kaupverð hlutanna nam því
ríflega 4,1 milljarði króna. Innlausn-
in sem nú hefur verið tilkynnt fer
einnig fram á genginu 1,5 en dags-
lokagengi bréfa félagsins hefur
haldist rétt undir því gengi að
mestu síðustu mánuði og hafa við-
skipti með bréf félagsins verið mjög
takmörkuð á tímabilinu. Fredens-
borg Ice hyggst afskrá Heimavelli
úr Kauphöll Íslands en fyrirtækið
var skráð á markað 24. maí 2018.
ses@mbl.is
Heimavell-
ir innleysa
bréfin
Morgunblaðið/Eggert
Afskráning Arnar Gauti Reynisson
er framkvæmdastjóri Heimavalla.
Félagið er á leið úr
Kauphöll Íslands
Bandaríska tæknifyrirtækið Rob-
inhood, sem hefur það að markmiði
að veita fólki fría miðlun hluta-
bréfa, er nú metið á yfir 11 millj-
arða dollara, jafnvirði ríflega 1.500
milljarða íslenskra króna. Hið nýja
verðmat fékkst staðfest með fjár-
festingu vogunarsjóðsins D1 Capi-
tal Partners sem lagði því til 200
milljónir dollara í gær. Financial
Times greinir frá. Svo virðist sem
fyrirtækið sé á mikilli siglingu
þessa dagana því ekki er liðinn
nema mánuður síðan greining-
arfyrirtækið PitchBook mat heild-
arvirði fyrirtækisins á 8,6 milljarða
dollara. Nýjasta hlutafjáraukningin
hefur gefið vangaveltum um að í bí-
gerð sé að selja almenningi hluti í
„Hrói höttur“ met-
inn á 1.500 milljarða
Færir hlutabréfaviðskipti nær fólki
AFP
Vöxtur Robinhood fer með him-
inskautum og verðmæti þess hefur
aukist ævintýralega að undanförnu.
fyrirtækinu með hlutafjárútboði.
Robinhood er hins vegar ekki spá-
nýtt fyrirtæki. Það hefur sótt fjár-
magn til fjárfesta frá árinu 2013 og
tveimur árum síðar, 2015 hóf það
að veita almenningi þjónustu sína.
Allt um sjávarútveg