Morgunblaðið - 18.08.2020, Page 13

Morgunblaðið - 18.08.2020, Page 13
BAKSVIÐ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Landsfundur bandaríska Demó- krataflokksins hófst í gær, en þar mun Joe Biden, fyrrverandi varafor- seti, taka formlega við útnefningu flokksins til forsetaframboðs í haust. Landsfundurinn átti að þessu sinni að fara fram í Wisconsin-ríki, en vegna samkomubanns og annarra afleiðinga kórónuveirufaraldursins, verður hann nær alfarið haldinn á netinu. Skortur á sjónarspili til trafala? Landsfundir stóru flokkanna tveggja fyrir forsetakosningar eru jafnan mikið sjónarspil, þar sem lit- ríkar blöðrur, lifandi tónlist og eld- messur frá helstu flokksmönnum hafa búið til gríðarlega stemningu. Í ár var til að mynda gert ráð fyrir að um 50.000 manns myndu sækja ráð- stefnuna áður en faraldurinn setti strik í reikninginn. Meðal ræðumanna að þessu sinni verða fyrrverandi forsetahjónin Bill og Hillary Clinton og Barack og Mic- helle Obama, sem og þingmennirnir Bernie Sanders, Elizabeth Warren og Alexandria Ocasio-Cortez, en þau þrjú eru öll talin til róttækari arms Demókrataflokksins. Biden sjálfur flytur svo lokaávarp fundarins á fimmtudagskvöldið og tekur við út- nefningu flokksins. Landsfundur repúblikana hefst svo í næstu viku og verður með svipuðu sniði, en hefð er fyrir því að sá flokkur sem hefur forsetaembættið fái að halda sinn fund nær kosningunum. Áhrif landsfundanna hafa oftar en ekki mælst í skoðanakönnunum, þar sem hin mikla athygli sem fellur á frambjóðendurna verður til þess að auka fylgi þeirra tímabundið. Stjórn- málaskýrendur vestanhafs telja hins vegar að hið „rafræna“ form lands- fundarins gæti orðið til þess að draga úr áhrifum hans á fylgi fram- bjóðendanna, þar sem víst er að báð- ir fundirnir verða minna í sviðsljós- inu en ella. Spurning er hvort minni „lands- fundaráhrif“ geti haft áhrif á kosn- ingabaráttuna, en ný skoðana- könnun sem CNN birti í gær benti til þess að nokkuð hefði dregið sam- an með Biden og Trump í þeim fylkj- um sem munu ráða úrslitum í barátt- unni um Hvíta húsið, og munar nú einungis um fjórum prósentustigum á frambjóðendunum, en Biden leiddi með 14 prósentustigum í júní. Ræð- ur þar mestu að þeir stuðningsmenn repúblikana sem áður sögðust ætla að styðja Biden virðast vera að snúa aftur í „heimahagana“, auk þess sem ungir karlmenn eru nú líklegri til að styðja Trump en Biden. Tekist á um póstþjónustuna Umræðan vestanhafs um helgina sneri hins vegar ekki að skoðana- könnunum eða komandi lands- fundum, heldur hafa deilur um op- inbera póstþjónustu verið í brennidepli. Demókratar saka nú- verandi yfirmann bandarísku póst- þjónustunnar, repúblikanann Louis Dejoy, um að draga vísvitandi úr getu hennar til þess að bera út póst í aðdraganda kosninganna, en bæði póstkassar og flokkunarvélar hafa verið teknar úr umferð, en fyrir- sjáanlegt er að fleiri vilji greiða at- kvæði utankjörfundar að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldursins. Dejoy heldur því hins vegar fram að einungis sé um eðlilegar aðhalds- aðgerðir að ræða. Nancy Pelosi, for- seti fulltrúadeildarinnar, hefur kall- að deildina aftur úr sumarfríi, en ætlunin er að hún afgreiði lagasetn- ingu sem muni tryggja það að utan- kjörfundaratkvæðin komist til skila. AFP Landsfundur Útlitið var annað þegar Barack Obama og Joe Biden tóku við útnefningu Demókrataflokksins árið 2012. Biden er nú aftur teflt fram sem forsetaefni, en landsfundurinn verður á netinu vegna kórónuveirunnar. Óhefðbundinn landsfundur í skugga kórónuveirunnar  Fulltrúadeildin kölluð úr fríi vegna tafa á póstþjónustu FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi héldu áfram andófi sínu gegn úrslit- um forsetakosninganna 9. ágúst síð- astliðinn í gær, eftir að mikil átök urðu milli lögreglu og mótmælenda um helgina. Um 6.700 manns hafa nú verið handteknir fyrir þátt sinn í mót- mælunum, og að minnsta kosti tveir hafa látið lífið. Leiðtogar Evrópusam- bandsins íhuga nú refsiaðgerðir á hendur hvítrússneskum stjórnvöld- um vegna aðgerða helgarinnar. Alexander Lúkasjenkó, forseti landsins, mætir nú miklum þrýstingi bæði utanlands sem innan um að segja af sér embætti, en opinberir starfsmenn bauluðu á forsetann og sögðu honum að hafa sig á brott þeg- ar Lúkasjenkó heimsótti dráttarvéla- verksmiðju í eigu ríkisins. Myndskeið af heimsókn Lúka- sjenkós í verksmiðjuna í gær fór í al- menna dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar mátti sjá starfsmennina hrópa forsetann niður er hann reyndi að flytja ræðu. Var Lúkasjenkó sýnilega reiður er hann hvarf af vettvangi, en forsetinn hét því að ekki yrði boðað til nýrra kosninga, nema ef hann yrði ráðinn af dögum. Hin hörðu viðbrögð lögregluyfir- valda gegn mótmælunum um helgina virðast ætla að draga dilk á eftir sér, en ríkisstarfsmenn við ýmsar verk- smiðjur, sem taldir hafa verið meðal helstu stuðningsmanna forsetans, lögðu niður störf í gær. Þá voru stjórnvöld í Bretlandi og Þýskalandi í gær sögð íhuga frekari refsiaðgerðir á hendur Hvítrússum vegna viðleitni stjórnvalda til þess að berja mótmælin niður. Sögðu Bretar ljóst að niðurstaða kosninganna hefði verið fölsuð, og hvöttu til óháðrar rannsóknar á þeim. Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna hyggjast halda neyðarfund á morgun, miðvikudag, til þess að ræða ástandið í landinu, en talið er líklegt að þeir muni samþykkja refsiaðgerðir gegn Hvítrússum á þeim fundi. Don- ald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því einnig yfir í gær að hann fylgdist grannt með hinu hræðilega ástandi í Hvíta-Rússlandi, en bandarísk stjórnvöld hafa hvatt Lúkasjenkó til að hefja viðræður við forsprakka stjórnarandstöðunnar. Segist tilbúin að taka við Svetlana Tikhanovskaya, mótfram- bjóðandi Lúkasjenkós í forsetakjör- inu umdeilda, lýsti því yfir í gær að hún væri reiðubúin til þess að taka við stjórnartaumunum í Hvíta-Rúss- landi, en hún heldur því fram að fram- boð sitt hafi fengið meirihluta at- kvæða í kosningunum. Tikhanovskaya er nú í sjálfskipaðri útlegð í nágrannaríkinu Litháen, en hún krefst þess að stjórnvöld sleppi öllum þeim sem hafa verið handteknir í mótmælunum og í aðdraganda kosn- inganna, og að öryggissveitir landsins dragi sig í hlé. Þá vill Tikhanovskaya að þeir sem beri ábyrgð á ofbeldi gegn mótmælendum verði sóttir til saka. Herinn kominn á stjá Stjórnvöld í Litháen lýstu því yfir í gær að hvítrússneski herinn væri nú við heræfingar við landamæri ríkjanna, en Lúkasjenkó hefur sakað Atlantshafsbandalagið um að hafa aukið herafla sinn við landamærin. Forsprakkar bandalagsins segja hins vegar engar breytingar hafi verið gerðar á varnarstöðu bandalagsríkj- anna. Þá munu Rússar einnig vera til- búnir til að grípa inn í ástandið í land- inu, sé þörf á. Lúkasjenkó undir miklum þrýstingi  Fjölmenn mótmæli helgarinnar héldu áfram í gær  Leiðtogar Evrópusambandsins íhuga frekari refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi  Bandarísk stjórnvöld fylgjast grannt með AFP Mótmæli Lúkasjenkó (t.h.) rökræðir hér við starfsmann dráttarvélaverk- smiðju í Minsk, en forsetinn varð frá að hverfa eftir að baulað var á hann. Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi ákváðu í gær að fresta almennum þingkosn- ingum í landinu, en þær áttu að fara fram 19. september næstkomandi. Er nú stefnt að því að kosningarnar fari fram 17. október. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði í gær að frest- unin kæmi til vegna nýrra hóp- sýkinga af kórón- uveirunni sem blossaði upp í síð- ustu viku. Sagði hún að allir flokk- ar fengju nú tæki- færi til þess að sinna kosninga- baráttu sinni næstu níu vikurn- ar, á sama tíma og yfirkjörstjórn réð ráðum sínum um framkvæmd þeirra í ljósi kórónu- veirunnar. Rúmlega 21,5 milljónir manna hafa nú smitast af kórónuveirunni um allan heim og rúmlega 766.000 dáið af völdum hennar. Stjórnvöld í mörgum ríkjum hafa neyðst til þess að grípa til nýrra sóttvarnaaðgerða, þar sem faraldurinn virðist aftur vera í uppgangi. Þannig settu stjórn- völd í Suður-Kóreu meðlimi kristinn- ar mótmælendakirkju í sóttkví í gær eftir að nýtt hópsmit kom upp sem tengdist bænahaldi hennar. Grímuskylda á nóttunni Þá tilkynntu nokkur Evrópuríki um helgina og í gær um frekari að- gerðir til þess að stemma stigu við faraldrinum. Einna lengst gengu yfirvöld í ellefu héruðum á Spáni, en þar var ákveðið að loka öllum skemmtistöðum og næturklúbbum, en veitingastaðir og barir þurfa að loka dyrum sínum klukkan 1 eftir miðnætti. Á Ítalíu hefur öllum dansstöðum verið lokað næstu þrjár vikurnar, en aukinn fjöldi smita þar er nú rakinn til ungs fólks og skemmtunar þess. Þar hefur verið kveðið á um að öllum beri skylda til þess að hylja vit sín á almannafæri frá kl. 18 á kvöldin og fram til kl. 6 um morguninn. Þá hafa bresk stjórnvöld skipað öllum sem koma frá nokkrum Evr- ópuríkjum, m.a. Frakklandi, að fara í tveggja vikna sóttkví. Takast á við seinni bylgjuna  Kosningum frestað á Nýja-Sjálandi Jacinda Ardern

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.