Morgunblaðið - 18.08.2020, Page 14
Kosningarfóru fram íHvíta-
Rússlandi á dög-
unum. Úrslit
þeirra urðu þau að
forsetinn Alexand-
er Lúkasjenkó fékk 80% at-
kvæðanna. Svo skemmtilega
vill til að árið 1994 þegar að
hann var kosinn í fyrsta sinn
fékk hann einnig 80% at-
kvæðanna, svo varla er hægt
að saka forsetann um skort á
stöðugleika! Og þetta er auð-
vitað glæsilegur sigur hvernig
sem á málið er litið. Það vekur
kannski helst athygli að gæða-
blóðið Lúkasjenkó skyldi ekki
hafa bætt neinu við sig þessi
26 ár. Sú var tíð að Stalín,
elskaður og dáður, fékk 113%
atkvæða í sínu kjördæmi í ríki
alþýðu og verkalýðs í Sovét-
ríkjunum.
En án gamans þá er alls
ekki útilokað að forseta-
frambjóðandinn reyndi hafi
fengið 80% atkvæða. Og vissu-
lega voru aðstæður mjög sér-
stæðar í aðdraganda kosning-
anna eins og jafnan endranær.
Andstæðingur sitjandi forseta
í Bandaríkjunum, Joe Biden,
hefur þannig aðeins verið
hafður í einangrun í tvo mán-
uði í kjallaranum heima hjá
sér og er fullyrt af samherjum
hans að það sé ákvörðun sem
Biden hafi tekið
sjálfur. En leiðtog-
inn í framboðinu
gegn forseta
Hvíta-Rússlands
nú sat hins vegar
óumbeðið í fang-
elsi vikurnar fyrir kosningar
ásamt fleirum sem villst höfðu
af réttri leið.
Þau 26 ár sem forsetinn hef-
ur gegnt sínu embætti hefur
hann jafnan bætt á sig því
verkefni að ákveða sjálfur
hvað komist í fjölmiðla í sínu
landi. Eini fjölmiðillinn sem
nær máli þar eystra er ríkis-
fjölmiðillinn Belarúv, ef minn-
ið svíkur ekki.
Menn spyrja sig hvort kosn-
ingasvik hafi sannast á stjórn-
völdin í Hvíta-Rússlandi að
þessu sinni. Það er ekki hægt
að fullyrða neitt um slíkt og
spurningin eiginlega óþörf í
þjóðfélagi þar sem allt vald er
á einni hendi. Forsetinn hefur
að auki sjálfur komið fram
opinberlega og upplýst að ekk-
ert bendi til þess að svik hafi
verið í tafli á kjördag umfram
aðra daga. Og það er augljóst
að honum þykir það með mikl-
um ólíkindum ef einhver ætlar
sér að efast um slíkan úrskurð
þess sem best þekkir til. Það
hafi ekki verið gert hingað til
af neinum sem hafi ekki síðar
meir séð eftir því.
Nú virðist mælirinn
loks fullur í Hvíta-
Rússlandi og að því
hlaut að koma}
Svartnætti
Hvíta-Rússlands
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú styttist í aðþing komi
saman og á vef Al-
þingis hefur verið
birtur mikill fjöldi
svara við fyrirspurnum þing-
manna til ráðherra sem bersýni-
lega hefur verið unnið við að
svara í sumar. Björn Leví Gunn-
arsson er fyrirspurnakonungur
eins og fyrri daginn. Þingmað-
urinn spyr eins og hann eigi lífið
að leysa um allt og ekkert og
skiptir engu hvort upplýsing-
arnar liggja fyrir opinberlega,
til dæmis í lögum, eða hvort
raunverulega er þörf á spurn-
ingunni af því að upplýsingarnar
liggi ekki á lausu.
Björn Leví hefur lagt fram
fyrirspurnir um lögbundin verk-
efni allra stofnana ríkisins og
ráðuneyta, þar með talið um lög-
bundin verkefni allra dómstóla
landsins. Svarið sem hann fékk
um dómstólana var þetta: „Í
stjórnarskrá lýðveldisins Ís-
lands, nr. 33/1944, er kveðið á
um að dómendur fari með dóms-
valdið og að allir eigi rétt á að fá
úrlausn um réttindi sín og
skyldur eða um ákæru á hendur
sér um refsiverða háttsemi fyrir
dómstóli. Þannig er það lög-
bundið verkefni dómstóla, hvort
sem það eru héraðsdómstólar,
Landsréttur eða
Hæstiréttur Ís-
lands að dæma í
málum sem fyrir þá
eru lögð til úrlausn-
ar. Nánar er svo kveðið á um
málsmeðferð fyrir dómi í lögum
um meðferð einkamála, nr. 91/
1991, og lögum um meðferð
sakamála, nr. 88/2008. Um dóm-
stólaskipunina, skipun dómara
og starfsemi dómstóla er nánar
kveðið á um í lögum um dóm-
stóla, nr. 50/2016.“
Þá spurði Björn Leví um
heildarkostnað, sem hann gat
vitaskuld flett upp í fjárlögum,
rétt eins og hann gat flett upp í
stjórnarskrá og öðrum lögum
um hlutverk dómstóla, hafi
þingmaðurinn verið í vafa.
Þessum vitleysisgangi verður
að linna. Hingað til hefur ekki
þurft að hafa mjög skýrar reglur
um fyrirspurnir enda þingmenn
spurt að mestu um það sem
ástæða var til að spyrja um og
æskilegt að þingmenn geti aflað
upplýsinga um það sem ekki er
auðvelt að fletta upp. Þegar
þingmenn, einkum þingmenn
Pírata, verða ítrekað uppvísir að
því að misnota fyrirspurnirnar
er hins vegar kominn tími til að
setja einhverjar skorður við vit-
leysunni.
Píratar misnota
fyrirspurnir á þingi }Spurt í þaula um ekki neitt
Á
fimmtudaginn næstkomandi, 20.
ágúst, boða ég til samráðsfundar í
formi vinnustofu, í samstarfi við
forsætis-, dóms- og mennta-
málaráðuneyti, með lykilaðilum af
hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Markmið
fundarins er að ræða áframhaldandi stefnu og
aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma litið.
Efnt er til samráðsins í samræmi við tillögu
sóttvarnalæknis. Markmiðið er að að stilla sam-
an strengi og móta áherslur sem geti nýst í
áframhaldandi vinnu við mótun aðgerða vegna
Covid-19 á næstu misserum. Vegna sóttvarna-
sjónarmiða verður fjöldi þátttakenda takmark-
aður en þeim mun meiri áhersla verður lögð á
það að öll sem vilja og hafa áhuga geti tekið
þátt í fundinum á netinu.
Streymt verður beint frá fundinum á vef
Stjórnarráðsins, auk þess sem mögulegt verður að senda
athugasemdir og spurningar inn á fundinn yfir netið. Af-
urð fundarins verður svo gerð aðgengileg á samráðsgátt
stjórnvalda eftir þingið, og þar verður einnig hægt að
senda inn athugasemdir. Samráðsfundurinn markar því
upphaf samráðs við almenning og lykilaðila af hinum ýmsu
sviðum, en alls ekki endapunkt.
Á fundinum verða haldnar vinnustofur sem hver og ein
fjallar um stöðuna vegna Covid-19 á afmörkuðum sviðum,
áhrif og afleiðingar sóttvarnaaðgerða hingað til og hvernig
sjá megi framtíðina fyrir sér svo lengi sem kórónuveiran
setur mark sitt á samfélagið. Í lokin verður pallborð þar
sem þátttakendur draga saman meginlærdóm-
inn af fundinum og hvernig megi nýta samráð-
ið áfram þannig að sem best sé hægt að taka
tillit til margvíslegra aðstæðna og ólíkra hags-
muna.
Við vitum ekki hve lengi kórónuveiran verð-
ur áhrifavaldur í samfélaginu og verðum að
búa okkur undir að lifa með henni til lengri
tíma. Til þess að okkur takist það sem best er
mikilvægt að stjórnvöld hafi sem gleggsta
mynd af áhrifum þeirra sóttvarnaráðstafana á
líf almennings sem hingað til hefur verið beitt.
Hingað til höfum við á Íslandi borið gæfu til
þess að taka ákvarðanir sem eru tiltölulega lít-
ið íþyngjandi fyrir samfélagið, en aðgerðirnar
hafa óhjákvæmilega haft áhrif á líf og atvinnu
nánast allra landsmanna. Því er mikilvægt að
fá að heyra það beint frá einstökum hópum
hvernig áhrifin hafa birst þeim og hvað hefur verið mest
íþyngjandi, hvernig fólk sér fyrir sér framtíðina í óbreyttu
ástandi, hverjar séu helstu áskoranirnar, hvort og hvað sé
unnt að gera til að lágmarka röskun á daglegu lífi fólks og
gera það bærilegra svo eitthvað sé nefnt.
Ég hvet ykkur öll til þess að fylgjast með fundinum í
streymi á vef Stjórnarráðsins og taka þátt í honum á net-
inu. Samráðsfundurinn er bara upphaf mikilvægs samráðs
og ég vona að sem flest taki þátt svo við fáum fram sem
flest sjónarmið.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Samtal um leiðarljós
Höfundur er heilbrigðisráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Leigubílstjórar telja aðfyrirhuguð breyting á lög-um um farþegaflutninga álandi geti skaðað afkomu
þeirra enn frekar en orðið er. Benda
þeir á að mikill samdráttur ríkir nú í
leigubílaakstri vegna kórónuveiru-
faraldursins og bílstjórar berjist í
bökkum við að halda starfsemi sinni
gangandi.
Breytingartillagan, sem sam-
gönguráðherra áformar að leggja
fram á Alþingi í haust, felur í sér að
ekki þarf lengur að hafa almennt
rekstrarleyfi til að fá svokallað
ferðaþjónustuleyfi til aksturs. Þetta
síðarnefnda er sérstakt leyfi til far-
þegaflutninga þar sem notaðar eru
bifreiðar sem rúma færri farþega en
níu. Fram kemur í kynningu á
áformunum í samráðsgátt stjórn-
valda að markmiðið sé að lagfæra
samkeppnisstöðu handhafa ferða-
þjónustuleyfa gagnvart leigu-
bifreiðum sem margar veiti sam-
bærilega þjónustu.
Leyfin misnotuð?
Vegna uppgangs í ferðaþjón-
ustu og margvíslegra nýrra þarfa
sem við það sköpuðust við farþega-
flutninga voru fyrir nokkrum árum
sett ákvæði í lög um farþegaflutn-
inga og farmflutninga á landi sem
heimiluðu aðilum sem stunda far-
þegaflutninga í tengslum við ferða-
þjónustu að nota bifreiðar sem rúma
færri farþega en níu, enda hefði við-
komandi til þess sérstakt leyfi útgef-
ið af Samgöngustofu. Skilyrði slíks
leyfis er að það sé notað í tengslum
við ferðaþjónustu og umsækjandi
hafi rekstrarleyfi annaðhvort sem
ferðaskipuleggjandi eða ferðaskrif-
stofa auk þess að hafa almennt
rekstrarleyfi. Þjónustuna ber að
veita samkvæmt gjaldi sem er birt
eða auglýst fyrir fram, eigi skemur
en sem hálfsdagsferð eða sem hluti
af annarri viðurkenndri ferðaþjón-
ustu, þ.m.t. flutningur farþega til og
frá sérhæfðri afþreyingu sem er
hluti af ferðaþjónustu.
Leigubílstjórar voru frá upp-
hafi fullir efasemda um þetta ákvæði
og bentu á að ökutæki með ferða-
þjónustuleyfi myndu ná inn á starfs-
svið leigubílaaksturs og þar með
hafa vinnu af leigubílstjórum. Í um-
sögn Bandalags íslenskra leigu-
bifreiðastjórna og Bifreiðastjóra-
félagsins Frama í samráðsgáttinni
er þetta rifjað upp og fullyrt að bif-
reiðar með ferðaþjónustuleyfi hafi
ítrekað sést sinna annars konar
akstri með ferðamenn, svo sem
stuttum ferðum milli tveggja staða.
Þeir nefna sem dæmi 4-8 farþega
ökutæki í föstum ferðum á milli
Leifsstöðvar og höfuðborgarsvæð-
isins og akstur með farþega
skemmtiferðaskipa. Þessi brot hafi
oft verið tilkynnt, ýmist til Sam-
göngustofu eða lögreglu, en við-
brögð verið lítil. Eftirlitsaðilar virð-
ist ekki hafa bolmagn til að sinna
eftirliti með því að handhafar ferða-
þjónustuleyfanna haldi sig innan
ákvæða laganna.
„Sveltandi markaður“
Með hinni fyrirhuguðu laga-
breytingu muni handhöfum ferða-
þjónustuleyfa fjölga. Nýjum aðilum
verði „hleypt inn á sveltandi mark-
að“ eins og það er orðað í umsögn-
inni, og hafi það áhrif á afkomu
þeirra sem fyrir eru. Biðla samtökin
til stjórnvalda að íhuga málin vel,
virða lágmarksnýtingu dagsferða
ferðaþjónustuleyfa, skoða tölulegar
staðreyndir og taka tillit til afkomu
leigubifreiðastjóra og til öryggis al-
mennra farþega.
Leigubílstjórar vara
við lagabreytingu
Morgunblaðið/Ómar
Leigubílar Bílstjórar bíða eftir farþegum í Leifsstöð. Takmarkanir á
landamærunum koma illa við stéttina og berst hún í bökkum fjárhagslega.
Fækkun erlendra ferðamanna hér
á landi vegna kórónuveiru-
faraldursins hefur haft mjög
slæm áhrif á rekstur leigu-
bifreiða. Hefur fjöldi bílstjóra
neyðst til að leggja leyfi sín inn
vegna samdráttarins og finna sér
aðra atvinnu eða skrá sig atvinnu-
lausa. Eru um 14 prósent allra
leyfa í innlögn um þessar mundir.
Viðbúið er að þær hertu takmark-
anir sem nú hafa verið teknar upp
við komu til landsins verði til þess
að þrengja enn frekar að leigu-
bílaakstri og fækka þeim sem
geta haft afkomu af þessari at-
vinnustarfsemi.
14% leyfa í
innlögn
LEIGUBÍLAAKSTUR
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Samdráttur Fjöldi leigubílstjóra
hefur misst vinnuna að undanförnu.