Morgunblaðið - 18.08.2020, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020
Viðskipta
Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og
efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður
ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar
hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi.
Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru
í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum
hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is
VIÐSKIPTAPÚLSINN
VIÐSKIPTAPÚLSINN
NÝTTU
TÍMANN OG
FYLGSTU MEÐ
Las grein í Mogg-
anum um daginn sem
fjallaði um sam-
félagsmiðla. Og
hversu slæm áhrif
notkun þeirra getur
haft á heilsu okkar.
Dópamín er tauga-
boðefni heilans og
það losnar þegar
okkur líður vel, borð-
um góðan mat og svo
framvegis. En auk þess að láta
okkur líða vel getur losun þess
leitt okkur í ákveðna fíkn, eiturlyf
eða fjárhættuspil. En einnig far-
símanotkun.
Það að birta mynd af sér og
skilaboð á Facebook og vænta svo
jákvæðra viðbragða frá vinum
okkar í netheimum, er eitt dæmi
um það þegar farsímanotkunin er
að fara úr böndunum. Og svo
fáum við kannski ekki eins mörg
læk og við bjuggumst við og þá
verðum við döpur. Fáum nokkurs
konar fráhvörf. Kíkjum í símann í
tíma og ótíma í þeirri veiku von að
lækunum fjölgi og að okkur líði
þar með aðeins betur. Allt þetta
ferli veldur miklu stressi sem aft-
ur getur leitt af sér alvarlega og
lífshættulega sjúkdóma eins og
þunglyndi, offitu, sykursýki, háan
blóðþrýsting, hjartasjúkdóma,
heilablóðfall og vitglöp. Að vera
stöðugt í snjallsímanum getur ver-
ið lífshættulegt.
Ég sé sjálfur daglega allnokkra
dópamínfíkla í snjallsímanum sín-
um. Í vinnunni, á biðstofum
lækna, á veitingastöðum og í raun
um allt samfélagið. Skrolla fram
og til baka, lesa ummæli á sam-
félagsmiðlum og greinar, pósta
myndum, kommenta á færslur
annarra og svo framvegis. Skoða
hvað helstu „áhrifavaldar“ lands-
ins eru að gera, hvaða fötum þeir
klæðast (stelpurnar oftar en ekki
frekar knöppum), hvaða veit-
ingastaði þeir sækja og svo fram-
vegis. Líta ekki upp til að bjóða
góðan daginn, eru algjörlega fastir
í fíkninni, vesalings fólkið. Finn til
með þeim en vona
jafnframt að þau losi
sig úr þessum vondu
viðjum áður en skaði
hlýst af.
Ég og eiginkona
mín erum með sam-
eiginlega Facebook-
síðu sem við notum
mest til samskipta við
börnin okkar, ættingja
og vini. Setjum senni-
lega um það bil eina
mynd á mánuði inn á
síðuna okkar, oftast
montmyndir af börnum og barna-
börnum. Og svo bara líka til að
leyfa áhugasömum að vita að okk-
ur gengur og líður vel. Hvort við
fáum 10 eða 100 læk skiptir mig
engu máli, en mér þykir vænt um
að sjá falleg ummæli um það sem
við setjum inn, viðurkenni það.
Sjálfur er ég fíkill. Sem hefur
meðal annars leitt til þess að mér
dettur ekki í hug að fá mér svona
snjallsíma, nota Nokia-takkasíma,
7.900 krónur í fríhöfninni. Get tal-
að í hann, sent og fengið smáskila-
boð og sett í hann minnismiða um
það sem ég þarf að muna síðar.
Algjört draumatæki. Hleð hann á
sunnudögum. Mér finnst líklegt að
fengi ég mér svona fínan snjall-
síma þá myndi ég ánetjast. Ef af
slíkum kaupum verður hjá mér
síðar á lífsleiðinni, þá mun ég í
það minnsta reyna að muna hvaða
áhrif slíkt tæki getur haft á heilsu
mína. Lífshættuleg.
Dópamínfíklar
í snjallsímanum
Eftir Gísla Pál
Pálsson
Gísli Páll Pálsson
»Ég sé sjálfur dag-
lega all nokkra
dópamínfíkla í
snjallsímanum sínum. Í
vinnunni, á biðstofum
lækna, á veitingastöðum
og í raun um allt sam-
félagið.
Höfundur er takkafarsímanotandi
gisli@grund.is
Ég held að nú sé
ekki rétti tíminn til
flokkadrátta. Til að
finna sökudólga. Til
að kenna einhverju
eða einhverjum um
eitthvað. Til að leita
uppi meint fífl og
hálfvita eða leita uppi
meint mistök. Hvað
hefði mátt fara betur
og hvað hefði verið
hægt að gera öðruvísi. Eðlilegt er
að velta upp möguleikum og hvað
sé skást að gera á hverjum tíma í
erfiðum aðstæðum. En málið er að
standa saman sem aldrei fyrr með
því að taka utan um hvert annað í
raunverulegum kærleika, umvefj-
andi nærveru þótt hún kunni að
vera í meiri tímabundinni fjarveru
í bili en við hefðum kannski kosið.
Grátum saman
Það er svo þungt að missa. Til-
veran er skekin á yfirþyrmandi
hátt. Angist fyllir hugann. Örvænt-
ingin, tómarúmið, tilgangsleysið og
umkomuleysið virðist blasa við og
verða algjört.
Það er svo sárt að sakna. En
það er gott að gráta. Tárin eru
dýrmætar daggir. Perlur úr lind
minninganna. Minninga sem tjá
kærleika og ást, væntumþykju og
þakklæti fyrir liðna tíma. Minn-
inga sem þú einn átt og enginn
getur afmáð eða frá þér tekið.
Tárin mýkja og tárin styrkja. Í
þeim speglast fegurð minninganna.
Hlæjum saman
Hlæjum saman, því hláturinn
losar um streitu og spennu. Hlæj-
um saman því það styrkir vinátt-
una. Hlæjum saman, því það stælir
líkamann, nærir sálina og gleður
andann. Hlæjum saman því það
styrkir lungu og hjarta og eflir
ónæmiskerfið. Hlæjum saman, því
það styrkir magavöðvana, læknar
kvilla og eykur orku. Hlæjum sam-
an, því það styrkir bæði þína and-
legu og líkamlegu vöðva. Hlæjum
saman, því það gerir
okkur jákvæðari og
bjartsýnni. Hlæjum
saman, því það gerir
lífið svo miklu
skemmtilegra. Hlæj-
um saman, því þá líð-
ur okkur svo miklu
betur.
Og betra er að
deyja úr hlátri en leið-
indum.
Syngjum og biðjum
Hvort sem þú ert
sorgbitinn eða glaður, dapur eða
kátur, þá skaltu syngja og biðja.
Söngurinn mýkir hjartað, styrk-
ir andann, gleður geðið og nærir
sálina. Og með bæninni kemst
jafnvægi á hugann og friður flæðir
í hjartað.
Í bæninni nýturðu kyrrðar,
hlustar á sjálfan þig, umhverfið og
Guð. Þú metur stöðuna, hleður
batteríin og fyllir á tankinn.
Bænin er kvíðastillandi og
streitulosandi. Hún skerpir ein-
beitingu og færir huganum ró.
Söngurinn og bænin eru gömul
og góð sívirk meðul af Guði gefin.
Lækninum og lyfjafræðingnum
sem megnar að græða sár. Hlúa
að, uppörva og styrkja, líkna og
lækna.
Heilræði
Fyrirgefðu og þér mun fyrir-
gefið verða. Brostu og til þín verð-
ur brosað. „Faðmaðu“ og þú munt
„faðmaður“ verða. Uppörvaðu og
þú munt uppörvaður verða. Gefðu
og þér mun gefið verða. Elskaðu
og þú munt elskaður verða.
Syngdu og það verður tekið undir
með þér. Farðu með bænirnar þín-
ar og finndu friðinn flæða um þig.
Leitastu við að lifa í kærleika, friði
og sátt við Guð og alla menn og
þér mun líða svo miklu, miklu bet-
ur.
Með samstöðu-, friðar- og kær-
leikskveðju.
- Lifi lífið!
Syngjum, hlæjum,
grátum og biðjum, saman
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Bænin er kvíðastill-
andi og streitulos-
andi, skerpir einbeit-
ingu, færir frið og ró.
Njótum kyrrðarinnar,
hlustum á okkur sjálf,
umhverfið og Guð.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Menn eru að fæðast
og deyja á þessari jörð
á hverjum degi og
kannski spyrja sig
flestir menn einhvern
tíma á lífsleiðinni,
hvers vegna þeir
fæddust og hvernig
dauðann muni að bera.
„Ein kynslóðin fer og
önnur kemur.“ (Pré-
dikarinn 1:4.)
Fyrir skömmu var ég að lesa
merkilega frásögn í aldagamalli ritn-
ingu sem tilheyrir hinum apókrýfu
ritum Gamla testamentisins. Þar
segir af heilögum Sedrak, þegar
hann spurði Guð að því hvernig hann
tæki við sál sinni er hann dæi.
„Guð sagði við hann: Veistu ekki,
að sál þín er staðsett í lungum þínum
og hjarta og kvíslast þaðan út til
allra útlima þinna? Hún er tekin upp
í gegnum hálsinn, barkann og munn-
inn. Þegar tími hennar kemur að
koma út er henni safnað saman úr
öllum útlimum og síðan er hún skilin
frá líkamanum og hjartanu.“ (The
Apocalypse of Sedrach 10:2-5.)
Þar sem sagt er að hún komi upp
barkann gæti átt samlíkingu með
göngunum sem þeir ferðast um sem
upplifað hafa dauða sinn en snúið til
baka (Near Death Experience). Er
það mín tilgáta.
Samkvæmt útskýringu Skaparans
og reynslu þeirra sem verið hafa við
dauðans dyr bíður einhver áfram-
haldandi tilvera mannsins eftir líf
hans í dauðlegum líkama hér á
jörðu.
Þar sem margir bera
ugg í brjósti fyrir þess-
um umskiptum sem all-
ir menn munu upplifa
og velta fyrir sér langar
mig til að deila þessari
hugleiðingu með öðrum
lesendum. Þeim kynni
að finnast fróðlegt að
lesa orð Guðs, sem
hann beindi til Esdras:
„Mannkynið hefur enga
ástæðu til að hræðast
dauðann, því að sá part-
ur, sem er af mér, það
er sálin, fer til himna. Sá hluti sem
er af jörðu, þ.e. líkaminn, hverfur
aftur til jarðarinnar, en af henni var
hann tekinn.“ (The Apocalypse of
Esdras 7:2-3.)
Dauðinn er því umskipti, um-
breyting og vistaskipti sem lífgjaf-
inn býður okkur að hræðast ekki.
Skaparinn, sem vill okkur mönn-
unum allt hið besta, hefur búið svo í
haginn fyrir okkur mennina. Lífið og
tilveran er meistaraverk sem gjört
er af hönnuði heima og geima.
Eftir Einar Ingva
Magnússon
Einar Ingvi Magnússon
» Samkvæmt útskýr-
ingu Skaparans og
reynslu þeirra sem verið
hafa við dauðans dyr
bíður einhver áfram-
haldandi tilvera manns-
ins.
Höfundur er áhugamaður um
samfélagsmál.
einar_ingvi@hotmail.com
Af lífi og sál
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?