Morgunblaðið - 18.08.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.08.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020 ✝ Þórdís Ósk Sig-urðardóttir fæddist 26. maí 1951 á Baugs- stöðum í Stokks- eyrahreppi. Hún lést 5. ágúst 2020 á sjúkrahúsinu á Ísa- firði. Móðir hennar er Þóra Bryndís Dyrving, fædd 16. mars 1932, og faðir hennar er Sigurður Pálsson, fæddur 30. maí 1928. Þórdís var næstelst í átta barna systkinahópi, þau eru: Sigrún Ásta, fædd 22.7. 1948, Páll Georg, fæddur 15.3. 1954, Krist- ín Helga, fædd 17.8. 1955, Guð- rún Valborg, fædd 17.9. 1957, Svanhildur Sjöfn, fædd 27.5. 1960, Sverrir Garðar, fæddur 16.9. 1962, og Ómar Smári, fæddur 6.10. 1967. Fyrri eiginmaður Þórdísar er Karl Rúnar Gunnarsson, fæddur Nóel, Þórdís Bjarklind, Bryn- hildur Marlín. 4) Grettir, fæddur 5. febrúar 1974, maki: Ólöf Ása Guðmundsdóttir, börn: Guð- mundur Óðinn Hrafnsson, Ás- mundur Grettir, Benedikt Goði. 5) Bára Rúnarsdóttir, fædd 25. apríl 1975, maki: Þorvaldur Jónsson, börn: María Ársól, Jón Pétur, Bjarni, Rúnar. Eftirlifandi eiginmaður er Pétur Runólfsson, f. 22. júní 1939. Þórdís og Pétur gengu í hjónaband 15. apríl 2000. Hans börn frá fyrra hjónabandi eru: 1) Runólfur Kristinn, f. 7.9.1960, maki: Eygló Harðardóttir, börn: Pétur, maki: Eva Björk Ómars- dóttir, börn þeirra eru: Viktor Andri, Daníel Darri, Óliver Atli. Silja, maki: Andri Helgason, börn: Ísabella Rán, Elísabet Ýr. 2) Jón Pálmi, f. 28.7. 1961, maki: Annika Olsen, börn: Eliesar Ol- sen, maki: Angajo Olina Olsen, barn: Jákup Rúnar. Brynjar J. Olsen, maki: Sara Højgaard. 3) Margrét Lilja, f. 22.11. 1964, maki: Agnar Ebenesarson, börn: Pétur Geir Svavarsson, maki: Valgerður Kristmundsdóttir, börn: Ylfa Dröfn, Tristan Máni, Kara Kristrún. Linda Rut Svav- arsdóttir, börn: Katrín Lilja, Hildur Nadía og Klara Björk. 4) Sigurlín Guðbjörg, f. 30. maí 1968, maki: Pétur Oddsson, börn: Kristný, maki: Unnar Sveinbjörnsson, Pétur Tryggvi. Þórdís ólst upp fyrstu þrjú ár- in á Baugsstöðum, flutti þaðan með móður sinni að Gíslholti í Holtum, þar sem hún bjó til 16 ára aldurs en þá flytur hún að Svínhaga á Rangárvöllum. Í Svínhaga bjó Þórdís til ársins 1990 þegar hún og Rúnar slitu samvistir og hún flytur vestur á firði. Fyrst um sinn á Ísafjörð en síðan í Bolungarvík þar sem hún bjó með Pétri sínum. Þar starf- aði hún við aðhlynningu á Sjúkraskýlinu, við fiskvinnslu og sjómennsku. Einnig vann Þórdís við margs konar hann- yrðir og seldi afraksturinn í Drymlu á Bolungarvík. Útförin fer fram frá Odda- kirkju í dag, 18. ágúst 2020, klukkan 14. Vegna fjöldatak- markana verður athöfnin ein- ungis fyrir nánustu aðstand- endur. Athöfninni verður útvarpað við kirkjuna og einnig streymt. Meira: www.ebkerfi.is/streymi. 17. júlí 1948, börn þeirra eru: 1) Björk, fædd 26. maí 1968, maki: Guð- mundur Gíslason, börn: Gunnheiður og Gunnar. 2) Brynja Ósk, fædd 24. júlí 1969, maki: Birkir Ármanns- son, börn: Guð- mundur Gunnar Guðmundsson, maki: Guðrún Ýr, börn: Gunnar Baltasar, Brynjólfur Marvin, Börkur Þór. Glódís Margrét Guðmundsdóttir, maki: Eiríkur Ólafsson, börn: Mikael Máni Leifsson, Ólafur Kolbeinn, Brynja María, Bjarnveig Björk, Bergrún Anna, Birkir Hreimur. 3) Gunnar fæddur 26. ágúst 1971, maki: Hjördís Rut Alberts- dóttir, börn: Rúnar Steinn, maki: Jóhanna Svanhvít Hauks- dóttir, börn: Aþena Rós, Úlfur Elsku mamma mín, elsku mamma mín, elsku mamma mín. Ósk Vorið von borin bera kindur borið vatn, yfir læki ber kona börn undir belti. Vaknar á ný náttúra hlý vefur reifum óskabörn. Rennur lækur hvíslar orðum hvíslar í eyra: Mæðgur – mýkst orða sjálfstæð – eins og steinhleðsla, sterklega viðhaldið. -- Kenndi mér að elska, kenndi mér að virða kenndi mér að standa ein og sjálf. Náttúruna og dýrin, alla menn og lífin, líka hólsins álf. Kenndir mér allt sem konur kunna las ég þér úr lófa lítið barn. Dóttir og móðir samofnar jarðarvegi bera harm sinn hátt og í hljóði gemsi og gamalær. -- Ekki fara frá mér, ekki ekki, ekki situr fastur í hálsi bergmálar milli kynslóða. Leiðarljós og lífsins eldur langar til að kynda berist þér öll mín orka bæti á eldinn sprekum frá þér. Kyndi vor þá lifnar allt sem lifir bindum saman blóðbönd þú og ég af sama blóðbergi brotnar. (Harpa Rún Kristjánsdóttir) Takk, takk, takk, þín dóttir Brynja Ósk. Mig fæddir og klæddir og færðir mér heilmikið vit. Því við mig þú ræddir þó makalaust væri þitt strit. Þú kenndir mér muninn á réttur og röngu í denn og heilræðum þínum ég held að fylgi ég enn. Mamma, mamma, ég þakka þér mamma, það allt sem að þú hefur gert. Þú vafðir mig kærleik og kenndir mér þannig um ást, um vonina, lífið og það sem að við er að fást. Ég aldrei fæ þakkað þér nóg fyrir þrekvirkin þín, en veit fyrir víst að þú ávallt ert fyrirmynd mín. (Ómar Diðriksson) Kvöld við Rangá Hún streymir við fætur mér fögur og tær, á flúðunum geislarnir dansa. Í brekkunni ilmandi blómskrúðið grær, - á bakkanum verð ég að stanza. Um vanga mér kvöldblærinn vængléttur fer, í vestrinu röðullinn ljómar. Og heiðsvalinn fossgígju hljómana ber, - í huganum geymast þeir ómar. Ég hlusta í leiðslu á hörpusöng þann, sem hljómar í árinnar straumi. Sá unaður lifir, sem andi minn fann, við ylinn frá töfrandi draumi. Og Bjólfell sem gullroðið guðvefjar tjald þar glóir í kveldroðans ljóma. Svo þögult og svipfrítt með sólgylltan fald það sefur við árinnar hljóma. Ég ofar í kveldblámans litskrúð lít, þar lyftir sér Heklufjalls tindur. Sjá, háfjalladrottningin höfuðbönd hvít úr hrímþoku að enni sér bindur. Og Rangá við skör hennar skundar sinn veg um skóga og grundir og sanda. Hver straumröst er heillandi hátignarleg. Í hyljunum töfrarnir anda. Ef eitthvað í lífinu er andstætt og kalt, má yl frá því víðsýni finna, Því Hekla og Rangá og umhverfi allt Er indælast hugsýna minna. (Finnbogi J. Arndal) Elsku mamma, takk fyrir allt. Þín dóttir Bára Elsku amma mín. Mikið á ég eftir að sakna þess að koma í orlof til þín og afa vestur, hitta þig á sumrin í rjóðrinu og núna seinustu tvö ár heyrðir þú alltaf í mér þegar þú varst í bænum og við fengum okkur að borða saman eða fórum saman á ein- hvern menningarviðburð þar sem þú varst mjög mikill list- unnandi. Ég átta mig ekki al- veg á því að þú sért farin en veit að þú ert á góðum stað núna þar sem þér líður vel. Það má segja að ferðirnar vestur hafi litað bæði barnsár, unglingsár og núna fullorðins- árin mín. Þangað fór ég oft ein, með systkinum og frændsystk- inum. Það var alltaf svo gott að koma í frí til ykkar afa þar sem þið dekruðuð okkur í spað. Við bökuðum með þér, þú kenndir mér að prjóna, við spiluðum endalaust og á sumrin hjálpuð- umst við að í garðinum. Ég hef varla tölu á peysunum sem þú hefur prjónað á mig og tókst þú alltaf við pöntunum og hentir í eina lopapeysu með stuttum fyrirvara, til dæmis fyrir þjóð- hátíð. Í maí fór ég til þín og við grínuðumst með það að ég væri nú liggur við eins og einkabarn (komandi úr 5 barna systkina- hópi) þegar ég var í orlofi fyrir vestan þar sem þið hugsuðuð svo vel um mig. Þegar ég var lítil kölluðum við dvalirnar mínar fyrir vestan mannasiðaskóla. Þú varst alltaf að kenna mér „að vera pen“ eins og þú sagðir sem var ekki lítið verkefni miðað við þá skellu sem ég er. Þú sagðir mér sögu um daginn sem þér fannst frekar fyndin. Einu sinni varstu fyrir sunnan og ætlaðir að skutla mér í barnaafmæli. Á leiðinni fórstu yfir alla manna- siðina sem þú hafðir kennt mér. Þegar þú sóttir mig síðan í af- mælið steig ég upp í bíl, brosti hringinn og sagði þér hreykin að ég hefði sko klárað alla mannasiðina mína! Við hlógum mikið að þessari sögu og það lýsir þér vel þar sem það var alltaf mikil gleði og hlátur í kringum þig. Þetta var samt ekki það eina sem þú kenndir mér þó að mannasiðaskólinn sem var ekk- ert nema skemmtun standi upp úr. Þú varst alltaf svo góð við okkur öll, skilyrðislaus um- hyggja. Þú ert fyrirmynd fyrir alla hjörðina þína, allar sögurn- ar sem þú sagðir mér frá lífi þínu kenndu mér hvað þú varst ótrúlega sterk. Takk fyrir að vera svona góð og hjartahlý amma, góð vin- kona og fyrirmynd. Elska þig alltaf. Þín Bjarnveig Björk. Þórdís Ósk Sigurðardóttir ✝ Heiðveig Pét-ursdóttir fædd- ist í Reykjavík 29. júlí 1963. Hún lést á heimili sínu 29. júlí 2020. For- eldrar hennar eru Sigríður Kristín Jakopsdóttir, f. 1936, og Pétur Örn Sigtryggsson, f. 1937. Bróðir henn- ar er Sigtryggur Pétursson, f. 1966, og uppeld- isbróðir Sigurður Helgason, f. 1958. Fyrrverandi maður hennar er Þorleifur Eiríkssson, f. 1956. Þau áttu eina dóttur, Þorgerði Þorleifsdóttur, f. 1992. Heiðveig ólst upp og stundaði nám á Húsavík, á Akureyri og í Reykjavík og gekk í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún var í utanríkisþjón- ustunni og bjó í nokkrum löndum. Síðar var hún hjá Samgöngustofu á Vestfjörðum og samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneytinu í Reykjavík. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 18. ágúst 2020, klukkan 13. Hún Heiða frænka mín er lát- in langt fyrir aldur fram, en hún varð 57 ára daginn sem hún lést. Mig langar að kveðja þig með nokkrum fátækum orðum. Ég á margar góðar minningar af okk- ur saman frá því við vorum litl- ar. Ein fyrsta minningin er á Húsavík þegar við vorum að renna okkur á sleða út um gluggann á annarri hæð í húsinu sem þú bjóst í, svo á Akureyri og Laugabakka en þú fluttir oft vegna vinnu pabba þíns. Svo þegar þú fluttir suður í Mos- fellssveitina og ég fann kettling handa ykkur, ég á óteljandi minningar sem ekki er hægt að telja upp hér. En í seinni tíð var lengra á milli okkar þar sem við bjuggum hvor í sínu landinu eða landshlutanum en þá kom sím- inn í góðar þarfir og við gátum talað saman stundum í margar klukkustundir. Að lokum vil ég kveðja með ljóði sem ég fann fyrir skemmstu en ljóð voru allt- af í uppáhaldi hjá þér. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Ég veit að amma (nafna þín) tekur á móti þér með brosi, gleði og dansi. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð kæra fjöl- skylda og þakka þér elsku Heiða fyrir samfylgdina, sjáumst síðar. Vala (Vala frænka). Gamall grænn strætó, leið tíu, Hlemmur-Selás. Hvað gera tvær unglings- stelpur sem hittast í strætó? Þær taka tal saman og ákveða á einu augabragði að verða vin- konur. Mér fannst að það þyrfti að klippa á hana topp, henni fannst að ég þyrfti að eignast varalit. Hún bauð mér heim þar sem hennar góða fólk tók mér opnum örmum og skipti sér ekk- ert af hárskeraæfingunum. Toppinn fékk hún sem sagt strax en nokkur ár tók að fá nýju vinkonuna til að nota vara- lit. Þannig var nú það og engin leið í heiminum eðlilegri til að hefja vinskap. Hún var blíður töffari hún Heiða. Alltaf svolítið „smartari“ og meira „elegant“ en við hinar. Hún gat hlaupið hratt á him- inháum hælum og varalitað sig blindandi og rauða hárið var engu líkt. Með eða án topps. Samt aldrei neitt pjatt því hún var dugnaðarforkur og fannst ekkert mál að liggja á hnjánum í moldinni og rótast, moka skít úr hesthúsi eða rogast með þunga heybagga. Veturpart leigðum við saman lítið hús í Vesturbænum. Ég ófrísk að búa mig undir að flytja í sveitina, heimsborgarinn hún farin að vinna í utanríkisþjón- ustunni og beið eftir að fá starf úti í heimi. Litla krílið okkar fæddist og Heiða mætti auðvitað í alla lausa „pabbatíma“ enda pabbinn sjálfur upptekinn úti í sveit. Krílið litla átti alla tíð sér- stakan stað í hjarta hennar. Hún fékk starf í sendiráðinu í London, svo Brussel og Wash- ington. Það fór henni vel og hvað það var gaman að skreppa úr sveitinni út í heim að heim- sækja Heiðu! Þá naut hún sín vel og var höfðingi heim að sækja. Það voru oft langar vega- lengdir á milli okkar en í hug- anum alltaf stuttar. Hún flutti aftur heim, þá komin með litla fjölskyldu, eiginmann og Þor- gerði sína. Þau fluttu fljótlega vestur á firði og bjuggu þar um árabil. Lífið úthlutar okkur ekki allt- af þeirri hamingju sem okkur dreymir um og leiðir okkur í ýmsar áttir. Litla fjölskyldan að vestan klofnaði og síðustu árin bjó Heiða ein í Reykjavík. Lífið varð með tímanum erfiðara og sárara en við hefðum viljað og fjandvinurinn Bakkus oft nálæg- ur. Hún var dul á tilfinningar sínar og líðan og vildi ekki íþyngja okkur hinum með væli eða voli. Hjartans Sigga, Pétur, Þor- gerður, Tryggvi og Siggi. Ykkur og öðrum ástvinum Heiðu votta ég samúð mína. Heiðu vinkonu minni þakka ég samfylgdina. Hún hafði gott að gefa. Þórvör Embla Guðmundsdóttir Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Það var í september 2015 sem kynni okkar Heiðu hófust þegar hún hóf störf í afgreiðslunni í innanríkisráðuneytinu. Eins og þeir sem þekktu til Heiðu vita þá var hún ekki allra en eitthvað small þarna hjá okkur og sam- starf okkar var með miklum ágætum þann tíma sem við unn- um saman. Það getur verið snú- ið að eyða 8 tímum í vinnunni í þröngu rými með ókunnugri manneskju en sameiginlegur áhugi á skóm og töskum hjálp- aði mikið til. Fljótt kom í ljós að lundin var létt og ófá skiptin sem við gát- um vart svarað símanum vegna hláturskasts. Heiða var ætíð tilbúin að rétta hjálparhönd og ákaflega bóngóð og þolinmóð við þá sem leituðu til hennar hvort heldur í vinnu eða utan vinnu. Það er á svona stundum sem maður áttar sig á því að kannski tökum við lífinu of oft sem sjálf- sögðum hlut. Að hreyfa sig, upp- lifa, anda og njóta eru allt sjálf- sagðir hlutir tilverunnar og við ættum kannski að staldra við og hugsa út í að allt þetta getur horfið á einu augnabliki. Lífið er viðkvæmt eins ogkertaljós og enginn fer í gegnum það áfalla- laust. Ég kveð góðan vinnu- félaga og vinkonu með söknuði og um leið og ég þakka fyrir góðu stundirnar sem við áttum saman þá sendi ég fjölskyldunni hennar Heiðu mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ágústa Karlsdóttir. Dyrabjallan hringdi á Kárs- nesbrautinni á aðfangadags- kvöld klukkan tíu og þar og þá kom Heiða inn í okkar líf og fjölskyldu. Henni Heiðu fylgdi ákveðinn heimsborgarabragur, hún vann í utanríkisþjónustunni og henni fylgdi skemmtilegur keimur af útlöndum. Hún setti þau í annað samhengi, ekki bara sól og frí heldur að vakna í vinn- una, kaupa í matinn og allt þetta venjulega líka. Hún hafði hæfi- leika til að geta aðlagast í út- löndum og lært nýja siði án þess að gleyma íslenskum veruleika eða hefðum. Sá bragur fylgdi henni síðan vestur í Bolungarvík svo eftir var tekið. Heiða las mikið, bæði ljóð og annað og var skemmtilegt að ræða við hana um bókmenntir. Heiða var opin og hlýleg og tók okkur opnum örmum, vildi fylgjast með sínu fólki og hjálpa til. Hún hafði gaman af boðum og mannamót- um í fjölskyldunni og að vera í kringum fólk. Mjög ánægjulegt hefur verið að fylgjast með einkadótturinni Þorgerði vaxa úr grasi og takast á við spenn- andi verkefni og nám. Á kveðju- stund er gott að líta til baka til góðra og gleðilegra stunda og muna hlýjuna og hlátra. Þor- gerði og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Gísli, Björg, Ívar, Flosi og Elín. Heiðveig Pétursdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.