Morgunblaðið - 18.08.2020, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Bílar
Nýr 2020 Renault Master L2H2.
Sjálfskiptur. 150 hestöfl. 2 x
hliðarhurð.
Kæddur innan. Dráttarkrókur.
923.000 undir listaverði.
Okkar verð: 4.990.000,- án vsk.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryðbletti á þökum
og tek að mér
ýmis smærri verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðbeindanda
kl. 9-16. Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.30–13.
Kaffisala kl. 14.45–15.30. Allir velkomnir í Félagsstarfið, sími 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall kl. 8.50. Frjálst í
Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistarhópur-
inn Kríur kl. 13-16. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram eftir sam-
félagssáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna. Allir
velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Jónshúsi, félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 13.45 -15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónus-
rúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30. Útvarpsleik-
fimi kl. 9.45. Útsala Logy kl. 11-13. Gönguferð kl. 13.30.
Korpúlfar Helgistund Grafarvogskirkju kl 10.30 í dag í Borgum.
Spjallhópur listasmiðju kl. 13 og botsía kl. 14 í Borgum. Minnum á að
halda tveimur metrum á milli og spritta sig reglulega.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag verður hópþjálfun kl. 10.30 þar
sem við tökum góðar styrktaræfingar og teygjur. Bókband verður á
sínum stað milli kl. 13-17. Eftir hádegi, kl. 13.30, hlustum við saman á
hlaðvarpsþátt í handverksstofu. Dagskrá fer fram með þeim hætti að
hægt sé að tryggja fjarlægð. Verið velkomin til okkar á Lindargötu 59.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝ Gísli SímonPálsson fædd-
ist þann 18. apríl
1932 á Siglufirði.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
þann 5. ágúst 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Sigríð-
ur Kristín Gunn-
arsdóttir, f. 21.
september 1892, d.
7. maí 1935, og
Páll Guðmundur
Pétursson, f. 27. júní 1876, d.
31. janúar 1950. Systkini Gísla
voru Gunnar Helgi, f. 1925, d.
2013, Pétur Arnar, f. 1926, d.
2004, Páll, f. 1927, d. 2005,
Halldór Guðmundur, f. 1929, d.
2002, Jóhannes, f. 1933, óskírð
Pálsdóttir, f. 1934, d. 1934. Auk
þess átti Gísli 8 hálfsystkin.
Þegar Gísli var þriggja ára var
hann tekinn í fóst-
ur af Soffíu Gísla-
dóttur frá Hofi í
Svarfaðardal, f.
15. mars 1906, d.
18. júlí 2003, og
gekk hún honum í
móðurstað. Í des-
ember 1973 giftist
Gísli Svanbjörgu
Svanbergsdóttur,
f. 9. ágúst 1930 í
Hrísey, d. 9. júlí
2001. Gísli vann
lengi vel sem vinnumaður í
sveit, en eftir að hann flutti til
Akureyrar vann hann sem
verkamaður m.a. hjá Nið-
ursuðuverksmiðju K. Jóns-
sonar, Plasteinangrun, Möl og
sandi og Akureyrarbæ.
Útför Gísla fór fram frá
Akureyrarkirkju þann 17.
ágúst í kyrrþey.
Það hrannast upp ótal minn-
ingar í huga okkar þegar við
minnumst Lalla frænda. Hann
var með notalega nærveru, ró-
lyndur, var aldrei að flýta sér
og hann hafði alltaf tíma fyrir
okkur. Það gilti einu hvort við
báðum hann að keyra okkur
upp í Hlíðarfjall á skíði, fara
með okkur í bíltúr, keyra
Svarfaðardalshringinn eða
sækja okkur niður í bæ. Það
var einhvern veginn alltaf hægt
að treysta á Lalla.
Fyrstu minningarnar um
Lalla eru frá Hofi þar sem allt-
af var tekið vel á móti okkur,
barnaskaranum, sem ekki alltaf
var auðveldur að eiga við og
allir þurftu að hafa eitthvað
fyrir stafni. Þar þreyttist Lalli
seint á að leyfa okkur að hanga
í skottinu á honum og stússast
með honum í hvers kyns sveita-
verkum. Hann nennti líka að
spila við okkur endalaust, ól-
sen, marías og manna.
Willys-jeppinn hans blái var
hluti af honum og í honum sát-
um við oft í bíltúrum og hrist-
umst um malarvegi landsins
þótt okkur fyndist hann keyra
fullhægt. En Lalli flýtti sér
hægt og fór aldrei glannalega
með okkur í bílnum og kom öll-
um heilum heim.
Barngæska hans og velvild í
garð annarra lýsir honum ef til
vill best og hann passaði upp á
okkur systkinin ef á þurfti að
halda. Hann og eiginkona hans
Svana voru eins og amma okk-
ar og afi. Hjá þeim, eins og á
Hofi, vorum við alltaf velkomin
með börn og maka og þar var
ekkert til sparað í umhyggju og
viðgjörningi.
Elsku Lalli, það er gott að
þú ert kominn til Svönu þinnar,
við kveðjum þig úr þessu lífi.
Soffía Gísladóttir (Sossa),
Guðrún Gísladóttir
(Gunna), Ingibjörg
Gísladóttir (Imba).
Þegar ég var barnungur
drengur var mér gefinn falleg-
ur gúmmíkarl, sem varð mér
strax mjög hjartfólginn og ég
átti lengi. Ég var spurður hvað
hann ætti að heita og ekki stóð
á svarinu. „Hann á að heita
Lalli.“ Það var í höfuðið á Lalla
sem ég varði miklum tíma með
sumurin sem ég var í sveit á
Hofi og síðar, þótt aldursmun-
urinn væri um 30 ár.
Nú er hann Lalli látinn sadd-
ur lífdaga, tæplega níræður að
aldri. Gísli Símon Pálsson hét
hann fullu nafni, þegar hann
kom barnungur í fóstur frá
Siglufirði að Hofi í Svarfaðar-
dal upp úr 1930. Þar voru fyrir
tveir Gíslar, Gísli Jónsson,
langafi minn, og Gísli Jónsson,
faðir minn. Því varð að greina
einhvern veginn á milli Gísl-
anna og festist gælunafnið Lalli
við þann nýkomna.
Ég byrjaði mjög ungur að
fara í sveit hjá Jóni afa og
Sossu stóru (aðgreining frá
Sossu litlu) systur hans sem
bjuggu félagsbúi að Hofi. Og
þar var Lalli auðvitað. Hann
reyndist mér mjög vel eins og
Jón afi og Sossa stóra. Til að
byrja með var ég honum ákveð-
in byrði en með aldrinum jókst
getan til að geta orðið að gagni
við bústörfin. Hann sýndi mér
mikla þolinmæði og gæsku og
sagði margar skemmtilegar
sögur, eins konar dæmisögur.
Lalli hafði gaman af því að
rifja upp samskipti okkar og
sagði mér seinna meir frá því,
þegar við fórum eitt vorið að
brjóta niður skafla, sem lágu
yfir bæjarlæknum svo ærnar
færu sér þar ekki að voða. Í
eitt skiptið hrundum við niður í
lækinn með skaflinum og Lalli
leit á mig og spurði hvort ekki
væri allt í lagi og fékk svarið:
„Djöfull varð ég hræddur.“
Ég var hvert sumar til 12
ára aldurs í góðu yfirlæti á
Hofi hjá Jóni afa og Sossu
stóru og allan tímann hafði
Lalli tíma til að sinna mér og
kenna mér til verka, meðal
annars að keyra dráttarvél,
þegar ég náði niður á kúplingu
og bremsu. Hann kenndi mér
að veiða, fyrst lækjarlontur í
bæjarlæknum með boginn títu-
prjón á fíngerðu girni og síðan
bleikju í Svarfaðardalsá með
heldur betri græjur.
Þá gleymist það seint, þegar
við Fríða systir, við höfum lík-
lega verið 10 og 12 ára, fórum í
hjólatúr einn góðan veðurdag.
Hann varð í lengra lagi því við
hjóluðum út í Hof nærri 40
kílómetra leið, án þess að láta
nokkurn vita. Þangað komum
við um kvöldmatarleytið, nokk-
uð þreytt og svöng. Það var
umsvifalaust hringt heim í Þór-
unnarstrætið til að láta vita af
okkur, við fengum mat og síðan
festi Lalli hjólin okkar á topp-
grindina á gamla Willy‘s-jepp-
anum og keyrði okkur inn til
Akureyrar. Ekki minnist ég
þess að einhver hafi skammað
okkur fyrir uppátækið, en lík-
lega höfum við fengið vinsam-
legar ábendingar um, að skyn-
samlegt væri að láta vita fyrir
fram ef við hygðumst leggjast í
slíkar langferðir.
Síðar, eftir að Lalli flutti til
Akureyrar, var hann ætíð boð-
inn og búinn til að aðstoða okk-
ur systkinin og stuðningur hans
og Svönu, eiginkonu hans, eftir
að mamma dó frá stórum
systkinahópi 1971 var ómetan-
legur. Hann var vakinn og sof-
inn yfir velferð okkar og svo
reyndist hann Nonna bróður
okkar einstaklega vel á erfið-
leikatímabili hans.
Blessuð sé minning þessa
góða manns.
Hjörtur Gíslason.
Gísli Símon Pálsson eða Lalli
var fæddur á Siglufirði 1932,
einn af mörgum bræðrum.
Hann kom í fóstur að Hofi í
Svarfaðardal til afasystur
minnar, Soffíu Gísladóttur,
barn að aldri. Þar ólst hann
upp undir verndarvæng hennar
en flutti seinna til Akureyrar
þar sem hann bjó síðan, fyrst
með Soffíu en seinna með eigin-
konu sinni Svanbjörgu sem lést
árið 2001.
Ein af mínum fyrstu minn-
ingum um Lalla er að hann átti
forláta vindlakassa fullan af tú-
köllum eða annarri smámynt
sem mér fannst mikill fjársjóð-
ur og taldi fyrir víst að Lalli
væri með ríkari mönnum.
Seinna varð mér ljóst að Lalli
var ekki ríkur í þeim skilningi
en ríkur var hann af annars
konar verðmætum ekki síst í
Svönu eftir að þau giftust.
Þeim Svönu varð ekki barna
auðið en umhyggja þeirra í
garð okkar systkina var ótæm-
andi, ekki síst gagnvart Nonna
bróður í hans erfiðleikum og
seinna í garð minna barna, Eik-
ar og Ásgríms, en þar gegndu
þau hlutverki afa og ömmu með
sóma. Þær voru ófáar næturnar
sem Eik dóttir okkar fékk að
gista hjá Lalla og Svönu. Okk-
ur líða seint úr minni allar
lönguvitleysurnar, maríasarnir,
kasínurnar og olsenarnir sem
Lalli hefur spilað við okkur öll
gegnum árin að ekki sé talað
um bíltúrana í Svarfaðardalinn,
berjamóana og ísinn með
blönduðu ávöxtunum.
Lalli átti lengi Willys-jeppa,
A 293, og seinna hvíta Mözdu
með sama númeri. Einhver
okkar systra, ég man ekki hver,
saumaði handa honum forláta
púða með númerinu útsaumuðu
í kross-saumi. Eftir að ég
ásamt manni og börnum flutti
aftur í Eyjafjörðinn (Hrísey og
Akureyri) eftir langa fjarveru
keypti ég af honum Mözduna
sem reyndist einkar vel enda
hafði verið vel um hana hugsað
frá upphafi. Á þessu tímabili
vann ég á Bókasafni Háskólans
á Akureyri sem þá var á horni
Þórunnarstrætis og Þingvalla-
strætis en Lalli og Svana
bjuggu þá í Þórunnarstræti og
komum við okkur upp þeim sið
að hittast heima hjá þeim í há-
deginu á hverjum þriðjudegi og
borða saman siginn fisk með
hamsatólg sem okkur þótti
ákaflega góður en var ekki vin-
sæll á mínu heimili.
Lalli og Svana reyndust
stóru Sossu ómetanleg stoð og
stytta eftir að hún fór að eldast
og efast ég um að nokkur sonur
hefði reynst henni betur.
Lalli lét ekki mikið eftir sér í
lífinu en þó naut hann þess að
fara að veiða en hann og Ari,
minn maður, fóru stundum
saman í stutta veiðitúra. Lalli
og Svana áttu lengi gjöfulan
kartöflugarð upp með Glerá og
nutum við góðs af uppskerunni,
dásamlega góðum rauðum ís-
lenskum af bestu gerð.
Lalli eyddi síðustu ævidög-
um sínum á Hjúkrunarheim-
ilinu á Grenivík við gott atlæti.
Við fjölskyldan minnumst
Lalla með söknuði og þakklæti.
María Gísladóttir,
Ari Þorsteinsson,
Eik Aradóttir og
Ásgrímur Arason.
Mamma og Svana frænka
bjuggu saman lengst af og því
var meiri samgangur á milli
okkar en gengur og gerist.
Þegar við fluttum í Hamragerð-
ið fékk Svana litla íbúð á neðri
hæðinni. Ég var ekki hár í loft-
inu þegar ég fór að taka eftir
því að maður einn var orðinn
tíður gestur hjá frænku og
þótti það nokkrum tíðindum
sæta. Mér leist strax vel á
þennan mann og varð fljótlega
mjög hændur að honum. Þetta
var hann Lalli, sem síðan hefur
verið órjúfanlegur hluti af fjöl-
skyldunni og okkur mjög kær.
Ég kíkti daglega til þeirra og
stundum nokkrum sinnum á
dag þar sem ekki var nú langt
að fara, einungis 15 tröppur
eða svo. Oftar en ekki var tekið
í spil en Lalli kenndi mér flest
þau spil sem ég lærði sem lítill
pjakkur. Þar sem Svana og
Lalli eignuðust ekki börn vor-
um við bræðurnir sem synir
þeirra. Alla tíð var þeim um-
hugað um velferð okkar og
reyndust þau okkur vel í alla
staði. Fyrir það verð ég æv-
inlega þakklátur. Lalli var tek-
inn í fóstur hjá Soffíu Gísla-
dóttur frá Hofi í Svarfaðardal
og ósjaldan fórum við í bíltúr út
í Svarfaðardal þar sem þau
þuldu upp nánast í hvert sinn
öll bæjarnöfnin og fræddu mig
um dalinn sem var Lalla af-
skaplega kær. Fastir liðir voru
síðan kartöflurækt og berjamór
þótt ekki hafi það fyrrnefnda
verið ofarlega á vinsældarlist-
anum hjá mér, alla vega ekki
þegar kom að því að reyta arf-
ann. Mun skemmtilegra var þó
að taka upp og stússast í því
með Lalla og fleirum. Svana og
Lalli voru mjög samrýnd alla
tíð og varð það Lalla því mikið
áfall þegar Svana féll frá, tæp-
lega 71 árs gömul árið 2001.
Tíminn læknar víst öll sár segir
einhvers staðar en eftir fráfall
Svönu fannst mér eins og Lalli
væri einungis skugginn af sjálf-
um sér, svo sárt saknaði hann
Svönu sinnar og oftar en ekki
varð hann mjög meyr ef nafn
hennar bar á góma. Fyrir rúmu
ári síðan þegar heilsu Lalla fór
að hraka, fékk hann inni á
Dvalarheimilinu á Grenivík þar
sem honum leið ágætlega. Ég
sá Lalla síðast um miðjan júní
sl. og ekki grunaði mig að það
yrði í síðasta sinn. Í byrjun
ágúst lagðist Lalli inn á Sjúkra-
húsið á Akureyri og lést þar
þann 5. ágúst, örfáum dögum
áður en Svana hefði orðið 90
ára. Nú er hann kominn til
Svönu sinnar, alsæll. Takk fyrir
allt Lalli minn.
Ottó.
Gísli S. Pálsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar