Morgunblaðið - 18.08.2020, Síða 27

Morgunblaðið - 18.08.2020, Síða 27
Eitt ogannað NBA Gunnar Valgeirsson Los Angeles Deildakeppninni í NBA lauk um helgina og hófust fyrstu leikir úrslitakeppninnar í nótt. Undir- ritaður var efins um réttlæti þess að bjóða sex lið- um til viðbótar inn í „kúluna“ svokölluðu eftir að forráðamenn deildarinnar ákváðu að láta 22 lið spila átta deildarleiki til að gefa liðum tækifæri til að komast í 16-liða úrslitakeppnina. Keppnin und- anfarnar tvær vikur hefur hinsvegar gefið öllum liðunum ákjósanlegt tækifæri til að komast í gott leikform fyrir úrslitakeppnina og keppnin um að komast inn í úrslitin hefur bætt við nauðsynlegri spennu. Fyrir liðin sem voru þegar örugg um að komast í úrslitakeppnina skipti það mun minna máli hvaða sæti liðin skipuðu í stöðunni. Það eru engir „heimavallayfirburðir“ að hugsa um í Disney-heimi. Austurdeild: Ekkert hefur breyst undanfarnar tvær vikur í deildakeppninni til að breyta matinu á stöðu lið- anna austanmegin síðan við spáðum í gengi lið- anna fyrir þremur vikum í þessum dálkum. Mil- waukee er enn toppliðið. Boston og Toronto ættu að veita þeim erfiðustu keppnina. Þessi lið leika annars í fyrstu umferðinni. Fjóra sigra þarf til að komast áfram. Milwaukee Bucks – Orlando Magic Toronto Raptors – Brooklyn Nets Boston Celtics – Philadelphia 76ers Indiana Pacers – Miami Heat Fyrrnefndu liðin ættu öll að vinna þessar leik- seríur. Toronto og Boston „sópa“ eflaust Brook- lyn og Philadelphia út án erfiðleika, þótt Brooklyn hafi staðið sig þokkalega í kúlunni. Leiksería Ind- iana og Miami lítur út fyrir að verða mest spenn- andi af þessum fjórum. Pacers hefur glímt við ótrúlega mikil meiðsl lykilleikmanna allt keppnis- tímabilið og næsta víst er að Litháinn Domantas Sabonis muni verða frá keppni vegna fótmeiðsla. „Þetta verður eflaust jöfn leiksería,“ sagði þjálfari Miami, Eric Spoelstra. „Það er alltaf hörkubar- átta þegar við mætum þeim.“ Þessi leiksería gæti farið í oddaleikinn og hann ætti Miami að vinna. Munurinn? Jimmy Butler. Austanmegin verður lítil spenna annars þar til í annarri umferðinni. Vesturdeild: Undirritaður hefur verið að skrifa um NBA- boltann á þessum síðum í langan tíma og erfitt er að muna hvað langt er síðan Vesturdeildin var ekki mun sterkari. Í Vesturdeildinni getur allt gerst í öllum leikseríunum í fyrstu umferðinni, því þar eru toppliðin mun jafnari. Við spáðum að Los Angeles-liðin væru sigur- stranglegust í upphafi keppnistímabilsins og þeg- ar keppnin hófst að nýju eftir að hún var flutt til Disneyheims. Ekkert hefur gerst til að breyta þeirri spá nú. Annars leika þessi lið saman í fyrstu umferð- inni vestanmegin: Los Angeles Lakers – Portland TrailBlazers Los Angeles Clippers – Dallas Mavericks Denver Nuggets – Utah Jazz Houston Rockets – Oklahoma City Thunder Laun LA Lakers fyrir að ná toppsætinu í Vesturdeildinni voru þau að fá Portland TrailBla- zers sem mótherja í fyrstu umferðinni, eftir að Blazers rétt skreið inn í úrslitakeppnina í síðasta deildarleiknum. Þessi lið hafa oft áður átt í grimmum leikseríum í úrslitakeppninni í gegnum áratugina og hefur Lakers unnið þær flestar. Hér halda flestir sérfræðingar að mesta fjörið verði í fyrstu umferðinni. Portland er með mun betra lið en áttunda sæt- ið gefur til kynna. Liðið átti í miklum erfiðleikum með meiðsl leikmanna í upphafi keppnistímabils- ins, en þegar í kúluna kom small þetta allt saman hjá liðinu. Damian Lillard og CJ McCollum í bak- varðarstöðunum eru lykilleikmenn hjá Blazers og stigaskorun hjá liðinu verður ekki vandamál gegn Lakers. Varnarleikurinn er annað mál. Lakers hefur átt í vandræðum með skothittnina síðan keppnin hófst að nýju, en það ætti að batna gegn Portland. Lakers er einnig með reyndan leik- mannahóp sem mun eflaust gera gæfumuninn hér. Lakers vinnur þetta í sex leikjum. Houston hefði verið talið mun sigurstranglegra gegn Oklahoma City fyrir viku, en Russell Westbrook á nú í erfiðum meiðslum í lærvöðva og hann mun missa af fyrstu leikjum leikseríunnar – jafnvel allri leikseríunni. Án hans verður þetta erfitt fyrir Rockets, því Thunder hefur leikið firnavel undanfarið og þar er Chris Paul allt í öllu. Þetta átti að vera lið í endurbyggingu eftir að liðin skiptust á Westbrook og Paul fyrir keppnistímabilið, en það gleymdi víst einhver að láta Paul vita að við litlu væri búist af liðinu. Hou- ston gæti unnið oddaleikinn, en þetta verður jöfn leiksería. LA Clippers hefur stílað allt keppnistímabilið á úrslitakeppnina og liðið er nú loks orðið heilt aft- ur eftir ýmsa erfiðleika leikmanna. Sterkur varna- leikur Clippers verður of mikið fyrir Luka Doncic og Kristaps Porzingis. 4:1 fyrir Clippers. Loks ætti Denver að vinna gegn Utah Jazz, en síðarnefnda liðið mun veita Nuggets harða keppni. Að venju hefst alvörufjörið í úrslitakeppninni ekki fyrr en í annarri umferðinni. AFP Lykilmenn Kawhi Leonard (t.v.) og LeBron James (t.h.) þykja báðir líklegir til afreka í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með LA Clippers og LA Lakers. Fátt hefur breyst í kúlunni  Toppliðin komin í gott form fyrir úrslitakeppnina  Ekkert lið hefur heima- vallayfirburði í ár  Stjörnuliðin frá Los Angeles-borg þykja sigurstranglegust Ljósmynd/GSÍ EM Heiðrún A. Hlynsdóttir og Dag- bjartur Sigurbrandsson eru í liðinu. Landsliðsþjálfararnir Gregor Bro- die og Ólafur B. Loftsson tilkynntu í gær hvaða átta kylfingar taka þátt á EM í liðakeppni í golfi sem fram fer 9.-12. september næstkomandi. Eru landsliðin skipuð áhuga- mönnum en bæði karla- og kvenna- liðið leika í efstu deild. EM karla fer fram í Hollandi og EM kvenna í Svíþjóð en Hákon Örn Magnússon og Kristófer Karl Karls- son eru í fyrsta skipti í karlaliðin. Landsliðshópana má sjá í heild sinni inn á mbl.is/sport/golf. Tveir nýliðar í landsliðinu Morgunblaðið/Hari Endurkoma Pétur Ingvarsson er nýr þjálfari Breiðabliks. Pétur Ingvarsson hefur verið ráð- inn þjálfari karlaliðs Breiðabliks í körfuknattleik og mun stýra liðinu á komandi keppnistímabili, en þetta kom fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í gærdag. Pétur þekkir vel til í Kópavog- inum en hann þjálfaði liðið á síðustu leiktíð en lét af störfum þegar tíma- bilinu var aflýst vegna kórónuveir- unnar. Breiðablik var í toppbaráttu fyrstu deildarinnar og endaði í 3. sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Hattar. Snýr aftur í Kópavoginn ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020  Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gísla- son hefur hafnað nokkrum álitlegum tilboðum frá liðum í norsku og dönsku úrvalsdeildunum á síðustu dögum. Rúrik fékk sig lausan frá þýska félaginu Sandhausen í sumar en Ólafur Garðarsson umboðsmaður staðfesti við mbl.is að mörg félög hefðu sýnt áhuga á að fá hann til liðs við sig. „Tilboðin sem Rúrik hefur fengið og hafnað voru mjög góð en hann er að leita að rétta félaginu og rétta staðn- um þar sem hann finnur gleðina í fót- boltanum á nýjan leik,“ sagði Ólafur í samtali við mbl.is.  Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gengið frá samningi við Claudia Cagnina, landsliðskonu frá Perú. Er hún einnig með ítalskt ríkisfang og lék hún síðast á Ítalíu. Cagnina, sem er 22 ára gömul, er fædd í New York en móðir hennar er frá Perú og faðir hennar Ítalíu. Lék hún með St. John’s-háskólanum í New York áður en hún hélt til Evrópu á síðasta ári. Þar lék hún fyrst með Lugano í Sviss, áður en leiðin lá til Ítalíu til Tavag- nacco. Þar lék hún aðeins einn leik í A-deildinni, áður en síðasta tímabili var aflýst vegna kórónuveirunnar. Keflavík, sem féll úr úrvalsdeildinni síðasta sumar, er í toppsæti Lengju- deildarinnar með 20 stig eftir átta umferðir, einu stigi meira en Tinda- stóll.  Kvennalið Tindastóls í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeild- inni, hefur fengið mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta deildarkeppninnar. Tindastóll er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 19 stig, einu stigi minna en Keflavík, og í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Agnes Birta Stefánsdóttir og Rakel Sjöfn Stefánsdóttir hafa báðir gengið til liðs við Tindastól á láni frá Þór/KA og munu þær klára tímabilið á Sauðárkróki. Agnes Birta er fædd árið 1997 en hún á að baki 14 leiki í efstu deild með Þór/KA þar sem hún hefur skorað eitt mark. Rakel Sjöfn er fædd árið 2000 og hefur leikið 4 leiki í efstu deild. Þá er Lára Mist Baldursdóttir, 18 ára, einnig gengin til liðs við Tindastól á láni frá Stjörn- unni en hún á að baki 4 leiki í efstu deild.  Viðar Örn Kjartansson, landsliðs- maður í knattspyrnu, er laus allra mála frá tyrkneska félaginu Yeni Malaytaspor, sem hann hefur leikið með frá áramótum en þetta staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður leikmannsins, í samtali við mbl.is í gær. Til stóð að Viðar myndi leika með liðinu á næstu leiktíð en vegna kórónuveirufaraldursins var ljóst að félagið hefði ekki getað staðið við samning sinn við leikmanninn en Yeni Malatyaspor er í miklum fjárhagserfiðleikum þessa dagana. Viðar Örn lék fimmtán leiki með Yeni Mala- ytaspor í tyrknesku úrvals- deildinni og skor- aði í þeim tvö mörk en byrjaði að- eins inn á í þremur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.