Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 1
ngar m - nar Hvernigáttu að haldaskemmtilegafermingarveislu? INGARMYND FERMING rmi mu ónu Fe á tí kór ve FÖTIN, GREIÐSLAN, MATURINN OG EFTIRVÆNTINGIN F Ö S T U D A G U R 2 1. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  196. tölublað  108. árgangur  FERMINGAR 48 SÍÐUR Skyndilegt flóð í Hvítá aðfaranótt þriðjudags er talið mega rekja til þess að haft við lón við norðvest- anverðan Langjökul hafi brostið. Aðstæður við lónið verða kannaðar nánar til að sjá hvort um varanlega breytingu á farvegum þar er að ræða og meta hversu mikil hætta getur stafað af hlaupum þarna í framtíðinni. Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands, segir að breytingar séu að verða á lónum og vatnsföllum við aðra jökla landsins. „Þessi þróun er að verða víðar, reyndar um allan heim, að lón myndast eða hverfa og jökulhlaup verða á óvæntum stöð- um samfara hörfun jökla. Slíkar breytingar geta valdið ákveðnum vandamálum því ýmiss konar mannvirki og starfsemi miðast við farvegi vatnsfalla eins og þeir hafa verið. Þegar breytingar verða gætu menn þurft að endurskoða vegi, brýr og ýmsa starfsemi við jöklana og vatnsföll frá þeim,“ segir Tóm- as. Kristrún Snorradóttir býr skammt frá Hraunfossum og segist hún hafa áhyggjur af lífríkinu í ánni. Á vef Veðurstofunnar segir að mikill framburður hafi borist með flóðinu og neðar í sveitinni hafi bændur fundið dauða laxa á engj- um og ummerki flóðsins sjáist allt niður að Borgarfjarðarbrú. Meta hvort jökul- hlaup skapa hættu  Gæti kallað á endurskoðun á starfsemi nálægt jöklum MMiklar áhyggjur af lífríki … »6 Ljósmynd/Landhelgisgæslan Jökull Horft til norðausturs yfir hlíðar Hafrafells, til vinstri, og Langjökul. Á miðri mynd sést hvar hlaupvatnið braust undan jöklinum og í Svartá. Sólin brosti við hafnarstarfsmönnum á Ísafirði þegar þeir lönduðu afla skuttogarans Stefnis ÍS-28. Þess var þó gætt að aflinn væri vel kældur, enda körin barmafull af klaka og fiski. Togarinn er 44 ára, en lokið var við smíði hans árið 1976 í Flekkefjord í Noregi fyrir Útgerðarfélag Flateyrar á Flat- eyri. Bar hann þá nafnið Gyllir. Hraðfrystihúsið - Gunnvör gerir nú Stefni út frá Ísafirði og hefur áhöfn skipsins að undanförnu dregið karfa úr sjó, en þorskur, ufsi og aðrar tegundir slæðst þar með. Sól og blíða þegar afla Stefnis var landað í heimahöfn á Ísafirði Morgunblaðið/Árni Sæberg Andrés Magnússon andres@mbl.is Alþingi kemur saman á fimmtudag í komandi viku, í stubbnum svo- nefnda, en þar á að taka fyrir breyt- ingar á fjármálastefnu ríkisins, auk frumvarps félagsmálaráðherra um hlutdeildarlánin, eins og um var rætt í lífskjarasamningunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra hefur þegar kynnt helstu línur breyttrar fjármálastefnu, sem felist í óbreyttum framlögum til málefna- sviða og engum nýjum útgjöldum nema þeim sem tengist heimsfar- aldrinum, en hann mun kynna nánari útfærslu í næstu viku. Þrátt fyrir skamman tíma, frá 27. ágúst til 4. september, má einnig taka upp brýn mál tengd kórónuveir- unni og afleiðingum hennar. Þing- menn sem Morgunblaðið ræddi við telja að einhverra slíkra mála megi vænta. Stjórnarandstaðan leggur mikla áherslu á að ríkisstjórnin þurfi að kynna frumvarp um hækkun at- vinnuleysibóta og framlengingu launatengda tímabilsins, enda séu nú um 22.000 manns atvinnulaus. „Þessum efnahagsvanda heimilanna þarf að mæta núna strax,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingflokks- formaður Samfylkingarinnar. »10 Ákall í þinginu um hækkun at- vinnuleysisbóta Morgunblaðið/Árni Sæberg Alþingi Stubburinn, stutt sumar- þing, hefst í lok næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.