Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 ✝ Sigþrúður Mar-grét Þórðar- dóttir fæddist á Hreðavatni í Norð- urárdal 24. mars 1952. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. ágúst 2020. Foreldrar Sig- þrúðar, sem var alltaf kölluð Sigga eða Sigga Magga, voru Þórður Kristjánsson, f. 8. júní 1921, d. 15. desember 2014, og Guðrún Hrafnhildur Ingibers- dóttir, f. 7. september 1926, d. 6. mars 1998. Sigga Magga var einkabarn. ey, f. 7. júní 2013, d. 7. júní 2013, Dagur Sverrir, f. 9. ágúst 2014, og Freyja Magnea, f. 5. apríl 2017. 3) Sverrir Már, f. 6. júlí 1985. Sigga Magga stundaði nám við Varmalandsskóla, var einn vetur við Lýðháskólann í Skálholti og sótti ýmiss konar námskeið. Hún ólst upp á Hreðavatni og hjálpaði foreldrum sínum við almenn sveitastörf og heimilisstörf. Sigga Magga og Sverrir hófu búskap í Hvammi í samstarfi við foreldra Sverris árið 1974 en tóku svo alfarið við búinu árið 1976 og bjuggu þar til ársins 2015 er þau fluttu til Reykjavíkur. Samhliða búrekstri sinnti Sigga Magga margs konar störfum, þ. á m. hjá BSRB í Munaðarnesi. Útför Siggu Möggu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 21. ágúst 2020, kl. 13 og verður útför- inni streymt í gegnum Facebook- hópinn Útför Siggu Möggu. 21. júní árið 1975 giftist Sigga Magga eftirlifandi eig- inmanni sínum, Sverri Guðmunds- syni frá Hvammi í Norðurárdal, f. 23. febrúar 1950. Börn þeirra eru: 1) Hrafnhildur, f. 20. nóvember 1976, barnsfaðir Axel Friðgeirsson, f. 18. ágúst 1975. Barn þeirra er Mar- grét María, f. 20. mars 2015. 2) Þórður Smári, f. 4. júní 1979, maki Hanna Kristín Bjarnadóttir, f. 12. ágúst 1980. Börn þeirra eru: Dagmar Lauf- Ég lít á ljósmynd af mér og móður minni saman frá því í des- ember árið 2005. Þar er ég nýbú- inn að setja á mig stúdentshúf- una í útskriftinni frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Í mínum huga markar árið 2005 eiginlega upphaf á ákveðnu ferli hjá henni, sem tók svo enda að kvöldi dags 4. ágúst síðastlið- ins, þegar hjartað hennar gaf sig á Borgarspítalanum. Þetta ár og næstu ár á eftir urðu tíðar lækn- isheimsóknir hjá henni og reglu- leg vist á spítala vegna einhverra hluta, sem voru að gerast í líkama hennar, og enginn vissi almenni- lega hvað var að gerast. Þangað til árið 2011 þegar hún greindist með Parkinson, sem átti eftir að gleypa hana næstu árin. Þetta var snöggur og skyndi- legur endir, sem kom jafnvel of snemma miðað við 68 ára aldur, en hún virðist ekki hafa getað höndlað þetta mikið meira. Okk- ar síðasta stund saman var 1 eða 2 dögum fyrir andlát hennar. Þá var hún meira og minna kúrandi þann klukkutíma, sem ég sat hjá henni, hún talaði frekar óskýrt en var ósköp róleg þessa stund. En vonandi þakklát fyrir að ég væri þarna hjá henni, þó að ég væri ekki margorður. En nú er alla vega engin kvöl lengur hjá henni og hefur hún vonandi fundið friðinn. Væntan- lega situr hún nú hjá foreldrum sínum (ömmu og afa) á ný, með nýlagað kaffi og nýbakaðar klein- ur – og afi púar pípuna sína í stólnum sínum. Hafðu það sem allra best, mamma, og takk fyrir allt. Sverrir Már Sverrisson. Hinsta kveðja til mömmu Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigld’ún um svarrandi haf. Hún sefaði harma, hún vakti’er hún svaf. Hún þerraði tárin hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð. Ó! hún var ambáttin hljóð Hún var ástkonan rjóð Hún var amma svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín. Hún er björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár fall’á fold. Þú veist hver var skjól þitt þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin hún sígur og sólin, hún rís. og sjá þér við hlið er þín hamingjudís, sem alltaf er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Takk fyrir allt sem þú gafst mér, allt sem þú gerðir, allt sem þú kenndir, allt sem þú varst. Ég mun alltaf elska þig og vera stolt af þér. Hvíl í friði elsku mamma mín og Guð veri með þér. Þín, Hrafnhildur. Lífi frænku minnar lauk síðla dags 4. ágúst. Ég var svo lánsöm að fá að dvelja á Hreðavatni undir verndarvæng pabba hennar og mömmu í ein sjö sumur, fyrst þeg- ar ég var átta ára og krílið hún Sigga Magga var þá eins árs. Hún var eina barn foreldra sinna, mik- ill gleðigjafi, skýr og skemmtileg, kát og fjörug. En líka óttalegur þrákálfur fannst mér. Hún átti það til að vera stríðin og það þurfti lagni til að fá hana til að hlýða. Sennilega skorti mig þol- inmæði og var lagnari við ýmis- legt annað en barnagæslu. Sum- arið 1968 kom Sigga ásamt jafnöldru sinni og frænku okkar í heimsókn til mín er ég bjó á Laug- arvatni og dvöldu þær þar í fáeina daga. Gaman var að endurnýja kynnin við hana og þær frænkur er þá voru sextán ára. Svo eftir að hún giftist honum Sverri sínum og þau hófu búskap í Hvammi lögð- um við stundum leið okkar þangað og var ávallt vel tekið af þeim hjónum. Þar var oft glatt á hjalla, sagðar sögur úr sveitinni og við Sigga rifjuðum upp liðna tíma. Ekki ætla ég að gleyma því mikilvæga atriði sem þakka ber fyrir, er þau hjón tóku elsta son okkar til dvalar í tvö sumur. Sigga hló í símanum er drengurinn var mættur og sagði við mig að ég sendi krakkann bara eins og ein- hvern böggul með flutningabíl sem átti leið norður í land. Í Hvammi leið honum afar vel og minnist verunnar með hlýju. Búskapnum sinntu þau þar til heilsu Siggu hafði hrakað svo mjög að þau urðu að bregða búi fyrir fáeinum árum og fluttu í hús í Grafarvoginum. Lífið er ekki alltaf dans á rósum og því fengu þau að kynnast. Sigga dvaldi heima þar til hún var lögð inn á sjúkrahús nokkrum dögum fyrir andlátið og hefur Sverrir hlúð að henni af mikilli alúð þennan tíma. Fyrir hönd okkar hjóna vottum við Sverri, Hrafnhildi, Þórði, Sverri Má og fjölskyldum einlæga samúð. Guðrún Helga Gestsdóttir. Sigþrúður Margrét Þórðardóttir HINSTA KVEÐJA Til ömmu Siggu. Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vinda leiða. Draumalandið himinheiða hlær og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin. Mundu, að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndi þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Allt hið liðna er ljúft að geyma, láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum) Þínir krakkar, Dagur Sverrir, Margrét María og Freyja Magnea. ✝ Helgi Jónassonfæddist á Jörfa í Kolbeinsstaða- hreppi 16. mars 1931. Hann lést á Hrafnistuheimilinu í Hafnarfirði 12. ágúst 2020, þar sem hann bjó síð- ustu árin. Foreldrar Helga voru Jónas Ólafs- son frá Jörfa, f. 27. apríl 1896, d. 18. ágúst 1978, og Guðbjörg Hannesdóttir, f. í Grunnasundsnesi í Stykkishólmi 27. júlí 1901, d. 20. mars 1993. Systkini Helga eru: 1) Ólafur Agnar, f. 20. júní 1926, d. 6. mars 2011. 2) Einbjörg Hanna, f. 29. maí 1929, d. 29. september 2016. 3) Ingibjörg Jóna, f. 21. janúar 1937, sem lifir systkini sín. Eftirlifandi eiginkona Helga er Erla Sigurjónsdóttir, f. 11. júlí 1931 í Reykjavík. Helgi og Erla giftust 16. mars 1956. Börn Helga og Erlu eru: 1) Guðbjörg, f. 3. nóvember 1956. Eiginmaður: Einar Oddur Garð- arsson, f. 8. apríl 1946. Börn: Dennis Helgi Karlsson, f. 6. júní 1976; og Stefanía Einarsdóttir, skólastjóri á Svalbarðseyri. Vorið 1957 hóf hann störf við barnaheimili í Krýsuvík á veg- um Hafnarfjarðarbæjar. Haust- ið 1957 hóf hann störf sem kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar, síðar Lækjar- skóla. Hann var yfirkennari í Lækjarskóla 1962 - 1968. Helgi sat í Barnaverndarnefnd Hafn- arfjarðar á þessum árum. Hann var barnaverndarfulltrúi í Hafnarfirði frá áramótun 1959/1960 og út árið 1964. Frá 1960-1965 rak hann Sumar- dvalarheimilið Glaumbæ, við Straumsvík, fyrir 5-8 ára börn, sem rekið var á vegum Hafn- arfjarðarbæjar. Helgi var fræðslustjóri Hafnarfjarðar 1968-1976 og Fræðslustjóri Reykjanesumdæmis frá 1976 til 1996. Á fræðslustjóraárunum sat Helgi m.a. í stjórn Náms- gagnastofnunar. Eftir að hann lét af störfum sem fræðslu- stjóri starfaði hann m.a. fyrir Áslandsskóla og sem ráðgjafi um skólamál fyrir Vestur- byggð. Helgi gekk í frímúr- araregluna 1970 og sá hann m.a. um byggingu Frímúr- arahússins við Ljósatröð í Hafnarfirði fyrir frímúrara- stúkuna Hamar. Útför Helga fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 21. ágúst 2020, kl. 13. 20. júlí 1981. Henn- ar börn: Elísabet Líf Ólafsdóttir, f. 11. apríl 2005, og Kristófer Nökkvi Ólafsson, f. 1. mars 2010. 2) Kristín, f. 12. apríl 1967. Hennar maki var Elmar Gíslason, f. 8. desember 1968. Þeirra börn eru: 1) Andrea Björk, f. 27. maí 1994. Maki: Pétur Emil Júlíus Gunnlaugsson, f. 8. júlí 1993. Þeirra barn er: Júlíus, f. 11. febrúar 2020. 2) Arnar Helgi, f. 12. janúar1999. Helgi sótti farskóla á Jörfa í þrjá og hálfan vetur. Lauk fullnaðarprófi 1945 frá farskól- anum í Jörfa. Helgi hóf nám í Miðskóla Stykkishólms haustið 1949 og lauk þaðan landsprófi miðskóla vorið 1951. Helgi tók inntökupróf í 2. bekk Kenn- araskóla Íslands haustið 1951 og lauk þaðan prófi með fyrstu einkunn 1955. Hann tók sér árshlé frá skóla og starfaði á Keflavíkurflugvelli hjá Hamil- ton, félagi verktaka, en þar var hann líka sumarstarfsmaður. Haustið 1956 gerðist hann Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Með þessu fallega ljóði minn- ist ég pabba míns sem var svo einstaklega góður og vel gerður maður. Hann var frábær pabbi og afi og mikill fjölskyldumað- ur, alltaf til staðar fyrir mig og börnin mín. Pabbi var einstak- lega skapgóður og ljúfur með yndislega nærveru og góðan húmor. Það leið öllum vel í kringum hann. Við pabbi vorum mjög náin og gerðum mjög margt saman. Sumarfríin okkar í Bakkaseli, þar sem við vorum að veiða frá morgni til kvölds, ferðalögin okkar til útlanda, fyrst til Ameríku, New York og Washington sem var mikið æv- intýri, síðan Kanarí þar sem pabbi var hvítasti maðurinn á ströndinni. Aftur til Kanarí með systkinum mömmu, ynd- isleg ferð. Kanada, Breska Kól- umbía þar sem við eyddum heilu sumri á Vancouver Island. Eftir að börnin fæddust var það Danmörk, Svíþjóð, Spánn og Búlgaría. Pabbi var ekkert að pirra sig á hlutunum og sá allt- af glasið hálffullt. Ég minnist þess er við vorum á 5 stjörnu hótelinu okkar í Búlgaríu að maturinn var einstaklega vond- ur. Þegar ég var að kvarta yfir matnum sagði pabbi: „Þetta er allt í lagi, þú hefur greinilega aldrei verið í sveit á Snorra- stöðum.“ Ég sagði: „Pabbi, við erum í sumarfríi.“ Síðasta ferðin okkar saman var til Flórida, hún var ynd- isleg eins og allar okkar ferðir. Ég minnist hans með þakk- læti og er þakklát fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirn- ar sem við áttum saman. Þin dóttir, Kristín. Ég ólst upp með annan fót- inn heima hjá ömmu og afa. Það var alltaf svo notalegt og samverustundirnar svo margar að minningarnar um þær renna saman. Við afi komum inn, hann nýbúinn að sækja mig og við setjumst inn í stofu, afi í sinn stól vinstra megin og ég í þann hægri. Það er ljúfur ilmur í loftinu og amma kemur inn til okkar með ástarpunga og kaffi fyrir afa. Svo sitjum við afi saman í ljúfri þögninni. Það var alltaf svo ótrúlega gott að vera með afa, hann var hæglátur maður með ótrúlega hlýja og góða nærveru. Þeir voru ófáir bíltúrarnir okkar afa, hann var alltaf að skutla mér eitthvert eða sækja mig og beið iðulega í bílnum á meðan. Það var alveg sama hvað erindið tók langan tíma alltaf var afi jafn ofur ró- legur og þolinmóður, sat bara í bílnum og hlustaði á Johnny Cash, Dolly Parton eða Guf- una. Ég sagði oft að ef ég ætti tíkall myndi ég hringja í afa því þannig var hann, traustur og alltaf til staðar. Hann vildi allt fyrir mig gera og hafði ein- lægan áhuga á því sem ég vildi taka mér fyrir hendur og hvatti mig alltaf áfram. Ég fékk t.d. einhvern tímann þá hugdettu að vilja læra á fiðlu, þá stökk afi auðvitað strax til og keypti fyrir hvorn okkar sína fiðluna, skráði mig í tón- listarskólann og mætti með mér í tíma. Ég var daglegur gestur eftir skóla og man ég varla eftir öðru en að hafa verið með afa og ömmu að slæpast um, afi hjálpaði mér að læra heima, keypti alltaf allt sem mér fannst gott að borða og fór með mér hvert sem ég vildi fara. Ég gisti alltaf á milli því þar var best að vera. Hann mætti alltaf á alla við- burði hvort sem það voru pí- anótónleikar, frjálsíþróttamót eða skólaleikrit. Alltaf gat ég treyst á afa í salnum. Hann var alltaf boðinn og búinn að að- stoða mig og þegar ég var þreytt og lúin hjálpaði hann mér upp. Ef mig vantaði lífsins ráð þá hringdi ég bara eða kom til hans og hann ráðlagði mér alltaf rétt. Hann var manna gjafmild- astur, við vorum alltaf saman í fríum og alls kyns ævintýrum. Það voru allir dagar góðir með afa og ég fór alltaf í gott skap nálægt honum. Afi var stórkostlegur maður, snjall og framsýnn. Hann var alltaf skrefinu á undan öllum í tækni og það var svo gaman að sitja með honum á skrifstof- unni hans og blaða í öllum bók- unum og spjalla við hann því hann vissi svo margt. Alltaf hafði afi svörin. Það var alltaf stutt í stríðni og hlátur hjá okk- ur, afi veitti mér svo mikla gleði, hlýju og öryggi að ég fæ það aldrei fullþakkað. Afi var góðhjartaður, traust- ur, ljúfur og skemmtilegur. Hann markaði svo stór spor í tilveru mína að ég veit eigin- lega ekki hvernig ég á að vera til án hans. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta lífsins með honum, mín mestu forrétt- indi eru að hafa átt hann að. Þín, Andrea. „Valla mín, þú ætlar að koma til mín, er það ekki?“ var upp- hafið að fyrstu faglegu samræð- um okkar Helga Jónassonar, á sólríkum júnídegi árið 1980 fyr- ir utan Þinghólsskóla í Kópa- vogi. Hann stóð allt í einu fyrir framan mig, hár, þrekinn og gamansamur – ég sá ekki sólina fyrir honum. Helga fylgdi ávallt mikil góðmennska og hlýja, alltaf stutt i gleðina og húm- orinn. Ég var sérkennslu- fulltrúi hjá honum í 14 ár eða til 1994, um það leyti að ákveð- ið hafði verið að leggja fræðslu- skrifstofurnar niður. Því ferli lauk 1996. Helgi var afar far- sæll fræðslustjóri öll árin sem fræðsluskrifstofurnar störfuðu, frá 1976 til 1996. Hann hafði mikil áhrif á framkvæmd skóla- starfs á þessum tíma. Við Helgi áttum það sameig- inlegt að við vorum brautryðj- endur að eðlisfari, velviljuð og kjarkmikil. Hann var mikill skólamaður, vildi láta gott af sér leiða fyrir skólana, skólastjórnendur og kennara, – barnanna vegna. Hann hafði áður komið mikið að barna- verndarmálum í Hafnarfirði og sú reynsla fylgdi honum í fræðslustjóraembættið. Helgi varð einn af stóru mönnunum í lífi mínu. Til ársins 1982 höfðu öll fötl- uð börn á Suðurnesjum sótt skóla til Reykjavíkur. Þrátt fyr- ir hávær mótmæli ákveðins hóps með tilheyrandi funda- höldum og skömmum vorum við Helgi sannfærð um gildi þess fyrir börnin að flytja kennslu þeirra í heimabyggð. Við unn- um ötullega að þessari breyt- ingu í samvinnu við Vilhjálm Ketilsson skólastjóra. Nú væri það óhugsandi að fötluð börn á Suðurnesjum þyrftu að sækja grunnskóla til Reykjavíkur. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar stofnuðum við fyrstu sérdeildina í almennum grunnskóla fyrir einhverf börn. Þetta var gert í nánu samstarfi við menntamálaráðuneytið, skólayfirvöld í Kópavog og Svein Jóhannesson, skólastjóra í Digranesskóla. Í dag væri óhugsandi að einhverf börn á grunnskólaaldri væru útilokuð frá því að sækja almennan grunnskóla í heimabyggð. Árið 1985 var Helgi lykil- maður í því að starfsleikninám fyrir kennara í almennum grunnskólum varð að veruleika. Þetta stórverkefni var sam- starfsverkefni KHÍ, ráðuneyt- isins og fræðsluskrifstofunnar. Námið var skólaþróunarnám fyrir alla kennara þátttökuskól- anna. Helgi fól mér umsjón með náminu og gerði skólunum kleift að senda kennara í 20 vikna lærdómsbúðir til að und- irbúa námið fyrir hönd skól- anna. Mér er mjög minnisstæð að- koma Helga að máli MK sem var til húsa í Kópavogsskóla. Leggja þurfti Víghólaskóla nið- ur og gera Kópavogsskóla og Digranesskóla að heildstæðum grunnskólum. Þessu fylgdu há- vær mótmæli. Í þessu verkefni sem öðrum hitaverkefnum á sviði skólamála hélt Helgi sinni stóísku ró, varð sáttamiðlari milli menntamálaráðuneytisins og Kópavogsbæjar. Hluti af sáttinni fólst í því að Hótel- og veitingaskólinn varð hluti af hinum nýja menntaskóla. Sig- urinn varð allra. Þannig vann Helgi. Yndislegur yfirmaður og vin- ur hefur kvatt þessa jarðvist. Ég verð Helga eilíflega þakklát fyrir traustið og öll lærdóm- stækifærin. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til elsku Erlu, Guð- bjargar, Kristínar og fjölskyld- unnar allrar. Valgerður Snæland Jónsdóttir. Helgi Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.