Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjöldi þeirra sem greinast með kór- ónuveirusmit á landamærunum hefur farið vaxandi að undanförnu. Aug- ljósasta skýringin á þessu er sú að far- aldurinn er í vexti erlendis, að því er fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi al- mannavarnadeildar ríkislögreglu- stjóra og embættis landlæknis, sem haldinn var í gær. Sagði Þórólfur ánægjulegt að nýjum innanlandssmitum færi fækkandi og að flestir sem greindust væru í sóttkví. Hugsanlega gæfi það tilefni til að huga að tilslökun sóttvarnaaðgerða innan- lands. Þórólfur sagðist að gefnu tilefni ekki vilja meina að aðgerðir á landamærum þyrftu að vera nákvæmlega eins og þær eru núna næstu mánuði eða ár, heldur sé ljóst að einhvers konar að- gerðir þurfi að vera á landamærunum áfram næstu mánuði. Þórólfur bað þá sem hyggjast senda almannavörnum eða landlækni fyrir- spurnir og beiðnir að gera það að vel ígrunduðu máli. Mikið álag hafi fylgt því að svara slíkum erindum hjá emb- ættunum. Til Íslands í gegnum Svíþjóð Sænsk stjórnvöld munu hafa milli- göngu um sölu á bóluefni til Íslands gegnum samstarfsverkefni Evrópu- sambandsins. Lena Hallengren, heil- brigðisráðherra Svíþjóðar, greindi frá þessu á blaðamannafundi sænsku rík- isstjórnarinnar í gær. Tilkynnti hún að Svíar tækju þátt í samstarfsverkefninu, sem snýr að kaupum á 300 milljónum skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni frá sænsk-breska fyrirtækinu Astra Ze- neca, að því gefnu að bóluefnið standist prófanir. Auk Evrópusambandsríkjanna munu Ísland, Noregur og Sviss fá hluta skammtanna og munu Svíar hafa milligöngu um söluna til Íslands og Noregs. Skömmtunum verður dreift á milli ríkjanna, sem í búa tæpar 500 milljónir manna, en á fundinum kom fram að Svíar, sem eru um 10 milljónir, geti vænst þess að fá um 6 milljónir skammta. Það jafngildir um 210.000 skömmtum fyrir Ísland. Niðurstöður klínískra rannsókna munu, að sögn Hallengren, leiða í ljós hvort fólk þarf einn eða tvo skammta af bóluefninu. Auk þessa verkefnis taka íslensk stjórnvöld einnig þátt í verkefni á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar, sem ber heitið COVAX. Landamærasmitum fer fjölgandi  Faraldurinn í vexti erlendis  Sænsk stjórnvöld munu hafa milligöngu um sölu bóluefnis til Íslands  Ekki víst hvort fólk þurfi einn eða tvo skammta af bóluefninu, að því gefnu að það standist prófanir Fundur Þórólfur sagði þróunina geta gefið tilefni til að huga að tilslökunum. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Reykjavíkurborg og verktakann Jarðval sf. greinir á um hver ber ábyrgð á galla í framkvæmd við hlaupabraut ÍR í Mjódd. Ber aðilun- um ekki saman um hvar kostnaður vegna gallans á að lenda. Þetta kem- ur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins. Eins og greint var frá í gær þarf að leggja nýtt undirlag fyrir hlaupa- braut við nýjan frjálsíþróttavöll ÍR. Rangt efni var notað við fyrstu mal- bikun og því þarf að hefja fram- kvæmdir að nýju. Heimildir Morgun- blaðsins herma að heildarkostnaður vegna þessa hlaupi á yfir hundrað milljónum króna. Rætt var við verk- takann Jarðval sf. sem vísaði á borg- ina og sagði málið vera í farvegi. Í svari Reykjavíkurborgar kemur fram að ekki hafi verið farið eftir ákvæði í verklýsingu. Þar segir að „verktaki skuli leggja fram upp- skriftir af malbiksgerðum til sam- þykktar áður en útlagnir hefjast á malbiki“. Að því er fram kemur í svari frá Bjarna Brynjólfssyni, upp- lýsingastjóra borgarinnar, var ekki farið eftir framangreindu ákvæði áð- ur en malbik var lagt. Snýr ágrein- ingurinn að því hver eigi að bera kostnað við kaup á nýju malbiki. Áætlaður kostnaður við nýtt malbik er talinn nema um 40 milljónum króna. Þá hefur borgin nú þegar samþykkt að bera hluta kostnaðar vegna nýs yfirborðsefnis. Ekki liggur fyrir hver kostnaður við nýtt yfir- borðsefni er, en framleiðsla á efninu stöðvaðist vegna faraldurs kórónu- veiru. Aðspurður segir Bjarni málið vera í farvegi. „Málið er í farvegi hjá skrif- stofu framkvæmda og viðhalds og verktaka. Verktaki hefur að ósk borgarinnar þegar hafið vinnu við nauðsynlegar lagfæringar þó að mál- ið sé enn óútkljáð. Stefnt er að því að leggja nýtt malbik í sumar og fram- kvæmdum við völlinn lýkur á næsta ári.“ Bera ekki ábyrgð á gallanum Malbikunarstöðin Höfði hf. sá um framleiðslu malbiksins við fram- kvæmdina. Fyrirtækið er í eigu Borgarsjóðs Reykjavíkur. Ásberg Konráð Ingólfsson, framkvæmda- stjóri malbikunarstöðvarinnar, segir fyrirtækið ekki bera ábyrgð á galla í malbikinu. „Við framleiddum það sem var pantað. Við erum ekki búin að fá aðra pöntun, en slíkt færi í gegnum aðalverktakann,“ segir Ás- berg sem vísar að öðru leyti á Reykjavíkurborg. Borgin bendir á verktaka vegna galla í framkvæmd  Segja verktaka hafa farið á svig við verklýsingu Morgunblaðið/Arnþór Hlaupabraut Borgin segir verktaka bera ábyrgð á galla í framkvæmd við hlaupabraut ÍR í mjódd. Malbik sem notast var við er talið gallað. Veðrið lék við íbúa höfuðborgarsvæðisins í gær. Þegar vel viðrar er fátt betra en að gæða sér á ís eins og þess- ar stúlkur gerðu við Ingólfstorg. Búast má við blíðviðri í Reykjavík í dag, allt að 15 stiga hita. Fengu sér ís í blíðviðrinu í borginni Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Vel gekk að koma Jökli SF-16 á flot eftir hádegið í gær. Skipið hafði legið á botninum í Hafnarfjarðarhöfn frá því að það sökk skyndilega sl. mánu- dagskvöld. Köfunarþjónustan annað- ist verkið og að sögn Helga Hinriks- sonar framkvæmdastjóra hefur undirbúningur staðið alla vikuna. Hann segir að tímanum hafi verið varið í að koma fyrir dælum í lest bátsins og koma stroffum undir kjöl hans. Á háflóði í gær hafi svo dæling hafist á sama tíma og krani lyfti undir með bátnum. Helgi segir að allt hafi gengið snurðulaust fyrir sig og Jökull hafi flotið innan við klukkustund eftir að aðgerðir hófust. Spurður um or- sakir þess að báturinn sökk segir hann að það hafi enn ekki komið í ljós. Engin ummerki hafi fundist um aug- ljósan leka, s.s. í gegnum botnloka eða þil bátsins og því ekki hægt að segja til um að svo stöddu. Hann segir bát- inn hafa verið afhentan eiganda sín- um en dælur séu enn tengdar við hann til að fyrirbyggja að sjór safnist fyrir í bátnum. sighvaturb@mbl.is Engin merki um augljósan leka  Jökull náðist á flot í Hafnarfirði í gær Háflóð Jökull náðist á flot í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.