Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 27
Morgunblaðið/Eggert Jafntefli Grétar Snær Gunnarsson og Erlingur Agnarsson í skallaeinvígi í Grafarvoginum í gærkvöldi. FÓTBOLTINN Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Enn bíða Fjölnismenn eftir fyrsta sigri sumarsins á Íslandsmótinu í knattspyrnu en þeir urðu að sætta sig við jafntefli þegar Víkingar úr Reykjavík komu í heimsókn á Extra- völlinn í Grafarvoginum í gærkvöldi. Liðin skildu jöfn, 1:1, en um tíma stefndi allt í að mark Hallvarðar Ósk- ars Sigurðarsonar myndi duga heimamönnum til að hreppa sín fyrstu þrjú stig. Hann kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik með þrumuskoti en það voru gestirnir sem byrjuðu af meiri krafti. Smellurinn vakti Fjölnismenn „Gestirnir úr Fossvoginum virtust líklegri til að byrja með, snöggir og liprir gegn stæðilegum varnar- mönnum Fjölnis,“ sagði Stefán Stef- ánsson meðal annars í lýsingu sinni á mbl.is. Það var svo stangarskot þeirra Víkinga sem vakti heimamenn til lífs. „Á 9. mínútu munaði litlu að vel útfærð aukaspyrna Víkinga skil- aði marki þegar Viktor Örlygur Andrason tók aukaspyrnu við víta- teigshornið, skaut rétt út fyrir varnarvegg heimamanna en boltinn small í stönginni. Sá smellur vakti Fjölnismenn sem fóru að sækja meira og ná betri tökum á sínum leik.“ Gestirnir dóu þó ekki ráðalausir og kreistu fram jöfnunarmark undir lok leiks, Adam Ægir Pálsson, nýkominn frá Keflavík, skoraði það af stuttu færi. Það dugði Víkingum til að gera sitt fimmta jafntefli í sumar, þeir sitja í 7. sæti með 14 stig eftir 11 leiki. Fjölnismenn eru mikið fyrir jafnteflin sömuleiðis, þetta var þeirra fjórða og þeir bíða enn eftir fyrsta sigrinum, sitja á botni deildarinnar með fjögur stig, fjórum frá öruggu sæti. Þess má geta að þessi lið mættust í Fossvog- inum í fyrstu umferðinni og skildu lið- in auðvitað jöfn þá líka með sömu markatölu. Stórveldaslagurinn seinastur Þrettánda umferðin heldur áfram í kvöld er Grótta fær Breiðablik í heimsókn og Fylkir tekur á móti Stjörnunni. Á morgun fer fram KA- ÍA og FH-HK og lýkur svo umferð- inni á stórleik Íslandsmeistara KR og toppliðs Vals á miðvikudaginn, 26. ágúst, en KR-ingar eru í sóttkví. Enn eitt jafntefli liðanna  Fjölnismenn voru hársbreidd frá sínum fyrsta sigri á Íslandsmótinu í sum- ar Víkingar hafa gert fimm jafntefli í ellefu leikjum og eru langt frá toppnum ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 Knattspyrnumaðurinn Sveinn Aron Guðjohnsen og samherjar hans hjá Spezia á Ítalíu eru komnir upp í efstu deild þar í landi eftir umspil við Frosinone sem endaði í gær- kvöldi. Sveinn Aron og félagar unnu fyrri leikinn á útivelli, 1:0, og töpuðu heimaleiknum í gær með sama mun. Það þýðir að Spezia fer upp um deild vegna þess að liðið var ofar í B-deildinni á leiktíðinni. Spezia endaði í 3. sæti með 61 stig en Fros- inone í 8. sæti með 54 stig. Sveinn Aron kom ekki við sögu í leiknum. Sveinn Aron upp í efstu deild Morgunblaðið/Eggert A-deild Sveinn Aron og félagar leika í efstu deild í vetur. Ítalska knattspyrnuliðið Inter von- ast til að vinna sinn fyrsta bikar í níu ár er liðið mætir Sevilla frá Spáni í úrslitaleik Evrópudeild- arinnar í Köln í Þýskalandi í kvöld. Sevilla hefur unnið keppnina fimm sinnum áður, þar af þrisvar í röð frá 2014 til 2016. Inter hefur þrisvar unnið keppnina en þó ekki síðan 1998 en liðið hóf þetta tímabil í Meistaradeildinni, komst ekki upp úr riðli sínum. Inter burstaði Shakhtar Donetsk frá Úkraínu í undanúrslitum, 5:0, en Sevilla vann enska liðið Manchester United 2:1. Úrslitaleikurinn í Köln í kvöld AFP Úrslit Romelu Lukaku hefur verið drjúgur fyrir Inter í Þýskalandi.  Tiger Woods byrjaði vel þegar The Northern Trust-mótið hófst í Boston í gær en um leið hófst úrslitakeppnin á PGA-mótaröðinni í golfi, FedEx Cup. Tiger lék á 68 höggum og var á þrem- ur höggum undir pari vallarins. Tiger var í 30. sæti ásamt fleirum þegar blaðið fór í prentun. Efstu menn höfðu leikið á 64 höggum. Eins og komið hefur fram á síðustu árum eru geysilega há peningaverðlaun í boði fyrir sigurvegarann í úrslitakeppninni eða 10 milljónir dollara.  Enski markvörðurinn Dean Hend- erson er búinn að kveðja Sheffield United eftir tveggja ára lánsdvöl þar og er nú nálægt því að skrifa undir nýjan samning hjá Manchester Unit- ed, þar sem hann hefur verið á mála síðan 2011 eða þegar hann var 14 ára gamall. Henderson varði mark Shef- field í B-deildinni og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild. Hann var svo stórgóður með liðinu í úrvalsdeild á síðustu leiktíð en hann er 23 ára gamall. Sky Sports segir frá því að hann ætli að skrifa undir nýjan lang- tímasamning í Manchester og berjast við Spánverjann David de Gea um markvarðarstöðu liðsins.  Hollenski knattspyrnumaðurinn Xavier Mbuyamba er genginn til liðs við enska félagið Chelsea en hann kemur á frjálsri sölu eftir að samn- ingur hans hjá spænska stórliðinu Barcelona rann út í sumar. Mbuyamba er átján ára gamall og uppalinn hjá Maastricht í heimalandinu en hann gekk til liðs við akademíu Barcelona á síðasta ári þar sem hann spilaði með U19 ára liðinu. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning í Lund- únum.  Leikmaður Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu greindist með kórónuveiruna eftir að hann sneri aftur til Englands úr sumarfríi. Staðarmiðillinn Daily Echo segir frá þessu. Leikmenn félagsins hafa verið að snúa aftur til æfinga en undirbúnings- tímabil liðsins hófst í vikunni. Einn leikmaður, sem hefur ekki verið nafn- greindur, er hins vegar á leiðinni í ein- angrun í tvær vikur eftir að hafa smit- ast í fríi erlendis og getur því ekki tekið þátt á æfingum. Þá þarf að senda alla aðra leikmenn og þjálfara Southampton í skimun til að ganga úr skugga um fleiri séu ekki smitaðir.  Neymar, sóknarmanni franska knattspyrnufélagsins PSG, verður ekki refsað af UEFA fyrir að skipta á treyju við Marcel Halstenberg, leik- mann RB Leipzig, eftir undanúrslita- leik liðanna í Meistaradeildinni í Lissa- bon í Portúgal í vikunni. UEFA hafði gefið út þau tilmæli til leikmanna að bannað væri að skiptast á treyjum vegna kórónuveirufaraldursins en er- lendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um at- vikið og töldu að Neymar yrði úr- skurðaður í eins leiks bann eða þyrfti að fara í 12 daga sóttkví. UEFA mun hins vegar ekki aðhafast neitt frekar í málinu og fær Neymar því að spila úrslita- leikinn gegn Bay- ern München á sunnudaginn kem- ur. PSG hefur aldrei unnið keppnina en Bay- ern München hef- ur fimm sinnum fagnað sigri, síðast árið 2013. Eitt ogannað FJÖLNIR – VÍKINGUR R. 1:1 1:0 Hallvarður Óskar Sigurðarson 33. 1:1 Adam Ægir Pálsson 86. M Arnór Breki Ásþórsson (Fjölni) Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölni) Hans Viktor Guðmundsson (Fjölni) Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölni) Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölni) Peter Zachan (Fjölni) Viktor Andri Hafþórsson (Fjölni) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) Ingvar Jónsson (Víkingi) Júlíus Magnason (Víkingi) Kristall Máni Ingason (Víkingi) Sölvi Geir Ottesen (Víkingi) Viktor Örlygur Andrason (Víkingi) Rautt spjald: Ekkert. Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 8. Áhorfendur: Engir leyfðir.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/ sport/fotbolti. Þátttaka karlaliðs KR í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu dregur dilk á eftir sér. Þeir sem fóru í leikinn í Glasgow eru í sóttkví og fyrir vikið hefur stórleik KR og Vals verið frest- að. Þessi lið hafa unnið Íslandsmótið síðustu þrjú ár og áttu að mætast á morgun en í gær var tilkynnt að leiknum hefði verið frestað enda ekki annað í stöðunni eftir að í ljós kom að KR-ingar þyrftu að fara í sóttkví. Seinni skimun KR-inga verður vænt- anlega á mánudag. KR-ingar voru á vissan hátt sein- heppnir. Ný regla heilbrigðisráðu- neytisins um tvöfalda skimum tók gildi á miðnætti 18. ágúst en KR- ingar skiluðu sér til landsins um hálf- tíma eftir miðnætti. Eins og Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, benti á í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun í gær, þá er ekki hlaupið að því að breyta leiktímum í Meistaradeild Evrópu. KR-ingar náðu einfaldlega ekki heim í tæka tíð vegna tímasetn- ingar leiksins. „Það var ekki búið að staðfesta neitt áður en við fórum út en við viss- um það, frá og með miðnætti í gær [fyrradag], að við værum á leið í sóttkví. Þegar við vissum að þessar dagsetningar myndu standast var of seint að breyta leiktíma leiksins þar sem Celtic var búið að selja sjón- varpsréttinn. Þú breytir ekki leik- tímum í Meistaradeild Evrópu með sólahringsfyrirvara, svo einfalt er það. Við vorum 36 mínútum of seinir og þannig er það bara. Við reyndum að sjálfsögðu að drífa okkur heim um leið og leikurinn kláraðist en það tókst því miður ekki,“ sagði Rúnar meðal annars í þættinum. sport@mbl.is Ljósmynd/@CelticFC Glasgow Kennie Chopart glímir við Scott Brown í leiknum gegn Celtic. Glasgow-förin dregur dilk á eftir sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.