Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 VEIÐIHNÍFAR Í ÚRVALI VERÐ FRÁ 4.980.- Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is 21. ágúst 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 135.72 Sterlingspund 179.36 Kanadadalur 103.24 Dönsk króna 21.758 Norsk króna 15.364 Sænsk króna 15.708 Svissn. franki 150.25 Japanskt jen 1.2893 SDR 192.45 Evra 162.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 191.0161 Hrávöruverð Gull 1993.15 ($/únsa) Ál 1733.0 ($/tonn) LME Hráolía 45.17 ($/fatið) Brent ● Hagnaður Vátryggingafélags Íslands (VÍS) dróst lítillega saman á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Nam hagnaður fjórðungs- ins 916 m.kr., en var árið 2019 1.256 m.kr. Þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins fyrir annan fjórðung þessa árs. Iðgjöld VÍS stóðu í stað milli ára og námu 5.641 m.kr. í fjórðungnum. Þá jukust fjárfestingatekjur fyrirtækisins umtalsvert milli ára og námu 1.612 m.kr. í ár. Til samanburðar voru þær 1.434 m.kr. á sama tímabili í fyrra. „Mjög góður árangur var í fjárfest- ingum í fjórðungnum. Árangurinn er sá besti frá skráningu félagsins, í fjár- festingatekjum og nafnávöxtun. Góð ávöxtun var í öllum eignaflokkum fé- lagsins, sér í lagi skráðum hlutabréf- um og erlendum skuldabréfasjóðum, að undanskildum óskráðum hlutabréf- um sem lækkuðu í fjórðungnum,“ er haft eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS. Í tilkynningunni er jafnframt haft eftir honum að framtíðarhorfur næstu tveggja ársfjórðunga séu mjög góðar. Arðsemi eigin fjár í öðrum ársfjórð- ungi var 6,7% og jókst þannig um 0,2% milli ára. Þá var samsett hlutfall ársfjórðungsins 103,5% samaborið við 93,8% á sama tímabili árið 2019. aronthordur@mbl.is Hagnaður VÍS dróst lít- illega saman milli ára STUTT boð í gang til að kynna okkur al- mennilega fyrir Íslendingum og er gisting með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði nú á 33.700 krónur. Það hefur verið fullt hjá okkur allar helgar síðan 1. maí og við höfum þurft að vísa frá beiðnum um 20-30 herbergi um hverja helgi,“ segir Sig- urður Magnús. Tekjurnar engu að síður minni Þrátt fyrir eftirspurnina séu tekj- urnar minni en fyrri sumur. Verðið á gistingu hafi enda verið lækkað. Þá sé meðalreikningurinn fyrir veiting- ar með víni svipaður hjá íslenskum og erlendum ferðamönnum. Þótt Ís- lendingar geri vel við sig í fríinu vegi það ekki upp afslátt af gistingunni. Sigurður Magnús segir UMI-hót- el munu standa af sér faraldurinn. Höfðu safnað fé í sjóð „Við vorum svo lánsöm að vera bú- in að safna í svolítinn sjóð þannig að við gátum auðveldlega staðið þetta af okkur. Við ætluðum að fara að byggja við hótelið en það hefur geng- ið á sjóðinn. Við erum meðal kannski sex til átta hótela á landinu sem ganga mjög vel. Hótelum í betri end- anum virðist ganga vel að selja gist- ingu til Íslendinga. Þau munu gera það eitthvað fram á haustið og hugs- anlega í vetur. Þetta á þó ekki við um alla. Hér í nágrenninu er hótel af svipaðri stærð sem hefur ekki verið opnað eftir að faraldurinn hófst. Það er lítið að frétta af minni gististöð- um; gistiheimilum og heimagist- ingu.“ Nokkrir fóru á hlutabætur Sigurður Magnús segir engum starfsmanni hafa verið sagt upp hjá UMI-hóteli. Hluti starfsmanna hafi farið á hlutabætur og eru nokkrir enn á slíkum bótum. Hann segir erfitt fyrir smáhótel að keppa við stóru keðjurnar við þessar aðstæður. „Stóru keðjurnar hafa hótel víða um landið og þær hafa boðið gríð- arlega góð verð. Ég held að í mörg- um tilfellum sé það undir kostnaðar- verði. Minni fyrirtæki, sem eru rekin af fjölskyldum, eiga erfitt með að keppa við slík verð. Þótt okkur hafi blessunarlega gengið vel í sumar þökk sé Íslendingum, sem vilja gera vel við sig í mat og drykk, og þeim útlendingum sem komu hér í sumar, þá á það því miður ekki við hjá öllum. Mörg minni fjölskyldurekin hótel og gististaðir eiga mjög erfitt og eru að fara einna verst út úr þessu. Ég er bjartsýnn og mjög þakklát- ur fyrir þessa Íslendinga sem eru að koma, og það hefur gengið gríðar- lega vel, en auðvitað heldur þetta ekki, hvorki hótelunum né þjóðfélag- inu, gangandi til lengdar. Íslensk ferðaþjónusta þolir þetta ástand ekki lengi,“ segir Sigurður Magnús. Fjölskyldufyrirtæki UMI-hótel er að hluta í eigu Sig- urðar Sólons og eiginkonu hans, Arnfríðar Hjaltadóttur, sem er fjár- málastjóri hótelsins. Dóttir þeirra, Sandra Dís, hannaði hótelið en hún er innanhússarkitekt. Íslendingar hafa haldið uppi veltu en tekjurnar minnkað Ljósmynd/UMI-hótel Lúxusgisting UMI-hótel er með 28 herbergjum og veitingastað.  Fullbókað hjá UMI-hóteli  Stór hótel sögð selja gistingu undir kostnaðarverði BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigurður Magnús Sólonsson, fram- kvæmdastjóri UMI-hótels við rætur Eyjafjallajökuls, segir eftirspurn frá Íslendingum hafa haldið uppi velt- unni í ár. „Það hefur gengið mjög vel að selja gistingu til innlendra ferða- manna. Það á við um okkur og nokk- ur hótel. Sumarið er mun betra en við reiknuðum með. Það gengur hins vegar ekki vel hjá öllum. Þetta verð- ur ansi erfitt. Því miður munu marg- ir fara illa út úr þessu ástandi,“ segir Sigurður Magnús. Vísar hann þar til neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á ís- lenska ferðaþjónustu. UMI-hótel var opnað í ágúst 2017. Um er að ræða lúxusgistingu í ný- byggingum. Hótelið hefur vakið al- þjóðlega athygli og hefur meðal ann- ars verið fjallað um það í viðskiptatímaritinu Forbes. Hótelið er um 40 km frá Hvolsvelli og sjö km frá Skógum. Þar er fullbú- ið veitingahús, UMI restaurant. Gott úrval er af rauðvínum. Alls 28 herbergi eru á hótelinu. Kærkomið tækifæri í sumar Sigurður Magnús segir reksturinn hafa verið umfram væntingar fyrstu árin. „Við höfum hingað til ekki getað verið með kynningartilboð til Íslend- inga því það er búið að vera fullt hjá okkur síðan við opnuðum. Þannig að þetta var kærkomið tækifæri til að kynna okkur fyrir Íslendingum og það hefur gengið gríðarlega vel. Við ákváðum að setja gott kynningartil- Hagnaður Kviku banka eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins reyndist 924 milljónir króna og dregst saman um ríflega 36% frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn reyndist 1.455 milljónir króna. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu nam 11,8% á tíma- bilinu. Hreinar vaxtatekjur námu 868 milljónum króna og jukust um 3% milli ára. Hreinar þóknanatekjur jukust um 3% frá fyrra ári og stóðu í ríflega 3 milljörðum króna. Fjárfest- ingartekjur drógust hins vegar veru- lega saman og voru 222,41% lægri en á fyrstu sex mánuðum ársins 2019. Þá var hrein virðisbreyting neikvæð um 209 milljónir og segir bankinn að hún skýrist að mestu leyti af var- úðarfærslum vegna kórónuveirunn- ar. Rekstrarkostnaður nam 2.671 milljón króna og hækkaði óverulega eða um 0,5%. Eigið fé Kviku var 16,7 milljarðar í lok júnímánaðar og var eiginfjár- hlutfallið 26,2% að teknu tilliti til 25% arðgreiðslustefnu, samanborið við 24,1% í lok árs 2016. Eiginfjár- kröfur eftirlitsaðila miða við að eig- infjárhlutfall Kviku sé að lágmarki 20,6%. Í árshlutareikningi bankans má sjá að innlán hafa aukist talsvert frá áramótum. Stóðu þau um mitt ár í ríflega 61 milljarði króna og höfðu hækkað um tæpa 10 milljarða frá áramótum. Afkomuáætlun bankans er óbreytt frá síðustu birtingu og er gert ráð fyrir að hagnaður bankans verði á bilinu 1.700-2.300 milljónir króna á árinu fyrir skatta. Jákvæð afkoma Marinó Örn Tryggvason er forstjóri Kviku. Kvika hagnast um 924 milljónir  Innlán aukist um 10 milljarða króna á hálfu ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.