Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020
✝ Helgi Stein-grímsson fædd-
ist í Reykjavík 13.
júní 1943. Hann
andaðist á Líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 15.
ágúst 2020. For-
eldrar Helga voru
Steingrímur Páls-
son, stöðvarstjóri í
Brú í Hrútafirði, f.
29. maí 1918, d. 10.
mars 1981, og Lára Helgadóttir,
símritari og loftskeytamaður í
Brú í Hrútafirði, f. 3. janúar
1924, d. 17. ágúst 1979. Helgi bjó
sín fyrstu ár í Reykjavík ásamt
því að vera reglulega bæði á Ísa-
firði og í Ófeigsfirði á Ströndum.
Hann flutti sem barn að Brú í
Hrútafirði þar sem foreldrar
hans voru póst- og símstöðvar-
hjón frá árinu 1950 til 1976.
Helgi gekk í Reykjaskóla í
Hrútafirði og lauk landsprófi ár-
ið 1961.
Helgi var í sambúð með Bertu
Þórarinsdóttur snyrtifræðingi og
áttu þau saman Steingrím tölvu-
fræðing, f. 3. ágúst 1964. Stein-
grímur var fyrst í sambúð með
Guðrúnu Helgu Jónsdóttur
læknaritara og eiga þau saman
Hrannar Helga. Berthu Þór-
björgu og Björn Þóri eignaðist
hann síðar með Ásu Fönn Frið-
með Jóni Halldóri Jónssyni húsa-
smið. Fyrir átti Inga Lára soninn
Sæþór Helga. Yngri dóttir þeirra
er Karlotta, uppeldis- og mennt-
unarfræðingur, f. 20 janúar 1988,
gift Gunnlaugi Ragnari Reynis-
syni rafvirkjameistara og eiga
þau saman Andreu Lilju.
Helgi vann fjölmörg störf og
kom víða við. Sem unglingur
starfaði hann hjá Sauðfjárvörn-
um ríkisins og seinna hjá Pósti og
síma. Eftir það starfaði Helgi hjá
Skýrsluvélum ríkisins frá 1962 til
1966, fór þaðan til Loftleiða og
vann þar sem fulltrúi innkaupa-
stjóra á árunum 1966 til 1973.
Helgi kom að stofnun plötuút-
gáfufyrirtækisins Demants hf. í
janúar 1975 ásamt Ingibergi Þor-
kelssyni og Jóni Ólafssyni. Hann
starfaði sem sölustjóri Pennans
frá 1980 til 1983 og vann eftir
það til 1986 hjá Eyjólfi Axelssyni
hjá Axis. Þá átti Helgi ásamt
Daníel Árnasyni Húseignir og
skip, sem hann rak í nokkur ár.
Helgi var ritstjóri landkynning-
arbókarinnar Gests 1993-1995.
Þegar Helgi var unglingur í
Brú í Hrútafirði stofnaði hann
Brúartríóið, svo Erni og að lok-
um hljómsveitina Hauka.
Helgi kom einnig að pólitík og
var virkur í Sjálfstæðisflokknum.
Hann var einnig formaður Sjálf-
stæðisfélagsins í Bakka- og
Stekkjahverfi til nokkurra ára.
Í ljósi aðstæðna gilda fjölda-
takmarkanir og því fer útförin
fram í kyrrþey en henni verður
streymt á internetinu í dag, 21.
ágúst 2020, klukkan 11. Slóðin er
https://youtu.be/Spi26JD5moc.
bjarnardóttur
íþróttakennara.
Helgi gekk síðar
í hjónaband með
Dagbjörtu Sig-
urbergsdóttur,
fyrrverandi fjár-
málastjóra BBA
legal lögmanns-
stofu, og átti með
henni þrjú börn.
Elst þeirra er
Harpa sjúkraþjálf-
ari, f. 16. júlí 1966, gift Rúrik
Vatnarssyni lögfræðingi og eiga
þau saman fjögur börn, Andra
Vatnar, Sigurberg, Lilju og Dag-
björtu. Annað barn þeirra hjóna
er Heimir, flugstjóri hjá Ice-
landair, f. 21. ágúst 1970, giftur
Guðnýju Hrönn Úlfarsdóttur
snyrtifræðingi og eiga þau sam-
an börnin Perlu og Alexander
Nóa. Fyrir átti Guðný dótturina
Söru Laufdal. Þriðja barn þeirra
hjóna er Haukur, viðskiptafræð-
ingur og verkefnastjóri, giftur
Tanya Helgason og eiga þau
saman börnin Nicole, Maxime og
Jason. Fyrir átti Haukur soninn
Dag.
Seinni eiginkona Helga er
Guðbjörg Alda Jónsdóttir, fyrr-
verandi fulltrúi hjá embætti
RSK, og áttu þau saman tvær
dætur: Ingu Láru félagsráð-
gjafa, f. 11. apríl 1981, í sambúð
Elsku fallegasti og besti pabbi
í heimi.
Með þessum hætti ávarpaði
ég þig pabbi og þú varst það
sannarlega. Það er svo skrýtið
að skrifa til þín orð þar sem að-
stæður núna eru enn svo óraun-
verulegar fyrir mér og við svo
innilega höfum átt hvort annað
og þú hefur verið svo stór hluti
af mér að ég þarf svolítið að læra
að lifa upp á nýtt. Ég elska þig
svo heitt, sótti svo mikið í þig og
leit svo mikið upp til þín, þú
tókst mér alltaf fagnandi og ég
fékk nánast skammir þegar ég
spurði þig hvort ég mætti koma
til þín því þú sagðir alltaf að þitt
heimili væri mitt heimili. Ég er
svo þakklát fyrir öll þau gildi
sem þú komst að hjá mér og öllu
sem við deildum. Við áttum svo
margt sameiginlegt og gátum
setið í margar stundir hverju
sinni og vorum í raun sjaldan í
stuði til að kveðjast og sjást síð-
ar.
Elsku pabbi, ég er svo þakklát
fyrir gildin sem þú komst að hjá
mér og ég hélt í heiðri, að vera
heiðarleg, leggja allt mitt af
mörkum, vera sjálfri mér sam-
kvæm og stela ekki, að stela
þýddi að vera þjófur fyrir lífstíð.
Nú legg ég ekki dóm á aðra, það
get ég ekki, en þau gildi sem þú
komst að hjá mér gerðu að verk-
um að ég hef farið með þau út í
lífið og náði ekki hér áður að
festast á þeirri ógæfubraut sem
ég var komin á. Gildin þín hafa
verið veganesti mitt í lífi og
starfi og með þau hef ég náð
langt. Ég átti alltaf að hugsa vel
um mig, rækta mig og „hárið er
höfuðprýði konunnar“ og það
skal vera alltaf vel hirt og fal-
legt.
Það var svo dásamlegt að eiga
tíma með þér, þegar ég sagði þér
frá því sem ég hlakkaði til eða
gekk vel þá varstu margfalt
ánægðari en ég fyrir mína hönd
sem gerði gleði mína miklu
sterkari. Ég fann fyrir svo miklu
stolti frá þér til mín og ég tala
nú ekki um til sonar míns, hans
„litla þíns“ sem þú tókst þátt í að
ala upp og tók fyrstu skrefin hjá
þér. Það sem hann litli þinn hef-
ur dýrkað þig elsku pabbi, og
elskar þig, endurspeglar svo
hver þú ert og hvað þú ert fyrir
okkur. Hann Nonni okkar líka,
hann lærði strax að elska þig og
virða og þið áttuð einstakt sam-
band. Þú ert svo stórfenglegur
og stókostlegur, stórmenni, það
er enginn sem kemur nálægt því
að líkjast þér á nokkurn hátt. Ég
naut þess svo að hlusta á þig tala
um tímann í Brú í Hrútafirði,
Láru ömmu, Brúartríóið, Erni
og Haukana þína og öll ævintýri
ykkar Villa Vill saman. Það var
svo stórkostlegt hvað þú kunnir
Íslendingasögurnar vel og við
deildum áhuga okkar á þeim,
pólitík (Sjálfstæðisfl.) og líka svo
mörgu öðru sögulegu, tala nú
ekki um seinni heimsstyrjöldina
pabbi, þar var áhugi okkar svo
brennandi og ég er svo stolt af
því hvað við deildum saman ást
okkar á náttúrunni og hvað við
skynjuðum hana nánast eins. Ég
er svo langt frá því að vera hætt
að deila þessu öllu með þér, við
verðum saman öllum stundum.
Pabbi, við deildum svo bæði
kostum okkar og brestum og
gátum gert svo mikið grín að
okkur og skapgerð okkar og ég
þarf verulega á því að halda að
deila því með þér áfram en á
annan hátt. Við einfaldlega töl-
uðum sama tungumál.
Þín dóttir,
Inga Lára (Láfa).
Pabbi var ótrúlega skemmti-
legur og litríkur karakter.
Stundirnar sem við hlógum sam-
an eru óteljandi og fram á síð-
asta dag gat hann alltaf séð
húmorinn í hlutunum. Pabbi var
mjög hjartahlýr og átti auðvelt
með að sýna hlýju og væntum-
þykju. Ég er mjög þakklát fyrir
allar þær stundir sem við áttum
saman, sérstaklega í Skálafelli á
skíðasvæði KR þar sem pabbi
vann um tíma og ég fékk að eyða
heilu helgunum með honum. Ég
á líka skemmtilegar minningar
frá hljómsveitaræfingum og úti-
skemmtunum sem hljómsveitin
var með úti á landi.
Pabbi kenndi mér að lesa áður
en ég hóf skólagöngu og við nut-
um þess að lesa bækur og ræða
um bækur. Íslendingasögurnar
og sakamálasögur voru í algjöru
uppáhaldi. Sameiginlegur áhugi
okkar á dýrum, náttúrunni, úti-
vist, skíðum, kayak og golfi hef-
ur tengt okkur órjúfanlegum
böndum. Það er erfitt að hugsa
til þess að eiga ekki fleiri stundir
með pabba en á sama tíma fyllist
ég miklu þakklæti fyrir þann
tíma sem við höfum átt saman.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Harpa Helgadóttir.
Elsku hjartans pabbi. Núna
ertu farinn frá okkur og nýr
raunveruleiki hefur tekið við. Ég
þekki tilveruna ekki án þín og ég
get ekki lýst því hvað ég sakna
þín mikið. Með ljósmæðurnar á
hliðarlínunni tókst þú á móti mér
í heiminn svo við höfum verið
tengd frá því ég tók minn fyrsta
andardrátt og þar til þú tókst
þinn síðasta. Þegar ég lít yfir far-
inn veg þá get ég ekki annað en
brosað í gegnum tárin því minn-
ingarnar með þér eru óteljandi.
Þú varst svo mikill vinur,
skemmtilegur, fyndinn og traust-
ur. Þú varst besti sögumaður
sem ég veit um, þú varst fullur af
ástríðu og varst svo fyndinn.
Smitandi hlátur þinn gat fyllt
stærstu rýmin og þú varst hrók-
ur alls fagnaðar. Þegar ég hugsa
um að ég fái ekki lengur að sjá
þig, faðma þig, hlæja með þér og
njóta nærveru þinnar á hverjum
degi finn ég fyrir svo miklum
tómleika. Ég man eftir tímabili
þegar ég var lítil þar sem setn-
ingin „It‘s only rock and roll but
I like it“ var svar þitt við nánast
öllu og auðvitað smelltir þú fingr-
um í takt við orðin, glottir og
settir upp sólgleraugun. Þú varst
stuðpinni, skemmtikraftur og fá-
ránlega mikill töffari. Ég er svo
ótrúlega stolt af þér, pabbi. Þú
kenndir mér þrautseigju, kapp-
semi og að gefast aldrei upp á
draumunum mínum, það var al-
veg sama hvað mér datt í hug að
gera næst, þú hvattir mig áfram í
að eltast við drauma mína. Veik-
indi þín komu okkur öllum í opna
skjöldu. Við fengum strax að vita
að krabbameinið væri ólæknandi
og ég mun aldrei gleyma hversu
ákveðinn þú varst í að berjast, þú
hefur aldrei viljað láta neinn
leggja þér lífsreglurnar og þú
ætlaðir svo sannarlega ekki að
byrja þarna. Þú vildir lifa. Fyrir
það er ég svo þakklát því barátta
þín varð til þess að við fengum að
njóta nærveru þinnar aðeins
lengur. Tímarnir fóru þó að
þyngjast og krabbameinið tók
alltaf meira og meira yfir líkama
þinn. Við fengum meiri tíma sam-
an en þú greiddir fyrir það með
heilsu þinni og líðan, elsku besti
pabbi, og ég er svo þakklát fyrir
þennan tíma þótt það hafi verið
svo vont að horfa á þig í þessari
stöðu. Þegar þú veiktist þá lofaði
ég þér því að ég myndi standa
með þér, virða þínar ákvarðanir
og vera með þér til enda. Þú
tókst í höndina á mér, brostir og
sagðir „I know“. Eftir þessa ör-
lagaríku stund, laugardagsmorg-
uninn 15. ágúst á Líknardeild-
inni, þá kyssti ég þig, faðmaði þig
og næst settist ég á stól og það
var svo skrítið, ég sat þarna að-
eins frá rúminu þínu en akkúrat
á þeirri stundu fann ég fullkom-
lega fyrir nærveru þinni. Ég trúi
því að þú hafir verið hjá mér og
faðmað mig til baka. Ég sé þig í
afkomendum þínum og ég er svo
þakklát fyrir það. Ég sé þig í
dóttur minni, systkinum og
frændsystkinum, þannig lifir þú
áfram. Eins sárt og það var að
kveðja þig þá veit ég að þú ert á
góðum stað, hraustur, glaður og
ég er alveg pottþétt á því að þú
sért kominn með gítar í fangið og
sért að koma fólkinu í stuð. Takk
elsku pabbi fyrir að gefa mér líf,
fyrir góðu stundirnar og takk
fyrir að hafa verið pabbi minn.
Þú lifir áfram í hjarta okkar
allra.
Ég elska þig.
Karlotta Helgadóttir.
Sæll afi.
Ég sakna þín svo mikið elsku
afi og vildi að þú værir ennþá hjá
mér en í stað þess þá sjáumst við
á öðrum stað seinna. Ég elska þig
svo mikið afi minn og þykir svo
vænt um þig og hugsa stöðugt til
þín og ég hef alltaf gert það. Ég
er svo ánægður að þú sást mig
taka fyrstu skrefin og enginn
annar. Ég er svo þakklátur fyrir
að þú varst eins og þú varst. Þú
varst yndislegur, frábær, traust-
ur og fyndinn. Það var svo gaman
að hlusta á þig segja frá sjálfum
þér afi minn, allar sögurnar um
þig og allt þitt líf, eins og þegar
þú varst að veiða, sögurnar þegar
þú stofnaðir Haukana og allt sem
þið gerðuð saman, Loftleiðaat-
burðirnir og fleira. Við hlustuð-
um á tónlist og sýndum hvor
öðrum fullt af lögum. Ég hugsa
alltaf til þín þegar ég hlusta á
lagið „I see fire“ því að þér þótti
það svo flott þegar ég sýndi þér
það. Ég á eftir að fara um Laug-
arnestangann og hugsa til þín
elsku afi minn, þar vorum við
alltaf saman og áttum þar mjög
góðar stundir þegar þú varst að
passa mig. Eins og þegar við
tókum spýtur eða tré, festum
fjöður í og settum út á sjó og svo
reyndi ég að kasta steinum í
hana. Það var eitt af svo mörgu
sem við gerðum á Laugar-
nestanga. Við áttum mjög gott
og sérstakt samband elsku afi
minn og því verður aldrei
gleymt. Þín verður alltaf saknað.
Þitt afabarn,
„Litli þinn“
Sæþór Helgi.
Við Helgi kynntumst í byrjun
áttunda áratugarins í gegnum
sameiginlegan vin. Ég var þá
kornungur, nýbyrjaður í há-
skólanámi, en hann fjölskyldu-
maður sem vann á Loftleiðum á
daginn og spilaði með hljóm-
sveitinni Haukum á kvöldin.
Leiðir okkar Helga hafa síðan
legið mikið saman. Við ásamt
fleiri félögum höfum hist reglu-
lega og átt saman góðar stundir.
Helgi starfaði með mér við
fasteignasölu um tíma. Hann var
kappsamur og duglegur sölu-
maður, en var ekki mjög hrifinn
af tilsögn. „I’ll do it my way“ var
tilsvarið ef maður benti á eitt-
hvað sem mætti betur fara.
Helgi á sinn kafla í Rokksögu
Íslands. Hann stofnaði hljóm-
sveitina Hauka sem Dr. Gunni
kallar í bók sinni „Guðfeður
gleðibandanna“. Það má segja að
Haukarnir hafi lagt línuna fyrir
sveitaballaböndin sem á eftir
komu. Helgi stofnaði ásamt Jóni
Ólafssyni og Ingibergi Þorkels-
syni útgáfufyrirtækið Demant,
sem á stuttum líftíma afrekaði
það meðal annars að gefa út
„Millilendingu“ Megasar.
Helgi starfaði mest við sölu-
og markaðsmál síðari hluta
starfsævinnar. Hann gat verið
hrjúfur á yfirborðinu en undir
því leyndist viðkvæm sál. Hann
var stálheiðarlegur og ætlaðist
til sama heiðarleika af öðrum og
gat mislíkað verulega ef á það
skorti.
Margar eftirminnilegar sögur
hefur maður heyrt frá Helga,
meðal annars frá því þegar hann
og Vilhjálmur heitinn Vilhjálms-
son voru saman í sumarfríi í
Evrópu og fengu að troða upp í
pásu hjá öðrum skemmtikröft-
um, og þegar hann fékk „rhytma
blues“-hljómplötur frá amerísk-
um laxveiðimönnum sem komu
við í Hrútafirðinum á æskuárum
hans. Sagðist hann hafa spilað
þessa tegund tónlistar áður en
Rolling Stones og fleiri kynntu
heiminum hana.
Þegar ég og félagar mínir í
hljómsveitinni Los Angeles
gerðum okkar fyrstu plötu um
aldamótin voru jákvæðni og
hrósyrði Helga mikils virði,
vegna þess að hann var það
hreinn og beinn að maður vissi
að það kæmi frá hjartanu.
Síðast þegar við Helgi hitt-
umst rifjaði hann upp tímann um
1970 þegar mest var að gera í
hans lífi. Þegar Haukarnir
spiluðu langt fram á morgun á
ólöglegum næturklúbbum eftir
að hafa spilað á venjulegu balli
og síðan mættur kl. 9 í skrifstofu
Loftleiða. Hann brosti þegar
hann talaði um þennan tíma og
fann maður að hann minntist
hans með stolti og gleði, þó svo
að þetta hafi tekið sinn toll.
Ég votta afkomendum Helga
og öllu hans venslafólki mína
dýpstu samúð og bið Guð að
blessa minningu Helga Stein-
grímssonar.
Viðar Böðvarsson.
Genginn er til náða í hinsta
sinn góður og traustur vinur
minn, Helgi Steingrímsson.
Meðal helstu kosta Helga var
náttúrubarnið. Hann ólst upp á
Brú í Hrútafirði þar sem var
tengistöð langlínusamtala. Faðir
hans Steingrímur var símstöðv-
arstjóri á Brú. Móðir hans Lára
var afar listræn og vinsæl kona
og ól Helga og bróður hans Þóri,
sem síðar varð leikari og lög-
regluþjónn í Reykjavík. Helgi
undi hag sínum best úti í nátt-
úrunni, en Hrútafjarðará liggur
nánast um hlaðið á Brú í djúpu
gili. Um fermingaraldur fékk
Helgi þann starfa að ganga með
sauðfjárvarnargirðingunni er lá
um miðja Holtavörðuheiði og
ganga betur frá festingum,
vopnaður hamri og vírnöglum.
Einnig var með í för eins skots
22 kalíbera riffillinn hans, ef
vera skyldi að tófur yrðu á vegi
hans. En Helgi var góð skytta og
skaut rjúpur í jólamatinn. Það
má segja að Helgi hafi dottið í
lukkupottinn við að kynnast hin-
um þekkta general Stewart, sem
leigði Hrútafjarðará í áraraðir.
Stewart kom oft við á Brú og
vingaðist við Helga. Kenndi hon-
um að nota ífæru við laxveiðar
og gaf honum síðar einhendu-
flugustöng. Allt þetta hefur verið
Helga mikil upplifun. Fjölskyld-
an fluttist suður yfir fjöll til höf-
uðborgarinnar, en faðir Helga
tók sæti á Alþingi. Helgi var í
músíkinni og spilaði á Hótel
Sögu um helgar með þeim
bræðrum Gunnari og Guðmundi
Ingólfssonum. Síðar yngdi hann
upp og stofnaði Haukana ásamt
Engilbert Jensen, Svenna Guð-
jóns og Gulla heitnum Melsted.
Helgi hóf störf hjá innkaupa-
deild Loftleiða og var fljótt kom-
inn í yfirmannastöðu. Hann gekk
til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og
var hverfisstjóri í Breiðholti. Ég
var tíður gestur á heimili Helga
og Öldu og dætrum þeirra Ingu
Láru og Karlottu. Þær kölluðu
mig Stefán frænda, en ég átti til
að segja þeim skemmtilegar sög-
ur og herma eftir fuglum. Síð-
asta veiðiferð Helga var ásamt
mér í Eystri-Rangá í 2 daga fyr-
ir fjórum árum. Hann sat við ána
straummiklu einbeittur og með
mikinn sælusvip. Kæri vinur,
Helgi. Megi hinn hæsti höfuð-
smiður himins og jarðar lýsa þér
leiðina til austursins eilífa.
Stefán Á. Magnússon.
Vinur minn Helgi Steingríms-
son er fallinn frá eftir erfið veik-
indi, sem hann tókst á við með
hetjuskap og æðruleysi. Leiðir
okkar Helga lágu saman norður
í Brú í Hrútafirði þegar við vor-
um smá pollar. Foreldrar okkar
störfuðu við símstöðina Brú til
margra ára. Ég á eldri systur og
Helgi yngri bróður, svo það var
oft glatt á hjalla hjá okkur
krökkunum og margs að minn-
ast frá þessum árum. Við Helgi
tengdumst sterkum böndum í
gegnum tónlist. Þegar ég nálg-
aðist fermingaraldur var ég far-
inn að spila á harmóniku og
Helgi, sem var þremur árum
eldri en ég, orðinn ágætur gít-
arleikari. Helgi átti hugmyndina
að því að stofna fyrstu hljóm-
sveitina sem ég tók þátt í ásamt
Þóri, bróður Helga, og nefndist
það band Brúartríóið. Eftir að
við fluttumst frá Brú til Reykja-
víkur hélt okkar góða samstarf
áfram og stofnaði Helgi hljóm-
sveitina Erni og var sú hljóm-
sveit vinsæl og spiluðum við á
helstu veitingastöðum í Reykja-
vík og víða á landsbyggðinni.
Eftir þessi góðu ár með Helga
skildi leiðir og hann stofnaði
hina vinsælu hljómsveit Hauka
sem starfaði í mörg ár. Vinátta
okkar Helga var sönn og gagn-
kvæm. Við héldum alltaf sam-
bandi og fylgdumst hver með
öðrum og síðustu árin voru mér
afar kær, því þá hittumst við
reglulega. Ég heimsótti vin minn
á Laugarnesveginn og síðan á
Austurbrún og þar var mikið
skrafað og gamlir tímar og
minningar rifjað upp. Ég heim-
Helgi
Steingrímsson
Ástkær dóttir okkar, móðir, systir og
barnabarn,
GEORGINA BJÖRG SÖRENSEN,
Flétturima 30, Reykjavík,
lést 2. mars á heimili sínu.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
föstudaginn 21. ágúst klukkan 14.
Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur
viðstaddir útförina, en streymt verður beint frá vefsíðunni
Selfosskirkja.is.
Þökkum auðsýnda samúð.
Jón G. Jóhannsson Þórdís R. Hansen
Katrín Gísladóttir Sveinbjörn Guðjohnsen
Tara A.W. Guðleifsdóttir Katrín E.W. Guðleifsdóttir
Patrik H. Daníelsson
Björg Þ. Sörensen
Gísli Sigurðsson
Ingibjörg H.W. Guðmundsd.
og systkini hinnar látnu