Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Níu leirlistakonur hafa myndað
félagasamtök þar sem áherslan er
lögð á kynningu frumstæðra leir-
brennsluaðferða. Þær kalla sig
Brennuvarga, Þórdís Sigfúsdóttir,
Steinunn Aldís Helgadóttir, Ólöf
Sæmundsdóttir, Katrín V. Karls-
dóttir, Ingibjörg Klemenz, Hrönn
Waltersdóttir, Hólmfríður Vídalín
Arngrímsdóttir, Guðbjörg Björns-
dóttir og Hafdís Brands. Þær halda
nú sýningu í Gallerí Grásteini, Skóla-
vörðustíg 4.
Samstarf þeirra hófst árið 2017
þegar Anders Freholm, sænskur
leirlistamaður og kennari, hélt
vinnusmiðju hér á landi þar sem
byggður var rakúofn, auk þess sem
aðrar frumstæðar brennsluaðferðir
voru prófaðar.
„Rakúbrennsla er aðferð sem
kemur frá Japan, frá 16. öld og hafði
tengsl við teathafnir þar og innri
íhugun,“ segir Steinunn Aldís, ein
Brennuvarga. „Leirvinnslan snýst
um einfaldleikann, að vinna með
grunnformin; móður jörð, leirinn og
vatn til að leirinn sé mótanlegur, loft
til að þurrka hann og loks eld til að
brenna hann.“ Þannig vinna leir-
listamenn með frumefnin fjögur:
jörð, vatn, loft og eld.
Útkoman er óútreiknanleg
„Við erum allar svolítið klikkaðar,
ótrúlega miklar náttúrutýpur, segir
Steinunn og hlær. „Maður sleppir
tökunum og verður hluti af nátt-
úrunni. Þetta er andleg athöfn.“
Þær móta verkin, brenna þau í
rakúofni við 800-900 gráður og nota
síðan alls konar aðferðir til þess að
ná fram litum og áferð. Auk þess sem
þær vinna við rakúofninn hafa þær
einnig stundað aðrar fornar
brennsluaðferðir, grindarbrennslu,
holubrennslu og tunnubrennslu.
Tilraunamennska, með ólíkar að-
ferðir og hráefni sem einkennir forn-
ar brennsluaðferðir, er höfð í háveg-
um. Þær nýta ýmsar gjafir
náttúrunnar til þess að ná fram ólík-
um litum og munstrum. Steinunn
nefnir sem dæmi hrosshár, kúa-
mykju, kaffikorg, bananahýði, kopar
og önnur kemísk efni. Útkoman er
óútreiknanleg. „Hér er engu stýrt.
Það koma fram mjög skemmtileg
litaspil þar sem við ráðum engu.“
Steinunn segir það stórkostlegt að
fylgjast með mununum verða til.
„Við verðum líka að vera viðbúnar
því að verkin springi og allt verði
ónýtt.“
Brennuvargar eru sérstaklega
áhugasamir um að fræða almenning
um leirlist. „Grunnur þessa félags-
skapar er að kynna leirlist á Íslandi
fyrir almenningi og sérstaklega
þessar aðferðir, að brenna við opinn
eld, sem við köllum frumstæðar
brennsluaðferðir,“ segir Steinunn.
Meðan á vinnusmiðjunni árið 2017
stóð var tekin upp heimildarmynd,
Frá mótun til muna, sem er hluti af
sýningunni og lýsir byggingu rakú-
ofnsins og öðrum brennsluaðferðum.
Í framhaldinu bauð Inga Jónsdóttir,
þáverandi safnstjóri í Listasafni
Árnesinga, þátttakendum í smiðj-
unni að halda sýningu og frumsýna
myndina.
Þær voru síðan hvattar til að halda
sýninguna á fleiri stöðum og úr varð
farandsýningin Frá mótun til muna,
sem sett hefur verið upp í Stykkis-
hólmi, Kópavogi, Dalabyggð, Höfn
og Húsavík.
Fylgjast með ferlinu
Brennuvargar hafa haldið
brennslugjörninga þar sem lista-
mennirnir sýna og kynna mismun-
andi brennsluaðferðir. „Við mætum
með verkin og brennum á staðnum
og seljum. Ágóðinn rennur svo í
félagssjóðinn.“ Þannig geta áhuga-
samir fest kaup á verkum sem þeir
hafa fylgst með í ferlinu. „Það er allt-
af gaman að leyfa fólki að fylgjast
með og þetta er mikil „action“,“ segir
Steinunn.
Heimsfaraldurinn hefur sett strik
í reikning Brennuvarga eins og ann-
arra listamanna og því hefur ekki
orðið úr öllum þeim gjörningum sem
skipulagðir hafa verið í ár. Þeim
tókst þó að halda gjörning í Stykkis-
hólmi í lok júlí.
Hver staður fyrir sig veitir þeim
innblástur við sköpunina. Í Stykkis-
hólmi fór Skeljahátíð fram á sama
tíma og brennslugjörningurinn var
haldinn, svo verkin sem unnin voru
þá tengjast skeljum á einn eða annan
hátt. „Við tengjum verkin við bæjar-
félögin og einkenni sem þar eru, en
við erum auðvitað allar með mismun-
andi túlkun á því.“
Það er ýmislegt fram undan hjá
hópnum. Félagið Handverk og hug-
vit undir Hamri, sem þrjár þeirra til-
heyra, hefur gert samning við
Hveragerðisbæ um að koma upp var-
anlegu brennslurými í Hveragarð-
inum. Stefnan er að halda þar nám-
skeið fyrir börn, eldri borgara og
almenning. „Það er mjög dýrmætt að
fá þennan samning,“ segir Steinunn.
Auk þess ætla Brennuvargar að
halda sýningu á Nýp á Skarðsströnd
næsta sumar. „Þar ætlum við að
vinna með tilraunir með efni sem eru
til á staðnum og það verður mjög
spennandi að fara inn í það ferli.“
Steinunn segir mikla kosti felast í
því að starfa saman á þennan hátt.
„Þótt það hafi ekki allir þekkt alla
þegar við byrjuðum þá erum við
orðnar mjög nánar í dag. Við hlökk-
um virkilega til að halda áfram með
þetta, það eru óendanlegir mögu-
leikar, okkur þykir öllum mjög vænt
um þetta meginmarkmið, að kynna
leirlist í samfélaginu.“
Sýningin stendur út ágústmánuð
og munu listakonurnar standa vakt-
ina í galleríinu um helgar, á morgun,
laugardag, milli kl. 14 og 18.
Morgunblaðið/Atli Rúnar Halldórsson
Brennuvargar „Þótt það hafi ekki allir þekkt alla þegar við byrjuðum þá er-
um við orðnar mjög nánar í dag,“ segir Steinunn um hópinn.
Leirlist Sýningin Frá mótun til muna er opin í Gallerí Grásteini út ágúst.
Þar eru kynntar fornar brennsluaðferðir og afrakstur þeirra.
Leirbrennslan er andleg athöfn
Níu leirlistakonur, sem kalla sig Brennuvarga, brenna leir yfir opnum eldi Kynna almenningi
fornar brennsluaðferðir með brennslugjörningum Sýning í Gallerí Grásteini
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Pólska skáldkonan Olga Tokarczuk, sem hlaut Bók-
menntaverðlaun Nóbels 2018, hefur fengið yfir 70 lista-
menn til að skrifa undir opið bréf til Ursulu von der
Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins (ESB), þar sem meðferð pólskra yfirvalda á hinsegin
fólki er harðlega gagnrýnd og ESB hvatt til aðgerða.
Meðal þeirra sem skrifað hafa undir eru Paul Auster,
Margaret Atwood, Isabelle Huppert og Pedro Almo-
dóvar. Þetta kemur fram í frétt Sænska útvarpsins. Til-
efni bréfsins er sú ákvörðun borgaryfirvalda víðs vegar
um Pólland að innleiða „hinseginlaus svæði“. Stjórnvöld landsins með
Andrzej Duda, nýendurkjörinn forseta, í fararbroddi hafa stutt aðför
borgaryfirvalda að hinsegin fólki í landinu.
Gagnrýna aðför að hinsegin fólki
Olga Tokarczuk
Söngvaskáldið Svavar Knútur og
tónlistarkonan Kristjana Stefáns-
dóttir komu fram á tvennum tón-
leikum á sumartónleikaröð Nor-
ræna hússins í vikunni. Vegna
fjarlægðartakmarkana voru aðeins
20 sæti í boði á hvorum tónleikum.
Um áratugur er síðan Svavar
Knútur og Kristjana sendu frá sér
plötuna Glæður og hafa þau reglu-
lega síðan haldið tónleika saman
víðs vegar um landið við góðar við-
tökur.
Morgunblaðið/Eggert
Dúett Svavar Knútur með gítarinn og Kristjana Stefánsdóttir við flygilinn fluttu eigin tónsmíðar í bland við annað.
Fámennt en
góðmennt
Gleði Gestir fögnuðu tónlistarfólkinu innilega í Norræna húsinu.
Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
Einnig til í svörtu
Stærðir 40-45
32.990 kr.
Herraskór
NÝTT