Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtog-
inn Alexei Navalní var í gær fluttur á
sjúkrahús í borginni Omsk í Síberíu.
Navalní var í flugvél á leiðinni til
Moskvu þegar hann féll óvænt í dá.
Flugmenn vélarinnar öryggislentu
henni við fyrsta tækifæri þegar til-
fellið kom upp, en Kíra Yarmish,
talskona Navalnís, sagði að grunur
væri uppi um að eitrað hefði verið
fyrir honum.
„Læknarnir eru ekki bara að gera
allt sem í þeirra valdi stendur, þeir
eru nú að reyna að bjarga lífi hans,“
sagði Anatolí Kalínísjenkó, aðstoðar-
yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Omsk.
Navalní var settur í öndunarvél í
gær og ástand hans rannsakað
gaumgæfilega. Kalínísjenkó sagði að
ekki lægi fyrir hvað amaði að Na-
valní og að ekki væri hægt að full-
yrða sem stendur að hann hefði orðið
fyrir eitrun.
Yarmysh var hins vegar á annarri
skoðun. Hún sagði á twitter-síðu
sinni að aðstandendur Navalnís
teldu að honum hefði verið byrlað
eitur í tebollanum sem hann drakk
úr í gærmorgun. Þá sagði hún við
fjölmiðla að hún væri viss um að eitr-
unin hefði verið vísvitandi.
Ríkisfjölmiðillinn TASS vísaði
hins vegar í heimildarmann innan
rússnesku lögreglunnar sem sagði
ekki hægt að útiloka að Navalní hefði
sjálfur innbyrt eitthvað, og sjón-
varpsstöðin REN, sem þykir höll
undir stjórnvöld, hafði eftir heimild-
armönnum sínum að Navalní hefði
verið drukkinn. Yarmysh vísaði
þeirri frásögn hins vegar á bug og
sagði ekkert hafa bent til þess að
nokkuð amaði að Navalní fyrr en
hann féll í dá.
Baráttumaður gegn spillingu
Navalní er 44 ára, og hefur verið í
fararbroddi þeirra sem gagnrýnt
hafa stjórnarhætti Vladimírs Pútín
Rússlandsforseta síðustu ár. Navalní
hefur hins vegar orðið fyrir aðkasti
vegna afstöðu sinnar, og varð hann
m.a. fyrir áverkum á auga árið 2017
þegar grænu bleki var kastað í andlit
hans. Þá hefur hann mátt dúsa
nokkrum sinnum í fangelsi fyrir
þátttöku sína í mótmælum gegn
stjórnvöldum.
Hélt Navalní því fram í ágúst í
fyrra að eitrað hefði verið fyrir sér á
meðan hann var í haldi lögreglunnar,
eftir að útbrot mynduðust í andliti
hans.
Þá þykir málið minna á mál Alex-
anders Litvínenkó, sem lést af völd-
um eitrunar í Lundúnum árið 2006,
sem og Skrípal-málið 2018.
AFP
Á mótmælum Navalní hefur verið iðinn við að skipuleggja mótmæli.
Navalní á gjörgæslu
Grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalní, einum helsta gagnrýn-
anda Pútíns Rússlandsforseta Féll í dá á flugleiðinni frá Síberíu til Moskvu
Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi til-
kynntu í gær að þau hygðust hefja
sakamálarannsókn á hendur
„valdaránstilraun“ stjórnarand-
stöðunnar. Alexander Konyuk, rík-
issaksóknari landsins, sagði að
stofnun sérstaks samhæfingarráðs
stjórnarandstæðinga fyrr í vikunni
bryti í bága við stjórnarskrá lands-
ins. Þá yrði einnig að rannsaka til-
raunir til þess að „grafa undan
þjóðaröryggi“ Hvíta-Rússlands.
Emmanuel Macron Frakklands-
forseti lýsti því yfir í gær að Evr-
ópusambandið væri reiðubúið til
þess að miðla málum á milli stjórn-
ar og stjórnarandstöðu ásamt öðr-
um, þar með talið Rússum, og finna
þannig leiðir til þess að binda frið-
saman endi á mótmælin, sem skekið
hafa landið síðustu vikur.
HVÍTA-RÚSSLAND
AFP
Mótmæli Órói ríkir í Hvíta-Rússlandi.
Hefja rannsókn
á mótmælunum
Steve Bannon,
fyrrverandi ráð-
gjafi Donalds
Trump Banda-
ríkjaforseta, var
handtekinn í gær
ásamt þremur
öðrum vegna
gruns um að fjór-
menningarnir
hefðu stundað
fjárdrátt og um-
boðssvik.
Ásakanirnar tengjast fjáröfl-
unarverkefni sem átti að aðstoða
Bandaríkjastjórn við að reisa múr á
landamærum Bandaríkjanna og
Mexíkó, en til þess söfnuðust meira
en 25 milljónir Bandaríkjadala.
Alríkissaksóknarar í Manhattan
segja hins vegar að Bannon og fé-
lagar hans hafi dregið að sér mikl-
ar fjárhæðir og notað þær til að
fjármagna einkaneyslu sína, en í
lýsingu fjáröflunarinnar sagði að
allt söfnunarféð ætti að renna
óskipt til múrsins.
BANDARÍKIN
Bannon ákærður
fyrir fjársvik
Steve
Bannon
Hans Kluge, yfirmaður Evrópu-
deildar Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar WHO, sagði í gær að ríki
Evrópu ættu að geta ráðið við farald-
urinn án þess að grípa aftur til þeirra
hörðu aðgerða sem sáust í vor. Sagði
Kluge að heilbrigðisyfirvöld í ríkj-
unum væru nú betur að sér um eðli
veirunnar og um leið betur undirbúin
til þess að takast á við hana en þau
voru þegar fyrsta bylgjan skall á.
Ummæli Kluge féllu á sama tíma
og áhyggjur ráðamanna í Evrópu eru
að aukast, en fjöldi nýrra smita hefur
aukist nokkuð síðustu daga í bæði
Frakklandi og Þýskalandi. Ákváðu
þýsk stjórnvöld í gær að skylda
ferðalanga sem kæmu frá Króatíu til
þess að fara í sóttkví, en talið er að
uppgang kórónuveirunnar nú megi
að miklu leyti rekja til Þjóðverja sem
héldu utan í sumarfrí, en eru nú á
leiðinni heim.
Þróunin er öllu betri í Afríku, en
John Nkengasong, yfirmaður heil-
brigðisstofnunar Afríkusambandsins,
sagðist vera vongóður um fram-
haldið, þar sem kúrfa faraldursins
væri nú á niðurleið í flestum ríkjum
álfunnar.
Um fjórðungur án einkenna
Tæplega 22,5 milljónir manns hafa
nú smitast af kórónuveirunni sam-
kvæmt talningu Johns Hopkins-
háskólans og um 790.000 manns hafa
dáið af völdum hennar frá því farald-
urinn hófst.
Talningin nær einungis til stað-
festra smita, en indverskir vís-
indamenn greindu í gær frá því að
rannsóknir þeirra bentu til þess að
allt að fjórðungur þeirra 20 milljóna
manna sem búa í höfuðborginni Delhí
hefðu smitast af veirunni án þess að
sýna þess nokkur einkenni.
Í Bandaríkjunum hafa nú rúmlega
5,5 milljónir manns smitast og um
173.500 manns dáið af völdum henn-
ar. Bandarísk stjórnvöld greindu frá
því í gær að um 1,1 milljón manns
hefði bæst við á atvinnuleysisskrá í
síðustu viku, og var það óvænt aukn-
ing miðað við vikurnar þar á undan.
Evrópa ráði við faraldurinn án lokana
Áhyggjur aukast vegna nýrrar
bylgju í Þýskalandi og Frakklandi
AFP
Skimun Þessi kona var skimuð fyrir kórónuveirunni á Spáni í vikunni.
590762
SsangYong Tivoli dlx ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 59 þ. km. Verð: 2.990.000 kr.
446184
SsangYong Tivoli DLX ‘17, sjálfskiptur,
ekinn 88 þús. km. Verð: 1.990.000 kr.
446340
VW Tiguan ‘14, beinskiptur,
ekinn 154 þ. km. Verð: 1.590.000 kr.
SsangYong Korandodlx ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 55 þús. km. Verð: 3.590.000 kr.
550152 445859
Opel Mokka X ‘18, sjálfskiptur,
ekinn62þús. km. Verð: 3.690.000 kr.
446362
Toyota Land Cruiser ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 15 þús. km. Verð: 12.900.000 kr.
590868
SsangYong Korando hlx ‘15, sjálfskiptur,
ekinn 60 þús.km. Verð: 2.490.000 kr.
446314
Suzuki Vitara gl+ ‘19, sjálfskiptur,
ekinn 62 þús. km. Verð: 2.990.000 kr.
SsangYongRextondlx ‘19, sjálfskiptur,
ekinn45 þús. km. Verð: 5.190.000 kr.
590704 550092
Lexus Nx300h Hybrid ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 31þús.km. Verð: 7.290.000 kr.
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Opnunartímar:
Virka daga 12-17
Meira úrval á
notadir.benni.is
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2035
Opnunartímar:
Virka daga 9-18
Laugardaga 12-16
* Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl.
Ísland vill sjá þig í sumar á jeppa
Nú stendur íslenska ferðasumarið í hámarki - komdu og skoðaðu gott úrval af notuðum bílum hjá Bílabúð Benna og kynnstu Íslandi betur í sumar.