Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 ✝ Andrés Elissonfæddist á Eski- firði þann 22. ágúst 1957. Hann lést af slysförum 6. ágúst 2020. Foreldrar hans eru Aðalheið- ur Ingimund- ardóttir frá Kleif- um í Kaldrananes- hreppi í Stranda- sýslu, f. 27. maí 1933, og Elis Stefán Andrésson frá Eskifirði, f. 11. september árið 1932, d. 1. júní 2007. Andrés var næstyngstur af fjórum systkinum. Eldri bræður hans eru Ingimundur Elisson, f. 29. júní 1955, og Guðni Þór El- isson, f. 26. maí 1956, og yngri systir er Njóla Elisdóttir, f. 16. febrúar 1959. Andrés kvæntist þann 27. nóvember 1982 Svönu Guð- júlí 1981. Eiga þau þrjú börn saman, þau eru Orri Páll, f. 7. nóvember 2007, Róbert Darri, f. 24. apríl 2010, og Svana Nótt f. 2. janúar 2014. Andrés ólst upp á Eskifirði og lauk námi í grunnskóla Eski- fjarðar. Síðar lá leiðin í rafvirkj- un í Iðnskólann í Reykjavík og seinna lauk hann meistaraprófi í rafiðnfræði frá Tækniskólanum í Reykjavík. Á sumrin stundaði hann sjómennsku frá Eskifirði og síðar starfaði hann sem raf- virki hjá Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar og tók fljótlega við verk- stjórn þar. Árið 2002 hóf hann sinn eigin rekstur og stofnaði þá Rafmagnsverkstæði Andrésar og vann þar allar götur síðan. Þau hjónin voru mjög sam- rýnd alla tíð. Unnu saman í fyrirtæki sínu, ferðuðust mikið saman og nutu þess að eyða góð- um stundum með nánustu fjöl- skyldu og vinum. Hann verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju í dag, 21. ágúst 2020, klukkan 14. laugsdóttur frá Reykjavík, f. 6. júlí 1961. Foreldar hennar voru Guð- laugur Maggi Ein- arsson frá Reykja- vík, f. 13. janúar 1921, d. 17. febrúar 1977, og Svanlaug Þorgeirsdóttir frá Mýrum í Villinga- holtshreppi í Ár- nessýslu, f. 4. maí 1926, d. 26. mars 2009. Andrés og Svana eiga saman tvær dætur. Þær eru: 1) Guð- laug Dana, f. 17. mars 1981, gift Þórhalli Hjaltasyni, f. 27. ágúst 1980. Eiga þau þrjú börn saman, þau eru Andrés Leon, f. 19. jan- úar 2003, Svanlaug Kara, f. 6. desember 2013, og Rúrik Dan, f. 6. janúar 2019. 2) Ingunn Eir, f. 15. júlí 1983, gift Páli Birgi Jónssyni, f. 13. Líf okkar Adda hefur verið sam- ofið alla tíð. Addi bróðir og Guðni bróðir. Addi á Læk og Guðni á læk. Við fæddumst og slitum barns- skónum uppi á Læk (efst í bænum fyrir ofan gömlu kirkjuna). Þar í kring var okkar leikvöllur. Þar háðum við marga bardaga og var bróðir þar góður Foringi. Fór allt- af fremstur. Fjölskyldan fluttist svo í Bleiksárhlíðina. Svo fluttum við suður. Hann fór í Iðn- og tækni- skólann. Þar fann hann konuna sína, Svönu. Það væri hægt að skrifa heilu blaðsíðurnar um bíl- ferðina þegar hann fór með Svönu austur. Þau keyptu fokhelt hús í „Dauðadal“ á Eskifirði og ég flutti þangað skammt frá. Bróðir fékk margar hugmyndir (og reyndi mikið að koma sumum á fót). T.d. þegar hann sat í bæjar- stjórn Eskifjarðar hamaðist hann í kerfinu til að fá leyfi til að flytja inn sauðnaut! En kerfiskarlarnir sáu ekki ljósið, það komu engin sauð- naut til Eskifjarðar. Bróðir hugsaði vel um dætur sínar, stofnaði sunddeild á Eski- firði fyrir þær í kringum 1990. Mikill veiðimaður og stofnaði m.a. byssubúð. Bróðir og ég höfum farið í óteljandi veiðiferðir (gæs, svartfugl, hreindýr, rjúpu o.fl. sem ekki má nefna). Hann var alltaf Foringinn. Í einni togarasiglingunni hringdi ég í bróður og sagðist geta komist í skotverksmiðju þar sem hægt var að fá haglaskot sem kost- uðu lítið sem ekki neitt. „Hvað á ég að kaupa mikið?“ spurði ég. „Eins mikið og hægt er.“ Í fyrstu veiði- ferðinni (með skotin sem kostuðu nánast ekki neitt) var lítill fugl í firðinum svo við fórum í Skrúðs- sundið. Bróðir skaut svo mikið að hann varð að vera í vettlingnum svo hann brenndi sig ekki á hend- inni. Byssan hitnaði svo mikið að hún losnaði í sundur og þá var veiðiferðin búin. 500 skot, 233 fugl- ar. Þarna naut bróðir sín vel. Hann var heltekinn af hreindýrum. Byrj- aði að fara á veiðar með Hákarla- Guðjóni og þegar ég var í landi hjálpaði ég honum með því að vera burðardýr. Einu sinni hringir bróðir í mig og biður mig að skreppa til sín í Viðfjörð þar sem hann hafði fellt dýr. Ég bjóst við skottúr en endaði í tveggja daga ævintýraferð sem hægt væri að skrifa heilu kaflana um. Við (ásamt fleirum) höfum farið í fjöldan allan af veiðiferðum og erum í veiðifélagi með Begga, Tomma og Ómari. Þar var hann Foringinn. Í veiðiferðum er gott að vita hvar þú ert og hvert þú ert að fara. Þegar ég og bróðir vorum (aleinir) saman þá átti máltækið „haltur leiðir blindan“ vel við. Við vissum aldrei hvar við vorum né hvert við værum að fara (a.m.k. samkvæmt bændum á Héraði). Þegar einhver var með athugasemd um að við værum einhvers staðar þar sem við mættum ekki vera: „Það þýðir ekkert að tala við þá. Þeir vita ekk- ert hvar þeir eru né hvert þeir eru að fara.“ Bróðir var einstaklega bóngóð- ur. Alltaf tilbúinn að fara og redda hlutum, alveg sama hvaða dagur eða klukka var. Addi bróðir var vinur minn og leikfélagi (bæði þegar ég var ungur og gamall). Ég votta öllum aðstandendum mína bestu samúð, megi hann hvíla í friði. Guðni bróðir. Elsku Addi mágur er látinn. Svo sviplega og óviðbúið. Addi kom inn í nærfjölskyldu mína fyrir um 40 árum. Hann var hár og myndarlegur, frá Austfjörð- um en var við nám fyrir sunnan í rafiðnfræði. Reykjavíkurmærin Svana systir mín varð á vegi hans og þar með örlög ráðin. Addi var ákveðinn og vissi að hann vildi þá ungu snót. Ég held að þannig hafi það verið með flest í lífi Adda. Hann vissi alltaf hvað hann vildi og var óhræddur að segja skoðun sína. Hann elskaði heimahagana, vildi þar búa, byggja upp og láta til sín taka fyrir sveitafélagið. Svana og Addi giftu sig haustið 1982 og fluttu alfarin til Eskifjarðar. Þar hafa þau verið mjög samheldin og alla tíð hlýtt á milli þeirra. Dæt- urnar báru þess skýrt merki að vera umvafðar ást og öryggi og þau hjón byggðu svo sannarlega upp bæði fasteignir og fyrirtæki. Saman voru þau einhvern veginn ósigrandi klettur þar sem hann var leiðtoginn og athafnamaðurinn í uppbyggingu margra fyrirtækja og hún hans besti stjórnandi á sviði fjármála og aðhalds í rekstri. Um- svifin urðu mikil en aðalfyrirtækið var þó alltaf Rafmagnsverkstæði Andrésar, með marga menn í vinnu og Addi þótti traustur og lausnamiðaður yfirmaður. Einnig ráku þau Hótelíbúðir.net, skot- veiðibúðina, viðgerðarþjónustu o.fl. Hann sat um tíma í bæjar- stjórn Eskifjarðar og átti m.a. þátt í að koma Sundlaug Eskifjarðar á fót og starfaði í sundfélaginu. Einnig sat hann í fyrstu stjórn Fjarðabyggðar. Skotveiði var alla tíð aðaláhug- mál Adda og með honum fylgdi framandi angan af villibráð inn í fjölskylduna. Mamma, sem hafði endalaust gaman af tilbreytingu í matseld tók áskorun og við hin nut- um lystisemdanna. Sumir komust strax á villibráðarbragðið á meðan aðrir voru lengur að venjast. Sein- ustu ár var Addi leiðsögumaður fyrir hreindýraveiðar. Ég er full þakklætis fyrir góð kynni við góðan mág og alls sem við fjölskyldur höfum fengið að njóta saman. Við Svana höfum alla tíð verið mjög nánar systur og mik- ill samgangur sem hefur haldist þrátt fyrir mikla fjarlægð á lands- vísu okkar á milli. Þar eiga eigin- mennirnir, Addi og Snorri líka mikinn þátt. Ótal ferðir farnar saman hérlendis og erlendis í ár- anna rás og heimsóknir til hvorrar annarrar á víxl. Það var ekkert sumar án heimsóknar á Eskifjörð og alltaf einstaklega gott að koma þangað. Ógleymanleg er sigling út í Papey og ótal veiðiferðir á bátn- um „Svana“. Og minningin um Adda, ljóma á heimili sínu, stoltan af dætrum sínum, barnabörnum og Svönunni sem hann elskaði mik- ið og fylgdi honum í öllum hans draumum, er svo ljóslifandi líka. Hann var mikill og traustur fjöl- skyldufaðir. Elsku Addi, ég kveð þig með miklum söknuði og veit að það verða ófáir aðrir í fjölskyldu og sveitarfélagi sem gera það. Missir okkar er mikill en þó mestur fyrir Svönu, dæturnar Guðlaugu Dönu og Ingunni Eir, tengdasynina Lolla og Palla og barnabörnin 6 sem hefðu viljað eiga lengri tíma með Adda afa. Ég sendi ykkur mína dýpstu samúð og einnig til elsku Öllu, eftirlifandi móður Adda, systkina hans og fjölskyldna þeirra. Megi Guð vera með ykkur. Sunna Guðlaugsdóttir. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Lok þessa vers sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar á við um hörmulega snöggt andlát mágs okkar Andrésar Elissonar. Í fjall- lendinu á sínum heimaslóðum lifði hann sína hinstu stund. Fráfall Andrésar er þungt högg fyrir syst- ur okkar elskulega, dæturnar og fjölskyldur þeirra, aldraða móður og systkini. Þar með er ekki öll sagan sögð. Ekki aðeins var Andr- és skjól og skjöldur sinna nánustu, hann var einnig burðarás í sam- félaginu á Eskifirði, þar sem hann fæddist, ólst upp og átti sinn dug- mikla feril, jafnt í starfi sínu sem félagsmálum. Í ljóði Hallgríms má greina út- línur Andrésar sem í svipmynd. Við getum séð hann fyrir okkur vaxa upp í þann sviphreina unga mann sem við eldri systkini Svönu kynntumst fyrst á æskuheimili hennar og Sunnu systur hjá góðri móður og stjúpföður. Þar ríkti gjarnan gleði og gamansemi sem Andrés átt sinn þátt í. Andrés Elisson var myndarleg- ur mannkostamaður, greindur vel og glöggskyggn, marksækinn og velviljaður. Hann lá ekki á skoð- unum sínum og gekk jafnan óhræddur til leiks. Það var enginn einn sem átti hann að á vegferð- inni. Þess meiri er missirinn við hið snögga og óvænta fráfall hans. Ekkert sem sagt er eða gert er getur líknað ástvinum hans í þeirra miklu sorg. Jafnvel hinni ósveigj- anlegu hönd tímans mun reynast erfitt að beina huga þeirra frá því sem var en er ekki lengur. Í hartnær fjörutíu ár var Andr- és mágur okkar, sem undir þessi orð rita, og aldrei bar skugga á þær samvistir. Hvenær sem við hittumst á vettvangi fjölskyldunn- ar var hann samur og jafn, hlýr en ákveðinn, gamansamur en þó al- varlegur undir niðri. Honum voru heimahagarnir hugleiknir, þar lifði hann og starfaði og þar átti hann sínar stærstu stundir, jafnt í einka- lífi sem út á við. Gæfusöm er sú kona sem hlýtur slíkan eiginmann og lánsöm eru þau börn sem fá að alast upp hjá slíkum föður.Við sendum Svönu systur okkar af hjarta samúðar- kveðjur, sem og dætrunum Guð- laugu Dönu og Ingunni Eir og fjöl- skyldum þeirra. Einnig móður, systkinum og öðrum þeim sem nánir voru Andrési Elissyni. Bless- uð sé minning hans nú og alla daga. Guðrún, Einar Elías og Kristján Guðlaugsbörn. Drottinn hefur línu lagt, lífsins klukkur tifa. Margt er hugsað, minna sagt, minningarnar lifa. (Guðlaug Þorsteinsdóttir) Frændrækinn, náttúruunnandi og Eskfirðingur í húð og hár eru þau orð sem mér koma fyrst í huga, þegar ég ætla að lýsa Andr- ési föðurbróður mínum. Andrési var mjög annt um fjöl- skyldu sína, Svönu og dæturnar Ingunni og Guðlaugu. En Andrés var líka mjög frændrækinn og lét sig miklu varða hag systkinabarna sinna. Eins og gefur að kynna var Andrés mikill stuðningsmaður landsbyggðarinnar. Hann reyndi jafnvel að fá mig til að sækja um skrifstofustarf í Þórshöfn þegar ég hafði nýlokið háskólanámi mínu og sagði að mín biði mikill frami og að ég sýndi þannig lit við að efla landsbyggðina, eins og hann orðaði það. Taldi hann að atvinnuupp- bygging úti á landi þýddi meiri lífs- gæði fyrir alla landsmenn. Einu sinni spurði ég hann hvað honum fyndist um oddvita Sjálfstæðis- manna í Reykjavík og svaraði hann að honum fyndist hann frábær fyr- ir landið. Þar sem það eina sem þeir áttu sameiginlegt var að vera Sjálfstæðismenn kom þetta mér mjög á óvart. „Jú,“ svaraði hann, „með því að hafa hann í höfuðborg- inni getur landsbyggðin bara eflst!“ Andrés frændi trúði mjög á nýt- ingu þeirra náttúruauðæfa sem landið gefur okkur. Hann var mik- ið fyrir veiðar, hvort sem það var sjófugl eða hreindýr og á árum áð- ur talaði hann fyrir því að flytja inn grænlensk sauðnaut á Austurland. Andrés sá nefnilega tækifæri í svo mörgu. Ef hann var ekki að veiða, þá var hann að hugsa um rekstr- artækifæri. Þrátt fyrir að reka eitt stærsta rafmagnsverkstæðið á Austurlandi ráku hann og Svana glæsilegar hótelíbúðir saman í hjarta Eskifjarðar. Þrátt fyrir að við byggjum hvor í sínum landsfjórðungnum, vorum við miklir símavinir. Ég hringdi oft í hann á nýársnótt og óskaði hon- um gleðilegs nýs árs og ræddum við um pólitík líðandi árs og ársins á undan. Símtölin verða ekki fleiri en við getum huggað okkur við að minningin hans Adda kemur til með að lifa áfram í börnum hans og barnabönum. Því þrátt fyrir at- hafnagleði hans, liggur auður þeirra Svönu í þeim. Árni Heimir Ingimundarson. Góður drengur er fallinn frá fyr- ir aldur fram. Addi frændi var traustur hlekkur í fjölskyldukeðju okkar. Hann ólst upp í Stórholti (Fossgötu 5, Eskifirði) þar sem fjölskyldur bræðranna Ella og Nonna, tengdust órofa böndum sem hafa haldist alla tíð. Addi var skemmtilegur maður og vel máli farinn. Hann var traustur og harð- duglegur, naut verðskuldaðrar virðingar samferðafólks síns. Þeir sem til hans þekktu kynntust mannkostum hans og ljúfu viðmóti. Við bræður eigum ótal minning- ar um skemmtileg atvik í lífi okkar tengd Adda frænda sem munu lifa með okkur, sögur sem verða oft sagðar. Addi og Jói voru sem ungir drengir hálfgerðar samlokur og það var fátt sem þeim frændum datt ekki í hug að framkvæma við mismikla gleði foreldra sinna og annarra sem flæktust í þau mál! Eins og gengur urðu samveru- stundir færri þegar á leið. Við héld- um ætíð góðu sambandi og var allt- af eins og maður hefði hitt Adda í gær þegar leiðir lágu saman, hvort sem var símleiðis eða á annan hátt. Addi var mikill fjölskyldumaður og klettur í sinni fjölskyldu, traustur og úrræðagóður. Missir hans nán- ustu er ólýsanlegur og engin orð yfir þann harm sem kveður að. Við bræður þökkum Adda frænda fyrir allt og allt. Minningar um kæran frænda munu fylgja okkur gegnum lífið. Elsku Svana, Guðlaug, Ingunn, makar og börn og ástkær Alla, við sendum ykkur einlægar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur á erfiðum tímum og gefi ykkur styrk. Minning um góðan dreng lifir. Egill Guðni Jónsson. Jóhann Jónsson. Jónas Andrés Þór Jónsson. Það duldist engum sem þekkti Andrés frænda að hann var traust- ur fjölskyldumaður og umhugað frá unga aldri um að komast til áhrifa og velsældar enda metnað- argjarn, framsækinn og fylginn sér í því sem hann tók sér fyrir hendur á starfsævi sinni. Andrés var einn af öflugustu rafverktökum sem völ var á og vandséð að það verði fyllt í það skarð svo auðveldlega. Hann var úrræðagóður, fastur fyrir og gaf ekkert eftir væri hann búinn að taka eitthvað í sig sem hann trúði á sama hvort það voru pólitískar skoðanir eða önnur þjóðþrifamál sem voru honum hugleikin. Hon- um varð sjaldnast hnikað sam- ræmdust skoðanir ekki hugsjónum og stefnu sem hann trúði á. Velferð Eskifjarðar var honum mjög hug- leikin og ósjaldan var hann í fram- varðasveit um hvernig skyldi stað- ið að málum þannig að kæmi byggðarlaginu sem best. Andrés var í senn vinnusamur, bisness- maður og alltaf tilbúinn að takast á við ný og krefjandi verkefni og áskoranir. Honum var alltaf um- hugað um að halda góðum sam- skiptum við frændgarð sinn sem og aðra. Væntanlega er ekki ofsagt að hann hafi verið límið að baki því hversu góð og traust samskiptin voru og að tengsl héldust innan stórfjölskyldunnar. Veiðieðlið var honum í blóð borið þar sem hann þreifst á að fara um fjöll og dali, hvort sem það var til hreindýra-, gæsa- eða rjúpnaveiða. Sjófuglarn- ir sluppu ekki heldur frá veiðieðl- inu hans. Andrés var vel á sig kom- inn líkamlega sem andlega og vílaði ekki fyrir sér að takast á við krefjandi verkefni. Þessar veiði- ferðir voru ekki alltaf rósadans á árum áður hjá þessum sterk- byggða manni sem þvældist um erfið fjöll fótgangandi áður en fjór- hjól, gemsar og önnur þægindi voru í boði. Ósjaldan þurfti hann að bera bráðina á herðunum um langa leið í hrjóstrugu umhverfi og tak- ast á við myrkur, þokusudda og rigningu. Það velktist enginn í vafa sem þekkti Andrés hvað fjölskylda hans var honum kær. Þó svo að við frændur hefðum tekist á í pólitísk- um þrætum vantaði samt ekkert upp á væntumþykju mína til hans. Elsku Alla, systkini, Svana, dætur og aðrir fjölskyldumeðlimir, ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Megi Guð gefa ykkur styrk til að takast á við þá miklu sorg sem þið eruð að ganga í gegnum. Megi minning um góðan dreng sem fall- inn er frá lifa um ókomna tíð. Vilhelm Jónsson. Fyrir nokkrum dögum barst mér sú harmafregn að góður félagi og vinur væri fallinn frá, ég kynnt- ist Andrési fyrir hartnær fjörutíu árum og einhvern veginn hefur gjarnan verið stutt á milli okkar í leik og starfi. Andrés, ég held ég geti sagt að ég hafi aldrei kynnst neinum sem þykir jafn vænt um byggðarlagið sitt og tilbúinn að berjast fyrir framgangi þess og íbúanna. Við vorum kannski sjald- an sammála um hlutina og hvernig þeir skyldu vera framkvæmdir en líklega vorum við sammála oftar en ekki þegar upp var staðið, ég minn- ist þess þegar við vorum að vinna að sameiningu sveitarfélaga sem varð 1998 þá barðist þú gegn því af sannfæringu og hafðir uppi ýmsar hugmyndir sem þú taldir að gætu styrkt stöðu Eskifjarðarkaupstað- ar. Þú varst mikill fjölskyldumaður og varst líklega ekki mikill áhuga- maður um íþróttir en þegar dætur þínar komust á þann aldur að stunda íþróttir þá stóð ekki á að þú værir aðalmaðurinn í því að hjálpa þeim og öðrum börnum og ung- lingum og stóðst í brúnni til margra ára. Mig langar að geta þess að þegar dætur mínar fóru til náms í Reykjavík þá hitti ég þig af tilviljun og við vorum að ræða hvað gera skyldi í húsnæðismálum, vegna þessa þá sagðir þú alls ekki fjárfesta í íbúð, taldir það mestu firru og taldir um leið að það gæti tafið fyrir því að við nytum krafta þeirra hér í heimabyggð, alltaf var grunnhugsunin að gæta að heima- bænum og efla framtíð hans, og greiðvikinn varstu með eindæm- um. Svana, dætur, tengdasynir og aðrir afkomendur ég veit að ykkar missir er mikill og orð breyta engu þar um, en ég veit að þið munuð halda merki Andrésar á lofti um langa framtíð enda full ástæða til. Sigurður Hólm Freysson. Vinahópurinn stendur dofinn og máttvana þegar okkur berast þær fréttir að kær vinur, einn af hópn- um, hafi kvatt þetta líf alltof snemma og án nokkurs fyrirvara. Þegar við nú minnumst Andrésar er af mörgu að taka. Við vorum svo lánsöm að fá að eiga margar gleði- stundir með þeim hjónum, saman sigldum við um heimsins höf með viðkomu á mörgum fjarlægum stöðum. Andrés hafði endalausan áhuga á hverjum stað og spurði fólk út í atvinnumál, efnahag og lífskjör fólks. Þannig var hann áhugasamur um lífið og tilveruna. Eskifjörður var þó alltaf besti stað- urinn, þar vildi hann leggja sitt af mörkum samfélaginu til góða og það hefur hann gert í gegnum tíð- ina. Þegar við dvöldum í Jökuldaln- um fylgdist Andrés vel með öllu á heimaslóðum, þar á meðal veðrinu, við hlógum oft þegar hann kom með veðurlýsingu oft á dag, þar stóð Eskifjörður alltaf uppi með aðeins meiri hita og lognið fannst honum hvergi meira. Andrés var góður félagi, hann hafði mikið jafnaðargeð og skipti sjaldan skapi, þó var hann ákveð- inn og fylginn sér. Árlega fórum við saman hópurinn á hreindýra- og gæsaveiðar. Þá hljóp heldur betur kapp í Andrés því hann var mikill veiðimaður og vildi láta hlut- ina ganga hratt í þeim málum. Það var ánægjulegt að sjá þá vinina að loknum góðum veiðidegi, þá var farið yfir daginn, hlegið að ýmsum uppákomum og veseni sem alltaf var nóg af og spáð í næsta dag. Andrés var mikill fjölskyldumaður og elskaði Svönuna sína ómælt, dæturnar og tengdasyni og barna- börnin voru hans demantar. Þeirra missir er mikill og sár. Við minn- umst hans með hlýju og virðingu og ljóst er að hópurinn okkar verð- ur aldrei samur og hans skarð aldr- ei fyllt. Hugur okkar og bænir eru hjá ykkur, elsku Svana og fjölskylda, allir ættingjar og vinir. Megi góður Guð gefa ykkur styrk og huggun á þessum erfiðu tímum. Með hlýju, Ferða- og veiðihópurinn, Ómar, Rósamunda, Þorberg- ur, Fjóla, Tómas og Sigríður. Andrés Elisson  Fleiri minningargreinar um Andrés Elisson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.