Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020 Samtök atvinnulífsins skrifuðu ávef sinn í gær um kjarasamn- inga í Noregi: „Norsku Samtök iðnaðarins og stærsta verkalýðs- félag Nor- egs á al- mennum vinnu- markaði (Felles- forbundet) undirrit- uðu kjarasamning í lok síðustu viku um 0,5% launahækkun á árinu og þar með var yfirvofandi verkföllum afstýrt.“ Þessir samn- ingar eru sagðir slá tóninn fyrir aðra samninga í Noregi.    Enn fremur sagði: „Í Noregi erjafnan samið um ramma fyrir launabreytingar sem skilgreindur er sem launahækkun milli ársmeð- altala. Samkomulagið felur í sér 1,7% ramma fyrir launahækkun milli áranna 2019 og 2020, en þar af voru 1,2% komin fram í árs- byrjun 2020. Samkvæmt viðræ- ðuáætlun átti að ganga frá samn- ingum í mars sl. en þeim var frestað vegna kórónufarsótt- arinnar.    Samningarnir eru hófstilltir ogmarkast af krefjandi að- stæðum í norsku efnahagslífi og lítilli verðbólgu sem áætluð er 1,4% á árinu. Erlend eftirspurn eftir norskum iðnaðarvörum hefur hríðfallið og þar með eftirspurn útflutningsfyrirtækjanna eftir vöru og þjónustu innanlands. Þá er launaþróun meðal samkeppnisríkja á niðurleið. Meginmarkmið samn- ingsaðila er að varðveita og skapa ný störf og að allir samningar sem fram undan séu á vinnumarkaði verði innan kostnaðarrammans.“    Hófstillt leið Norðmanna á fullterindi í umræður um kjara- mál hér á landi sem stundum virð- ast úr öllu samhengi við stöðu þjóðarbúsins. 0,5% hækkun STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrsti þingfundur síðsumarþings verður í dag og hefst klukkan 10:30. Við upphaf fundarins mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra flytja Alþingi munnlega skýrslu um stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Í kjöl- farið verða umræður um skýrsl- una. Eftir skýrsluumræðuna mun Bjarni Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra, mæla fyrir þingsályktunartillögu um breytta fjármálastefnu fyrir árin 2018– 2022. Fjármálastefna og allmörg mál tengd kórónuveirufaraldrinum koma til umfjöllunar þingsins næstu daga. Fram kemur á heimasíðu Al- þingis, að til að tryggja örugga framkvæmd nándarreglu sóttvarna og til að stuðla að hnökralausum þingstörfum hafi forseti Alþingis ákveðið að stækka það svæði sem ætlað er til þingfunda. Í þingsal verða sæti fyrir 27 þingmenn og ráðherra en aðrir ráðherrar og þingmenn fá sæti í hliðarsölum Fundir nefnda Alþingis verða al- mennt fjarfundir og gestir taka þátt í fundum í gegnum fjarfunda- búnað. Gestakomur í þinghúsið eru ekki leyfðar og þingpallar verða lokaðir. Fjallar um stöðu mála vegna faraldurs  Síðsumarþing hefst í dag klukkan 10:30 með skýrslu forsætisráðherra Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Sæti verða í þingsal fyrir 27 þingmenn og ráðherra. Hlutabótaleiðin svonefnda, réttur til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli, verður framlengd um tvo mánuði sam- kvæmt frumvarpi, sem ríkisstjórnin samþykkti í gær. Þessi leið hefði að óbreyttu fallið niður um næstu mán- aðamót. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að réttur til tekjutengdra atvinnu- leysisbóta fari úr þremur mánuðum í sex mánuði, enda séu ákveðin skil- yrði uppfyllt. Þá munu greiðslur launa vegna einstaklinga í sóttkví halda áfram. Á heimasíðu félagsmálaráðu- neytisins er með þessu komið til móts við einstaklinga sem orðið hafi fyrir atvinnumissi vegna kór- ónuveirufaraldursins og búi við skerta möguleika á atvinnu næstu misseri. Réttur til tekjutengdra atvinnu- leysisbóta í sex mánuði tekur gildi þegar lögin verða samþykkt á Al- þingi og gert er ráð fyrir að hægt verði að nýta réttinn fyrir 1. október 2021. Réttur til greiðslu atvinnuleys- isbóta samhliða minnkuðu starfs- hlutfalli vegna tímabundins sam- dráttar í starfsemi vinnuveitenda, hlutabótaleiðin, hefur verið lengdur til 31. október. Samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 50 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Þeir sem eru með 400 þúsund eða minna í mánaðarlaun fá fullar bætur á móti skertu hlutfalli í vinnu. Þá verða tímabundnar greiðslur vegna einstaklinga sem sæta sóttkví án þess að vera sýktir, heimilaðar áfram á tímabilinu 1. október 2020 til og með 31. desember 2021. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir á vef ráðuneytisins að öllum sé ljóst að það óvissuástand sem nú ríki á vinnumarkaði muni vara lengur en gert var ráð fyrir í fyrstu og búast megi við að fjöldaatvinnuleysi muni dragast á langinn. Hlutabótaleið fram- lengd um 2 mánuði  Réttur til tekju- tengdra atvinnuleys- isbóta lengdur Morgunblaðið/Hari Framkvæmdir Hlutabótaleiðin verður framlengd til 31. október. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.