Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020
benni.is
Reykjavík
Krókhálsi 9
590 2000
Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9
420 3330
Opið virka daga frá 9 til 18
Laugardaga frá 12 til 16
Verið velkomin í reynsluakstur
OPEL GOES ELECTRIC
Birtm
eð
fyrirvara
um
m
ynd-og
textabrengl
„Óbyggðirnar
kalla...“
4x4 kraftur og Plug-in
Hybrid hæfileikar.
Fórnaðu engu,
fáðu allt!
300 hestöfl og
allt að 59 km drægni
á rafmagninu einu saman.
Nýr Opel Grandland X 4x4 Hybrid
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Velsæld er gleði, ánægja, rými, flæði
og bros,“ segir Guðni Gunnarsson
heilsuræktarförmuður. „Hin hliðin á
peningnum er vansæld; samdráttur,
ótti og kvíði, streita, viðnám og eineltið
sem svo margir beita sjálfan sig ómeð-
vitað. Þessu öllu er mikilvægt að
breyta í jákvæða orku sem er mögu-
legt.“
Sameina margt af því góða
Um langt árabil hefur Guðni starfað
við heilsueflingu og boðið upp á ýmis
námskeið. Sum hafa verið þróuð í takti
við efni bóka Guðna sem út hafa komið
á undanförnum árum, það er Máttur
athyglinnar, Máttur hjartans, Máttur
viljans og fleiri rit.
Í dag starfrækir Guðni Rope Yoga
setrið á Garðatorgi í Garðabæ og
GlóMotion International. Starfar sam-
hliða því við lífsráðgjöf, námskeiða- og
fyrirlestrahald, þjálfun GlóMotion
kennara, almenna þjálfun svo og rit-
störf. Í vetur ætlar Guðni að sameina
margt af því góða sem hann hefur gert
og sinnt á undanförnum árum og býð-
ur upp á lífsfærniskóla, þar sem fjallað
verður um valfærni, varanlega velsæld
og auðlegð. Boðið verður upp á fyr-
irlestra yfir netið einu sinni í viku –
auk þess sem fólk hittist öðru hvoru.
Hver einasta
manneskja er kraftaverk
„Í nútímanum er lífsfærni eitt hið
sterkasta sem við getum nýtt okkur til
velsældar. Skólinn á að svara þessari
þörf. Námið fer að mestu fram í fjar-
námi og því hægt að stunda það óháð
stað,“ segir Guðni um nýja skólann.
Auk þess býður hann upp á ráðgjafa-
nám í svonefndri GlóMotion-lífsfærni;
það er aðferðir og æfingakerfi sem
hann hefur þróað og útfært sam-
kvæmt menntun sinni og 40 ára
reynslu sem þjálfari. Gefur ráðgjafa-
námið nemendum rétt til að beita að-
ferðum og verkfærum GlóMotion öðr-
um til vaxtar og velsældar.
„Með menntun fyrir ráðgjafa er ég
að opna verkfærakistu mína og kenna
fólki að nýta tólin þar. Kerfi GlóMo-
tion sem ég hef unnið að í áratugi er
hér í pakkanum, en þar sameinast lík-
amsþjálfun, hugrækt, núvitund, lífs-
speki og næringarfræði meðal ann-
ars,“ útskýrir Guðni.
Námskeiðið Máttur athyglinnar er
nú í fjarnámi en skráning hófst nýlega.
Á því námskeiði kennir Guðni fólki að
taka til í lífi sínu, styrkja sig og skil-
greina markmið sín. Þar er unnið í sjö
skrefum og stendur námskeiðið yfir í
sjö vikur. „Hver einasta manneskja er
kraftaverk og mitt hlutverk er að
minna okkur á þessi fallegu sannindi.
Oft stjórnast okkar daglega líf af for-
ritum sem eru bæld djúpt í undirvit-
undinni. Þótt við teljum að okkur langi
að öðlast hamingju og velsæld leyfum
við okkur að breyta hegðun, hugs-
unum og gjörðum í átt til þess sem við
teljum okkur vilja.“
Taka á móti lífinu
á líðandi stundu
Starfið í Lífsfærniskólanum hefst
15. september. Um námið gildir að
fólk er spurt hvort það vilji öðlast
frelsi frá oki hugans og öðlast enda-
lausa orku og áræðni. Læra að næra
og styrkja líkama sinn og skapa eigin
umgjörð fyrir varanlega auðlegð, vel-
sæld, hamingju og þakklæti. Víða er
komið við í náminu þar sem Guðni
sjálfur býður nemendum upp á per-
sónulega ráðgjöf svo og hópefli. Nám-
inu, sem kostar 160 þúsund krónur,
lýkur með brautskráningu í júnímán-
uði á næsta ári.
„Allt sem þú viljandi veitir athygli
vex og dafnar, segir Guðni þegar hann
útskýrir þær leiðir sem hann telur
best varða leiðina að góðu og inni-
haldsríku lífi. „Við mannfólkið erum
ekki hugsanir okkar heldur afleiðingar
þeirra. Og þegar fólk getur unnt sér
að vera eins og það raunverulega er,
kalla ég slíkt fullkomnun. Flestir eru
hins vegar ekki sáttir við sjálfa sig og
ætla að bæta úr síðar sem er meinloka.
Núvitund felst í því að taka á móti líf-
inu á líðandi stundu og ef þú getur
ekki notið lífsins nú hví ætti slíkt að
verða seinna? segir Guðni sem leggur
áherslu á að fólk þurfi jafnan tals-
verðan tíma til að breyta ferlum sín-
um, lífi og viðhorfum.
Leiðin er greið
„Ef þú hafnar sjálfum þér ertu að
afneita tilverunni eins og hún leggur
sig. Þessu má breyta. Í skrefi eitt
vaknar þú til vitundar og í því næsta
er lærdómurinn sá að fyrirgefa okkur
ofbeldi sem þú ert að veita þér og þín-
um vegna ósættis við sjálfan sig. Með
þjálfaða þekkingu fyrirgefur fólk
sjálfu sér – getur notið augnabliksins
og velur athygli í stað viðnáms. Með
því verður framganga fólks líka öll
miklu eðlilegri en ella; orðfæri, fram-
ganga og klæðaburður – hin opinbera
sjálfsmynd okkar – og leiðin er greið,“
segir Guðni Gunnarsson að síðustu.
Jákvæða orkan er mikilvæg
Lífsfærniskóli settur á laggirnar Fyrirlestrar í fjarnámi Ánægja, rými, flæði og bros, segir
Guðni Gunnarsson Fólk geti notið augnabliksins og valið athygli í stað viðnáms Máttur og vilji
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Líf Við mannfólkið erum ekki hugsanir okkar heldur afleiðingar þeirra. Og þegar fólk getur unnt sér að vera eins
og það raunverulega er, kalla ég slíkt fullkomnun, segir Guðni Gunnarsson hér í viðtali um áherslur og sýn hans.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rit Bækur Guðna um mátt hjartans, viljans og máttarins eru fullar af góð-
um ráðum sem við ættum öll að geta nýtt okkur og tileinkað.
Tæknin og heimspekin sem
Guðni hefur þróað á undan-
förnum árum undir heitinu
Máttur athyglinnar skiptist í sjö
skref. Hið fyrsta, athygli, að
fólk vakni til vitundar. Skref tvö
snýst um að vera ábyrg og það
er ekki hægt nema fyrirgefa sér.
Þegar fólk er svo tilbúið að taka
ábyrgð þarf það að skilgreina
tilgang sinn og er skref þrjú. Til-
gangur þýðir að ganga til sín,
með sér, og er ferðalag. Þegar
þú skilgreinir ferðalagið. Fjórða
skrefið kallast heimild og fram-
ganga er hið fimmta. Skref sex
er innsæi en þá er maður kom-
inn í vitund og er enginn dómari
í eigin lífi heldur sýnir sjálfum
sér kærleik. Skref númer sjö, að
lokum, er þakklæti.
Skrefin eru
sjö talsins
MÁTTUR ATHYGLINNAR