Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
TORMEK Brýnsluvélar
s Tormek T-4
Verð 57.900
s DF-250 Demantshjól fyrir T-8
Verð 39.980
s Tormek T-2
Atvinnu eldhúsbrýnni
Verð 108.730
s HTK 806
Aukahlutasett fyrir hnífa skæri o.fl.
Verð 34.120
s Tormek T-8
Verð 96.700
Allar stýringar fyrirliggjandi
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16
SVX-150:
Skærastýring
Verð 8.930
TNT-808:
Aukahlutasett fyrir rennismiðinn
Verð 49.980
SVD-186:
Stýring fyrir tréskurðar- og rennijárn
Verð 14.890
SVM-140:
Hnífastýring
Verð 9.230
SVA-170:
Axarstýring
Verð 2.750
SVM-00:
Stýring fyrir tálguhnífa
Verð 5.770
SE-77:
Stýring fyrir hefiltennur og sporjárn
Verð 9.530
Erum með þúsundir vörunúmera
inn á vefverslun okkar brynja.is
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Tveir létust og að minnsta kosti einn
særðist í fyrrinótt þegar átök brutust
út á þriðju nótt mótmæla í borginni
Kenosha í Wisconsin-ríki. Ekki var
ljóst hverjir voru að verki, en lögregl-
an í Kenosha greindi frá því að hún
hefði verið kölluð út eftir að skothríð
hófst stuttu fyrir miðnætti að staðar-
tíma.
Myndbönd birtust á samfélags-
miðlum af fólki að flýja undan skot-
hríðinni og mátti greina nokkra
særða, sem lágu í blóði sínu á götunni.
Lögreglan sagði að málið væri til
rannsóknar.
Mótmælin brutust út eftir að lög-
regluþjónar í Kenosha skutu blökku-
manninn Jacob Blake sjö sinnum í
bakið, en hann var á leiðinni í bifreið
sína, þar sem þrír barnungir synir
hans sátu. Atvikið náðist á myndband
og vakti þegar í stað mikla reiði meðal
minnihlutahópa í Bandaríkjunum, en
það þótti minna á önnur áþekk atvik,
sem meðal annars leiddu til mót-
mælaöldu vítt og breitt um Bandarík-
in fyrr í sumar.
Árásinni á Blake var mótmælt víð-
ar en í Kenosha, og héldu mótmæl-
endur út á götur New York-borgar
sem og í Minneapolis, þar sem George
Floyd var myrtur af lögreglumanni í
vor.
Mótmælaganga um helgina
Mótmælin hafa að mestu leyti farið
friðsamlega fram, en þó bar á því að
óeirðaseggir kveiktu í bifreiðum og
byggingum í mótmælum sunnudags
og mánudags, og biðlaði Julia Jack-
son, móðir Blakes, til fólks í fyrradag
að halda ró sinni og forðast eigna-
spjöll, en syni sínum og fjölskyldu
væri enginn greiði gerður með slíku.
Hvatti Jackson fólk til þess að sýna
stillingu, en stefnt er að mótmæla-
göngu í nafni Blakes í höfuðborginni
Washington um helgina. Sagðist hún
jafnframt biðja til Guðs fyrir hönd
lögreglunnar.
Faðir Blakes, Jacob eldri, sakaði
hins vegar lögreglumennina um að
hafa reynt að myrða son sinn. „Þeir
skutu son minn sjö sinnum, líkt og
hann skipti engu máli. En hann skipt-
ir máli, hann er manneskja,“ sagði
faðir Blakes.
Góðar líkur eru á því að Blake muni
lifa skotárásina af, en flest bendir til
þess að hann verði lamaður fyrir neð-
an mitti fyrir lífstíð. Benjamin
Crump, lögmaður Blakes og fjöl-
skyldu George Floyd, hefur krafist
þess að lögreglumennirnir verði sóttir
til saka, en engar skýringar hafa feng-
ist á því hvers vegna þeir töldu rétt að
beina skammbyssum sínum að óvopn-
uðum manni.
Tveir skotnir til bana
Lögregluofbeldi enn mótmælt í nokkrum borgum Bandaríkjanna, þar á meðal
New York og Minneapolis Krefjast þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka
AFP
Mótmæli Lögreglumenn í Kenosha stóðu vörð um ráðhús borgarinnar í mótmælunum í fyrrinótt.
Evrópsk lyfja-
fyrirtæki hafa
þrýst á um það
að Evrópusam-
bandið veiti
þeim und-
anþágur, sem
muni verja þau
gegn lög-
sóknum, ef
vandamál
koma upp
tengd bóluefn-
unum sem þau eru að þróa gegn kór-
ónuveirunni. Financial Times
greindi frá þessu í gærmorgun.
Ástæðan er sú, að faraldurinn hef-
ur orðið til þess að stytta rann-
sóknar- og þróunartíma bóluefnis
niður í örfáa mánuði, en venjulega
getur slíkt ferli tekið nokkur ár. Sum
bóluefnin eru komin á lokastig próf-
anna sem standast verður áður en
þau fá leyfi. Í minnisblaði frá sam-
tökum evrópskra lyfjaframleiðenda
sem FT hafði undir höndum sagði að
þessi hraði þýddi að ómögulegt væri
að fá sömu vissu um virkni og getu
bóluefnanna, sem aftur skapaði vissa
áhættu við notkun þeirra.
Því væri brýnt að fyrirtækin væru
varin fyrir skaðabótamálum sem
gætu komið til vegna notkunar bólu-
efnisins. Yannis Natsis, fulltrúi sjúk-
linga við EMA, lyfjastofnun Evrópu-
sambandsins, sagði við FT að slíkt
leyfi gæti skapað hættulegt fordæmi
og um leið grafið undan trausti fólks
á bóluefnum.
Lyfjarisar
vilja laga-
lega vernd
Þróun bóluefnis
óvenjulega hröð
Lyf Byrjað er að
prófa bóluefni.