Morgunblaðið - 27.08.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.08.2020, Qupperneq 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020 Blásarar Í gær léku blásarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands undir berum himni víðs vegar um höfuðborgina, til dæmis við Klambratún þar sem börnum var boðið að koma og hlýða á fagra tóna. Eggert Nýlega barst svar heilbrigðisráðherra við tveimur spurningum, sú fyrri sneri að því hvað þyrfti til að fækka einstaklingum á biðlist- um fyrir valkvæðar að- gerðir á Landspítala. Með valkvæðum að- gerðum er átt við þegar sá aðili sem fram- kvæmir aðgerðina get- ur stjórnað því hvenær hún er gerð. Það er ekki átt við að einstaklingar hafi val um að fara í aðgerð, það vel- ur engin/n að fara í aðgerð ef hægt er að komast hjá því. Það verður að við- urkennast að svarið kom ekki sér- staklega á óvart, það er samt ýmis- legt tínt til sem á að réttlæta biðina. Það fyrsta er að það sé ákveðin sam- staða um að það sé ásættanlegt að bíða, það sagt vera þar sem heil- brigðisstofnanir þurfi að skipuleggja starfsemi sína og að þeir sem eru í brýnustu þörf fái þjón- ustu strax. Nefnt er í svarinu að landlækn- isembættið hafi sett ákveðin viðmið um hvað sé ásættanleg bið en samt sem áður sé ljóst að biðtími eftir ákveðnum aðgerðum sé of langur og þess vegna hafi verið gripið til þess ráðs að leggja til aukið fjármagn til þess að fækka einstaklingum sem bíða aðgerðar hvað lengst. Í svarinu er rifj- uð upp úttekt embættis landlæknis á alvarlegri stöðu bráðamóttöku Landspítala sem fór fram í lok árs 2018 og nefnt að bið eftir hjúkr- unarrýmum hafi neikvæð áhrif á starfsemi sjúkrahússins. Einnig er talið til að uppbygging meðferðar- kjarna Landspítala við Hringbraut muni hafa veruleg áhrif á afköst spít- alans ásamt þjónustutengdri fjár- mögnun með DRG (Diagnosis- related group). Seinni spurningin sneri að því hvort ráðherra teldi það vænlegan kost að semja við einkaaðila til að stytta biðlista eftir aðgerðum og var svarið við þeirri spurningu að mikil- vægt væri að allar ákvarðanir um það hver sinni hvaða hluta heilbrigð- isþjónustunnar verði teknar með til- liti til heilbrigðiskerfisins í heild og að þær verði ekki til þess að veikja undirstöðu opinberrar heilbrigðis- þjónustu. Svarið endar með því að til skoðunar sé hvort semja megi um til- greinda sértæka þjónustu innan ramma laga um heilbrigðisþjónustu. Kona ein búsett á landsbyggðinni fór í hnjáaðgerð á vinstri fæti á Sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir sex árum, að áliti konunnar tókst sú að- gerð ekki nægjanlega vel og var kon- an kvalin þrátt fyrir að sækja tíma í sjúkraþjálfun og fara eftir öllum ráð- leggingum sérfræðinga. Á endanum féllst konan á að fá annað álit læknis á aðgerðinni og leitaði hún til Klíník- urinnar og til að gera langa sögu stutta þá tók konan þá ákvörðun að fara í aðgerð á hægra hné þar þó svo hún þyrfti að greiða fyrir aðgerðina úr eigin vasa. Von hennar var að ef hún næði því góðu gæti hún fengið jafnt álag á bæði hnén. Undirbún- ingur aðgerðarinnar byrjaði með myndatöku af hnénu 26. september sl. og var aðgerðin framkvæmd 10. desember sl. Aðgerðin tókst mjög vel, eftirfylgni til fyrirmyndar. Nú fer konan allra sinna ferða gangandi, nánast sársaukalaust, og er þar með ekki lengur félagslega einangruð. Síðastliðið vor datt þessi sama kona illa, lenti á öxlinni og þar sem hún var enn í sjúkraþjálfun vegna hnjánna var það sjúkraþjálfarinn sem hafði samband við lækni sem starfar í Orkuhúsinu. Konan þurfti ekki að greiða fyrir þessa aðgerð, hún var greidd af Sjúkratryggingum Íslands. Um það bil þremur vikum seinna var konan búin í aðgerð sem tókst vel og eftirfylgni sýnir að allt gengur að óskum. Svona aðgerðir eru aðeins gerðar í Reykjavík þannig að það kostar ferðalög fyrir alla þá sem koma annars staðar frá, það skal tekið fram að Sjúkratryggingar Ís- lands taka aðeins þátt í tveimur ferð- um á ári, þessi kona þarf að sækja tíma hjá lækni í Reykjavík vegna eftirfylgni alla vega þrisvar ef ekki fjórum sinnum. Svo virðist sem Sjúkratryggingar Íslands séu með samning við lækna sem starfa í Orkuhúsinu en hafi ekki virkan samning við lækna sem starfa hjá Klíníkinni, eitthvað er það sem ekki rímar saman. Það er ekki nema von að konan hafi spurt hver sé mun- urinn á öxl og hné, vonandi verður sú spurning tekin með í svari heilbrigð- isráðherra þegar sagt er að til skoð- unar sé hvort semja megi um til- greinda sértæka þjónustu innan ramma laga um heilbrigðisþjónustu. Eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur » Seinni spurningin sneri að því hvort ráðherra teldi það væn- legan kost að semja við einkaaðila til að stytta biðlista eftir aðgerðum. Anna Kolbrún Árnadóttir Höfundur er þingmaður Miðflokksins. annakolbrun@althingi.is Er munur á hné og öxl? Fyrr í sumar lét Verkfræðingafélag Ís- lands (VFÍ) gera könn- un til að meta stöðu fé- lagsmanna á tímum COVID-19. Niðurstöð- urnar eru um margt áhugaverðar. Það sem stendur upp úr er hversu félagsmönnum gekk almennt vel að takast á við krefjandi aðstæður og sinna verkefnum sínum í fjarvinnu. Aug- ljóst er að þessi faraldur hefur kennt okkur margt og gera má ráð fyrir að vinnumarkaðurinn muni breytast varanlega. Þannig má gera ráð fyrir því að fjarvinna og sveigjanleiki vinnutíma verði meiri. Slíkum breyt- ingum fylgja áskoranir sem nauð- synlegt er að hefja umræðu um. Ef litið er á helstu niðurstöður sem varða afkomu fé- lagsmanna VFÍ beint fóru 14% í hlutastarf vegna COVID-19 og 2,5% misstu vinnuna. Þess má geta að í júlí- mánuði var atvinnu- leysi í heild á landinu 7,9% en var á sama tíma 4,5% hjá fé- lagsmönnum VFÍ. Það er óvenjuhátt því at- vinnuleysi meðal verk- fræðinga og tækni- fræðinga hefur að jafnaði mælst um og innan við 2%. Langstærstur hluti, eða 81%, varð ekki fyrir tekjuskerð- ingu. Grunnlaun lækkuðu hjá 5,7% svarenda. Ríflega 83% vann fjarvinnu að ein- hverju leyti. Nærri helmingur var í fjarvinnu meira en 2/3 hluta tímans. Fjarvinnan var valfrjáls hjá 26%. Tæpum 60% fannst auðvelt að upp- fylla vinnuskyldu í fjarvinnu sem þýðir að 40% fannst í meðallagi eða fremur erfitt að uppfylla vinnu- skylduna. Ef litið er á afköst telja um 30% þau vera minni í fjarvinnu. Verkefnaskortur eða tæknileg vandamál voru ekki ástæða fyrir vandkvæðum við vinnu frá heimili og vinnuaðstaða almennt viðunandi. Aftur á móti þurfti nærri helmingur að gæta barna sem annars hefðu verið í leikskóla eða grunnskóla. Sömu sögu er að segja þegar spurt var um truflun vegna aðstoðar við heimalærdóm. Tæp 40% svarenda búast við að fjarvinna verði meiri og vinnutími sveigjanlegri í framtíðinni. Heimavinnustyrkir í stað samgöngustyrkja? Breyttar aðstæður hafa kennt okkur margt en vekja einnig margar spurningar. Til dæmis er fjarvinna ekki að öllu leyti jákvæð. Hjá hluta fólks leiðir hún til félagslegrar ein- angrunar og kvíða yfir því að geta ekki uppfyllt vinnuskyldu og að af- köst séu ekki nægileg. Þá þarf einn- ig að ná samkomulagi um að hve miklu leyti vinnuveitendur eigi að standa straum af kostnaði við vinnu- aðstöðu starfsmanna heima fyrir. Dæmi eru um að fyrirtæki séu nú þegar farin að greiða styrki vegna fjarvinnu sambærilega samgöngu- styrkjum. Verkfræðingafélagið mun í haust gera samanburðarkönnun til að meta hvernig félagsmenn takast á við breyttar aðstæður til lengri tíma. Gera má ráð fyrir að viðhorfin séu önnur þegar horft er fram á viðvar- andi ástand í stað áhrifa fyrstu bylgju COVID-19 sem eflaust marg- ir litu á sem átaksverkefni sem myndi líða hjá. Sambærilegar kannanir hafa ver- ið gerðar hjá systurfélögum VFÍ í öðrum Norðurlandaríkjum og eru niðurstöður að langstærstum hluta sambærilegar. Könnun VFÍ sýnir að tæknimenntun gefur forskot þegar staðið er frammi fyrir breyttum og krefjandi aðstæðum. Tæknimenntað fólk er iðulega skapandi í hugsun, er vant því að hugsa í lausnum og sjá leiðir til nýrra tækifæra og nýsköp- unar. Tæknimenntun má samþætta við ýmiss konar aðra menntun og listir. Hún getur aukið aðlög- unarhæfni og gefið fólki tækifæri til að skapa sér nýjan starfsgrundvöll. Þeir sem vilja kynna sér betur niðurstöður könnunarinnar geta nálgast þær á vefsvæði félagsins: www.vfi.is. Eftir Svönu Helen Björnsdóttur »Könnun VFÍ sýnir að tæknimenntun gefur forskot þegar staðið er frammi fyrir breyttum og krefjandi aðstæðum. Svana Helen Björnsdóttir Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands. Aðlögunarhæfni á krefjandi tímum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.