Morgunblaðið - 27.08.2020, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
Fæst í helstu apótekum
Klútarnir innihalda virka efnið Terpinen 4-ol 2,5%, unnið úr
Tea tree olíu, sem er mjög áhrifarík í baráttunni við offjölgun
hársekkjamítla, að sama skapi mýkja klútarnir og veita húðinni
raka með hýalúronsýru sem gerir meðferðina mun þægilegri.
Grandagarði 13 & Glæsibæ, 5. hæð
Sími 510 0110 | www.eyesland.is
BLEPHADEMODEX
Áhrifarík meðferð
gegn hársekkjamítlum
Klútarnir eru einfaldir í
notkun, eru mildir fyrir augun
og án rotvarnarefna.
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
• Humarsúpa
• Nauta piparsteik
• Súkkulaði Lion Bar
Kynningarverð 5.990 kr.
Fullt verð: 8.990 kr.
Fordrykkur fylgir hverri 5.000 kr. ferðagjöf
STEIKARVEISLA
Maður furðar sig á því þegar maður hjólar á venjuleg-
um hraða á hjólabrautum hve hratt sumir ofurhjólreiða-
menn æða fram úr. Hjólabrautir höfuðborgarsvæðisins
liggja víða og eru skemmtileg viðbót við samgöngur
svæðisins þegar vel viðrar eins og undanfarna daga, en
það er lítið gaman að hjóla með lífið í lúkunum. Ég hef oft
velt því fyrir mér hvers vegna engar hraðamerkingar eru
á hjólabrautunum. Er það vegna þess að engar hraðatak-
markanir eru þar? Er þetta eins og þýsku hraðbraut-
irnar? Mér sýnist þessi ofurhjól fara á 50-60 km hraða á
klukkustund með tilheyrandi háska fyrir ofurhjólreiða-
mennina og aðra. Er þetta leyfilegt? Þurfa ekki sveit-
arfélög á svæðinu, eða lögreglan, að taka í taumana? Eða
er ætlunin að bíða þar til barnið er dottið ofan í?
Áhugahjólreiðamaður
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Engar umferðarreglur á hjólabrautum?
Morgunblaðið/ÞÖK
Í íslenskri orðabók
Menningarsjóðs frá
1983 segir að þræl- sé
forliður til áherslu; mjög
eða mikið, eins og í
þrælheppinn og þræl-
ánægður. Ég taldi í áð-
urnefndri orðabók og
fann 39 orð sem byrjuðu
á þræl-.Til samanburðar
kíkti ég í Webster’s
New Collegiate Diction-
ary til að finna út, hve mörg orð á
enskri tungu byrjuðu á slave, þeirra
orð fyrir þræl. Ég fann ekki nema 11
orð. Viss er ég um að málfræðingar
kunna skýringar, en ég, fávís mað-
urinn, furða mig á því, hvers vegna
þessi forliður með tengsl við þræla og
þrældóm er svona mikið notaður og
vinsæll í okkar tungu.
Þessar hugsanir komu upp í huga
mér vegna vakningarinnar hjá okkar
svörtu bræðrum, afkomendum þræla,
hér í henni Ameríku á þessu sumri.
Eins og þið hafið eflaust heyrt í frétt-
um er nú almennt viðurkennt að víð-
tækt kynþáttahatur lifi hér enn góðu
lífi. Undanfarna áratugi var haldið að
ástandið væri að lagast, sér í lagi eftir
að kynblendingurinn Barack Obama
var kosinn forseti landsins, en margir
halda því nú fram að það hafi bara
versnað. Upp úr sauð svo í vor, þegar
nokkrir ungir blámenn voru skotnir
til bana af hvítum lögreglumönnum.
Kröfugöngur voru haldnar um land
allt og óeirðir brutust víða út. Slag-
orðið „Svört líf skipta máli“ var á allra
vörum.
Allt tal um þrælahald og þrælastríð
er mjög viðkvæmt. Hér í Suðurríkj-
unum býr enn fólk sem heldur fram
að þeirra málstaður í borgara- eða
þrælastríðinu hafi verið göfugur og
dýrkar enn þá sína hershöfðingja og
hermenn. Hundruð stytta af hetjum
sunnanmanna prýða torg og borg og
nú krefjast svertingjar og margir
hvítingjar líka að þessar styttur verði
fjarlægðar og hefir mörgum þeirra
verið steypt af stalli. Minnismerki um
aðra fræga forfeður, sem komu
þrælastríðinu ekki
beint við, hafa hlotið
sömu örlög ef uppvíst
hefir verið að þeir hafi
einhvern tíma verið
þrælaeigendur.
Það er eins gott að
við Mörlandar erum
ekki eins viðkvæmir og
okkar svörtu bræður
og systur. Þá myndum
við kannski vera búnir
að rífa niður stytturnar
af Ingólfi Arnarsyni og
Leifi Eiríkssyni, því
næstum víst má þykja að báðir hafi
verið eigendur þræla. Samkvæmt
gömlum bókum er talið að þeirra tíma
fjölskyldur hafi átt einn til þrjá þræla.
Við erum svo lánsamir að okkar þræl-
ar voru hvítir á hörund og oft rauðleit-
ir á hár og hafa því fyrir löngu bland-
ast vel inn í íslenskan þjóðargraut.
Það er ekki eins með svörtu afkom-
endur þrælanna í henni Ameríku og
er það ógæfa Bandaríkjamanna.
Okkar afskipti af þrælahaldi end-
uðu á 12. öld, en margar aðrar þjóðir
heims héldu áfram í aldaraðir að kúga
aðrar mannskepnur til að vinna fyrir
sig kauplaust. Nokkrar milljónir af
svörtum Afríkönum voru hnepptar í
ánauð og dreift um heim allan, mest
til Vesturheims. Frændur okkar og
fyrrverandi nýlenduherrar, Danir,
tóku þátt í þeim leik á Jómfrúaeyjum
og þóttu með allra verstu þræleig-
endum. Ég er einmitt nýbúinn að lesa
mjög fróðlega bók Gísla Pálssonar um
Hans Jónatan, fyrrverandi þræl, sem
stal sjálfum sér og settist að á Djúpa-
vogi. Bókin gefur meðal annars góða
hugmynd af sykurreyrræktinni á eyj-
unum sem Danir ráku með svörtum
þrælum.
Að miklu leyti var þrælahald okkar
forfeðra með allt öðrum og stundum
rómantískari blæ. Svo virðist sem
skortur hafi verið á kvenfólki í vík-
ingaheimi á 7. og 8. áratugnum. Ein-
hvers staðar hefi ég lesið að fjölkvæni
hafi þá tíðkast og þar sem sumir tóku
sér margar konur voru aðrir skildir
eftir kvenmannslausir. Þess vegna
voru menn tilneyddir að skreppa til
Írlands eða Skotlands til að ná sér í
kvenfólk. Stundum varð að drepa eig-
inmann hér og þar, en það var ekkert
mál í þá daga. Vísindamenn nútímans
hafa fundið út að næstum helmingur
allra kvenna sem landnámsmenn
komu með til Íslands var keltneskur.
En ekki er hægt að segja að allt
þrælahald okkar manna hafi verið
byggt á að bara ná sér í kvenfólk. Sem
dæmi má taka þræla Hjörleifs, fóst-
bróður Ingólfs Arnarsonar. Þeir
gerðu sér lítið fyrir og drápu eiganda
sinn. Þrælarnir voru Írar og kallaðir
vestmenn. Bersýnilega voru Íslands-
menn þeirra tíma ekki sérlega góðir í
landafræðinni, því Ísland er miklu
vestar en Írland, en það er nú önnur
saga. Eftir morðið á Hjörleifi flúðu
þrælarnir út í eyjar undan suður-
strönd landsins. Ingólfur og menn
hans eltu þá þangað og gengu af þeim
dauðum. Síðan voru eyjarnar nefndar
Vestmannaeyjar. Það var eins gott að
þær voru ekki skírðar Íraeyjar. Bless-
unarlega í þá daga virðast ekki hafa
verið neinir samgönguörðugleikar
milli lands og eyja.
Af og til kemur hér upp umræða
um að hinir svörtu afkomendur þræla
í Bandaríkjunum eigi að fá skaðabæt-
ur. Ýmsir framámenn blámanna
halda því fram að þjóðinni beri skylda
til að bæta afkomendum þrælanna
fyrir hina illu meðferð sem forfeður
þeirra máttu þola. Málið hefir meira
að segja verið rætt í þinginu í Wash-
ington. Við verðum að vona að rauð-
hærðar konur á Íslandi taki ekki upp
á að heimta bætur fyrir slæma með-
ferð á formæðrum sínum, keltnesku
konunum sem landnámsmenn
hnepptu í ánauð og komu með til Ís-
lands.
Þrælánægður
Eftir Þóri S.
Gröndal
Þórir S. Gröndal
» Við erum svo lán-
samir að okkar
þrælar voru hvítir á hör-
und og hafa því fyrir
löngu blandast vel inn í
íslenskan þjóðargraut.
Höfundur er fyrrverandi
fisksali og ræðismaður.
floice9@aol.com
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is